Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Krugman-kreditkortið

Paul Krugman, einn aðahöfundur kreppunnar, segir tvennt og bara tvennt þegar hann er beðinn um ráð:

  • Prentaðu fleiri peninga.
  • Lánaðu fleiri peninga.

Í Bandaríkjunum hafa menn fylgt ráðum hans í mörg ár. Húsnæðisbólan var að hans skapi. "Stimulus"-pakkar stjórnvalda eru að hans skapi. Aukin skuldsetning hins opinbera er að hans skapi, og raunar vill hann meira af henni.

Stjórnmálamenn og aðrir í valdamiklum stöðum taka glaðir við þessum ráðum Krugman, því þau réttlæta gríðarleg opinber afskipti af hagkerfinu. 

Fræðahulan sem Krugman gefur óábyrgri hagstjórn er óspart notuð.


mbl.is Evran hefði ekki bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverjar vilja lána til Evrópu, gegn gjaldi!

Kínverjar vilja að sjálfsögðu lána ESB og einstaka Evrópuríkjum. Sem viðskiptahugmynd er það sennilega ekki það snjallasta sem þeir gera, en sem pólitísk aðgerð sé ég marga möguleika fyrir Kínverjana.

Kínverjar vilja til dæmis fá meira um það að segja hvernig Norður-Atlantshafinu verður stjórnað í framtíðinni, því þeir vilja að skipin sín geti siglt þar þegar ísinn á Norðurskautinu hopar loksins (eitthvað sem "módelin" hafa spáð í mörg ár, en lætur eitthvað standa á sér í raunveruleikanum). Kínverjar þurfa að komast að borði þeirra sem eiga lönd og sjó við Norðurskautið, og sjá sennilega að Evrópubúar verði auðveldari aðgöngumiði en t.d. Rússar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn.

Evrópa getur líka ýmislegt. Þar er mikil þekking og ennþá einhver framleiðsla, t.d. í Þýskalandi og Austur-Evrópu. Þegar menn hætta að prenta peninga eins og óðir og skattleggja eins og enginn sé morgundagurinn, og þegar þeir sem eru gjaldþrota hafa lýst sig gjaldþrota, þá er hægt að leyfa sér að vona að Evrópa nái sér aftur á strik. Kínverjar vilja eiga hlut í þeirri endurkomu, t.d. með því að geta gengið á Þjóðverja ef einhver neitar að borga af lánum sínum.

Kínverjar eiga nú þegar mest af skuldum Bandaríkjamanna og byrja smátt og smátt að herða að þeim um að byrja borga. Og þegar Bandaríkjamenn neita, eða borga með seðlaprentun, þá geta Kínverjar beitt Bandaríkjamenn pólitískum þrýstingi. Kínverjar sjá að sósíalismi er hin nýja stefna Bandaríkjamanna, og hann þýðir tollamúrar og hækkandi skattar, en Kínverjar geta þá beitt Bandaríkjamenn þrýstingi um að halda viðskiptum við sig opnum. Rétt eins og Bandaríkjamenn neyddu Evrópu á sínum tíma til að stunda viðskipti við sig með því að flengja þá með Marshall-aðstoðinni.

Kínverjarnir eru að koma. 


mbl.is Mun Kína bjarga ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófessor Samfylkingarinnar

Stefán Ólafsson kemur reglulega fram á sjónarsviðið þegar Samfylkingin þarf að klæða pólitískan ásetning sinn í fræðabúning.

Tölur hans og túlkanir hafa oft verið hraktar, en hann bregst við slíku með því að þegja, bíða í nokkra mánuði og skipta svo um "rannsóknar"efni.

Eins og fyrir einskæra tilviljun þá falla rangir útreikningar hans og frumlegar túlkanir á gögnum alltaf mjög vel að stefnuskrá Samfylkingarinnar, og stundum Vinstri-grænna.

Stefán er því orðinn að auðveldu skotmarki fyrir þá sem hugsa aðeins skýrar og skipulegar. Dæmi:

Þegar Stefán Ólafsson prófessor lýsti áhyggjum sínum af hækkandi skattbyrði á árunum áður en Jóhanna og Steingrímur tóku við stjórn landsins var hann fyrst og fremst að lýsa því hve tekjur manna hefðu hækkað skarpt. Það vandamál hefur vinstri stjórnin hins vegar tekist á við af einurð.

Er Stefán ekki að stunda svipaða galdra núna með gögnin sín?


mbl.is Segir viðsnúning í tekjudreifingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin lausn í sjónmáli

Bjartsýni fjárfesta er óþörf og verður fljótlega horfin aftur.

Skuldakreppan fer ekki fyrr en gjaldþrota ríki lýsa sig gjaldþrota og draga marga lánadrottna sína niður í leiðinni, eða þýskir skattgreiðendur taka á sig skuldirnar.  Hvorugt hefur gerst ennþá. Menn reyna ennþá að afneita raunveruleikanum og vona að peningaprentun, meiri skuldsetning og "bjartsýni" dugi til að halda aftur af honum.

Þeir sem vilja kaupa hlutabréf eiga að bíða aðeins eftir að verð á þeim hrynur aftur. Fjárfestar eiga að kaupa raunveruleg verðmæti á meðan, t.d. olíu eða gull. 


mbl.is Mikil hækkun hlutabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk afskipti af opinberu fyrirtæki? Getur það verið?

Það hefur komið mörgum á óvart að stjórnmálamenn hafi opinber og hávær afskipti af stofnun í eigu ríkisins. Hvernig stendur á því?

Margir hafa sennilega látið plata sig til að trúa því að hægt sé að reka opinbera stofnun eða fyrirtæki á einhverju öðrum forsendum en forsendum stjórnmálamannanna sem fara með eigendavaldið. Sú ranghugmynd er vonandi dauð núna.

Á einum stað segir um opinbert eignarhald:

Proponents of government enterprise may retort that the government could simply tell its bureau to act as if it were a profit-making enterprise and to establish itself in the same way as a private business. There are two flaws in this theory. First, it is impossible to play enterprise. Enterprise means risking one’s own money in investment. Bureaucratic managers and politicians have no real incentive to develop entrepreneurial skill, to really adjust to consumer demands. They do not risk loss of their money in the enterprise. Secondly, aside from the question of incentives, even the most eager managers could not function as a business. Regardless of the treatment accorded the operation after it is established, the initial launching of the firm is made with government money, and therefore by coercive levy. An arbitrary element has been “built into” the very vitals of the enterprise.

Ég tek undir hvert orð.


mbl.is Páll tekur ekki starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullyrðinga-Jóhanna situr áfram

Ég leyfi mér að fullyrða að ofangreind úrræði munu duga til að bregðast við vanda langflestra heimila sem komast í vanda.

Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir í byrjun árs 2009. 

Í dag leyfir hún sér að "fullyrða" að ríkisstjórn hennar beri enga ábyrgð á stöðu hagkerfisins á Íslandi,  rúmum 2 árum eftir að hún tók við (og töluvert fleiri árum eftir að flokkur hennar tók við mörgum ráðuneytum).

Hún leyfir sér einnig að "fullyrða" að ESB sé töframeðalið við sjúkdómunum sem hún hefur smitað íslenska hagkerfið og íslensk heimili af.

Jóhanna Sigurðardóttir ætti kannski að fullyrða minna og leyfa getumeiri stjórnmálamönnum að taka við brunarústunum sem hún skilur eftir sig.


mbl.is Jóhanna sjálfkjörin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrengt að öllum, ekki bara öryrkjum

Öryrkjabandalagið virðist loksins vera að vakna upp við þann vonda draum sem ríkisstjórnin er. Vonandi bætist þá við þann hóp sem sér ekkert verra en núverandi ríkisstjórn.

Auðvitað hefur vinstristjórnin svikið allt sem hún lofaði upp í ermina á sér með tilliti til kjarabóta hjá þeim sem treysta á hið opinbera fyrir framfærslu sinni. Vinstristjórnin hefur fyrst og fremst það pólitíska markmið að koma Íslandi eins langt inn í ESB og hún getur á hennar eina og seinasta kjörtímabili. 

Niðursveifla hins íslenska hagkerfis stöðvast ekki fyrr en núverandi ríkisstjórn fer frá völdum og algjör viðsnúningur verður á öllum hennar stefnumálum. 

Ríkið þarf að draga sig saman um tugi prósenta. Það má gera án þess að fórna fyrst þeim sem treysta á hið opinbera fyrir framfærslu sinni. Til dæmis mætti hætta að bjarga bönkum með fé og skuldsetningu skattgreiðenda. Það væri stór og mikil sparnaðaraðgerð sem Steingrímur J. virðist ekki tilbúinn að leggja í.


mbl.is Enn þrengt að öryrkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Economic Depressions: Their Cause and Cure

Viltu vita hvað veldur því að hagkerfi getur þanist út og hrunið og hvers vegna það er ríkisvaldinu og seðlaprentun þess að kenna?

Þá ættir þú að sækja og prenta út viðhengda skrá (52 blaðsíðna PDF-skjal), eða sækja hana héðan, eða lesa innihald hennar hér, eða kaupa innihaldið hérna

Lengri textar með sama boðskap finnast auðvitað, en þessi er stuttur og laggóður og því ætti enginn að hafa afsökun fyrir því að vaða í villu í umræðunni um hagkerfið.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Já, hvers vegna ekki?

ESB er í fullkominni afneitun gagnvart skuldastöðu margra aðildarríkja sinna. Bókhald gjaldþrota ríkissjóða segir ekki einu sinni alla söguna. Þeir skulda yfirleitt mjög mikið, og eru skuldbundin enn meira. Skattkerfin hafa verið kreist í botn, og ráða ekki við gríðarlegar afborganir af "lánum" sem eiga að bjarga þeim frá greiðslufalli.

Í þessu umhverfi er alveg við hæfi að fela upplýsingar fyrir markaðsaðilum, sem ESB vill samt að reiði fé af hendi til að lána til gjaldþrota ríkja. Það er a.m.k. engin ný geðveiki, bara áframhald á þeirri geðveiki sem keyrir nú þegar.

Nú fyrir utan þá staðreynd, sem gleymist oft, að þegar framkvæmastjórn ESB vill eitthvað, þá fær hún það. Ef einhver óþægileg þjóðaratkvæðagreiðsla flækist fyrir, þá er hún annaðhvort endurtekin eða sniðgengin.

Svo lífið heldur áfram í ESB eins og fyrri daginn, á meðan sambandið hangir ennþá saman.


mbl.is Vilja banna birtingu lánshæfiseinkunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga sem nálgast lausn

Því miður fyrir íslenska skuldara gerði ríkisstjórnin leynilegt samkomulag við erlenda kröfuhafa bankanna um að afskrifa ekki kerfisbundið og að nota ekki afskriftir sem almenna aðgerð.

Segjum nú sem svo að önnur ríkisstjórn tæki við. Væri hún bundin af sama samkomulagi? Hver veit.

Hvað sem því líður, þá nálgast þessar tillögur þingmanna Sjálfstæðisflokksins eitthvað sem gæti virkað til að vinda ofan af skuldaklafa íslensks almennings. 

Betri tillaga hefur samt komið fram, í grein frá Gunnlaugi Jónssyni, framkvæmdastjóra (birtist í Morgunblaðinu 7. október 2010). Þá grein má lesa í mynd viðhengdri þessari færslu.


mbl.is Skattarnir lækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband