Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Blind trú á loftslagsvísindi er sósíalismi í dulargervi

"Ekki er vísindamönnum treyst til að segja fyrir um jarðskjálfta og eldgos með meira en nokkurra klukkustunda fyrirvara (yfirleitt mun minna). Margir efast um getu vísindanna til að áætla sjálfbært aflamark á fisknum í sjónum. Veðurspáin hlýtur yfirleitt vissa tortryggni og af fæstum talin marktæk meira en örfáa daga fram í tímann. Margir algengir sjúkdómar blómstra enn víða um heim þrátt fyrir að vísindamenn hafi haft þá til meðhöndlunar svo áratugum skiptir. Oftrúin á vísindin er hvergi til staðar nema þar sem dyr alheims-sósíalismans virðast ætla opnast upp á gátt. Á bál þessarar oftrúar vilja margir kasta hinni kapítalísku iðnvæðingu sem nú loksins er byrjuð að breiðast almennilega um heiminn."

Meira hér.


CO2 er ekki mengun frekar en vatnsgufa

Enn og aftur fjallar frétt um "losun gróðurhúslofttegunda" og blandar því saman við losun eiturefna (mengun). Gróðurhúsalofttegundir eins og hin veika gróðurhúsalofttegund CO2 og hin sterka gróðurhúsalofttegund H20 (vatnsgufa) eru ekki "mengun". Hins vegar, ef fréttin fjallaði um losun á efnum eins og flúor (sem veldur sjúkdómum) þá væri orðið "mengun" viðeigandi.

En ætli þessi boðskapur muni heyrast? Nei varla. Nú fer heimurinn kólnandi og þá hætta svona fréttir vonandi að birtast og aðrar fréttir sem fjalla um uppskerubresti vegna kuldakasta að birtast í staðinn. Heimur kólnandi fer er heimur versnandi fer. Hlýnandi heimur er heimur batnandi fer. 


mbl.is Minni mengun frá álverum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koma til bjargar eða steypa í glötun?

Ég geri orð annars að mínum núna:

"A central bank can produce moral hazard in the banking community if the commercial bankers perceive the central bank as a lender of last resort."

Einnig:

"Nineteenth-century economist Walter Bagehot, who coined the term "lender of last resort," warned that the central bank, while freely lending in times of financial duress, would have to avoid at any cost the impression that it would bail out the market participants."

Oft er sagt að "sagan endurtekur sig", og í tilfelli seðlabanka og ríkiseinokunar á peningaútgáfu þá er það máltæki mjög svo viðeigandi.

Seinustu orð annars sem ég geri að mínum að þessu sinni:

"But fiat paper money also creates moral hazard on the side of the money users — the citizens, the banks, and the governments — because they sooner or later come to realize that the masters of the printing press have the power to bail out virtually any bankrupt firm or government. Thus they engage in more or less reckless financial planning, expecting that the monetary authorities will not allow a great mass of reckless planners to go bankrupt. This speculation has been borne out by the last thirty years. Public and private debts are at record heights all over the world."

Aðdáendur ríkiseinokunar á peningaútgáfu, vinsamlegast lesið sögubók eða tvær


mbl.is Líklegt að minni bankar á Íslandi sameinist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fríblöð Danmerkur sækja öll í lægsta samnefnarann

Sem íbúi í Kaupmannahöfn, notandi lestakerfisins og maður sem er með eindæmum gagnrýninn á fjölmiðla þá get ég ekki annað en sagt að öll dönsk fríblöð fylgja sömu hugmyndafræði, og hún er sú að gæla við lægsta samnefnarann.

Með þessu á ég við að öll dönsk fríblöð stíla inn á það að reyna ná til allra. Þau hafa áhyggjur af flestu sem hægt er að hafa áhyggjur af (offitu, CO2, umferð, mataræði, yfirvöldum, einkafyrirtækjum, osfrv) og hafa yfirleitt á takteinum marga svokallaða "sérfræðinga" í hinu og þessu til að taka undir þær áhyggjur. Í dag er ríkið of afskiptasamt og frekt, á morgun er það að vanrækja viðkvæm málefni og þjóðfélagshópa. Í dag er of kalt, á morgun er of heitt.

Fríblöðin stíla á alla, en reyna engu að síður að skera sig úr á einhverjum sviðum. 

Áskriftarblöðin í Danmörku hafa aðra nálgun. Þau stíla yfirleitt á ákveðinn markhóp (eru "til vinstri" eða "til hægri") en inn á milli reyna þau að þóknast öllum. Þau eru ekki að hverfa þótt öll hafi þau neyðst til að draga saman seglin vegna aukinnar samkeppni um lesendur. Minn grunur er sá að þeir sem nenna ekki að lepja upp alla froðuna sem fjölmiðlar dæla út haldi áfram að kaupa dagblöð. Að það, á einn eða annan hátt, sé e.t.v. það sem þurfi til að gera Nyhedsavisen frábrugðinn öðrum dönskum fríblöðum, og lifa þannig af núverandi leiðréttingu vestræns hagkerfis á offramboði ríkisprentaðra peninga.

Annars get ég ekki neitað því að fríblöð í vestrænu samfélagi eru góð viðskiptahugmynd. Þau þurfa bara að koma út og lenda í höndunum á fólki sem les þau og auglýsingar þeirra. Allur kostnaður vegna þrifa á þeim eftir lestur lendir á skattgreiðendum og ef blöðin liggja eins og hráviði út um allt þá er ekki við þau sjálf að sakast, heldur yfirvöld. Hver mundi ekki vilja reka fyrirtæki sem hirðir allan ágóðann en getur velt kostnaðinum á aðra, í nafni "samfélagsins" eða einhvers annars huglægs fyrirbæris sem hefur, ef marka má umræðuna, allt í senn sjálfstæða vitund, hugsun, sjálfræði og ábyrgð?


mbl.is Segir fríblöð eiga erfiða tíma framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirbúningur hefur staðið í mörg ár

Nú veit ég ekki hvað 67,8% þátttakenda í skoðanakönnun Fréttablaðsins hafa í huga með hugtakinu "hefja undirbúning aðildarumsóknar" en ég veit ekki betur en að slíkur undirbúningur hafi átt sér stað í mörg ár með mikilli framleiðslu á skýrslum og athugunum.

Niðurstaðan er sú að aðild að Evrópusambandinu þýðir:

  • Engar varanlegar undanþágur frá fiskveiðistjórnarkerfi sambandsins - íslensk landhelgi verður evrópsk og spænskir fiskibátar munu fiska við hlið íslenskra
  • Íslendingar þurfa sennilega að leggja niður krónuna, t.d. með því að beintengja hana við evruna (eins og gert er er við dönsku krónuna), á meðan Íslendingar geta í dag valið á milli fjölda gjaldmiðla
  • Í stað þess að landbúnaðarstyrkir fari úr vösum skattgreiðenda og í gegnum íslensk landbúnaðarráðuneyti og þaðan til bænda, þá lengist leiðin í; íslenskir skattgreiðendur - íslenskt fjármálaráðuneyti - Brussel - íslenskt landbúnaðarráðuneyti - íslenskir bændur (sama niðurstaða, lengri leið, meiri pappírsvinna)
  • Íslendingar hætta að geta samið beint við ríki eins og Chile, Kína og Kanada um fríverslun og niðurfellingu viðskiptahafta og þurfa að stilla sér á bak við samevrópskan viðskiptaráðherra sem semur fyrir Íslands hönd. Ítalir ná kannski að knýja á viðskiptahindranir við Kína og Íslendingar geta ekkert gert í því
  • Skattalækkanir verða að flóknu samningsmáli við sambandið því Þýskaland, Frakkland og fleiri ríki eru ekki alltof hrifin af skattasamkeppni innan sambandsins; Eistland, Írland og fleiri lönd hafa fengið skammir í hattinn fyrir "of lága" skatta
  • Íslendingar drattast loksins til að fella niður tolla á varningi keyptum innan sambandsins þótt slík niðurfelling geti ekki átt sér stað einhliða við fleiri viðskiptasvæði (í dag stendur ekkert nema skortur á pólitískum vilja í veginum fyrir einhliða niðurfellingu allra viðskiptahafta og tolla við útlönd)

Sumsé, kostir og gallar sem eru þekktir í dag vegna viðamikils undirbúnings. Ástæða þess að Íslendingar hafa ekki sótt um aðild er einmitt sú að mönnum hefur almennt fundist ókostirnir vera fleiri en kostirnir. Undirbúninginn vantar hins vegar ekki. 


mbl.is 67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félagsmenn VG kunna ekki hagfræði og fela það ekki

Ekki veit ég hvort það er fjarveru hagfræðikennslu frá grunn- og framhaldsskólum landsins að kenna eða beinlínis vísvitandi vanþekking, lituð af sósíalískri hugmyndafræði, en eftirfarandi bútur úr ályktun greina er rangur í nær því hverju einasta orði:

"Í tilkynningu frá Vinstrihreyfingunni Grænt framboð kemur fram að með frumvarpinu er ekki einungis vegið að einstökum atvinnugreinum heldur afkomu heilu landshlutanna ásamt því að sjúkdómavörnum og öryggi neytenda er teflt í tvísýnu."

Það eru gapandi vitleysur eins og þessar sem gera það að verkum að mig langar að gefa öllum sem ég þekki (og nenna að lesa) kynningarritið The Policitally Incorrect Guide to Capitalism. Kannski ég geti sannfært einhvern auðjöfurinn um að kaupa 100.000 eintök og gefa íslenskum grunnskólum að gjöf, þar sem hún gæti orðið hluti af námi í samfélagsfræði í 9. og 10. bekk. 


mbl.is Vilja ekki innflutning á fersku kjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira CO2 þýðir hraðari vöxtur plantna

Mynd tekin fyrir utan gróðurhús á Flúðum (takk Ágúst / Loftur).

greenhouse-2

Hvernig væri nú að hætta nota CO2 sem tylliástæðu fyrir ríkisafskiptum af hinu frjálsa fyrirkomulagi? Orka er góð, CO2 er gott, veðurfarsbreytingar eru eilífar, hitastig sveiflast upp og niður með eða án  mannkyns og ríkisafskipti skaða lífskjör okkar.

Já, ég held það bara. CO2 er hvorki mengun né slæm sameind. Hún er plöntufóður og minniháttar hliðarafurð af hagkvæmustu orkuframleiðslu mannkyns - orkuframleiðslu sem kyndir ekki bara hús og knýr bíla, heldur keyrir einnig lífskjör mannkyns upp á við.


Íslenskur almenningur kann ekki hagfræði, og það sést

"Þekking mín á innihaldi íslenskra námskráa er ekki mikil og aðallega byggð á því sem ég upplifði sjálfur sem nemandi í grunn- og framhaldsskóla (og háskóla) auk þess sem ég hef séð hér og hvar á internetinu og í fjölmiðlum. Eitt þykist ég samt vita og það er að hagfræði er hvergi kennd sem hluti af neinni námsskrá (og í besta falli sem útþynnt hliðargrein í þjóðhagfræðitímum í ákveðnum brautum framhaldsskóla), og það þykir mér vera furðulegt, þá séð í ljósi þess hvað annað fær svo mikið vægi í skólum landsins.

Þessi fjarvera hagfræði úr íslenskum kennsluskrám gerir það að verkum að námið missir marks sem undirbúningur undir lífið. Íslendingar skilja varla fréttirnar sem núna dynja á þeim um allskyns hagfræðitengd málefni, svo sem gengissveiflur, bensínverð, matvælaverð, skatta, breytingar á bótakerfum, verð á landbúnaðarvörum, afleiðingar afnáms við banni á sölu á hráu kjöti á Íslandi, alþjóðavæðinguna, og svona má lengi telja."

Þessi texti er hluti af nýjasta pistli mínum á Ósýnilegu höndinni. Athugasemdir velkomnar! 


Hugleiðing blaðamanns í dulargervi fréttar

Næst þegar blaðamaður beint eða óbeint þýðir einhverja grein sem hann fann á netinu þá má hann gjarnan láta fylgja með tilvísun í upprunalegan texta.

Blaðamaður vísar í eitthvað (ótilgreint) frá McKinsey Global Institute sem sína einustu heimild. Seinast þegar ég vissi var sú stofnun á engan hátt andsnúinn alþjóðavæðingu millistéttarlífernis (eins og þess sem blaðamaður nýtur en hefur áhyggjur af að of margir aðrir muni njóta).

Blaðamaður segir frá því að millistétt heimsins sé í örum vexti (fátækir að verða ríkari sem aldrei fyrr) en að slíkt sé slæmt því þeir sem verða eftir munu ekki hafa efni á að kaupa í matinn. Hvernig væri að afnema tolla og viðskiptahöft á matvæli í eitt skipti fyrir öll og athuga hvort hinn frjálsi markaður verði ekki snöggur að keyra framboð og eftirspurn saman á ný? "Of mikill" hagnaður matvælaframleiðenda mun toga fjármagn úr öðrum greinum í fjárfestingar í matvælaframleiðslu, þar með skera á hagnað þeirra sem fyrir eru í greininni uns "eðlilegur" hagnaður kemst á á ný með auknu framboði og þar með lækkandi verðlagi. 

Mikið rosalega var slæm hugmynd að útrýma hagfræðikennslu úr íslensku grunn- og framhaldsskólakerfi! Skortur á skilningi á einföldustu fyrirbærum hagfræðinnar er með eindæmum mikill! 

En  það er ekki allt og sumt því "áherslan á vinnslu lífræns eldsneytis þrýstir á hækkanir á landbúnaðarvörum", og hvar liggur rót þeirrar vitleysu (að brenna kornmeti í bílvélum)? Ekki hjá fátækum maísbændum í Mexíkó, svo mikið er víst.

Þessi "frétt" Morgunblaðsins er furðuleg og það kæmi mér ekki á óvart að henni yrði eytt út og þar með hverfur þessi færsla. 

Uppfært: Ég ku víst hafa misskilið umrædda frétt (án frekari skýringa á því hvernig ég gerði það) og biðst velvirðingar á því. Ef til vill gengur mér betur að skilja næstu atlögu að vexti millistéttarinnar (nema misskilningur minni liggi í því að túlka fréttina á þann veg?).


mbl.is Vaxtarverkir neyslusprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílgreinasambandið hittir naglann á höfuðið

"Bílgreinasambandið hefur lagt fram róttæka tillögu um að lækka gjöld á öllum bílum niður í 15% í því skyni að auka endurnýjunarhraðann á þeim."

Mikið er hressandi að sjá íslensk hagsmunasamtök (Bílgreinasambandið er samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum) hitta naglann á höfuðið svona einu sinni! Að sjálfsögðu fer loftmengun bílaflotans að miklu leyti eftir aldri hans, og aldur bílaflotans stjórnast af miklu leyti af verði á nýjum bílum.

Þetta þarf ég ekki að sýna fram á eða sanna með hafsjó af gögnum og gröfum. Þú, kæri lesandi, veist mætavel að nýr bíll þarf minna viðhalds en gamall bíl, nýtir dýran bensíndropann allajafna betur en eldri bílvél af svipaðri stærð, hefur meiri og betri öryggisbúnað, lítur að jafnaði betur út, og er traustari í rekstri. Verðið eitt kemur í veg fyrir að þú kaupir nýjan bíl fram yfir gamlan, að þetta gildi sem viðmiðunarregla hjá öllum utan þeirra með rómantíska draumóra um bíltegundir og árgerð, og þar með er sönnun lokið.

Nú á tímum þegar fólk skilur ekki lengur að skattalækkun er alltaf hreinræktuð réttlætisaðgerð (frekar en tæki til að nota til að ná einhverju markmiði) þá virðist fólk hætt að nenna að hugsa um hluti eins og skattalækkanir og afnám reglugerða út frá eigin sjónarhóli. Synd og skömm og eitthvað sem kúgaðir Íslendingar 19. aldar myndu skammast sín fyrir að horfa upp á.


mbl.is Vilja græna skriðdreka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband