Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Heimiliskakan 2008

 heimiliskakan2008_andriki27-Sept-2008

(Mynd stækkar þegar smellt er á hana.) Myndin er frá Vefþjóðvilja dagsins.

Hver segir svo að það sé dýrt að eiga viðskipti við olíu- og tryggingafélögin? Sennilega þeir sem gera sér ekki grein fyrir því hvað er dýrt að eiga "viðskipti" við ríkisvaldið. 


Hvað kom fyrir Sjálfstæðisflokkinn?

Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera búinn að missa stöðu sína sem hið eina mögulega athvarf hægrimanna í kosningum. Hvað verður nú um atkvæði þeirra? Lesa meira.

Óútskýrð vitleysa eykst á milli ára

Enn og aftur á að reyna telja konum trú um að þær kunni ekki að semja um laun og körlum og launagreiðendum (og jafnvel ríkisvaldinu) í trú um að þeir séu kvenfjandsamleg svín. Það er eins og það skipti engu máli hversu oft er bent á galla svona launakannanna - alltaf er stór hópur fólks hafður í vinnu við að þylja sömu vísuna á hverju einasta ári.

Í fréttinni segir að "þegar tekið hefur verið tillit til allra þátta, s.s. aldurs, vinnutíma, eftirvinnu o.s.frv." þá sé heimurinn ennþá að farast.

Allra þátta?  Er þá meðtalið,

  • Ábyrgð á vinnustað, t.d. varðandi stærð og mikilvægi verkefna allra starfsmanna allra fyrirtækja, fjölda undirmanna og stærð veltu og starfsmannafjölda sem viðkomandi ber ábyrgð á?
  • Mismunandi áhuga einstaklinga af öllum kynjum, hárlitum og skóstærðum á að eiga mikinn frítíma og vinna þá frekar skemur? (Eitthvað sem vissulega er "leiðrétt" þegar yfirvinna er skoðuð, en það hefur óneitanlega áhrif á möguleika viðkomandi á aukinni og "óleiðréttri" ábyrgð að halda sig fast við dagvinnutímana.)
  • Mismunandi áhuga einstaklinga af öllum kynjum, hárlitum og skóstærðum á að velja nám, störf og stöður sem borga betur en aðrar?
  • Áhrif reglulegrar fjarveru frá vinnustað til að sinna barneignum og öðru (eitthvað sem margir meta mun meira en laun sem á að nota til að búa til árlegar skýrslur um launamismun)?
  • Er hæð og einhvers konar mat á útlit og holdafar einstaklinga "leiðrétt" á einhvern hátt?

...og svona má lengi telja. Hvernig er allt þetta tekið inn í tölfræðina? Er hægt að taka "allt" með í reikninginn?

Ég veit alveg að það dugir ekki að benda á hversu aumkunarverður málflutningur launamismunarpresta er, og vil því leggja til að þeir bæti nýjum sálmum inn í predikun sína, sem gætu t.d. verið:

  • Launamismunur landsbyggðar og borgar
  • Launamismunur hávaxinna dökkhærðra og lágvaxinna rauðhærðra
  • Launamismunur feitra og grannra
  • Launamismunur Árna Stefánssonar, formanns SFR, og ritara hans hjá SFR ("leiðréttur" vitaskuld)

Góða skemmtun!


mbl.is Kynbundinn launamunur eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að borða útsæðið?

Á meðan hægrimenn vilja sá í næstu uppskeru, þá vilja vinstrimenn borða útsæðið. Er það heppilegt hugarfar? Lesa meira.

Má þá byrja að framleiða rafmagn aftur?

Rafmagnsfarartæki eru snyrtileg farartæki fyrir hinn almenna notandi (sem kemur hvergi nærri kvikasilfurleðjunni í rafhlöðum þeirra). Engin ástæða til að fara á illa lyktandi bensínstöðvar - hægt að stinga í samband heima hjá sér ef út í það er farið og heyrist varla annað en veghljóð þegar þeim er ekið. Þegar allir helstu bílaframleiðendur byrja að keppast um væntanlegan markað um rafmagnsbíla má líka eiga von á hraðri þróun sem kannski leiðir fljótlega til þess að rafmagnsbílar verða álitlegir á þjóðvegum en ekki bara á bæjarvegum þar sem hraðinn má ekki vera mikill.

Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaðan rafmagnið á að koma. Úr fallvatnsvirkjunum? Kjarnorkuverum? Kolaverum? Á kannski að þekja stór svæði með vindmyllum (sem eru leystar af með öðrum orkuverum þegar lognið eða stormurinn stendur yfir)? Eða framleiða sólarpanela í stórum stíl? (Þá þarf mikið rafmagn til að vinna kísilinn sem þarf í þá!) Svo virðist sem svo gott sem allar tegundir orkuvera séu komnar á bannlista græningja og það eru slæm tíðindi fyrir þá sem dreymir um að aka um á rafmagnsbíl án þess að tæma veskið við hverja hleðslu (sem er t.d. raunin í Danmörku þar sem rafmagn er gert dýrt með m.a. framleiðsluhöftum og CO2-gjaldi).

Rafmagnsbílar eru freistandi framtíðarsýn. Fyrst þarf samt að finna leið til að þagga niður í andstæðingum orkuframleiðslu, hvaða nöfnum þeir nú nefnast (Al Gore og Steingrímur J. og slíkir menn).
mbl.is Ráðstefna um byltingu í rafmagnssamgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisvaldið þenur sig út í 'andstreyminu'

Án þess að roðna né stama þá segir forsætisráðherra eyðslusömustu ríkisstjórnar Íslandssögunnar blákalt: "Full ástæða er til að hvetja heimilin í landinu til að sýna aðhaldssemi og það rétt er að halda því til haga að í verðbólgu er fátt skynsamlegra en að borga niður skuldir og leggja fé til hliðar."

Er manninum alvara? Á meðan heimilum landsins er sagt að herða sultarólina og kyngja því sem þeim er rétt þá gorta þingmenn stjórnarflokkanna yfir óstjórnlegu eyðslufyllerí hins íslenska ríkis og klappa sjálfum sér duglega á bakið fyrir stjórnlausan vöxt hinnar óseðjandi ríkishítar. Tónlistarhallarkvikindið rís ennþá á miklum hraða við Reykjavíkurhöfn, jarðgöng eru teiknuð sem aldrei fyrr, eftirlitsstofnanir ríkisins kvarta hástöfum yfir ónægu fjármagni til afskiptasemi sinnar af friðsömum borgurum, sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins sturta fé í marklausan strætisvagnaakstur, Ólafur Ragnar Grímsson tekur enn eina heimsreisuna á reikning skattgreiðenda, og svona mætti mjög mikið og lengi telja

Geir H. Haarde og raunar þingheimur allur - lítið ykkur nær! 


mbl.is Forgangsverkefni að tryggja fulla atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband