Eru beljur í útrýmingarhættu?

Spurt er: Eru beljur í útrýmingarhættu? Eða er til alveg feikinóg af beljum til að sinna eftirspurn eftir beljukjöti og mjólk þar sem markaðurinn fær leyfi til að stilla saman strengi neytenda og framleiðenda?

Auðvitað eru beljur ekki í útrýmingarhættu. Þær eru til í stórum stíl á bónabæjum víða um heim. Þær eru ræktaðar í stórum stíl til að sinna eftirspurn eftir beljuafurðum. Þær eru í einkaeigu.

En hvað með tígrisdýr? Eru þau í útrýmingarhættu? Já. Þar sem þau lifa villt þá eru þau í stórkostlegri útrýmingarhættu, þótt vissulega sé bannað að veiða þau eða raska ró þeirra. Ríkisvaldið hefur tekið vernd þeirra og velferð upp á sína arma. Bráðum verða engin dýr eftir í náttúrunni. Sjá nánar hér.

Hvað kemur þetta vatni við? Það gerir það að því leyti að ef ríkið ætlar sér að þjóðnýta vatnsból á Íslandi þá er hættunni boðið heim með að vatnsból verði bæði ofnýtt og vanrækt. Og þá verða hin meintu "mannréttindi" að engu orðin.

Eða hafa menn kannski gleymt því hvað gerist þegar ríkisvaldið skilgreinir matvæli og lyf sem "mannréttindi" og tekur útvegun þess konar upp á sína arma?


mbl.is Vatn almannaeign samkvæmt stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki undirbuningstrix hja Johönnu,???? AÐ Evroðubandalaginu ? allar auðlindir , vatnið og fiskurinn og what ever, verður að vera skilgrint i stjornarská hvers lands sem almannaeign  áður en þau fá inngöngu !!  spyr su sem ekki en viss ---en grunar !!!

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 13:30

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hún hefur enga tilburði sýnt til að aflétta kvóta af sjávarútvegi sem vannýttar tegundir eru plagaðar af ónauðsynlegum kvóta og eftirlitsiðnaði.

Þetta hefur lítið eða ekkert með líffæði að gera heldur er um að ræða úreltar hugmyndir um að "breyta dauð fé í lifandi fé" þ.e. að skuldsetja sjávarútveginn upp fyrir möstur þannig að tryggt sé að stærsti hluti framtíðarteknanna fari í vexti.  Af einhverjum ástæðum hafa svokallaðir frjálshyggjumenn (sennilega laumukommar) tekið ástfóstri við þessa ríkisvæddu ofstjórnunargeggjun. 

Sigurður Þórðarson, 4.1.2010 kl. 13:35

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Það að einhvers konar semí-eignaréttur fylgi veiðiheimildum er tvímælalaust betra en að enginn eignaréttur sé skilgreindur á þeim.

Geir Ágústsson, 4.1.2010 kl. 14:13

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þessi staðhæfing er ekki studd neinum rökum hvað þá skynsamlegum rökum með tilvísun í almenna náttúrufræði. Ég geri ráð fyrir að þetta sé trúaratriði hjá þér og ekki hæft til umræðu frekar en Kóraninn við islamista.

En hvort sem kenningar um eigarétt eða semi eingarétt standast sem hagfræðilega algildar eða ekki þá breytir það ekki þeirri staðreynd að stofnar koma og fara, stækka og minnka óháð veiði. Hugmyndir um kvóta og "semi eignarétt" byggja hins vegar á að veiðiþol sé þekkt stærð háð kvótum. 

Sigurður Þórðarson, 4.1.2010 kl. 14:53

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Þú veist mætavel sjálfur að fólk fer betur með eigin eignir en annarra eða "almennings". Og að þú leyfir t.d. engum að henda logandi sígarettustubbi á gólfið heima hjá þér þótt þú umberir það kannski út á götu. Kallaðu þetta endilega trúaratriði, sama er mér. (Tek samt fram að þetta eru ekki aðalrökin fyrir því að þeir sem strita við að koma syndandi fisk í verð með tækjum sínum og vinnu eigi frekar rétt á því að eiga auðlindina frekar en bjúrókratinn í Reykjavík sem rænir úr veskina hans þegar salan er afstaðin.)

Best væri auðvitað að útgerðarmenn ráði því sjálfir hvað þeir veiða mikið af fiski úr sjónum, en vitaskuld ekki fyrr en eignarréttur hefur verið skilgreindur á hafinu öllu. 

Geir Ágústsson, 4.1.2010 kl. 16:24

6 identicon

Bankarnir voru í einka eign. Mikið rosalega fóru eigendur bankana vel með sitt eigið fé....eða hvað??

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 16:30

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Þeim var sagt að ef allt færi í kalda kol, þá félli skuldin á svokallaðan "Tryggingasjóð innistæða", og að ef illa færi, þá væri þarna seðlabanki sem væri "lánveitandi til þrautavara". Þú getur rétt ímyndað þér hvers konar "moral hazard" felst í því að geta notið gróðans á meðan hann varir, en látið tapið lenda á öðrum.

Ríkisábyrgð á skuldbindingum fyrirtækja, þótt ekki sé nema í orði, er búin að fara illa með hagkerfi hins vestræna heims, síðan mönnum datt sú vitleysa í hug að þjóðnýta peningaútgáfu og gefa ríkisvaldinu lausan tauminn á peningaprentun. 

Geir Ágústsson, 4.1.2010 kl. 16:37

8 identicon

Það var engin ríkisábyrgð á Tryggingasjóði innistæða! Það er sjálfstæður sjóður eftir tilskipun ESB. Í þeirri tilskipun er bannað að sjóðurinn njóti ríkisábyrgðar. Þetta eru náttúrulega jarðskjálfta upplýsingar hjá þér, færddu okkur á því hver sagði "þeim" þetta. En gefum okkur að þú hafir rétt fyrir þér afsakar það þá hvernig þeir fóru með eigið fé og annara hluthafa? Þú talar um þjóðnýtingu peningaútgáfu. Guð hjálpi okkur ef þessi menn "einkaframtaksins" hefðu haft peninga útgáfu þjóðarinnar í hendi sér!

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 17:04

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Saga einkarekinnar peningaútgáfu er töluvert betri en þeirrar ríkisreknu.

Hressandi lesefni hér:

http://www.andriki.is/default.asp?art=20022009

Sóun í skjóli ríkisábyrgðar er ekki réttlætanleg eða verjandi. Hún er hins vegar hvorki bundin við bankarekstur né Ísland. 

Rétt fyrir áramót ákvað 52% Alþingismanna að þjóðnýta skuldbindingar Tryggingasjóðs innistæða. Eitthvað svipað hefur gerst víða í ESB og USA á seinustu misserum. Lögin hafa verið sett ofan í skúffu, og í staðinn hefur pólitíkin tekið við.

Geir Ágústsson, 5.1.2010 kl. 08:41

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri Geir, þú heldur því réttilega fram að menn hugsa betur um eigin eigur en annarra. En þegar menn reyna að breyta þessu í dogma þá verður þa aðeins nothæft ef menn kjósa að líta fram hjá staðreyndum en það villt þú örugglega ekki.  Nú bið ég þig að gleyma trúarkverinu rétt sem snöggvast og hlusta á gamlann sjómann: 

Brottkast á fiski byrjaði með kvótakerfinu en það var algjörlega óþekkt fyrirbrigði fyrir daga kvótakrefisins.

Sigurður Þórðarson, 5.1.2010 kl. 18:21

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta brottkast bendir til að eignarétturinn á veiðiheimildum sé of takmarkaður og að hann þurfi því að skerpa og gera algjöran, eins og t.d. þann sem bóndinn á á veiðiám.

Geir Ágústsson, 6.1.2010 kl. 13:03

12 Smámynd: Einar Jón

Hvað með hvers konar sjóði? Þeir lifðu góðu lífi áratugum saman hér á landi en nánast dóu út vegna ofveiði um leið og þeir voru einkavæddir...

Einar Jón, 7.1.2010 kl. 20:21

13 Smámynd: Einar Jón

En þetta er alveg rétt varðandi tígrisdýrin sem Andríki minnist á.

Í Pune tala menn um að á einu tígrisdýraverndarsvæðinu hafi íbúarnir hugsað "engin tígrisdýr -> ekkert vesen". Þeir tóku sig saman og slátruðu öllum tígrisdýrunum til að losna við þetta helvítis reglugerðafargan sem fylgdi þeim...

Einar Jón, 7.1.2010 kl. 20:31

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Fiskveiðiheimildir í laxveiðiám hafa lengi verið á ábyrgð landareigenda sjálfra, og þar með ekki pólitískt bitbein þar sem fiskifræðiskýrslum er hent fram og til baka. Ég sé gjarnan sama frið færast yfir fiskimiðin með algjörri einkavæðingu.

Þetta sem þú segir frá Indlandi er einnig vel þekkt í USA, og kallast 3-S meðferðin: Shooting, shoveling and shutting up.

Geir Ágústsson, 11.1.2010 kl. 09:25

15 Smámynd: Einar Jón

Ég held að það hafi sýnt sig að allir sem "eiga auðlind" reyna að hámarka hagnað sinn.

Munurinn er að sumir hugsa um skammtímahagnað og "slátra gullgæsinni", á meðan aðrir mjólka hana bara eins og þarf og njóta ágóðans. Ef markaðurinn er lítill er hægt að pumpa upp verðið, enda hækkaði verð í laxveiðiám gríðarlega á árunum 2003-2008.

Í Superfreakonomics er góður kafli um eina "hamingjusama hóru" (og hundruðir óhamingjusamra). Rétt eins og í laxveiðiánum gat sú hamingjusama hámarkað hagnað sinn með því að hækka taxtana hjá sér í stað þess að fjölga kúnnum. Það er ekki hægt á fiskimiðunum, frekar en hjá götumellunum.

Einar Jón, 11.1.2010 kl. 09:50

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Með því að kúpla fjárfestum/neytendum/bændum/laxveiðimönnum/útgerðarmönnum á óhindrað samspil markaðsverðs, sem segir til um samspil framboðs og eftirspurnar, þá munu flestir og til lengri tíma nýta auðlind í sinni eigu þannig að hún gefi af sér arð eins lengi og hægt er að hugsa sér.

Sjómennska er ekki einhver gullin undantekning þar sem allt í einu þarf tugi embættismanna til að "lagfæra" samspil framboðs og eftirspurnar og "lagfæra" hið ljómandi fína gangvart sem frjáls markaður einkaeignarréttar og samningafrelsis er. 

Geir Ágústsson, 11.1.2010 kl. 18:12

17 Smámynd: Einar Jón

þá munu flestir og til lengri tíma nýta auðlind í sinni eigu þannig að hún gefi af sér arð eins lengi og hægt er að hugsa sér.
Misstirðu af bankahruninu, eða gleymdirðu bara að læra af því? Takmarkið hjá sumum er að hámarka hagnaðinn til skamms tíma, og það þarf ekki nema örfáa svoleiðis til að eyðileggja allt fyrir öllum. Á meðan það er hægt að finna fleiri beljur fyrir lítið eru þær sem til eru blóðmjólkaðar og svo seldar í slátur þegar nytin var farin. Sjóvá & Gift, anyone?

Og ef allir kvótakóngarnir og bisnesskallarnir eru svona hagsýnir, hvar eru þá allir sparneytnu bílarnir þeirra? Af hverju eru þeir allir á risastórum bensínhák?

En aftur að efninu - það er ekki hægt að bera saman fiskimiðin og laxveiði.

Laxveiðin, rétt eins og lúxusmellan, er takmörkuð auðlind þar sem verið er að selja upplifunina frekar en afurðina. Eftir því sem verðið hækkar grípa menn minna og minna til "stangarinnar", bara slappa af í veiðikofanum með rauðvín, koníak og vindla og njóta upplifunarinnar.

Á fiskimiðunum og götunni gilda allt önnur lögmál. Þar er afurðin það eina sem skiptir máli. Samkvæmt bókinni góðu voru "fiskimið" í umsjón melludólga almennt með 20%* hærra afurðaverð  og minna var um misnotkun á miðunum. Það eitt segir manni að stundum þurfi smá umsjón, og að "algert frelsi" gæti verið stórhættulegt. 

En ég er sammála því að reglugerðafarganið sé ekki til bóta. Öfgar í hina áttina eru gætu jafnvel verið skárri - en að öllum líkindum liggur besta gildið einhvers staðar þarna á milli.

*) ef ég man rétt

Einar Jón, 12.1.2010 kl. 10:11

18 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er ríkisábyrgð á fiskveiðistofnunum (eða er Hafró ekki, amk í huga fólks, "ábyrgt" fyrir varðveislu fiskistofnanna?), rétt eins og það var ætluð ríkisábyrgð á skuldbindingum bankanna.

Algjör eignarréttur = algjör ábyrgð, miklu frekar en hið gagnstæða, því algjört opinbert eftirlit = engin ábyrgð.

"Það er ekki að undra að sparifjáreigendur hafi lagt fé sitt í bankana þegar þeir sáu allar þessar virðulegu opinberu stofnanir gefa þeim gæðastimpil." #

Geir Ágústsson, 13.1.2010 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband