Léttur laugardagur

Pólitískur rétttrúnaður er eitur, mein á samfélaginu og dragbítur á opinberri umræðu.

Sem svolítið móteitur við honum birti ég því hér tæplega 10 mínútur af uppistandaranum Bill Burr að segja brandara sem falla ekki að pólitískum rétttrúnaði (sem síðan er fylgt eftir með svolitlu lagi um ritskoðun). Njótið vel!


Enginn sérstakur áhugamaður um ritskoðun

Ég skal vera alveg hreinskilinn. 

Ég er enginn sérstakur áhugamaður um ritskoðun. Hún er mér alls ekki ofarlega í huga. Sé henni beitt þá er ég ekkert endilega að fara klappa fyrir því eða leggja á mig að réttlæta hana. 

Ef innflytjendur og afkomendur þeirra eru búnir að brytja niður litlar stúlkur og nauðga þeim svo árum skiptir án afskipta yfirvalda, og fólk æðir brjálað út á göturnar með skilti og hellir sér yfir samfélagsmiðla, þá finnst mér ekkert endilega að það eigi að fleygja því fólki í fangelsi og þagga niður í því með handtökum og sektum.

Nema auðvitað að yfirvöld séu í mjög erfiðri stöðu. Þá þarf að handtaka venjulegt fólk sem er orðið þreytt á hnífastungum í börn þess. 

Það er einhvern veginn svona sem formaður Samfylkingarinnar tjáir sig þótt spyrill reyni af mikilli varfærni að reyna fá eitthvað annað en meginstraumsþvæluna og -æluna út úr honum.

Formaðurinn er enginn sérstakur áhugamaður um að reyna halda aftur af hvernig fólk tjáir sig. Er til snyrtilegri leið til að segja að ritskoðun sé sjálfsagt vopn í vopnabúri yfirvalda, án þess að segja það? Varla.

Ég held að kjósendur eigi vandasamt verk fyrir höndum. Þeir þurfa að skilja á milli þess sem er sagt og þess sem er í raun sagt. Þeir þurfa að finna stjórnmálamenn sem hata ekki venjulegt fólk með venjulegan lífsstíl. Þeir þurfa að velja stjórnmálamenn sem hlusta á kjósendur frekar en útlenska embættismenn. Þegar prófkjör og uppstillinganefndir stjórnmálaflokkanna hafa síað út alla frambærilegustu frambjóðendurna þarf að skoða þá sem eftir eru og athuga hvort einhver þar sé að bjóða fram krafta sína í þágu almennings eða bara að leita að þægilegri innivinnu. 

Líklega gildir það um flesta stjórnmálamenn að þeir séu engir sérstakir áhugamenn um að halda aftur af hvernig fólk tjáir sig. En það er vandamál. Best væri að áhuginn lægi sérstaklega í að varðveita málfrelsið - réttinn til að segja eitthvað óvinsælt, umdeilt, ástríðufullt og einlægt. En hvar er sá stjórnmálamaður?

(Vil bæta því við í lokin að viðtalið við formann Samfylkingar í Spjallinu með Frosta var gott og upplýsandi og jafnvel gefandi og uppbyggilegt. Kíkið á það!)


Styttist í 50%

Það er auðvitað athyglisvert að á Íslandi mælist stærstur sá stjórnmálaflokkur sem mun í raun viðhalda núverandi stjórnarháttum: Hallarekstri, verðbólgu og innflutningi fólks sem kostar vinnandi Íslendinga lífsviðurværið, og jafnvel öryggið á götunum. Ég fer nánar út í það hér á eftir.

En það sem er athyglisverðara, mögulega, er að flokkar sem gætu mögulega haft hagsmuni hins venjulega Íslendings að leiðarljósi eru að nálgast meirihluta, lagðir saman í fylgi. 

Sjálfstæðisflokkur + Miðflokkur + Flokkur fólksins + Framsókn = 45%

Undir forystu Miðflokksins, eða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar nánar tiltekið, er kannski möguleiki á að mynda stjórn flokka sem eru ekki með það efst á stefnuskrá sinni að eltast við nýjasta handrit erlendra og andlitslausra alþjóðastofnana.

En nú eru þetta auðvitað bara vangaveltur.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur á að skipa mörgu frambærilegu fólki, en velur stjórnarsamstarf sem gerir þá hæfileika að engu.

Framsókn er bara það, fái hún sína ráðherrastóla þá fylgir hún línunni.

Flokkur fólksins er með besta slagorð í heimi - fólkið fyrst, svo allt hitt - og það lofar góðu.

Miðflokkurinn er í dag lítill á þingi og þarf að manna sig upp, og eins og Íslendingar eru skrúfaðir saman þá þora þeir ekki alveg að tengja sig við hann opinberlega þótt þeir svari í símann þegar skoðanakannanir eru framkvæmdar. Það hlýtur að lagast.

Svo kannski það sé ljós í myrkrinu. 

Eitt er víst að eitthvað þarf að breytast og gerast. Ætla landsmenn allir að láta toga sig í svartholið eins og kjósendur Reykjavíkur?

Þá það. Það er jú lýðræði. Kjósendur geta alveg borað gat á skipið ef þeir vilja.

Eða vilja þeir eitthvað annað?

Sjáum hvað setur.

En aðeins í lokin: Það er alveg útilokað að almennir flokksmenn Samfylkingarinnar séu sammála formanni sínum í ýmsum málum, svo sem innflytjendamálum. Þeir þegja á meðan formaðurinn laðar að sér atkvæði en þegar atkvæðin eru talin þá stökkva þeir úr holum sínum og keyra á hefðbundna vinstripólitík. Formaðurinn veit það jafnvel. En pólitík snýst um völd, ekki stefnu, og því fer sem er. 

Þar þarf ekkert að spá í spilin og sjá hvað setur. Þetta blasir við.


mbl.is Miðflokkurinn tekur fram úr Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðunin afhjúpuð en heldur samt áfram

Þá hefur stofnandi fjésbókarinnar loksins játað að hann ritskoðaði efni á veirutímum að ósk bandarískra yfirvalda, þaggaðir niður í fréttum sem hefðu mögulega geta haft áhrif á kosningaúrslit og lokaði á notendur ef þeir dirfðust að segja sannleikann. Hann bætir meira að segja við að hann sjái á eftir þessu öllu.

En holur er hljómurinn í slíkri iðrun. Í dag er fjésbókin ennþá að ritskoða, þagga niður í notendum, kæfa fréttir og ota að okkur einhverju allt öðru en algrímin frægu ættu að vita að við viljum sjá í raun.

Það er einfaldlega engin leið að nota samfélagsmiðla til að fá nálægt því einhverja rétta mynd af stöðu mála. Þeir eru áróðurstæki og gott að hafa það í huga. Ágætir fyrir spjall og skoðanaskipti, vonlausir til að greina rétt frá röngu.

Nú hafa menn auðvitað verið að benda á þetta og vara við í mörg ár, og sérstaklega á veirutímum. Er sonur Joe Biden gjörspilltur eiturlyfjaneytandi sem skipuleggur leynifundi með úkraínskum milljónamæringum og pabba sínum? Samsæriskenning! Rússafrétt! Eru sprauturnar að ráðast á hjartað og önnur líffæri fólks? Falsfrétt! Lygar! Listinn er auðvitað endalaus og lengist dag frá degi en fréttatímarnir taka hressilega undir og samfélagsmiðlarnir auðvitað líka.

Á hjólareiðaferðum mínum er ég nýbyrjaður að hlusta á bók, Is That True or Did You Hear It on the BBC?: Disinformation and the BBC. Hún byrjar mjög vel með nokkrum áþreifalegum en um leið sláandi dæmum um fréttaflutning sem hljómar trúverðugur en er ekki réttur - blanda af staðreyndum og einhverju sem gæti alveg hafa gerst en piprað með lygum sem eiga að hafa áhrif á neytanda fréttanna og fellur að markmiðum yfirvalda og voldugra aðila með aðgang að þeim.

Það er óhætt að spá því að sú bók muni renna hratt niður

Ritskoðunin er mögulega umfangsmikil en hún hefur hingað til ekki náð til bókaskrifa, og það er gott. Rithöfundar með umdeildar skoðanir, eða skoðanir sem venjulegt fólk sér ekkert að en yfirvöld láta fara mjög í taugarnar á sér, virðast geta fengið efni sitt birt og í sæmilega dreifingu (Audible-appið er jafnvel duglegt að stinga upp á bókum sem mér gæti þótt áhugaverðar í raun). Hlaðvörpin hafa heldur ekki þurft að mæta ritskoðun, a.m.k. ekki í bili. Það er því um að gera og verðlauna þá sem leggja á sig mikla vinnu til að brjótast í gegnum þagnarmúrinn með eitthvað sem er raunverulega verðmætt að vita og skilja.

Ólíkt jarminu í þessum hefðbundnu fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þar heldur ritskoðunin áfram, sama hvað forstjórar segja til að losna undan sviðsljósi rannsóknarnefnda.


Gjörsamlega veruleikafirrt fjármálastjórn Reykjavíkur

Leikskólar og skólar lokaðir og ekki til peningur til að laga þá.

Gatnakerfið sprungið og öllu framkvæmdafé sem þó rennur í það veitt í þrengingar og hindranir.

Fjármál borgarinnar farin að snúast um að taka ný lán til að borga af yfirdrættinum sem var notaður til að greiða af kreditkortinu.

Skattar í hæstu hæðum en ekki króna afgangs.

Og gleymum svo ekki orlofsgreiðslunum. Þær komu á óvart, meira að segja þeim sem leystu þær út.

Hvað velja borgarfulltrúar að gera þá? Ofan á allt þetta? Ofan í vaxandi gremju borgarbúa? Til viðbótar við hneykslin?

Jú, skella sér í skemmtiferð til Skandinavíu á kostnað skattgreiðenda!

Nei, bíddu nú við?

Reykja­vík­ur­borg greiðir fyr­ir starfs­fólk borg­ar­inn­ar og kjörna full­trúa en ekki fyr­ir Betri sam­göng­ur og þróun Keldna­lands.

Þvæla. Bæði þróun Keldnalands og Betri samgöngur eru samtök fjármögnuð af skattgreiðendum og þar með borgarbúum.

Skemmtiferð til Skandinavíu til að horfa á glærusýningar á daginn og auðvitað að skála í víni og bjór í skiptum fyrir dagpeningana á kvöldin. Nema bjórinn flæði á meðan glærurnar þjóta framhjá án þess að fá mikla athygli. 

Ég hef sjaldan sér ósvífnari misnotkun á opinberu fé. Þetta sýnir kannski að stjórnmálamenn geta verið algjörlega aftengdir raunveruleikanum. Þeir mergsjúga einfaldlega skattgreiðendur eins fast og hratt og þeir geta, á meðan þeir geta. Stimpla sig svo út með biðlaunum og orlofspeningum. Skítsama. 

Ef þetta er ekki tilefni til að hæðast vel og vandlega að opinberri stjórnsýslu með áherslu á þá reykvísku þá veit ég ekki hvað er það.

Hvar eru skopmyndirnar?


mbl.is Ferð til að auka „dýpri skilning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um að gera að rannsaka

Tilraunir eru hafnar með nýtt bóluefni gegn lungnakrabbameini. Bóluefnið byggist á svonefndri mRNA-tækni, þeirri sömu og notuð var til að útbúa bóluefni gegn covid-19-veirunni, sem kennir ónæmiskerfi líkamans að ráðast á krabbameinsfrumur og hindra að þær myndist á ný, eða það er kenningin. Þessi mRNA-tækni hefur velkst um í læknasamfélaginu í áratugi, talin lofa góðu í einhverju samhengi og geta mögulega orðið að næstu meiriháttar byltingu í forvörnum og lækningum á erfiðum sjúkdómum.

Vandamálið hefur bara verið alveg hrikalegar aukaverkanir og jafnvel dauðsföll í tilraunum í gegnum mörg ár.

Þetta vandamál hafði ekki verið leyst árið 2020. Engu að síður var farið út í stórfellda framleiðslu á mRNA-efnum og almenningur sannfærður um að þau væru örugg, sem þau voru ekki og eru ekki. Þau hafa reynst lækning verri en sjúkdómurinn og dauðsföll í kjölfar sprauta eru ennþá að hrannast upp. 

Þar með er ekki sagt að tæknina eigi ekki að rannsaka áfram. Það á að gera í tilraunum á dýrum og á mönnum eftir að kostir og gallar, möguleikar og áhættur, hafa verið rækilega útskýrðar. Oft er fólk langt leitt af sjúkdómi og engin hefðbundin úrræði í boði sem duga. Auðvitað á að leyfa slíkum sjúklingum að „taka áhættuna“. Ég á vin sem hefur haft gagn af slíku eftir að hafa hamast á hurðarhúninum hjá Lyfjastofnun til að fá undanþágur frá regluverkinu.

Á slíku og því að smala almenningi blindandi í sprautuhallir er grundvallarmunur. 

Í dag er mRNA-tæknin ekki orðin nógu góð og jafnvel stórhættuleg. En rannsóknir eiga auðvitað að fá að halda áfram. Þá meina ég vísindarannsóknir. Ekki rannsóknir í heilaþvætti á mannkyninu til að halda uppi hlutabréfaverið lyfjafyrirtækjanna.


mbl.is Nýtt krabbameinsbóluefni vekur vonir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar fjölmiðlar sannreyna

Margir fjölmiðlar, a.m.k. þeir stærri, halda úti svokölluðum staðreyndaathugunum (fact check). Með notkun þeirra tókst þeim að ritskoða viðvaranir gegn hættulegum sprautum og aðgerðum gegn veiru, ásaka lækna og prófessora um að ljúga eða afvegaleiða og fylkja okkur enn þann dag í dag að baki utanríkisstefnu herskárra bandarískra yfirvalda í sérhverju máli. 

Núna er verið að nota slíkar athuganir til að tryggja kjör Harris í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember.

Það er gert með því að mála allt sem Harris segir sem satt en í versta falli misvísandi, en allt sem Trump segir sem haugalygi, samsæriskenningar og uppspurna. 

Tökum nýlegt dæmi.

Hérna er BBC að fara yfir útvaldar setningar úr munni Harris í nýlegri ræðu. Þar ásakar hún meðal annars Trump um að vilja takmarka aðgengi að getnaðarvörnum. Hann hefur aldrei sagt neitt slíkt og þverneitað fyrir þessa ásökun og BBC viðurkennir það. Og hvað kalla þeir þá fullyrðingu Harris? Jú, misvísandi (misleading)! Ekki lygi heldur misvísandi fullyrðingu.

Af hverju? Af því eitthvað fólk í kringum Trump hefur stutt skýrslu einhverra samtaka sem BBC vísar í Trump segja að hann kannist ekkert við.

Af hverju mátti ekki bara segja að hér hafi Harris logið blákalt? Sem hún gerði? Jú, því það gæti skaðað framboð hennar. Allt sem hún segir er satt eða í versata falli misvísandi. Þetta er eflaust ákveðið áður en svokölluð athugun á sannleiksgildi útvalinna setninga er sett í gang.

Blaðamenn geta verið duglegir og tengt saman allskyns setningar og fólk með veikum böndum og búið þannig til þá ásýnd að einhver hafi sagt eitthvað sem hann sagði alls ekki. Til þess er leikurinn gerður. Til þess eru þessar svokölluðu staðreyndaathuganir. Þær gera sannleika úr lygum, samsæriskenningar úr staðreyndum og lygara að boðberum sannleikans.

Er til of mikils mælst að biðja um heiðarleika? Já.

Er þorandi að treysta fjölmiðlum til að segja fréttir frekar en boða áróður? Nei.

Eigum við að láta fjölmiðla ákveða hverjir eru góðir og hverjir eru vondir? Nei.

Þarf eitthvað að sannreyna það frekar? Nei.


Vill­andi að tala um per fjöl­skyldu?

Til stendur að taka upp nýja skattheimtu á ökumenn. Hún á mögulega að bæta upp fyrir þá skattheimtu sem þegar er við lýði og er að miklu leyti sóað í allt annað en vegakerfið og innviðina. Hin nýja skattheimta á að fjármagna það sem gamla skattheimtan ætti að fjármagna, en gerir ekki.

Heldur einhver að hin nýja skattheimta muni í raun renna í það sem henni er ætlað að fjármagna? 

Hvað um það. Blaðamenn eru að reyna að komast að því hvað stendur til. Hvað mun nýja skattheimtan kosta fjölskyldur? Þá kemur furðulegasta svar sem lengi hefur verið skjalfest:

„Það er líka svo­lítið vill­andi að tala um per fjöl­skyldu myndi ég segja, þá ertu alltaf kom­inn með hærri tölu frek­ar en að það er talað um per bíl eða per ein­stak­ling.“ 

Villandi að tala um per fjölskyldu af því það fær skattheimtuna til að líta illa út, með öðrum orðum.

Auðvitað er það rangt að það sé villandi að tala um per fjölskyldu. Fjölskyldur í grunninn eru sambúð barna og fullorðinna - vinnandi fullorðinna og barna í skóla. Þegar skattheimtan er aukin á vinnandi aðila þá dregst úr ráðstöfunartekjum allrar fjölskyldunnar. Fé til matarkaupa fyrir börnin skerðist. Það er því alveg hárrétt nálgun að tala um kostnað per fjölskyldu frekar en að telja bara með fullorðna ökumenn og gleyma því að þeir standa undir þeim sem ekki vinna og keyra ekki - krökkunum, farþegunum sem treysta ekki síður á bílinn en ökumennirnir.

Ökumenn eiga ekki von á góðu. Þeir fá að borga og borga í skiptum fyrir ekkert. Hvað er langt síðan seinustu mislægu gatnamót voru byggð í Reykjavík? Eða á höfuðborgarsvæðinu ef því er að skipta? Er það þetta við Smáralind? Ímyndum okkur umferðina þar ef það svæði væri eins og gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, eða Grensáss og Miklubrautar.

Manni fer að líða eins og aumingja manninum í myndinni Groundhog Day, sem vaknaði aftur og aftur á sama tíma á sama degi við sama þáttinn í útvarpsvekjaranum. Munurinn er samt sá að með nógu mörgum endurtekningum þá tókst honum að lokum að ná markmiði sínu. Ég ber enga slíka von fyrir hönd stjórnmálamanna á höfuðborgarsvæðinu og ráðherranna sem lofa þeim og kjósendum gulli og grænum skógum í skiptum fyrir enn einn sáttmálann, í skiptum fyrir enn einn skattinn sem hverfur í hítina.


mbl.is Reiknar með nokkur þúsund krónum á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta reddast?

Eldgosahrinur á Reykjanesi og jökulhlaup á Suðurlandi hafa minnt Íslendinga svolítið á sögulegt eðli sitt sem sumir hafa lýst með orðunum þetta reddast. Er flóð á leiðinni? Við færum okkur og endurreisum vegina. Er eldgos að framleiða hraun? Sprautum á það vatni og reisum varnargarða og sjáum hvað setur, en njótum útsýnisins á meðan ef hraunið heldur sér til hlés. Þarf að koma hundruðum Grindvíkinga fyrir þegar sprungur hafa tekið yfir bæinn þeirra? Komið bara, hér er þak yfir höfuðið. 

Sem algjör andstæða þessa hugarfars kemur svo margt til hugar. 

Það hefur til dæmis blasað við lengi að gatnakerfi höfuðborgasvæðisins er sprungið fyrir löngu á meðan almenningssamgöngur halda áfram að þenjast út í kostnaði án þess að laða að sér fleiri notendur. Sá sem kallar sig borgarstjóra í Reykjavík í dag bendir á að bílum hafi fjölgað um 15 þúsund á 5 árum en getur ekki bent á ein einustu gatnamót eða eina einustu umferðaræð sem hefur verið aðlöguð að aukinni umferð. Í staðinn er bent á einhverja enn eina útgáfu samgöngusáttmála sem virðist vera pappír sem flýgur ofan í skúffu um leið og hann hefur verið undirritaður enn einu sinni. Það eru áætlanir um að bæta þetta og gera hitt - skýrslur og samþykktir, minnisblöð og viljayfirlýsingar. Á meðan heldur umferðin áfram að þjappast saman.

Hvað væri búið að reisa mörg varnarmannvirki á Reykjanesi ef borgarstjóri og bæjarstjórar nágrannasveitarfélaganna væru við stjórnvölinn? Ég giska á engin, en samt væru milljarðar horfnir.

Annað dæmi er í raun afnám sjúkratrygginga fyrir þá sem þjást af liðslitum og þurfa nýja liði. Biðlistarnir hafa verið slíkir að þá mætti kalla hraðbraut að örorku. Samt er nóg af hæfu fólki til að kippa slíku í liðinn, bókstaflega. Ríkið gæti jafnvel sparað fé á að nýta sér slíka möguleika! Kannski er búið að laga þetta eitthvað í dag en að hugsa sér hvað þarf að framkalla af þjáningum áður en eitthvað er gert. 

Til að gera illt verra virðist það svo vera að þegar framkvæmdaviljinn kemur fram þá er það í öllum röngu málunum. Hinu opinbera fannst ekkert mál að kafsigla hagkerfinu til að hægja á veiru, eða reyna það. Fjarlæg stríðsátök opna alla sjóði upp á gátt á meðan skattgreiðendur bíða á biðlistum dauðans. Ekki öll stríðsátök - bara þau sem falla að utanríkisstefnu Bandaríkjanna, svo því sé haldið til haga.

Hvernig stendur á þessu ástandi? Skortur á aðhaldi? Skortur á gagnrýnni hugsun? Kannski þetta reddast“ hugarfar sé farið að ganga of langt. Yfirvöld teyma almenning að bjargbrún. Bjargbrúnin blasir við. Leiðin að henni er greið og bein. Það er ekkert annað í sjónmáli en fallið niður hana.

Gleymum svo ekki loftslagsþvælunni, innflytjendamálunum, orkuskortinum og verðbólgunni og vaxtastiginu. Bjargbrúnin er orðin að örlögum margra nú þegar.

En kannski gýs Eyjafjallajökull aftur, eða Sigmundur Davíð verður forsætisráðherra aftur, og milljarðarnir flæða inn að nýju. „Þetta reddast“, ekki satt? En kannski ekki í þetta skipti.


Þegar orð missa merkingu sína algjörlega

Þetta með samgöngur á höfuðborgarsvæðinu virðist ekki vera einfalt mál. Ekki einfalt því einfaldar lausnir fá ekki að komast að. Stífluð gatnamót? Gerið þau mislæg. Töf á ljósum? Samstillið þau. Erfitt að beygja út af vegi? Setjið frárein. Vandamál fyrir gangandi og hjólandi? Byggið brú eða göng. Enginn í strætó? Minnkið vagna og fjölgið þeim fyrir sama verð og að láta risastórar rútur keyra tómar á lágri tíðni. Fáir að hjóla? Byggið ódýra, upplýsta og upphitaða hjólastíga sem eru ekki ofan í umferðinni.

Nei, þess í stað er alltaf talað um dýrustu mögulegu lausnir sem enginn skilur, enginn mun nýta sér og enginn hefur efni á.

Að ríkisvaldið tali núna um að eitthvað sé fullfjármagnað er svo brandari út af fyrir sig. Ríkisvaldið hefur ekki efni á eigin verkefnum, hvað þá verkefnum annarra. Það er bara fullfjármagnað í þeim skilningi að það er ennþá heimild á kreditkortinu, í bili. 

En slíkt er eðli ríkisstjórnarsamstarfsins. Allir ráðherrar hennar mega ferðast um og lofa allskonar fyrir alla til að fjármagna eigin kosningabaráttu. Þegar kreditkortinu er svo hafnað - af bankanum eða þinginu eða hverju sem er - þá er það öðrum að kenna.

Núna má bæta orðinu „fullfjármagnað“ á listann yfir orð sem hafa skipt algjörlega um skilgreiningu sem á ekkert skylt við fyrri skilgreiningu. Þar eru nú þegar orð eins og „bóluefni“, „lýðheilsa“, „friður“, „jafnrétti og „umhverfisvernd“, svo eitthvað sé nefnt.

Kannski gerir það ekkert til að ráðherrar skrifi undir innistæðulausar ávísanir. Við erum kannski orðin vön því. Af því hlýst ekki meiri skaði en af innistæðulausum ávísunum annarra innan hins opinbera (en heldur ekki minni).

En látum ekki orðaleikina plata okkur. Sá sem þarf að fjármagna daglega neyslu með lántökum hefur ekki „fullfjármagnað“ neitt þótt hann hafi slegið á nýtt lán fyrir framkvæmdum, og þurfa svo að slá á lán til að greiða afborganirnar.


mbl.is Sáttmálinn fullfjármagnaður næstu fimm árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband