Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2020

Uppskriftin

Um daginn birtist í Viðskiptablaðinu ágæt grein eftir Steinar Þór Ólafsson, fyrrverandi markaðsstjóra Orkunnar og núverandi sérfræðings hjá Viðskiptaráði Íslands. Þar ræðir hann reynslu Eista af umbótum í hagkerfinu og segir meðal annars:

En hver ætli séu innihaldsefnin í þessum áhrifaríka eistneska áburði? Með takmarkaðar náttúruauðlindir var ákveðið að búa þannig um jarðveginn að hann væri sem næringarríkastur fyrir einstaklingsframtakið. Má þar nefna flatan tekjuskatt, niðurfellingu opinberra gjalda, aðhald í kostnaði hins opinbera og auðvelda stofnun og rekstur fyrirtækja. Innan menntakerfisins hefur frelsið svo að miklu leyti verið sett í hendur kennarans frekar en staðreyndarlærdóm aðalnámskrár. Eins og við þekkjum t.d. frá Finnlandi.

Mikið rétt, en það er svolítið meira á bak við þessa sögu og það hvernig Eistland bókstaflega flaug úr gráum rústum kommúnismans og inn í velmegandi og opið hagkerfi. Meðal annars segir á öðrum stað (áhersla mín):

Laar [prime minister] was politically naïve enough to put the theories into practice. Instead of worrying about winning trade wars, he unilaterally disarmed by abolishing almost all tariffs. He welcomed foreign investors and privatized most government functions (with the help of a privatization czar who had formerly been the manager of the Swedish pop group Abba). He drastically cut taxes on businesses and individuals, instituting a simple flat income tax of 26 percent.

Einnig:

These reforms were barely approved by the legislature amid warnings of disaster: huge budget deficits, legions of factory workers and farmers who would lose out to foreign competition. But today the chief concerns are what to do with the budget surplus and how to deal with a labor shortage.

Takið eftir: Við stjórnvölinn var sögukennari sem hafði lesið eina bók eftir Milton Friedman, skoðað og hugleitt af hverju sum ríki eru auðug á meðan önnur eru það ekki, las uppskriftina að auðsköpun og fylgdi henni.

Eða eins og segir á Wikipedia:

Laar claims the only book on economics he had read before becoming prime minister at the age of 32 was Free to Choose by Milton Friedman.

Meira þurfti ekki til, í raun. Eistland þaut inn í nútímann og er í dag talið meðal frjálsustu hagkerfa heims á mælikvarða efnahagslegs frelsis [1|2] (í flokki með Norðurlöndunum og Norður-Evrópu). 

Í Eistlandi fundu menn uppskrift og fylgdu henni. Á meðan Eistarnir halda því áfram er framtíð þeirra björt. Og hið sama gildir um aðrar þjóðir. Þetta er ekki flókið nema fyrir stjórnmálamenn.


Kylfan og hækjan

Ríkisvaldið má eiga það. Það er duglegt í því að brjóta fætur manns og rétta honum svo hækjur og segja: Sjáðu nú bara hvað ríkisvaldið er gott og nauðsynlegt fyrir þig! Án þess hefðir þú ekki fengið hækjur!

Forsætisráðherra hefur ranglega sagt að veiru væri hvergi nærri lokið, og bætti við: „En þegar henni lýk­ur er okk­ar mark­mið að hægt verði að segja að sam­an hafi okk­ur tek­ist að vernda heilsu, efna­hag og frelsi okk­ar þannig að þjóðlífið allt verði fyr­ir sem minnst­um skaða og þjóðinni tak­ist að vinna hratt til baka það sem tap­ast hef­ur í þess­um far­aldri,“ og býður þar með fram hækjur svo samfélagið geti gengið á ný.

Það er rétt að í upphafi faraldurs var gengið rösklega til verks.

En í framhaldinu tók eitthvað annað við en upphaflega stóð til: Að fletja út kúrfu. Allt í einu varð markmiðið að halda loftborinni og bráðsmitandi veiru alveg í burtu, jafnvel þótt það hafi fljótlega komið í ljós að hún fer aðallega illa í mjög aldrað fólk og fólk með veikt ónæmiskerfi af ýmsum ástæðum.

Allt í einu töldu íslensk yfirvöld sig geta stjórnað veðrinu, ef svo má segja.

En blaðamenn eru byrjaðir að spyrja og veita aðhald. Það er gott. 


mbl.is Forgangsraða heilbrigði þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn þingmaður í stjórnarandstöðu

Ég hef tekið eftir því undanfarnar vikur að það er að trappast upp í svolitla stjórnarandstöðu á Alþingi eftir frekar daufa frammistöðu þar í tíð þessarar ríkisstjórnar.

Þessi nýja stjórnarandstaða er að veita mjög málefnalega og yfirvegaða gagnrýni á störf meirihlutans og gjarnan þingsins í heild sinni. Á sama tíma er hún hvöss og ætti að hitta í mark hjá viðeigandi aðilum. 

Þessi stjórnarandstaða er um leið ekki stjórnarandstaða því hún er hluti af ríkisstjórnarflokki, og stjórnarandstaða þessi styður sitjandi ríkisstjórn. Það mætti frekar kalla þessa stjórnarandstöðu aðhaldshóp sem tekur þátt í því góða sem lagt er fram á Alþingi en spyrnir við fótum ef eitthvað óheppilegt er á leið í meðferð þess eða er í gangi hjá stjórnsýslunni.

Það var löngu orðið tímabært að á Alþingi risi einhvers konar málefnaleg en um leið hvöss gagnrýni upp úr þessum hefðbundnu skotgröfum. Það er öllum til hagsbóta.

Takk Óli Björn Kárason fyrir að standa í lappirnar, og til hamingju með afmælið í gær!


Tilfellafaraldur, ekki veirufaraldur

Nú safna menn undirskriftum gegn sóttkví ferðalanga. Það er gott. Umræðan um sóttvarnarúrræði þarf að vera galopin, gagnrýnin og snerta á öllum fletum málsins.

Um leið og ég fagna þessu innleggi í umræðuna vil ég benda á svolítið myndband sem er vægast sagt upplýsandi - sjá hér að neðan.

Þarna er í stuttu máli bent á að þótt menn séu að greina mörg tilfelli, af því menn eru að leita og prófa á fullu, þá er fjöldi dauðsfalla svo gott sem í núlli. Höfundur myndbandsins leggur á þetta þunga áherslu:

Fjöldi tilfella er ekki vísbending um fjölda dauðsfalla! Ekki lengur!

Menn eru einfaldlega að prófa mjög mikið og finna veirur, eða leifar af veirum, í fjölda manns sem er hreinlega við ágæta heilsu.

Hann kallar þetta "casedemic" sem einskonar andstæðu "epidemic" og sýnir mörg sannfærandi dæmi um slíkt. Sem dæmi má benda á myndina hér að neðan. "Hóllinn" sýnir fjölda tilfella, á meðan "dalurinn" sýnir fjölda dauðsfalla.

casedemic

Í upphafi faraldursins náði veiran mörgum, sérstaklega þeim sem voru veikastir fyrir veirusýkingum (af öllu tagi; í Svíþjóð er meðalaldur þeirra sem hafa látist vegna COVID-19 nálægt níræðu). En svo gekk veiran einfaldlega yfir. En þá fóru menn að prófa aftur og fundu fjölda tilfella. Nýr "hóll" myndast, en enginn dalur! 

Ég vona að menn séu að ná þessu og bregðist rétt við í kjölfarið. Mikið er í húfi.


mbl.is Safna undirskriftum gegn sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta veiran til að sigra mannkynið

Getur verið að hin frekar almennt séð skaðlausa COVID-19 veira verði fyrsta veiran í mannkynssögunni sem hefur betur?

Ekki með því að drepa sjálf heldur með því að senda manninn inn í peningaskápinn honum til varnar, loka og læsa og kæfa hann úr súrefnisskorti.

Bóluefni verður ekki lausnin.

Landamæralokanir verða ekki lausnin.

Gjaldþrot og atvinnuleysis verða ekki lausnin.

Eina lausnin verður sú að leyfa ungu og heilbrigðu fólki að fá veiruna, læra á hana og breytast þannig í mannlega hlífiskildi fyrir viðkvæmustu hópana.

Í alveg hreint frábærri grein er þetta orðað svona:

Under the vaccine scenario, the right strategy is to protect the elderly and other high-risk groups until they are protected by herd immunity, while the younger generations keep society afloat. Under the second scenario of natural immunity, the right strategy is to protect the elderly and other high-risk groups until they are protected by herd immunity, while the younger generations keep society afloat. If these two strategies sound about the same, they are.

Og síðar:

The one important thing that we do know is the enormous risk difference by age. Covid-19 is a formidable enemy, and in any war, one must take advantage of the opponent’s weaknesses. That weakness is the near inability of the virus to kill younger people. Hence, it is the young adults among us that must stand in the front line as we fight this enemy. If not, we will have many more casualties than necessary.

Í mjög stuttu máli: Látum okkur hraustu og sem yngri eru standa í framvarðarlínunni og taka við stórskotahríð veirunnar á meðan þeir eldri og sjúku eru í skjóli. Þegar við erum búin að standa af okkur veiruna erum við búin að mynda skjaldborg utan um þá heilsuveilli sem geta um leið snúið aftur í opið og frjálst samfélag, varin af hjarðónæmi okkar hinna.

Þetta er eina raunhæfa leiðin.


mbl.is Greindist aftur með kórónuveiruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjá hið ósýnilega

Frédéric Bastiat (1801-1850), franskur stjórnmálaheimspekingur, ritaði eftirfarandi orð sem ættu að verða öllum umhugsunarefni:

In the department of economy, an act, a habit, an institution, a law, gives birth not only to an effect, but to a series of effects. Of these effects, the first only is immediate; it manifests itself simultaneously with its cause - it is seen. The others unfold in succession - they are not seen: it is well for us if they are foreseen. Between a good and a bad economist this constitutes the whole difference - the one takes account of the visible effect; the other takes account both of the effects which are seen and also of those which it is necessary to foresee.

Af hverju skiptir þetta máli? Af hverju skiptir máli að sjá hið ósýnilega og taka athyglina af því augljósa?

Jú, því oft hafa gjörðir okkar afleiðingar sem blasa ekki við. Ég gæti t.d. skotið úr fallbyssu og séð kúluna þjóta af stað og úr sjónmáli. En kúlan lendir einhvers staðar og veldur þá sennilega einhverjum skemmdum eða jafnvel dauðsföllum. Ég hefði átt að sjá það fyrir en ég valdi að einblína á það sem blasti við: Að fallbyssukúlan yfirgaf mig og hvarf úr sjónmáli.

Svona haga stjórnmálamenn sér iðulega. Þeir leggja á skatta eða setja á reglur sem á yfirborðinu líta sakleysislega út. Ríkið fær meiri peninga og getur ráðið embættismann eða byggt brú. Reglan fælir fólk frá einhverri iðju, t.d. reykingum eða óhollustu. Málinu lokið! En hvað ef hinn hækkaði skattur svipti efnalítinn mann matarpeningum sínum? Eða dró úr eftirspurn eftir bifvélavirkjanum sem sér nú fram á atvinnuleysi? Hvað ef hin nýja regla leiddi til þess að lögleg verslun lokaði og ólögleg sala fékk búbót? 

Á veirutímum er þetta jafnvel enn mikilvægara. Fólki er sagt að vera heima og fyrirtækjum ýtt út í gjaldþrot. Hvað gerist? Jú, hið ósýnilega lætur á sér kræla. Fólk fremur sjálfsmorð. Sumt leiðist út í glæpi og örvæntingu.

Var hægt að sjá það fyrir? Já, og það gerðu margir. Og fyrr eða síðar kemur hið óséða upp á yfirborðið. Til dæmis eru menn nú að komast að því að í skiptum fyrir að hafa fengið hjartasjúklinga á sjúkrahúsum þá var fólk einfaldlega að hrökkva upp af heima hjá sér, dauðskelkað um að fara út úr húsi.

Einn einstaklingur sparaði sér veirusmit. Annar dó úr læknanlegu meini heima hjá sér.

Kemur þetta, og svipaðar afleiðingar lokunar á samfélagi, á óvart? Þá eru menn búnir að einblína á hið sýnilega - veiru - en sjá ekki hið ósýnilega. Það er slæm hagfræði og það er slæm samfélagshönnun.

Munum það í framhaldinu, og í sem víðustu samhengi.


Árið er 2013 og ástandið er erfitt

Árið er 2013. Skæð flensa herjar á landsmenn, meðal annarra veira. Hún minnir helst á flensuna sem gekk árið 2009, svo slæm var hún! Forstjóri Landspítalans segir svo frá, í samtali við Fréttablaðið (bls. 6):

Björn Zoëga, forstjóri LSH, segir ástandið á spítalanum erfitt en viðráðanlegt. Tæplega fjörutíu sjúklingar eru í einangrun þar vegna inflúensu, RSveirunnar og nóróveirunnar. Hann segir ástandið svipa að hluta til ársins 2009 þegar svínaflensufaraldurinn gekk yfir landið. „Þá stóðum við í raun tæpar því það var svo mikið af fólki í öndunarvél og á gjörgæslu, en það er ekki eins mikið um það núna,“ segir hann. „En síðan þá höfum við þurft að minnka okkur og núna eru svo margir sem eru að bíða eftir einhverju öðru inni á bráðadeildunum. Það er töluverður munur.“

Erfitt, en viðráðanlegt. Maðurinn var sjálfur að sinna sjúklingum og fá upplýsingar beint í æð.

„Ég hitti mína sjúklinga, tala við fólk og fylgist með aðstöðunni,“ segir hann. „Svo maður sé ekki að fá þetta allt úr Excel-skjölum.

Vel mælt!

Spítalinn var einfaldlega að takast á við erfitt ástand. Ástandið var jú skárra en árið 2009 þegar rosalega margir voru í öndunarvél, vegna flensu og annars.

Í dag er einn einstaklingur á spítala vegna COVID-19 (sennilega eldri borgari með veikt ónæmiskerfi). Einn! Og enginn á gjörgæslu. Enginn! En ólíkt árinu 2009 og 2013 er nú búið að setja keðju utan um samfélagið til að verja það fyrir veiru sem menn eru, þrátt fyrir allt, komnir með svolitla reynslu af. Heilu fyrirtækin eru á leið í gjaldþrot og fyrir mörg þúsund Íslendinga blasir við atvinnuleysi.

Þegar menn setja hlutina ekki í samhengi þá missa menn sjónar af raunveruleikanum. Og raunveruleikinn er sá að það er búið að skera handlegginn af til að losna við sár á puttanum.


mbl.is Kannski fjórar en alls ekki tíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er ekki d****usama

Nokkrar vinkonur hittust, borðuðu saman og fór í spa. Þær birtu af því myndir. Þetta gera óteljandi einstaklingar á hverjum einasta degi. Ég gerði eitthvað svipað um daginn. Farðu á samfélagsmiðlasíðurnar og þú sérð hrúgur af myndum af fólki að borða saman og leika sér saman.

En nei, bíddu nú við, ein í hópnum er ráðherra!

2 metra reglan, sem segir að óskyldir og ótengdir aðilar geti kurteisislega beðið um að fá að vera í 2 metra fjarlægð frá hvor öðrum, ekki virt!

Reglan, sem er svohljóðandi, brotin!

Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga með fjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímsem hylur nef og munn.

Eða, bíddu nú við, þessi regla á ekki við um hitting vina. Jafnvel þótt einn í vinahópnum sé ráðherra, þingmaður eða sjálfur páfinn. Svo má ekki bara láta vinkonurnar í friði núna?


mbl.is Myndir af vinkonunum tengist ekki kostun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að eins meters reglunni?

Þegar yfirvöld setja lög eða gefa út fyrirmæli þá er mælst til þess að þau gæti meðalhófs - innleiði ekki strangari reglur og viðurlög en hæfir tilefninu.

Þannig er t.d. ekki stungið í steininn fyrir að leggja ólöglega, eða gefin svolítil sekt fyrir að berja mann til dauða. Þess í stað er sektað fyrir að leggja ólöglega og stungið í steininn fyrir að taka líf.

Núna gengur veira um heimsbyggðina, eins og svo oft áður, en að þessu sinni veira sem menn telja sig ekki vita mikið um (þrátt fyrir yfir 6 mánaða flakk hennar á milli fólks af öllum stærðum og gerðum). Af því tilefni hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að setja á hina svokölluðu 2 metra reglu. Ekki 2 metra lög. Ekki 2 metra viðmið. 2 metra reglu. Sem sagt: Ef þú vilt 2 metra þá áttu að fá 2 metra. Ef þú vilt þá ekki þá hugsar þú þig um.

Gott og vel.

Í Danmörku er svipuð regla í gangi. Hún heitir 1 metra reglan.

Hvað er að henni? Það mætti alveg spyrja sóttvarnarlækninn á Íslandi út í það.

Í sumum ríkjum heitir reglan 1,5 metir. Hvað er að henni?

Kannski er hinn íslenski sóttvarnarlæknir með meiri og betri vísindi í farteskinu en sóttvarnarlæknar annarra ríkja.

En það mætti kannski spyrja hann.

Það blasir að vísu við að sóttvarnarlæknir er orðinn hundleiður á því að vera gerður að blóraböggli fyrir lamandi aðgerðir gegn atvinnulífi og hagkerfi Íslands. Þetta kom m.a. fram í því að hann taldi upp níu valkosti fyrir stjórnvöld, en ekki bara einn, í seinasta minnisblaði sínu, og vonaðist sjálfsagt til að stjórnvöld veldu ekki endilega hörðustu takmarkanirnar. Á hinn bóginn er athyglin ágæt, og Fálkaorðan.


Opinbert eftirlit

Hvað gerist þegar hið opinbera treystir ekki borgurunum?

Hvað gerist þegar menn reyna að gera aðhald neytanda óþarft með því að blástimpla allt með opinberum leyfisbréfum?

Það sem gerist er að heiðarlegt fólk þjáist.

Það flækist í regluverkinu, missir lífsviðurværið og leitar á náðir bótakerfis. Það hættir að taka áhættu og því að vonast eftir verðlaunum neytenda og fer að feta þröngt einstigi regluverksins.

Sem dæmi má nefna raunir eiganda Microbar keyrir nú á bráðabirgðaleyfi eftir að hafa ekki fengið rekstrarleyfi vegna vanræktrar úttektar á 18 ára gömlum framkvæmdum sem enginn getur sagt frá lengur.

En eflaust eru dæmi fleiri. Og raunar veit ég af dæmum um slíkt, t.d. um fiskbúð sem fæddist andvana eftir að hafa dregist inn á milli tveggja og þriggja opinberra leyfisveitenda sem sugu allt stofnféð út úr fyrirtækinu.

Einn íslenskur athafnamaður orðaði róttækar breytingar á regluverkinu seinustu áratugi svohljóðandi:

Þetta er nýr tími, hér áður gátu menn opnað og svo var farið yfir þetta en nú má ekk­ert gera fyrr en öll leyfi eru komin.

Þetta er róttæk breyting. Hún er líka órökstudd. Íslensku bankarnir fóru lóðbeint á hausinn árið 2008 þrátt fyrir að hafa öll tilskilin leyfi og hafa staðist öll opinber próf. Opinber leyfi tryggja ekki gegnsoðinn kjúkling og hrein klósett. Slíkt tryggja neytendur frá degi til dags. Hið opinbera gæti sinnt eftirliti og tryggt að landslögum sé fylgt en opinber rekstrarleyfi eru gagnslaus pappír. Þetta vissu menn kannski betur einu sinni, en ekki lengur. Og opinberir starfsmenn vita að því fleiri sem eyðublöðin eru, því meira er starfsöryggi þeirra sjálfra.

En Microbar er opinn í bili þrátt fyrir vöntun á úttekt á 18 ára framkvæmdum sem enginn kannast við nema á pappír. Skál fyrir því!


mbl.is Fann ekki til sektar og hélt rekstrinum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband