Við skuldum ekkert vegna Icesave

Íslenska ríkið (og þar með íslenskir skattgreiðendur) skulda ekki krónu vegna hruns Landsbankans.

Eftirfarandi orð lýsa vel af hverju (tekin héðan):

Secondly, the Icelanders assert that they will honor all legal obligations to depositors in the EEA (European Economic Area, of which Iceland is a member-state). But they argue that this only means that deposits are covered by the Icelandic Depositors' and Investors' Guarantee Fund set up under EEA rules. If that Fund is unable to meet its obligations, there is no clear requirement, under EEA rules, for the Icelandic government to step in.

In the third place, the Icelanders refer to Jean-Claude Trichet, the president of the European Central Bank, and Wouter Bos, the Dutch finance minister, who both have stated publicly that the EEA rules on deposit insurance were not designed, anyway, for the collapse of an entire financial system, such as Iceland saw.

 Lagalega er því engin krafa á íslenskum stjórnvöldum að "semja" um eitt né neitt. Ef Íslendingar vilja hins vegar skora pólitísk stig við vinaríki sín, þá má e.t.v. bjóða eitthvað táknrænt, nú eða að láta hluta af þrotabúum hinna gjaldþrota banka ganga upp í eitthvað af innistæðum sem ekki var til fé fyrir í iðgjaldasjóði Tryggingasjóðs innistæða.

En lagalega séð þá þarf ekki að gera neitt fleira en að hafna hinum vondu Icesave-lögum í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og líta svo á að málið sé úr sögunni.

 


mbl.is Sátt ekki í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reyndar verða eignir úr þrotabúi Landsbankans notaðar upp í þetta, en deilan stendur hinsvegar um hvernig þau verðmæti eigi að skiptast á hlut Íslendinga annars vegar og Breta og Hollendinga hinsvegar. Við Íslendingar viljum að sjálfsögðu eiga forgangskröfu í búið til að standa undir lágmarkstryggingunni, en Bretar og Hollendingar vilja hinsvegar að krafan skiptist jafnt milli okkar og þeirra vegna þeirrar viðbótartryggingar sem þeir ákváðu einhliða að setja á innstæður umfram lágmarkið. Þetta er lykilatriði því ef við fáum þetta afgreitt samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum þurfum við að borga mjög lítið eða ekki neitt til að standa undir lágmarkstryggingunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.1.2010 kl. 15:02

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Eru ekki til nein "alþjóðalög" sem gera Íslendingum kleift að lögsækja Breta fyrir eignanám þeirra með notkun hryðjuverkalaga sinna?

Geir Ágústsson, 11.1.2010 kl. 09:16

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er enginn alþjóðlegur dfómstóll sem hefur boðvald yfir fullvalda ríkjum. Hinsvegar er alltaf hægt að skjóta málum til einhverskonar gerðardóms ef málsaðilar eru sammála um slíka málsmeðferð. Eina leiðin til að koma málinu fyrir einhvern dómstól einhliða af hálfu Íslands væri að fara í skaðabótamál í Bretlandi, held ég.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2010 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband