Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Grísirnir teknir af spenanum

Flestir nema menningar-snobb-elíta landsins virðist skilja að allir sjóðir á Íslandi eru tómir. Þegar kemur að rekstri safna, leikhúsa, tónlistarhúsa og annarrar slíkrar starfsemi er ríflegt pláss til hagræðingar og niðurskurðar. Já, svona rétt eins og gildir um fyrirtæki á Íslandi almennt sem hafa þanist út í bólunni og þurfa nú að aðlagast nýjum aðstæðum.

"En þá hrynur menning á Íslandi" kveinar þá einhver listamaðurinn á ríkisspena. Ónei, það gerir hún ekki. Það vantar nefnilega ekki áhuga á menningu ýmis konar hjá mörgum Íslendingum. Þeir sem hafa slíkan áhuga eiga vitaskuld að greiða fyrir hann sjálfir, og láta sárþjáða skattgreiðendur í friði.


mbl.is Óperan undir Þjóðleikhúsið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hví ekki innan kjörtímabilsins?

Það er gott að sjá Jóhönnu Sigurðardóttur lýsa því yfir að ríkið eigi ekki að eiga bankana "deginum lengur" en "nauðsyn krefur". Sá dagur er að vísu í dag, og í gær, og í fyrradag, því ríkið hefði aldrei átt að þjóðnýta þá á sínum tíma, með þeim afleiðingum að skuldbindingar þeirra hafa sennilega verið þjóðnýttar í leiðinni, sem til lengri tíma litið mun skaða miklu fleiri Íslendinga miklu lengur en 2-3 vikur af hreinsun markaðar af gjaldþrota skuldbindingum, með tilheyrandi aðlögun fyrir eigendur og viðskiptavini bankanna.

Af hverju allt á næsta kjörtímabili? 

Hvað um það, Jóhanna nefnir 5 ár sem einhvers konar sólseturstímasetningu á ríkiseigu bankanna. Um daginn var sett 40 ára gróðurhúsalofttegundalosunarmarkmið. Icesave-samningurinn er með eitthvað 8 ára ákvæði á upphafi afborgana Íslendinga á skuldbindingum Landsbankans í Bretlandi. Allt virðist svo heppilega hoppa út fyrir kjörtímabil stjórnarinnar. Tilviljun?

Engan 'lánveitanda til þrautavara' takk

Hvað um það, bankana á vitaskuld að einkavæða í hvelli, og gjaldþrota eignasöfn eiga að fá að leysast upp. Gjaldþrot eru jafnmikilvægur hluti hins frjálsa markaðar og hagnaður. Einkavæddir bankar eiga aldrei aftur að fá að starfa í skjóli ríkisábyrgðar. Það er ríkisábyrgðin sem skapaði þann "moral hazarad" sem á endanum steypti íslensku bönkunum (flestum þeirra) niður í hyldýpi áhættusækni. Gróðinn var einkavæddur, en tapið þjóðnýtt. Slíkur er máttur ríkisábyrgðarinnar. Aldrei svoleiðis aftur!


mbl.is Bankar einkavæddir innan 5 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svívirðilegt bruðl með skattfé

Það jaðrar við ósvífni að hið opinbera tali um að reisa rándýra skrautbyggingu í því árferði sem ríkir á Íslandi í dag. Hvernig stendur á því að það sé svo mikið sem rætt um að reisa einhvern pýramída fyrir almannafé á meðan ríkissjóði blæðir út og hvert einasta mannsbarn á Íslandi er vafið skuldabagga ríkisábyrgðar og ríkisgjaldmiðils marga áratugi fram í tímann?

Bruðlið birtist í annarri hverri frétt sýnist mér. Hérna er til dæmis frétt um opnun á einhverju víkingasafni í Reykjanesbæ þar sem á ekki einu sinni að krefja aðgangseyris frá gestum! Já, alveg bráðsnjallt alveg! Ríkir túristar geta þá sparað peninginn þarna á kostnað almennings. Hvað ætli skattgreiðendur hafi fengið að blæða miklu fyrir þetta snobb?

Eins og snobbið sé ekki nóg hjá ríkisstyrktri menningarelítunni að hún kvarti nú undan því að fá ekki undanþágu frá íslenskum skattalögum! Hvað með fólk sem flakar fisk eða skúrar gólf? Af hverju þarf það að borga skatta þegar því er greitt laun? Það væri nær að láta listasnobbelítuna borga hærri skatta en aðra, i ljósi þess að hún er sennilega sprenglærð úr íslenska skólakerfinu en hefur ekki greitt svo mikið sem krónu í skatt á ævi sinni, og lifir meira að segja á ríkisstyrkjum í þokkabót!

Já svo ekki sé minnst á íþróttaelítuna sem á að fá að halda áfram að fá að blóðmjólka skattgreiðendur í gegnum rekstur á risavaxinni íþróttahöll í Grafarvoginum. Einhvern tímann var nóg að hafa grasflöt upp á einhverja fermetra til að geta stundað nánast hvaða íþrótt sem er, nánast sama hvernig viðraði. Núna dugir ekkert minna en íþróttahöll sem getur hýst 40.000 manns í einu.

Hið opinbera á Íslandi, bæði í ríkisstjórn og sveitarstjórnum, virðist vera algjörlega ómeðvitað um ástand hagkerfisins. Það er kreppa. Allt sem er "nice to have" þarf að skera af ríkisspenanum svo hægt sé að sinna því sem er "must have". Flóknara er það ekki!


mbl.is 1,5-2 milljarða framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi er niðurgreitt

Samtök fiskvinnslustöðva þurfa ekki að eyða miklu púðri í að komast að því af hverju erfiðlega gengur að manna lausar stöður í fiskvinnslu þótt atvinnuleysi sé mikið (komið í ESB-hæðir núna) og fari vaxandi. Ástæðan er sáraeinföld og byggð á ósköp einfaldri hagfræði: Atvinnuleysi er niðurgreitt, og það ríflega ef miðað er við lág verkamannalaun.

Núna ætla ég að gefa mér tvær tölur til að sýna fram á það. Gef mér að mánaðarlaun starfsmanns í fiskvinnslu séu, eftir skatt, 200.000 kr. á mánuði. Gef mér svo að atvinnuleysisbætur, eftir skatt, séu 140.000 kr. á mánuði. Munurinn er þá 60.000 kr. á mánuði. Bótaþegi að lesa atvinnuauglýsingu frá SF hugsar því með sér að ef hann gerir ekkert þá fær hann 140.000 kr., en ef hann stendur vaktina í köldum sal að flaka fisk í 8-10 tíma á dag þá fær hann 60.000 kr. meira á mánuði. Það eru þessar 60.000 kr. sem hann lítur á, en ekki hin talan, 200.000 kr., og sú upphæð virðist ekki vera nægilega há í dag til að laða fólk að flökunarhnífnum.

Atvinnuleysið er, með öðrum orðum, of ábatasamt miðað við það að þurfa vinna fyrir laununum sem félagsmenn Samtaka fiskvinnslustöðva geta boðið.

Hagfræðin er ekki alltaf flókin, er það nokkuð?


mbl.is Barningur að fá fólk til fiskvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin eru gjaldþrota

Obama heldur áfram að lofa öllu fögru sem hann getur ekki staðið við. Bandaríkin eru gjaldþrota. Þau skulda meira en nokkurt annað ríki veraldar, og meira en nokkurt annað ríki í sögunni.

Ágæt hugaræfing sem sannfærði a.m.k. mig um það er eftirfarandi bútur úr fyrirlestri sem maður að nafni Peter Schiff hélt um daginn (sjá og hlusta). Hann er á þessa leið (frá mínútu 40:55 í fyrirlestri hans):

Can you imagine if President Obama, giving the following type of speech to the American citizens.

He'll give a national televised address and say, "My fellow Americans, I've got a little news for you today. We're going to have to have a massive, across-the-board tax increase on average working Americans. Any American that still has a job is going to have to pay much higher income taxes.

"And, as a matter of fact, we're going to have to cut Social Security across the board. Forget the Social Security check, we're going to have to reduce it. And remember all my plans about more education and health care for everybody and energy independence, we got to put all those plans on hold, because the Chinese need their money.

"We borrowed a lot of money from the Chinese and we're good for our debts. They worked hard for that money and they loaned it us to and we're going to pay it back. And that's going to require a big sacrifice on our part."

Does anyone think that we're going to do that? What are they, kidding me?

Do you know what we're going to tell the Chinese? We're going to say, "You guys are predators, predator lenders. We need a modification program. We need a cramdown on this. You never should have lent us all this money. You know we can't pay it back. It's not our fault."

 Mun Obama einhvern tímann segja eitthvað þessu líkt? Nei. Bandaríkin eru skuldug á bólakaf, en munu aldrei geta né vilja borga þær skuldir. Kínverjar, Japanir og aðrir sem hafa lánað Bandaríkjunum og er ætlast til að haldi áfram að lána Bandaríkjunum munu blæða. Kanar borða, aðrir vinna. Hversu lengi mun það endast? Hversu lengi ætlar Obama að lifa í afneitun?

Tíminn einn mun leiða í ljós.


mbl.is Líkir kerfinu við tímasprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattmann snýr aftur

Er fólk kannski búið að gleyma uppnefninu á fjármálaráðherra seinustu vinstristjórnar? Það skyldi þó aldrei vera!


mbl.is Rætt um 8% aukaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þá tímasóun að fela ríkisstjórninni umboð til samninga?

Steingrímur J. er magnaður stjórnmálamaður.

  • Hann kennir fyrri ríkisstjórn, þar sem Samfylking var vel á minnst bæði með viðskipta- og iðnaðarráðuneyti á sinni könnu, svo ekki sé minnst á utanríkisráðuneytið, um að Icesave-málið hafi bara hreinlega verið lokað, og að eingöngu vantaði formsatriðin.
  • Hann nefnir, amk. ekki samkvæmt fréttinni, ekki einu orði ástæður þess að hætt var við að reyna á mál Íslands fyrir dómstólum.
  • Hann útskýrir ekki af hverju tryggingasjóður innistæða á Íslandi er hreinlega frelsaður frá öllum skuldbindingum, og að íslenska ríkinu gert að taka yfir skuldbindingar hans vegna Icesave.
  • Hvað kemur Holland þessu máli við? Var ekki verið að semja við Breta?
  • Hvar eru skriflegar heimildir hans fyrir öllu þessu tali um loforð og skriflegar samþykktir fyrri ríkisstjórnar?
  • Af hverju eru Bretar svona glaðir að málið var leitt svona hratt til lykta og með þessari niðurstöðu?
  • Ef íslenskur banki tekur við pening frá útlending núna, er íslenska ríkið þá orðinn bakhjarl minn ef Björgin G. Sigurðsson segir það við útlendinga á leynifundi án fundargerðar?
  • Ef málið var hreinlega "lokað" vegna orða og aðgerða Samfylkingar-manna í fyrri ríkisstjórn, af hverju má þá "fyrna" (þjóðnýta) kvóta íslenskra kvótaeigenda þrátt fyrir að ekkert slíkt hafi staðið til hjá fyrri ríkisstjórn, og menn hafi svo gert viðskiptaáætlanir sem miðuðust við það? Má bara endurskoða sum "loforð" fyrri ríkisstjórnar, en ekki öll?
  • Hvort var hröð undirokun íslenskra "samninga"manna (sem voru víst ekki að semja um neitt, heldur bara endurnýja fyrri undirskriftir) til merkis um pólitíska auðmýkt gagnvart stórríki í Evrópusambandinu, eða pólitískt hugleysi gagnvart slíku ríki? 

Já, það koma ein eða tvær spurning til hugar núna.


mbl.is Skriflegt samkomulag í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er sjálfsvirðingin?

Á nú enn aftur að mótmæla með því að sökkva sér niður á plan óláta, röskun á starfsfriði Alþingis og hrópum og köllum? Er ekki lengur til neitt sem heitir friðsamleg mótmæli?

Nú er ég alveg jafnreiður eða jafnvel reiðari en næsti maður yfir því að Íslendingum hafi, mótmæla- og dómsmálalaust, verið steypt út í skuldsetningu sem dugir mannsævi okkar flestra, og það á alveg bandvitlausum efnahagslegum forsendum, og alveg án þess að kanna réttarstöðu ríkisins fyrir dómstólum. Þeirri ákvörðun stjórnvalda á að mótmæla með öllum tiltækum, en friðsamlegum ráðum.  Nógu lítið tekst ríkisstjórninni að gera og gera það rétt með starfsfrið á Alþingi. Varla er ábætandi að raska nú ró Alþingis.

"Búsáhaldsbyltingin" var skipulagður áróður, skrílslæti og vitleysugangur. Sumir vilja jafnvel tala um valdarán forseta Íslands og vinstrivina hans á Alþingi. Skrílslæti hvort sem það stenst eða ekki. Ef Icesave-mótmælin ætla að þróast á svipaðan veg þá vil ég ekkert hafa með þau að gera, og mótmæli aðgerðum stjórnvalda þar með öðrum ráðum. Til dæmis notkun pennans. Pönnur eiga að notast til eldamennsku.

Sem aukaathugasemd: Mér finnst það vera pólitískt snilldar- og klækjabragð að fresta fyrstu afborgunum vegna Icesave fram til þarnæstu ríkisstjórnar þegar bæði Jóhanna og Steingrímur verða væntanlega komin í pólitíska gröf. Snilldar- og klækjabragð eins og það að setja sér "losunarmarkmið" á ákveðnum sameindum 10 ríkisstjórnir fram í tímann þegar flestir núsitjandi ráðherra verða hreinlega komnir í kirkjugarðsgröf.


mbl.is Berja í búsháhöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samruninn heldur áfram

Þeir eru margir sem vilja að Íslendingar gangi í Evrópusambandið. Sagt er að þetta sé einfaldlega samstarfsvettvangur fullvalda ríkja sem styðja hvert við annað, til dæmis þegar þrengir að.

En er það svo? Írar hafa gert allt sem sambandið hefur beðið um - tekið upp evru og keyrt sig á bólakaf í nýprentuðum peningum úr Seðlabanka Evrópu. Þegar hin heimatilbúna bóla sprakk í loft upp hafa Írar hins vegar fengið að vita, að peningastefna Evrópusambands miðast við að halda Þýskalandi heilbrigðu, enda er það mjólkurbelja sambandsins.

Hvað um það. Evrópusambandið í dag er eins og það er og menn geta deilt um hvað þeim finnst um það. Hvernig verður sambandið hins vegar á morgun? Nú eða hinn? Þegar Írar samþykkja Lissabonsáttmálann (þeir verða látnir kjósa aftur og aftur þar til það gerist, og svo er aldrei kosið aftur) þá er sambandið komið einu skrefi nær því að hafa sameiginlega utanríkisstefnu, svo fátt eitt sé nefnt. 

Aðild að Evrópusambandinu er í raun ekki aðild, heldur samruni. Þegar Lissabonsáttmálinn nálgast áratugsafmæli sitt mun fæðast nýr "sáttmáli" sem tekur einfaldlega næsta samrunaskref, og svoleiðis koll af kolli þar til frekari samruni er ekki mögulegur. Þetta kenna seinustu áratugir okkur.

Með öðrum orðum: Samruni að Evrópusambandinu er eins og að hoppa ofan í myrka holu sem enginn veit hvað er djúp. Í mínum huga þarf mikið hugrekki til þess að þora því!


mbl.is Írar hallast að Lissabonsáttmálanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband