Hin hliðin

Það er oft áhugavert að lesa skoðanir þeirra á „hinni hliðinni“ í málum, svo sem að lesa og hlusta á málflutning nasistans - þess raunverulega sem trúir á yfirburði hvíta kynþáttarins - eða róttæka múslímans sem vill pakka konum inn að eilífu og banna þeim að keyra bíla. 

Það þýðir ekki að ég sé á „hinni hliðinni“ en að kynna sér hana getur mögulega veitt smávegis samhengi.

Vandamálið er að oft þarf að grafa djúpt eftir slíkum sjónarmiðum. Ekki fá þau sanngjarna umfjöllun í fjölmiðlum og jafnvel talið óþarfi enda bara „vondar“ skoðanir sem þarf ekki að ávarpa. En það eru til leiðir.

Í dag las ég svolitla greiningu á rússneska vefmiðlinum RT.com sem hitti örlítið naglann á höfuðið. Hér fylgir tilvitnun í lengra lagi því miður, og bara á ensku, en ég vona að fólk láti sér hana ekki duga og lesi alla greininguna:

The strict demand for loyalty to the narrative hides the fact that US foreign policy is about restoring global primacy and not an altruistic commitment to liberal democratic values. The US considers Ukraine to be an important instrument to weaken Russia as a strategic rival.

The RAND Corporation, a think tank funded by the US government and renowned for its close ties with the intelligence community, published a report in 2019 on how the US could bleed Russia by pulling it further into Ukraine. RAND proposed that the US could send more military equipment to Kiev and threaten NATO expansion to provoke Moscow to increase its involvement in Ukraine:

“Providing more US military equipment and advice could lead Russia to increase its direct involvement in the conflict and the price it pays for it… While NATO’s requirement for unanimity makes it unlikely that Ukraine could gain membership in the foreseeable future, Washington pushing this possibility could boost Ukrainian resolve while leading Russia to redouble its efforts to forestall such a development.”

However, the same RAND report recognized that the strategy of bleeding Russia had to be carefully “calibrated,” as a full-scale war could result in Russia acquiring strategic territories, which is not in the interest of the US. After Russia launched its military operation in February 2022, the strategy was similarly to keep the war going as long as there were not significant territorial changes.

In March 2022, Leon Panetta (former White House chief of staff, secretary of defense, and CIA director) acknowledged: “We are engaged in a conflict here, it’s a proxy war with Russia, whether we say so or not… The way you get leverage is by, frankly, going in and killing Russians.” Even Zelensky recognized in March 2022 that some Western states wanted to use Ukraine as a proxy: “There are those in the West who don’t mind a long war because it would mean exhausting Russia, even if this means the demise of Ukraine and comes at the cost of Ukrainian lives.”

US Secretary of Defense Lloyd Austin outlined the objectives in the Ukraine proxy war to as weakening its strategic adversary:

“We want to see Russia weakened to the degree that it can’t do the kinds of things that it has done in invading Ukraine… So it [Russia] has already lost a lot of military capability. And a lot of its troops, quite frankly. And we want to see them not have the capability to very quickly reproduce that capability.”

There have also been indications of regime change as a wider goal of the war. Sources in the US and UK governments confirmed in March 2022 that the objective was for “the conflict to be extended and thereby bleed Putin,” as “the only end game now is the end of Putin regime.” US President Joe Biden suggested that regime change was necessary in Russia: “For God’s sake, this man cannot remain in power.” However, the White House later walked back these dangerous remarks.

A spokesperson for then UK Prime Minister Boris Johnson also made an explicit reference to regime change by arguing, “the measures we’re introducing, that large parts of the world are introducing, are to bring down the Putin regime.” James Heappey, the UK minister for the armed forces, similarly wrote in the Daily Telegraph: 

“His failure must be complete; Ukrainian sovereignty must be restored, and the Russian people empowered to see how little he cares for them. In showing them that, Putin’s days as President will surely be numbered and so too will those of the kleptocratic elite that surround him. He’ll lose power and he won’t get to choose his successor.”

Ég tek að miklu leyti undir þessa greiningu sem er jú lítið annað en samantekt á orðum okkar ástkæru leiðtoga og talsmanna. Mér finnst að auki ekki að utanríkisstefna Bandaríkjanna eigi að vera forgangsmál fyrir Ísland eða Evrópu. Mér finnst ekki að það eigi að vera forgangsmál að moka ungum mönnum í hakkavél til að láta Rússlandi „blæða út“ og að það vera skynsamlega ráðstöfun til að stuðla að friði. Greiningin á rússneska miðliðnum er alveg ljómandi og að minnsta kosti áhugaverð. 

Sá sem skrifaði hana er eflaust heilaþvegin strengjabrúða Rússlandsforseta en þá er þeim mun mikilvægara að vita hvernig hann sér heiminn og hvernig hann upplifir okkar fjölmiðlalandslag. Ég held því um leið fram að vestrænir blaðamann séu líka strengjabrúður.

Ég er ekki að segja að við eigum að taka meira mark á rússneskum fjölmiðlum en okkar. Það sem ég er að segja er að til að skilja nokkurn skapaðan hlut þurfi að fá öll sjónarhorn á borðið, og að vestrænir fjölmiðlar séu hérna að bregðast meira og minna. Þeir sem vilja vita meira þurfa því að hoppa af sporinu. Þeir sem vilja það ekki geta verið á því.

Því hvernig er hægt að halda uppi samræðum þegar báðir aðilar þagga niður í hvor öðrum? Fái aldrei hina hliðina?

Það er ekki hægt.


Þegar maður gerist fjölmiðill

Pistlar Páls Vilhjálmssonar, fyrrverandi kennara og fyrrverandi blaðamanns, eru lesnir um það bil 15 þúsund sinnum á viku. Það er á pari við lestur á heimildin.is og mannlif.is skv. mælingum Gallup. Það, og sé tekið mið af efnistökum Páls (oft vönduð rannsóknarblaðamennska þar sem þræðir eru bundnir saman), og það mætti alveg eins segja að hann sé einsmannsfjölmiðill og um það bil fjórði vinsælati fjölmiðill Íslands. 

Og þegar fjölmiðill kemst of nálægt einhverjum óþægilegum sannleika, eða neitar að leyfa slíkum sannleika að hverfa í gleymsku sögunnar, þá er hann að mála á sig skotskífu sem herská hagsmunasamtök reyna að skjóta á. 

Takmark slíkra samtaka er auðvitað þöggun eins og Páll hefur rakið í pistlum sínum. Ef dómskerfið fellst á slíkt verður í raun búið að innleiða ritskoðun á Íslandi. Það verður nútímaleg útgáfa af fyrri tíma takmörkunum á tjáningu um trúarbrögð. Hin nútímalegu trúarbrögð kalla sig ekki trúarbrögð en eru það og löggjafinn dansar í takt. 

Auðvitað munu árásir hagsmunasamtaka á mann úti í bæ ekki bera neinn árangur. Pistlarnir verða áfram skrifaðir og hýstir og birtir og hljóta mikla útbreiðslu. Höfundur mun verja sig fyrir dómstólum og hafa sigur. Það liggur við að segja að hagsmunasamtökin séu að gera sig að athlægi og vekja enn meiri athygli á leyndarmálum sínum fyrir vikið. Mögulega búin að ýta á sjálfseyðingarhnappinn. 

Það má a.m.k. vona.

Og svo sannarlega segja að lítil þúfa hafi vellt þungu hlassi. 


mbl.is Samtökin '78 kæra Pál Vilhjálmsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta sem þau tóku af okkur og gætu tekið aftur

Í október er ég búinn að halda fermingarveislu fyrir son minn, fara á fjölmenna ráðstefnu og gekk núna í kvöld á milli húsa með dóttur minni þar sem hún sníkti nammi ella yrðu afleiðingar. Allt á þetta það sameiginlegt að vera fólk að hittast, snertast, skiptast á hlutum sem það er búið að káfa á og dvelja í sama rými með ókunnugum eða allt að því.

Og um leið á allt þetta það sameiginlegt að á veirutímum tóku yfirvöld svona mannamót af okkur gegn hótun um ofbeldi. 

Að óþörfu, svo því sé haldið til haga, enda enduðu allir á að fá veiruna (hvort sem þeir tóku eftir því eða ekki) og lyfin sem áttu að verja okkur gegn henni reyndust banvænni lækning en sjúkdómurinn.

Eftir stendur: Hvað hefur í kjölfarið verið sett á laggirnar sem hindrar yfirvöld í svona afnámi á réttarríki, lög og reglu og hófstilltri valdbeitingu?

Svarið er auðvitað: Ekkert.

Það er bara í besta falli. Í versta falli er búið að skrifa ný lög sem lögvæða slíkt ofbeldi hins opinbera. Það að taka af krökkum fermingarveisluna, skólagönguna og félagslífið, taka af vinnandi fólki lífsviðurværið, taka af heilbrigðu fólki heilsuna. 

Mér varð hugsað til þess þar sem ég sá heilu hjarðirnar af grímuklæddum krökkum í kvöld að banka upp á hjá fólki. Hlátur, gleði, gaman. Um leið minntist ég auðra gatna á veirutímum þar sem sömu krakkar voru fastir heima hjá sér fyrir framan tölvuskjá, sumir að hugleiða sjálfsvíg og aðrir orðnir að hellisbúum.

Og ekkert sem stöðvar yfirvöld í að endurtaka leikinn.


Eilífðarflokkar

Í mjög skemmtilegum pistli á Viðskiptablaðinu skrifar höfundur:

Það er gott að baráttan er snörp, allt verður miklu dýnamískara. Flokkarnir eru margir hverjir alls ekki tilbúnir og því síður frambjóðendurnir, sem gerir þetta að svo góðri skemmtun. Mikilvægast er að okkur beri gæfa til að sem flestir vinstri flokkar þurrkist út og að Sjálfstæðisflokkurinn verði í ríkisstjórn, því okkur farnast best þegar Sjálfstæðisstefnan er höfð að leiðarljósi.

Ég hjó þarna eftir orðunum „að sem flestir vinstri flokkar þurrkist út“. Sem sagt, að svo fáir kjósendur kjósi ákveðna flokka að þeir verði að engu. Leggist jafnvel af. Bráðni inn í aðra flokka.

En geta kjósendur þurrkað út flokka? 

Það er varla!

Flokkar fá ríkisstyrki, líka þeir sem ná ekki mönnum á þing, gefið að þeir fái ákveðið lágmark sem er lægra en lágmarkið til að ná inn þingmanni. Sósíalistaflokkurinn er slíkur flokkur. Hann fékk eitthvað smávegis af atkvæðum í seinustu þingkosningum og fyrir vikið milljónir í ríkisstyrki sem hann hefur svo nýtt til að halda sér á lífi og jafnvel borga laun og annað. Kjósendum tókst ekki að þurrka út. Þeir reyndu en fengu í staðinn fjölmiðil á eigin kostnað. 

Það væri óskandi að kjósendur gætu þurrkað út flokka en er orðið því sem næst ómögulegt. Þeir eru orðnir að vörunni sem tekur mikið hillupláss en enginn kaupir nema það myndist einhver mjög takmörkuð stemning í augnablik. 

Því miður.


Oddvitarnir sögðu hvað um veirutíma?

Ég veit að það er kosningabarátta þar sem má segja hvað sem er á meðan það er talið líklegt til að skila atkvæðum. Jafnvel að ljúga aðeins.

En þegar oddvitar svokallaðra hægri- og miðflokka segja núna að þeim finnist að yfirvöld hafi gengið of langt á veirutímum að skerða, taka af fólki og jafnvel hóta mismunun eftir lyfjatöku þá er lygin orðin of stór.

Hérna tek ég út úr sviga Arnar Þór Jónsson, formann Lýðræðisflokksins. Hann stóð svo sannarlega vaktina, bæði á þingi og utan, og fékk bágt fyrir.

Hinir eru bara að ljúga.

Staðreyndin er sú að þessir oddvitar allir sem einn brugðust algjörlega. Þeir þögðu eða tóku undir og opnuðu veski skattgreiðenda til að fjármagna þvæluna. Þeir hefðu auðveldlega getað séð nánast frá upphafi að ekki var allt með felldu. 

Þeir brugðust og eiga ekki að fá að skjóta sér undan því.

En þeir reyna það nú samt og þá spyr maður sig: Hvað gera þeir næst? 

Og hvað eru þeir að bauka og boða í dag, þvert á heilbrigða skynsemi og alla rökhugsun? Sem verður svo afhjúpað eftir fjögur ár, eða fjörtíu, sem sturlun sem gekk of langt?

Þegar oddvitar ljúga svona greinilega um frekar nýlega viðburði, og þar sem aðgerðir stjórnvalda eru ennþá að hrella fólk og hafa jafnvel komið mörgum í líkkistu, þá er það alvarlegra mál en einföld lygi sem kallast kosningaloforð.

Jafnvel meðvirkni með siðrofi, og merki um hálfgerða siðblindu.


Fyrirkomulag kjarasamninga

Ég hef unnið vinnu sem var launuð samkvæmt kjarasamningum. Þegar ég bað um launahækkun í slíkum aðstæðum var mér sagt að ég væri nú þegar „á hæsta taxtanum“ sem gilti um mitt starf. Ég þekki duglega konu sem fékk sama skilaboð. Já, auðvitað áttu skilið launahækkun miðað við ábyrgð og álag en því miður: Kjarasamningurinn segir nei.

Þar með er ekki sagt að launahækkun sé bönnuð eins og ég skil það. Atvinnuveitendur geta líka farið aðrar leiðir: Boðið upp á aksturspeninga og fasta yfirvinnu og annað slíkt. En það má engu að síður færa rök fyrir því að kjarasamningar séu verkfæri atvinnurekenda til að halda launum niðri, líka hjá starfsfólki sem skarar fram úr. Hvers vegna ekki? Það er ekki eins og betri kjör bjóðist á öðrum vinnustöðum sem fylgja sömu kjarasamningum. Læknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar og fleiri sem reiða sig nánast algjörlega á hið opinbera um atvinnu eru bundnir við kjarasamningana, frekar en að atvinnurekendur séu bundnir af þeim.

Það er því frekar sorglegt að hugsa til þess að framúrskarandi kennarar, sem standast álagið og kröfurnar og hlaupa jafnvel oft í forföll ofan á eigin verkefni, geti ekki fengið umbun við hæfi. Þess í stað þurfa þeir að sætta sig við meðallaunin - laun þeirra sem veikjast kerfisbundið einu sinni í mánuði eða skilja eftir sig sviðna jörð í kennslustofunum. Margir kennarar vinna af mikilli ástríðu og skila af sér ánægðum nemendum sem í raun læra eitthvað. Þeim vantar bara skólahúsnæði sem gerir ekki kennara og nemendur veika.

Vandi kennara er ekki skortur á fjármagni - grunnskólar á Íslandi kosta meira á nemanda en í flestum þróuðum ríkjum. Peningurinn fer hins vegar á ranga staði, kerfisbundið. Hvert nákvæmlega veit ég ekki.

Er ekki kominn tími til að skera skólakerfið úr snöru hins opinbera? Slík aðgerð er vel þekkt og hefur dugað ágætlega á öðrum sviðum þar sem kostnaðurinn var alltaf á uppleið en ánægja skjólstæðinga á niðurleið.


mbl.is Kröfur kennara „mikil vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að láta klappa fyrir sér

Fyrir utan ráðhús Reykjavíkur, höfuðstaðs Íslands, mun fáni Úkraínu blakta um alla framtíð eða þar til Úkraína hef­ur sigrað“ eins og borgarstjóri orðar það.

Ekki fánar annarra ríkja sem eru í átökum og að eiga við innrás. Ekki fáni Armeníu, Kúrda, Palestínu, Líbanon eða Tævan.

Ekki fánar sem tákna samstöðu með fjölskyldum sem hafa séð á eftir heilu rútunum fullum af börnum í hendur mannræningja í Afríku, kvenna sem eru neyddar til að hylja á sér hár og líkama í Miðausturlöndum eða samkynhneigðra sem róttækir múslímar varpa fram af húsþökum.

Nei, fáni Úkraínu, eins spilltasta ríkis Evrópu og þótt víðar væri leitað, þar sem er nýbúið að afnema lýðræðið í raun, takmarka notkun á tungumáli stærsta minnihlutahópsins í ríkinu, ofsækja trúarsamfélög og ræna ungum mönnum úti á götu og senda á víglínur. Þar sem málfrelsið er takmarkað, fjölmiðlar eru strengjabrúður og ríkinu stjórnað með tilskipunum.

Vissulega ríki sem rússneskir hermenn eru að hakka í sig, eitt þorp í einu, en ekki ríki engla og dýrlinga.

Vissulega ríki þar sem almennir borgarar þurfa hjálp og aðstoð, en ekki ríki með hreinan skjöld.

Af hverju fær Úkraína alla þessa athygli eða Tjetjenía fékk að sigla sinn sjó á sínum tíma?

Var ekki nóg af peningaþvottavélum vestrænna milljarðamæringa og stjórnmálamanna í Tjetjeníu? Ekki nóg af ólöglegum rannsóknarstofum? Ekki nóg af tilraunastofum í leynilegu braski? 

En heyrðu nú mig! Ef Rússar fá yfirráð yfir Austur-Úkraínu munu þá rússneskir hermenn ekki halda áfram og labba inn í Vestur-Úkraínu og loks Pólland? Eflist Pútín ekki í mikilmennskubrjálæði sínu? Er ekki hjarta Evrópu í hættu? Það vantar ekki samsæriskenningarnar en þær réttlæta ekkert og flækja jafnvel bara myndina.

Fáni Úkraínu mun sennilega verða tekinn niður þegar mönnum dettur í hug að setjast niður og ræða ástand Austur-Úkraníu fyrir alvöru. Kannski er Austur-Evrópa sem sjálfstætt ríki friðsælasta lausnin sem dregur úr kúgun íbúanna, eða aukið sjálfræði eins og Minsk-samningarnir á sínum tíma gengu út á en enginn hafði fyrir að virða. Kannski að deila kökunni eftir niðurstöðum íbúakosninga sem alþjóðasamfélagið fær að fylgjast með og getur þar með treyst á. Það hlýtur að vera valkostur við stríð sem menn fara að fá áhuga á.

En að moka endalausum skrokkum, vopnum og peningum í hakkavélina er engin lausn, og að flagga fyrir slíkum áætlunum engin manngæska.


mbl.is Segir fánann munu blakta við hún „þar til Úkraína sigrar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðið erfiðara að greina á milli gríns og raunveruleika

dem-bbMargir kannast við háðsádeilusíður eins og The Onion og The Babylon Bee og muna eftir íslensku síðunni Baggalútur. Á slíkum síðum eru búnar til fréttir sem gera grín að atburðum líðandi stundar og oft tekst svo vel til að kaffið frussast yfir lyklaborðið. 

En að halda úti svona síðum er orðið erfiðara. Í viðtali við einn af höfundum The Babylon Bee sagði hann að fólk geti ekki lengur greint á milli uppskáldaðs gríns og raunveruleikans. Fréttir hafi meira að segja verið teknar fyrir í staðreyndakönnun (fact check) og þar mjög hátíðlega lýst yfir að þær séu ósannar eða bara kaldhæðin ádeila. 

Ég minnist þessa þegar ég sé sum af ummælum frambjóðenda til Alþingis þessa dagana. Ef Baggalútur væri enn að störfum þá væri oft erfitt að greina í milli fyrirsagna hans og fyrirsagna alvörugefinna fjölmiðla. 

Er þetta ástand kjósendum að kenna sem verðlauna umbúðir en ekki innihald? Eða flokksforystum? Allt kapp virðist lagt á að finna fræg andlit - er það ekki ávísun á einhver ósköp? Verður þingsalurinn fullur af galtómum athyglissjúklingum að loknum kosningum? Af fólki sem er bara að leita að þægilegri innivinnu - einhverju sviði til að sýna sig á?

Maður leyfir sér að óttast aðeins. 

En í millitíðinni er þá bara að njóta afþreyingarinnar, hvort sem hún birtist á RÚV eða hjá The Babylon Bee. Munurinn er hvort eð er hverfandi.


mbl.is Píratar vilja ekki fleiri baðlón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennarar þurfa vinnufrið frá hinu opinbera

Ein af áskorunum kennara á Íslandi í dag er að eiga við endalausar nýjar kröfur og óskir yfirvalda. Þeim er gert að innleiða hitt og þetta plagg í kennsluna án þess að nokkuð komi í staðinn og án þess að nokkurs staðar sé dregið úr öðrum kröfum. 

Með því að innleiða endalausan fjölda af markmiðum eru líkurnar á að ná einhverjum þeirra minnkaðar töluvert.

Nú ákvað ég að kíkja aðeins í eitthvað sem kallast aðalnámskrá grunnskólanna. En sá frumskógur!

Tökum dæmi af handahófi: Í lok 4. bekkjar á 10 ára nemandi að geta bent á dæmi um lýðræðislega þætti í nærsamfélaginu“ og „rætt um samfélagið og notað valin hugtök í því samhengi“.

Í raunveruleikanum hefur þetta barn varla náð tökum á lestri og stærðfræði ef marka má kannanir.

Ég legg til að draga ríkið og hið opinbera eins og það leggur sig algjörlega út úr framleiðslu á menntun í samfélaginu. Fé verði þess í stað úthlutað, eyrnamerkt barninu, og skólar geta svo keppt um að fá viðkomandi barn til sín. Tvisvar eða þrisvar á námsferlinum verði lagt fyrir staðlað próf í helstu fögum (stærðfræði, íslensku og mögulega einhverjum öðrum tungumálum), og það seinasta auðvitað staðlað og samræmt próf sem framhaldsskólar geta treyst á að mæli stöðu nemanda. 

Þannig mætti færa menntamál undir fjármálaráðuneytið og leggja niður menntamálaráðuneytið eða gera að skrifstofu í öðru ráðuneyti. 

Þannig fá skólar svigrúm til að koma til móts við nemendur og einbeita sér að kenna þeim nauðsynlega færni en ekki allskyns háfleyga dellu.

Væri það ekki eitthvað? Að gefa kennurum og skólum vinnufrið frá hinu opinbera? Það held ég.


mbl.is Skammarlegt áhuga- og metnaðarleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málað yfir myndina

Af einhverjum ástæðum er núna fráfarandi borgarstjóri kominn ofarlega á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar. Þetta hlýtur að vera formanni flokksins þvert um geð, enda kom hún fersk inn úr atvinnulífinu og hefur talað með skýrum hætti miðað við jafnaðarmann: Ætlar að hækka skatta til að leysa öll önnur vandamál. 

Núna situr hún uppi með borgarstjórann sem skildi eftir sig sviðna jörð og allt í klessu.

Hvað er þá til ráða? Úr því hún neyddist til að taka inn þennan ónýta frambjóðanda, hvað á að gera við hann?

Jú, lofa því að hann muni ekki fá að ráða neinu ef hann kemst á þing. Verður ekki ráðherra. Kemur bara inn með reynslu, hvað sem það nú þýðir. Reynslu í hverju? Skiptir ekki máli? Verðmæta reynslu? Væntanlega ekki.

Svo formaðurinn hefur varla fengið að kynna listann sinn þegar hún byrjar að mála yfir myndina af manninum í 2. sæti listans. Eða a.m.k. að fá fólk til að líta annað.

Auðvitað geta stjórnmál verið flókin og full af málamiðlunum. Innan flokka eru líka stjórnmál í gangi - þessi armur og hinn. Gamla draugasveitin í Samfylkingunni hefur sennilega þrýst á að fá sinn mann ofarlega á lista og hægri-kratarnir neyðst til að samþykkja það í skiptum fyrir eitthvað annað.

En hvað sem því líður þá er atkvæði til Samfylkingarinnar í Reykjavík atkvæði til borgarstjórans sem borgarbúar hafa svo lengi reynt að losna við en birtist alltaf aftur, alltaf brosandi, aldrei tilbúinn að svara símtölum þegar skólpið lekur í sjóinn og skólarnir mygla, en alltaf mættur á staðinn til að klippa borðana.

Hvers eiga Reykvíkingar að gjalda?


mbl.is Kristrún: „Hann er þarna í stuðningshlutverki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband