Færsluflokkur: Menntun og skóli

Allt sem truflar er truflandi, og allt truflandi truflar

Það þarf ekki prófessora eða flóknar rannsóknir til að segja kennurum að allt sem er truflandi truflar.

Maður sem keyrir bíl á ekki að horfa á sjónvarp.

Maður sem saumar með saumavél á ekki að lesa stöðuuppfærslur á fésinu.

Maður sem lemur í nagla með hamri á ekki að góna út í loftið og bíða eftir stjörnuhrapi.

Nemandi sem situr í fyrirlestri á ekki að væflast um internetið.

Auðvitað er athyglisvert að sjá rannsóknir um hin ýmsu áhrif tölvuskjáa, hvort sem það er á langtímaminnið eða andlegan þroska. En fyrir kennara og prófessora er nóg að vita að allt sem er truflandi truflar.

Um leið má velta því fyrir sér af hverju sumir kennarar og margir skólar berjast af miklum móð fyrir því að fá fleiri skjái í kennslustofuna. Skólarnir vilja sennilega fá hið aukna eyðslufé sem fylgir kaupum og viðhaldi á tækjunum. Kennarar vilja sennilega reyna að færa eitthvað af vinnu sinni yfir á skjáina og kaupa sér þannig meiri tíma til að drekka kaffi. Eða hvað?


mbl.is Símanotkun leiðir til lægri einkunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband