Skuggastríðið sem Íslendingar létu draga sig inn í

Í dag varpaði bandaríska dagblaðið New York Times stórri sprengju: Síðan í valdaráninu í Úkraínu árið 2014 hefur bandaríska leyniþjónustan unnið með yfirvöldum í Úkraínu í þjálfun sérsveita og uppbyggingu á háþróaðri njósnastarfssemi beint gegn Rússlandi. Ég mæli með góðri umfjöllun Zerohedge um þessa grein.

Ég trúi því auðvitað ekki í augnablik að hérna sé um að ræða einhverja afhjúpun sem ekki er þóknanleg bandarískum yfirvöldum. Miklu frekar er líklegt að grein NY Times sé hálfgerð fréttatilkynning til Rússlands: Hey, við erum með okkar menn og tæki á svæðinu svo þið náið aldrei að vinna stríðið! 

Engu að síður er athyglisvert að sjá hér vestrænt dagblað gert út af vestrænu ríki til að segja frá háleynilegum aðgerðum og uppbyggingu hernaðarlegra mannvirkja með hjálp vestrænnar leyniþjónustu - alveg eins og Pútín sagði frá en var þá kallað samsæriskenning. Það er verið að senda einhver skilaboð, mögulega að reyna hita aðeins upp í kolunum.

Inn í þetta skuggastríð Bandaríkjanna hafa svo Íslendingar látið plata sig. Íslensk yfirvöld vita væntanlega ekki hálfa söguna en senda samt peninga, vopn og hjálpargögn í hendurnar á nafnlausu fólki í fjarlægum útlöndum á meðan Íslendingar deyja í röðinni á sjúkrahúsið.

Það sannast enn og aftur að munurinn á samsæriskenningu og raunveruleikanum er, að jafnaði, 6-9 mánuðir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Þarna var ég sammála þér; hóst (þetta hóst er ekki Cóvið). En betur má nota íslenska dali en í að senda þá í eyðileggingu og dauða annarra. Svo mikið er víst.

FORNLEIFUR, 26.2.2024 kl. 14:57

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þegar Trump er orðin foreseti USA
þá mun hann skrúfa fyrir þetta óheyrilega fjármagnsflæði í ríkiskassa Úkraínu
þá mun Selenski loks ljá máls á vonahlé og friðarviðræðum

en það er rétt þetta er sóun á skattpeningum íslendinga að senda peninga í eitthvað í Úkraínu þó svo Noregur ætli að gefa þeim 75 Miljarða norskra króna

Grímur Kjartansson, 26.2.2024 kl. 15:21

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"Svo lengi sem þarf" sagði Bjarni um daginn og bergmálaði þá ÞKRG sem aftur bergmálaði Jens Stoltenberg sem aftur bergmálaði Biden og alla neocon klíkuna.

Nei, ég er hrædd um að Íslendingar megi áfram liggja á göngunum, missa skattaafsláttinn og sofa á sófanum hjá Sigga bróðir.

Ragnhildur Kolka, 26.2.2024 kl. 16:00

4 identicon

Eru Íslendingar að senda fjármuni til Úkrainu?  Það eru fréttir sem ekki hafa komið fram á áreiðanlegum miðlum svo ég viti til.

Annars verða fjöldamótmæli almennings ekki framkölluð af leyniþjónustu erlendra ríkja.  Þú þarft að vera meira en vel undir meðalgreind ef þú trúir svoleiðis þvælu.  Valdarán, já, en ekki fjöldamótmæli almennings

Þú ættir að horfa á góða fræðslumynd á Netflix sem sýnir undanfara valdaskiptanna 2014.  Almenningur kaus nánari samvinnu við lýðræðislegrar Evrópu og kærði sig ekki um að verða leppur rússneskra einræðisafla.  Ekki velta þér uppúr samsæriskenningaskítnum, aflaðu þér þekkingar.  Þekking er máttur, fáfræði er helsi.

Bjarni (IP-tala skráð) 26.2.2024 kl. 16:53

5 Smámynd: Skúli Jakobsson

Fyrir alla muni þá má alls ekki minnast nokkru orði á lífefna vopna framleiðsluna á Úkraískri grund síðustu áratugi!   Uss!

Eða tilheyrandi peningaþvætti! 

Skúli Jakobsson, 26.2.2024 kl. 17:34

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Vegna fjármuna og útgjalda segir Stjórnarráðið þetta:

"Heildarframlög Íslands til mannúðar- og efnahagsaðstoðar fyrir Úkraínu hafa numið um 3,2 milljörðum frá því að innrás Rússa hófst 24. febrúar 2022."
Stjórnarráðið | Innrás Rússlands í Úkraínu - viðbrögð íslenskra stjórnvalda (stjornarradid.is)

Kannski er "efnahagsaðstoð" hérna ekki endilega beinharðir peningar. Kannski er verið að senda Bónuskort til Úkraínu.

Bandaríska leyniþjónustan hefur togað í marga spotta í mörgum ríkjum til að reyna ýta óþægum leiðtogum úr sæti sínu. Ég get líka vísað í heimildamyndir og ritgerðir en tekur því varla. 

Af hverju er enginn fjölmiðill að minnast á umfjöllun NY Times? Telja menn kannski að NY Times sé að bera á borð "samsæriskenningar"?

Geir Ágústsson, 26.2.2024 kl. 17:34

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Góðmennska CIA þekkir engin mörk þegar þeim finnst vera "réttur" skipstjóri í skútunni:

"The CIA was very prompt and professional in assisting us in our goal of rebuilding Ukraine’s intelligence capabilities in cyber-defense, from scrap, with hardware and software, which we began to use to defend Ukraine from incursions that were being financed or backed by Russia. It was among the most important first steps: renewing cyber-defense."
EXCLUSIVE: CIA Worked With SBU to Root Out Russian Spies (kyivpost.com)

Geir Ágústsson, 26.2.2024 kl. 18:00

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

National Endowment for Democracy er sú stofnun BNA sem sér um að grafa undan "óæskilegum" stjórnvöldum. Og þegar Samantha Power, stjórnarformaður, mætir á svæðið er stutt í að fjörid hefjist. 

Ragnhildur Kolka, 26.2.2024 kl. 19:12

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Q: "Efnahagsleg aðstoð sem rann í sjóði Alþjóðabankans vegna Úkraínu var rúmlega 1,4 milljarður"

Þetta fór sennileg allt á reikninga á einhverjum eyjum í Karíbahafinu.  Alþjóðabankinn hefur tekið sín 10%.

Annað:

Af hverju nota menn nú Rússneska orðið fyrir Hvíta Rússland?  Það hljómar mjög undarlega, alltaf.
Bela = hvítur
Rus = Rússland.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.2.2024 kl. 20:26

10 identicon

Stjórnarskiptin 2014 voru drifin áfram af almenningi en ekki af einhverjum frakkaklædddum leyniþjónustumönnum frá CIA.  Rétt eins og umsókn Svía að NATO, sem væntanlega verður fullfrágengin fyrir helgi, var drifin áfram af almenningi í Svíþjóð.

Það er ekki að ástæðulausu sem a-evrópuríki og fyrrum samherar rússa sækja eftir skjóli í NATO frá þessu ríki sem á sér enga aðra sögu en ofbeldi gagnvart nágrönnum sínum

Bjarni (IP-tala skráð) 26.2.2024 kl. 21:00

11 identicon

Kannski óþarfi að strá salt í sárin en kommon! ef þínir helstu stuðingsmenn er offiusjúkingur frá n-kóreu og kafskeggjaður æjatolla frá Íran þá ertu ekki að fara að fá boð í partýið.

Bjarni (IP-tala skráð) 26.2.2024 kl. 21:32

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Það eru til blæbrigði frá þessari svart-hvítu heimsmynd. Eitt er að enginn á að vera þvingaður til að tilheyra ríkisvaldi sem það kærir sig ekki um að tilheyra. Eða eins og segir í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna, sem endaði á hernaði Breta gegn venjulegu fólki:

"We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the pursuit of Happiness.--That to secure these rights, Governments are instituted among Men, deriving their just powers from the consent of the governed, --That whenever any Form of Government becomes destructive of these ends, it is the Right of the People to alter or to abolish it, and to institute new Government, laying its foundation on such principles and organizing its powers in such form, as to them shall seem most likely to effect their Safety and Happiness."

Var þetta ekki eitthvað sem Íslendingar sögðu við Dani? Sem betur fer mætti ekki Úkraínuher þá til að þagga niður í okkur.

Geir Ágústsson, 26.2.2024 kl. 22:07

13 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Bjarni gleymir einu atriði sem er veigamest. Hollywood heilaþvær Vesturlönd, okkur með, og er margfalt öflugri áróðursmaskína en rugludallar Pútíns. Menningarstríðið sem kemur frá Vesturlöndum, það fékk fólkið til að gera byltingu í Úkraínu. Skoðanir myndast ekki af sjálfu sér eða í tómarúmi. Rétt einsog tölvur er mannfólkið mótað, forritað með skoðunum.

Ef Hitler hefði búið til öflugri fjölmiðlaveldi en Hollywood og aldrei farið í stríð væru öll Vesturlönd hugsanlega sammála þeim kenningum núna. Þú vinnur ekki stríð með vopnum heldur innrætingu og áróðri. 

Umsókn Svía er tilkomin af sömu ástæðu. Þeir eru dáleiddir. 

Mér finnst mjög undarlegt að vel menntaðir Vesturlandabúar eins og Íslendingar láta eins og sálfræði sé ekki til, virki bara í bókum en ekki í veruleikanum. Sálfræðihernaður.

Við ættum að vera komin lengra og gera ráð fyrir þesskonar hernaði, áhrifum. Það er nútíminn. Vopnaskakið er fortíðin, þótt einhverjir fækki sínum þegnum með því.

New York Times vinnur samkvæmt þeirri reglu að þegar búið er að normalísera glæpinn og játa hann er öllum skítsama. Almenningur er jarmandi sauðir.

Geir stendur sig vel í að benda á merkilegar fréttir.

Ingólfur Sigurðsson, 27.2.2024 kl. 00:58

14 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Íslendingar létu ekki draga sig eitt eða neitt. Elíta landsins er áköf í þessa vitleysu og landsmenn eru sinnulausir kjánar.

Guðjón E. Hreinberg, 27.2.2024 kl. 01:59

15 identicon

Geir Ágústsson sjálfkrýndur sérfræðingur. Úr hvaða voppnabúri sendum við Íslendingar voppn?  Ég veit ekki til að við Íslendingar stöndum í styrjöld við aðrar þjóðir, aðra en en okkur sjálf og svo náttúruöflin.  Hvaða voppn sendum við öðrum þjóðum? Ef Íslendingar drepast við útidyr sjúkrahúsa þá er það engu öðru að kenna okkar mislukkuðu stjórnvöldum sem hingað smala erlendu fólki á okkar jötu og biðjast ekki einusinni afsökunnar. 

Hrólfur Hraundal (IP-tala skráð) 27.2.2024 kl. 09:22

16 identicon

Ekkert valdarán var framið í Úkraínu 2014. Ég var oft í landinu á þeim tíma. Forsetinn flúði land með ránsfeng sinn eftir að meirihluti þingsins snerinst gegn honum. Það gerði meirihlutinn eftir að tvö hundruð óvopnaðir mótmælendur voru skotnir á Maidan torginu.

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 27.2.2024 kl. 11:23

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Mér finnst þú pínulítið kúka á þig í þessari færslu.

Svo ég víki í nærtækt dæmi sögunnar, það er eins og þú upphefjir árásir Þjóðverja í Seinna stríði á nágrannalönd sín, vegna þess, að eftir þær árásir, þá myndaðist bandalag milli Breta og Bandaríkjamanna að verjast þeim árásum.

Ég sé að sveitungur minn Hrólfur hefur kreppt hnefa um vönd til að svara því sem snýr að íslensku ríkisstjórninni, en ég vil minna þig á meinstrím meinloku þína, líklegast eitthvað sem þú erfðir frá Kóvid vitleysingunum, sbr að það var ekkert kóvid því sóttvarnir virkuðu.

Rússar réðust á Úkraínu, það er faktur, það er líka sögulegur faktur að ef einræðisherra í vanda heima fyrir kemst upp með árásir á nágrannaríki sín, þá hættir hann aldrei.

Sá faktur skýrir viðbrögð vesturvelda, allt sem gerðist áður er aukaatriði í því samhengi.

Þetta virðist þú ekki skilja Geir, endalaust að leita að réttlætingu fyrir innrás Rússa, grefur þar með undan forsendum þínum sem drífa áfram þetta stórmerkilega og stórskemmtilega blogg sem Sjálfkrýndi Samfélagsfræðingurinn er.  Þú átt að vera það gamall að þekkja röksemdir Thatchers fyrir að senda her til Falklandseyja, á þeim tímapunkti skildu fáir í opinberri umræðu röksemdir hennar.

En þær lifa, alveg eins og fyrri meginákvörðun hennar um að knésetja flugræningja með því að láta ekki undan kröfum þeirra.

Þetta skilur allt heilbrigt fólk Geir.  Það skilur líka að ástæða drápana á Gasa er morðárásir Hamas á óbreytta borgara í Ísrael.

En forheimskan skilur það ekki Geir, hjá henni er líka Logi Einarsson mega stjórnvitringur.

Ég hélt bara að þú værir ekki í þessum flokki.

Sem og mig grunaði aldrei að ég og Einar S yrðum samherjar.

Reyndar hef ég oft tekist á við hann en aldrei fríað hann gáfur.

Sem og ég hef aldrei efast um þína Geir.

Þá er það allavega kveðjan að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2024 kl. 15:41

18 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er mikið rætt og skrifað um nauðsyn þess að Ísland dragist inn í skuggastríð Bandaríkjanna í Úkraínu - stríð sem er tapað og kominn tími til að leggja vopnin niður og setjast við samningaborðið, sem mögulega endar á því að austustu héröð Úkraínu lýsa yfir sjálfstæðu ríki, aftur (svona eins og menn eru að reyna knýja á í Kósóvó).

Ég hafna því einfaldlega.

Hér er líka mikið rætt og skrifað um að ef menn senda ekki vopn og peninga til annars aðilans í stríðsátökum að þá eru menn að styðja við hinn. Samkvæmt þessum rökum eru Íslendingar hérna óbeint búnir að lýsa yfir stuðningi við yfirvöld í Aserbaídsjan sem flæmdu nýlega heilt samfélag Armena af heimahögum sínum án afleiðinga. Hvernig þá? Jú með því að senda ekki Armenum vopn og vistir.

Ég hafna því líka.

Það er sjálfsagt sú trú til í hjörtum margra að Íslendingar geti bjargað heiminum eða vinir þeirra með stóru byssurnar og óendanlega djúpu hirslurnar. Að Ísland geti opnað landamæri sín og fjárhirslur. Að þetta sé hægt að gera án afleiðinga fyrir innfædda Íslendinga - skattgreiðendur, ellilífeyrisþega, sjúklinga. Að hag Íslendinga sé best borgið í tvípóla heimsmynd Bandaríkjanna vs. afgangur heimsins - heimsmynd sem afneitar uppgangi Kína, Indlands, Brasilíu, Indónesíu og svona mætti lengi telja. 

Ég hafna því að sjálfsögðu líka.

Geir Ágústsson, 27.2.2024 kl. 16:28

19 Smámynd: Ómar Geirsson

He, he Geir.

Þú slærð jafnvel þínu nýja átrúnaðargoði Loga Einarssyni út með orðum þínum hér að ofan.

Bregst við rökum með Dagísku.

Nema Logi nær ekki þeim gáfum að skilja Dagískuna.

En þér að segja Geir, að fyrst að þú kannast ekki við Thatcher, þá voru öll þessi rök þín margendurtekin eftir árásir Þjóðverja á restina á Evrópu, líka þau að þær árásir hefðu verið réttlætanlegar, líkt og heilaþvegið lið endurtekur hér að ofan.

En þér að segja Geir, það er ekkert sem réttlætir árásir, ef þú trúir ekki mér, trúðu þá Margréti.

Í alvöru, ekki enda sem Ísland-Palestina.

Þó brunnur sé opnaður, þá er óþarfi að kanna botnleysi hans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2024 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband