Gjaldborg um heimilin

Eitthvað var það óheppilegt hjá kjósendum að misheyrast fyrir seinustu kosningar. Kjósendur heyrðu talað um "skjaldborg um heimilin", en í raun var verið að lofa þeim "gjaldborg", eins og komið hefur í ljós.

Hvað gerir einstaklingur sem nær ekki endum saman? Hann sker niður útgjöld sín, tekur kannski tímabundið lán en fær varla meira en það, og á endanum þarf að greiða til baka.

Hvað gerir hið opinbera? Þeir sökkva skattgreiðendum í skuldir. Síðan koma kosningar og afleiðingar skuldasöfnunarinnar lenda á einhverjum öðrum. Lúxus sem einstaklingar geta ekki leyft sér, nema auðvitað með því að setja ábyrgðarmenn í klípu.

Holl og góð húsráð heyrast ekki í Stjórnarráðinu.


mbl.is Skattahækkanir auka verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

já og ekki heyrist boffs frá verkalíðshreyfingunni, virðist eins og öll öfl sem eiga að standa vörð um hagsmuni hins almenna borgara hafi snúið baki við fólkinu í sameiginlegu átaki til að kreista líftóruna úr fólki. held það sé nokkuð ljóst að lægstu laun duga ekki til að ná endum saman eftir allar þessar hækkanir og fall krónunar.

GunniS, 13.1.2010 kl. 11:37

2 identicon

Spurning um að pakka saman og fara.  Það er engin skylda að búa við þessi skilyrði

Jón (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband