Kennarar þurfa vinnufrið frá hinu opinbera

Ein af áskorunum kennara á Íslandi í dag er að eiga við endalausar nýjar kröfur og óskir yfirvalda. Þeim er gert að innleiða hitt og þetta plagg í kennsluna án þess að nokkuð komi í staðinn og án þess að nokkurs staðar sé dregið úr öðrum kröfum. 

Með því að innleiða endalausan fjölda af markmiðum eru líkurnar á að ná einhverjum þeirra minnkaðar töluvert.

Nú ákvað ég að kíkja aðeins í eitthvað sem kallast aðalnámskrá grunnskólanna. En sá frumskógur!

Tökum dæmi af handahófi: Í lok 4. bekkjar á 10 ára nemandi að geta bent á dæmi um lýðræðislega þætti í nærsamfélaginu“ og „rætt um samfélagið og notað valin hugtök í því samhengi“.

Í raunveruleikanum hefur þetta barn varla náð tökum á lestri og stærðfræði ef marka má kannanir.

Ég legg til að draga ríkið og hið opinbera eins og það leggur sig algjörlega út úr framleiðslu á menntun í samfélaginu. Fé verði þess í stað úthlutað, eyrnamerkt barninu, og skólar geta svo keppt um að fá viðkomandi barn til sín. Tvisvar eða þrisvar á námsferlinum verði lagt fyrir staðlað próf í helstu fögum (stærðfræði, íslensku og mögulega einhverjum öðrum tungumálum), og það seinasta auðvitað staðlað og samræmt próf sem framhaldsskólar geta treyst á að mæli stöðu nemanda. 

Þannig mætti færa menntamál undir fjármálaráðuneytið og leggja niður menntamálaráðuneytið eða gera að skrifstofu í öðru ráðuneyti. 

Þannig fá skólar svigrúm til að koma til móts við nemendur og einbeita sér að kenna þeim nauðsynlega færni en ekki allskyns háfleyga dellu.

Væri það ekki eitthvað? Að gefa kennurum og skólum vinnufrið frá hinu opinbera? Það held ég.


mbl.is Skammarlegt áhuga- og metnaðarleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málað yfir myndina

Af einhverjum ástæðum er núna fráfarandi borgarstjóri kominn ofarlega á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar. Þetta hlýtur að vera formanni flokksins þvert um geð, enda kom hún fersk inn úr atvinnulífinu og hefur talað með skýrum hætti miðað við jafnaðarmann: Ætlar að hækka skatta til að leysa öll önnur vandamál. 

Núna situr hún uppi með borgarstjórann sem skildi eftir sig sviðna jörð og allt í klessu.

Hvað er þá til ráða? Úr því hún neyddist til að taka inn þennan ónýta frambjóðanda, hvað á að gera við hann?

Jú, lofa því að hann muni ekki fá að ráða neinu ef hann kemst á þing. Verður ekki ráðherra. Kemur bara inn með reynslu, hvað sem það nú þýðir. Reynslu í hverju? Skiptir ekki máli? Verðmæta reynslu? Væntanlega ekki.

Svo formaðurinn hefur varla fengið að kynna listann sinn þegar hún byrjar að mála yfir myndina af manninum í 2. sæti listans. Eða a.m.k. að fá fólk til að líta annað.

Auðvitað geta stjórnmál verið flókin og full af málamiðlunum. Innan flokka eru líka stjórnmál í gangi - þessi armur og hinn. Gamla draugasveitin í Samfylkingunni hefur sennilega þrýst á að fá sinn mann ofarlega á lista og hægri-kratarnir neyðst til að samþykkja það í skiptum fyrir eitthvað annað.

En hvað sem því líður þá er atkvæði til Samfylkingarinnar í Reykjavík atkvæði til borgarstjórans sem borgarbúar hafa svo lengi reynt að losna við en birtist alltaf aftur, alltaf brosandi, aldrei tilbúinn að svara símtölum þegar skólpið lekur í sjóinn og skólarnir mygla, en alltaf mættur á staðinn til að klippa borðana.

Hvers eiga Reykvíkingar að gjalda?


mbl.is Kristrún: „Hann er þarna í stuðningshlutverki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir flokkar, nema Samfylking, fengu aukastig

Mikið kapphlaup er núna í gangi hjá öllum flokkum að manna lista fyrir komandi kosningar til Alþingis. Oft er áherslan á að sækja í þjóðþekkta einstaklinga sem þarf lítið að kynna og sem um leið þurfa lítið að segja. Reynslan sýnir að kjósendur kjósa þá sem þeir kunna nöfnin á frekar en þá sem hafa eitthvað til borðs að bera. Og gott og vel, flokkar aðlaga hegðun sína að því.

En er ekki hægt að ganga of langt þarna?

Núna hefur verið tilkynnt að fráfarandi borgarstjóri Reykjavíkur, sem hefur tekið kjósendur í Reykjavík þrjú kjörtímabil að losna við, verði í 2. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík. Af því hann er þekkt nafn, væntanlega. 

Hjálpi mér.

Og svo er það þríeykið sem mokaði Íslandi í glötun. Líka á lista í efstu sætum hjá sama flokki.

Flokki sem vel á minnst mælist efstur í könnunum í dag.

Það væri athyglisvert að flokkur sem sér fram á að sigra kosningar verði að hæli fyrir alla þá sem skilja eftir sig sviðna jörð. Það virkar mögulega til að sigra kosningar en væri um leið sambærilegt við að gera glæpamenn að dómurum í eigin málum. 

Sjáum hvað setur, en kjósendur fá nóg að hugleiða, vægast sagt.

Og kannski geta núna allir flokkar, nema Samfylking sinubrennara, hlakkað til aukastigs í skoðanakönnunum.


Dönsk naflaskoðun á veirutímum

Dönsk yfirvöld ætla að fara í rannsókn á því hvernig þeim tókst til á veirutímum. 

Þetta sá ég ekki fyrir. Danir hafa meira og minna gleymt veirutímum og gera jafnvel stólpagrín að hræðslunni sem greip um sig. Ekki hafði ég hugmynd um að það væri búið að undirbúa rannsókn á viðbrögðum yfirvalda og núna búið að finna peningana til að hefjast handa. 

Ekki veit ég hvort þetta verði raunveruleg rannsókn eða hvítþvottur. Það kemur væntanlega ljós. En fyrsta skrefið er einhver rannsókn. Hana má svo gagnrýna eða taka undir.

Hvað með Íslendinga? Á ekki að rannsaka neitt? Eða bara að láta eins og ekkert sé? Jafnvel þótt afleiðingar veirutími herji ennþá mjög á íslenskt samfélag? Verðbólgan, umframdauðsföllin, lág fæðingatíðnin, margt fleira.

Ætli það ekki og nú þegar megnið af þríeyki dauðans er komið efst á lista þess flokks sem mælist stærstur í könnunum er næsta víst að andspyrnan við að hefja rannsókn verði mikil á þinginu að loknum kosningum.

Auðvitað er engin skylda að læra af mistökum sínum eða annarra. Sumir þurfa að gera mistök oftar en aðrir til að læra. Í bekknum sitja tossarnir aftast og gera sömu mistökin aftur og aftur, eða afrita mistök annarra. Er það lýsing á Íslendingum?


Bólusetningarstaða

Langt er síðan yfirvöld hættu að tala um bólusetningarstöðu þeirra sem af einhverjum ástæðum hafa þurft að leita á náðir heilbrigðiskerfisins í tengslum við heimsfaraldursveiruna. Þessu var hætt þegar bólusettir fóru að taka fram úr í allri slíkri tölfræði og enda svo á að vera nokkurn veginn eini hópurinn sem þurfti - og þarf - heilbrigðisþjónustu vegna veirunnar. 

En afleiðingar veirutíma eru ekki að baki - fjarri því. Sprauturnar eru ennþá að herja á líkama þeirra sem þáðu þær og jafnvel taka suma af lífi. Um þetta hefur ítrekað verið fjallað hér og víðar og ekkert lát á því. Yfirvöld reyna að hunsa allar ábendingar í þessu máli enda sitja þar enn flestir á sínum stólum síðan á veirutímum og vilja ekki játa nein mistök. Sumir stefna svo á þing og munu þar vinna gegn öllum tilraunum til að gera upp veirutíma sem ætti þó að vera sjálfsagt mál og vinna við það ætti að vera fyrir löngu hafin.

Ekki duga blaðamenn svo til að kryfja málin. Þeir umorða einfaldlega fréttatilkynningar yfirvalda og gera úr þeim fréttir. Enginn tekur upp símann og spyr augljósra spurninga. Það er þá gott að vita af öðrum uppsprettum upplýsinga sem hafa reynst mun betur á veirutímum og jafnvel í öðrum málum. Má þar nefna The Epoch TimesAlex Berenson og Tom Woods, auk Íslendinga eins og þeirra að baki Ábyrgri framtíð og Frelsi og ábyrgð.

En umfram allt þarf að hugsa gagnrýnið og lesa ekki bara það sem er skrifað heldur líka það sem ekki er skrifað.


mbl.is 30% með langvarandi áhrif covid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frambjóðendur og sviðin jörð

Er vænlegt fyrir frambjóðendur til kosninga að hafa skilið eftir sig sviðna jörð, gjaldþrot og heilsufarshörmungar?

Ekki get ég svarað því en hitt er ljóst að enginn skortur er á nákvæmlega svona frambjóðendum til Alþingiskosninga í nóvember.

Landlæknirinn, Alma, vill gerast oddviti hjá Samfylkingunni og sennilega heilbrigðismálaráðherra ef hún nær inn á þing. Þar getur hún staðið í vegi fyrir öllum tilraunum til að gera upp veirutímana og þær afleiðingar sem landsmenn kljást ennþá við vegna aðgerða stjórnvalda: Gríðarlega há umframdauðsföll, fækkun fæddra barna og fjáraustur úr hvers kyns sjúkrasjóðum. 

Yfirlöggan, Víðir, sem er þekktastur fyrir það undanfarið að skerða aðgengi að heilum bæ að nauðsynjalausu, vill líka komast á þing. Þetta er maðurinn sem bannaði ungu fólki að hittast en hélt svo sjálfur partý í eldhúsinu og náði sér þar í veirusmit og margir aðrir.

Borgarstjórinn fráfarandi, Dagur, lætur nú kanna áhuga á sjálfum sér til þings. Hann skildi eftir sig borg á hvínandi kúpunni (auk annarra vandræða) og þar reyna nú aðrir að halda uppi þjónustu fyrir lánsfé og vonast eftir kraftaverki. Á meðan þarf að skerða opnunartíma, rýma heilu húsin og fægja grænu skófluna sem var veitt fyrir ónýtan (en regnbogavottaðan) leikskóla. 

Það virðist því efla metnað fólks að hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Uppstillinganefndir falla væntanlega einhverjar fyrir því - þetta eru jú þjóðþekkt nöfn sem þarf lítið að auglýsa - en hvað ætli kjósendur segi?


mbl.is Spurningar keyptar til að kanna áhuga á Degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar réttu vottanirnar

Leikskólinn Brákarborg opnaði á nýjum stað sumarið 2022 í endurgerðu húsnæði. Framkvæmdin er Breeam vottuð og hlaut Grænu skófluna fyrir umhverfisvæna hönnun. Breeam-vottun þýðir að framkvæmdin skorar hátt á hinum svokölluðu ESG mælikvörðum sem samtök milljarðamæringa og stjórnmálamanna halda mjög á lofti og verðlauna sýndarmennsku umfram allt

arkMeð alla þessa áherslu á dyggðir og umhverfisvernd kemur nánast ekki á óvart að hönnun burðarvirkis hafi leikið aukaatriði enda er það eina sem stendur á heimasíðu burðarþolshönnuðarins orðið „emptyness“ sem er furðulega góð lýsing á allri Brákarborgar-vegferðinni.

Þetta er mögulega alveg rosalega góður lærdómur. Í stað þess að keppast við allskyns vottanir sem engu skila nema kostnaði þá þurfi menn að leggja meiri áherslu á að vinna vinnuna sína: Byggja hús sem stendur, og auðvitað sleppa því að hlaða torfi ofan á þakið á því. 

Lærdómurinn nær jafnvel langt út fyrir byggingaframkvæmdir. Við ættum að vinna að því að leggja niður jafnlaunavottanir og hætta að hugsa um hringrásarhagkerfi sem kallar á sorpflokkun niður í öreindir, hætta að skerða orkuinnihald eldsneytis og skattpína hagkvæmar bifreiðir á meðan lúxusbifreiðir efnafólks eru niðurgreiddar. Hætta að reyna bjarga öllum fátækum heimsins með velferðarkerfi lands sem hefur færri en hálfa milljón íbúa. Yfirgefa Mannréttindadómstól Evrópu og Parísarsamkomulagið. 

Með öðrum orðum að taka reynsluna af Brákarborg alla leið: Hætta dyggðaflöggun og snúa aftur til raunveruleikans þar sem hús standa, fólk fær að henda ruslinu í ruslatunnuna og bíllinn sýgur ekki í sig allt rekstrarfé heimila.

Er von í komandi kosningum? Varla.

En með tíð og tíma verða kannski nógu margir nógu þreyttir á vottunarvitleysunni og heimsfaraldursþvælunni til að eitthvað dragi úr hvoru tveggja.


mbl.is Þungi af steypu og torfi meiri en þakið þolir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstarfsmöguleikar

Ég bað gervigreindina um að sýna allar mögulegar samsetningar flokka sem gefa meira en 50% fylgi samanlagt, en minna en 60%. Þetta var nú bara til gamans gert en hérna eru niðurstöðurnar fyrir áhugasama:

  1. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur: 55.5
  2. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn: 54.5
  3. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF: 51.2
  4. Samfylking, Midflokkur, Vidreisn: 54.0
  5. Samfylking, Midflokkur, FF: 50.7
  6. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Sosialistar: 59.7
  7. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, VG: 57.7
  8. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn, Sosialistar: 58.7
  9. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn, VG: 56.7
  10. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Framsokn: 57.4
  11. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Piratar: 57.3
  12. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Sosialistar: 55.4
  13. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, VG: 53.4
  14. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Framsokn, Piratar: 52.7
  15. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Framsokn, Sosialistar: 50.8
  16. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Piratar, Sosialistar: 50.7
  17. Samfylking, Midflokkur, Vidreisn, Sosialistar: 58.2
  18. Samfylking, Midflokkur, Vidreisn, VG: 56.2
  19. Samfylking, Midflokkur, FF, Framsokn: 56.9
  20. Samfylking, Midflokkur, FF, Piratar: 56.8
  21. Samfylking, Midflokkur, FF, Sosialistar: 54.9
  22. Samfylking, Midflokkur, FF, VG: 52.9
  23. Samfylking, Midflokkur, Framsokn, Piratar: 52.2
  24. Samfylking, Midflokkur, Framsokn, Sosialistar: 50.3
  25. Samfylking, Midflokkur, Piratar, Sosialistar: 50.2
  26. Samfylking, Vidreisn, FF, Framsokn: 55.9
  27. Samfylking, Vidreisn, FF, Piratar: 55.8
  28. Samfylking, Vidreisn, FF, Sosialistar: 53.9
  29. Samfylking, Vidreisn, FF, VG: 51.9
  30. Samfylking, Vidreisn, Framsokn, Piratar: 51.2
  31. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, FF: 55.6
  32. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Framsokn: 51.0
  33. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Piratar: 50.9
  34. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Framsokn, VG: 59.6
  35. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Piratar, VG: 59.5
  36. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Sosialistar, VG: 57.6
  37. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Framsokn, Piratar, Sosialistar: 56.9
  38. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Framsokn, Piratar, VG: 54.9
  39. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Framsokn, Sosialistar, VG: 53.0
  40. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Piratar, Sosialistar, VG: 52.9
  41. Samfylking, Midflokkur, FF, Framsokn, VG: 59.1
  42. Samfylking, Midflokkur, FF, Piratar, VG: 59.0
  43. Samfylking, Midflokkur, FF, Sosialistar, VG: 57.1
  44. Samfylking, Midflokkur, Framsokn, Piratar, Sosialistar: 56.4
  45. Samfylking, Midflokkur, Framsokn, Piratar, VG: 54.4
  46. Samfylking, Midflokkur, Framsokn, Sosialistar, VG: 52.5
  47. Samfylking, Midflokkur, Piratar, Sosialistar, VG: 52.4
  48. Samfylking, Vidreisn, FF, Framsokn, VG: 58.1
  49. Samfylking, Vidreisn, FF, Piratar, VG: 58.0
  50. Samfylking, Vidreisn, FF, Sosialistar, VG: 56.1
  51. Samfylking, Vidreisn, Framsokn, Piratar, Sosialistar: 55.4
  52. Samfylking, Vidreisn, Framsokn, Piratar, VG: 53.4
  53. Samfylking, Vidreisn, Framsokn, Sosialistar, VG: 51.5
  54. Samfylking, Vidreisn, Piratar, Sosialistar, VG: 51.4
  55. Samfylking, FF, Framsokn, Piratar, Sosialistar: 52.1
  56. Samfylking, FF, Framsokn, Piratar, VG: 50.1
  57. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, FF, Sosialistar: 59.8
  58. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, FF, VG: 57.8
  59. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Framsokn, Piratar: 57.1
  60. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Framsokn, Sosialistar: 55.2
  61. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Framsokn, VG: 53.2
  62. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Piratar, Sosialistar: 55.1
  63. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Piratar, VG: 53.1
  64. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Sosialistar, VG: 51.2
  65. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, FF, Framsokn, Piratar: 53.8
  66. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, FF, Framsokn, Sosialistar: 51.9
  67. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, FF, Piratar, Sosialistar: 51.8
  68. Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn, FF, Framsokn, Piratar: 52.8
  69. Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn, FF, Framsokn, Sosialistar: 50.9
  70. Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn, FF, Piratar, Sosialistar: 50.8
  71. Midflokkur, Vidreisn, FF, Framsokn, Piratar: 52.3
  72. Midflokkur, Vidreisn, FF, Framsokn, Sosialistar: 50.4
  73. Midflokkur, Vidreisn, FF, Piratar, Sosialistar: 50.3

Ef VG og Sósíalistar eru teknir út (undir 5%) þá lítur þetta svona út:

  1. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur: 55.5
  2. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn: 54.5
  3. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF: 51.2
  4. Samfylking, Midflokkur, Vidreisn: 54.0
  5. Samfylking, Midflokkur, FF: 50.7
  6. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Framsokn: 57.4
  7. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, FF, Piratar: 57.3
  8. Samfylking, Sjalfstaedisflokkur, Framsokn, Piratar: 52.7
  9. Samfylking, Midflokkur, FF, Framsokn: 56.9
  10. Samfylking, Midflokkur, FF, Piratar: 56.8
  11. Samfylking, Midflokkur, Framsokn, Piratar: 52.2
  12. Samfylking, Vidreisn, FF, Framsokn: 55.9
  13. Samfylking, Vidreisn, FF, Piratar: 55.8
  14. Samfylking, Vidreisn, Framsokn, Piratar: 51.2
  15. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, FF: 55.6
  16. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Framsokn: 51.0
  17. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Piratar: 50.9
  18. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, Vidreisn, Framsokn, Piratar: 57.1
  19. Sjalfstaedisflokkur, Midflokkur, FF, Framsokn, Piratar: 53.8
  20. Sjalfstaedisflokkur, Vidreisn, FF, Framsokn, Piratar: 52.8
  21. Midflokkur, Vidreisn, FF, Framsokn, Piratar: 52.3

mbl.is Ný könnun: VG í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þora að stinga á kýlin

Það er ekki oft að maður sér stjórnmálamenn taka upp á því að berja á einhverju dellumálinu með hamar og kylfu, í ræðu og riti, við hvert tækifæri. Dellumálið er mögulega vinsælt, jafnvel óumdeilt, en engu síðri della fyrir vikið. Að hamast á dellumáli er pólitísk áhætta, orkufrek vegferð sem skilar mögulega engu, en sýnir að þarna er á ferðinni stjórnmálamaður sem þorir og ætlar, sama hvað það kostar.

Tvö nýleg dæmi um slíka baráttu gegn dellumálum koma mér ofarlega til hugar:

  • Gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á þeim gríðarlega fjölda innflytjenda sem hafa fengið að renna inn í íslenskt velferðarkerfi til alltof langs tíma. Þeir hlaupa á þúsundum á örfáum misserum og hann vill meina að þeir ættu að hlaupa á tugum eins og verið hefur í mörg ár. Þarna er himinn og haf á milli. Íslenskt samfélag getur einfaldlega ekki bæði sinnt Íslendingum og miklum fjölda útlendinga á sama tíma svo vel sé. Eitthvað þarf að víkja, og í dag eru það Íslendingarnir sem víkja. 
  • Barátta Diljár Mistar Einarsdóttur gegn lögbundinni svokallaðri jafnlaunavottun sem leggst eins og þungur steinn á öll fyrirtæki sem voga sér að stækka umfram 50 starfsmenn. Hún hefur minnst á orð gárunganna sem kalla þessa vottun láglaunavottun, svo dæmi sé nefnt, og er sjaldgæft dæmi um raunverulegt tal manna á milli sem ratar í munn stjórnmálamanns á hinu háa Alþingi. 

Í tilviki Sigmundar hefur baráttan gegn dellumáli greinilega skilað sér í fylgi. Í tilviki Diljár er flóknara að sjá það - hún er auðvitað í stjórnmálaflokki sem hreinlega kaus með málinu á sínum tíma og því erfitt að taka alvarlega að einhver innan hans sé núna að berjast gegn því, en prik í kladdann fyrir viðleitnina.

Það þarf samt meira til. Það þarf stjórnmálamenn sem segja berum orðum að baráttan gegn loftslagsbreytingum með notkun skatta og gjalda (skattlagning til að breyta veðrinu) er ekkert nema aðför að almenningi. Það vantar að einhver segi berum orðum að betri er ódýr raforka fyrir almenning en vernd á ónýtu og ónýttu landi frá því að hverfa undir uppistöðulón. Það þarf að standa í kokinu á Evrópusambandinu og banna herskáum samtökum að rugla börn í ríminu um kynferði þeirra. Fleira mætti nefna en þetta kemur fljótt til hugar.

Hvaða stjórnmálamenn og frambjóðendur ætli sjái tækifæri í því að tala eins og venjulegt fólk gerir í laumi og mun kjósa með þegar á hólminn er komið, í nafnlausum kosningum utan við skítkast samfélagsmiðlanna? 

Það mun koma í ljós mjög fljótlega.


Framsóknarmaður gengur til liðs við Framsóknarflokkinn

Sumir eru einfaldlega fæddir stjórnmálamenn. Kunna að svara engu með notkun margra orða. Kunna að lýsa yfir ásetningi en ekki aðgerðum (fyrir utan þá sem kunna að lýsa yfir skattahækkunum). Kunna að segjast vera bæði með og á móti á sama tíma svo enginn verði ósáttur.

Slíkur stjórnmálamaður verður Halla Hrund Logadóttir, konan sem reynir núna í annað skipti á fjórum mánuðum að komast úr einni ríkisjötu í aðra sem gefur betur af sér. 

Þannig stjórnmálamenn eru flestir stjórnmálamenn.

Og hvernig stendur á því? Jú, því kjósendur verðlauna slíka frambjóðendur og stjórnmálamenn með því að kjósa þá. Sé einhver of afdráttarlaus, hafi of miklar hugsjónir og segi hreinlega hvað þurfi að gerast - annað en að hækka skatta - og prófkjörin og uppstillingarnefndirnar sjá um að hreinsa þá út og þeir sem lifa af slíkar hreinsanir fá svo vöndinn frá kjósendum.

Vonandi er eitthvað að breytast núna. Flokkarnir tveir sem mælast stærstir í dag eru undir stjórn einstaklinga sem tala nokkuð skýrt, eða svo sýnist mér. Kjósendur virðast kannski ætla að verðlauna slíkt og væri það þá hressandi nýbreytni. Það er kannski hægt að kjósa breytingar og fá breytingar frekar en að kjósa breytingar og fá óbreytt ástand eins og eftir seinustu kosningar til Alþingis og ítrekað í Reykjavík seinustu 10 árin eða svo.

Sjáum hvað setur.


mbl.is „Langflestir flokkar höfðu samband við mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband