Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Fleiri markmið til að ná EKKI?

Markmið eru ágæt. Þau ýta undir metnað og eru eitthvað til að stefna að. Markmiðið "skipta á hagvexti og orkusparnaði" er markmið. Ekki mjög gæfulegt markmið fyrir velferð og velmegun, en markmið engu að síður. Markmið sem mun ekki nást frekar en eldra markmið af svipuðu tagi, en markmið engu að síður. Markmið sem mun ekki skila sér í því sem það á að skila (breytt hitastig lofthjúpsins), en markmið engu að síður.

Vandamálið við markmið af þessu tagi er að það er innantómt fjas sem gerir engum greiða. Íransforseti býr til óvin úr Bandaríkjunum og Vesturlöndum til að draga athyglina frá innanríkisvandamálum ríkis síns. Vestrænir leiðtogar eru að spila svipaðan leik með loftslagsmarkmiðum sínum. Gjaldþrot hins vestræna velferðarkerfis er ekki sett í höfuðsæti umræðunnar á meðan "stærsta vandamál mannkyns" er gert að loftslagsbreytingum "af mannavöldum". Af hverju að heimta skattalækkanir og aukið frelsi þegar "stærsta vandamál mannkyns" er óleyst? Af hverju að heimta minna ríkisvald og meira frelsi þegar "stærsta vandamál mannkyns" krefst allra okkar krafta og skerðingar á lífskjörum?

Hvað um það. Markmið stjórnmálamanna er markmið stjórnmálamanna. Þeir munu ekki ná því, og árangurinn er enginn, en einhver þurfa markmiðin að vera, og að þeim skal stefnt! 


mbl.is Samkomulag um losunarmarkmið á umhverfisráðstefnu SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótvægi = vera á móti?

Steingrímur J. þarf ekki að segja VG að "taka að sér" að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. VG hefur alla tíð verið sá flokkur sem andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa hallað sér að. VG hefur fyrir löngu fengið á sig stimpilinn "að vera á móti" og þann stimpil þarf ekki að skerpa frekar.

Hvað sagði VG þegar skattar voru lækkaðir? VG var á móti.

Hvað með hverja einu og einustu einkavæðingu? VG var á móti.

Hvað með allskyns og hvers kyns framkvæmdir, sama hverjar þær eru? VG á móti!

En er VG ekki bara að tala út frá hugmyndafræði sinni? Er stefna VG ekki sú að ríkið reki "að minnsta kosti einn banka" og einblíni á eitthvað allt annað en virkjanir og framkvæmdir? Þessu halda margir VG-menn fram, en hver er raunin?

VG hefur ekki stungið upp á því að ríkið stofni nýjan ríkisbanka. VG hefur ekki stungið upp á skattahækkunum með berum orðum (a.m.k. ekki á laun). VG hefur ekki sagt hvaða störf átti að skapa á Austfjörðum í stað álversstarfa (svipuð störf hefði þá mátt skapa á Vestfjörðum í staðinn, en þar sakna menn hugmynda sem aldrei fyrr).  

Stefna VG er að vera á móti og þetta hefur lengi verið öllum ljóst (nema örfáum meðlimum VG sem trúa því enn að það sé einhver önnur stefna í gangi). Nú hefur Steingrímur J. sagt það berum orðum að VG sé mótvægi við annan flokk, og því fátt á huldu með það. Menn geta þá hætt að deila um stefnu eða stefnuleysi VG. 


mbl.is Steingrímur: Hlutverk VG að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir leyfið, ó þú kæra Ríkisvald!

Nú þegar aðgerðaleysi ríkisvaldsins er farið að kosta stórfé í formi leyfisveitinga (sérstaklega útgefins aðgerðaleysis) á frjálsum viðskiptum þá er fokið í flest skjól! "Að raska samkeppni" er hvergi skilgreint í formlegri löggjöf eða reglugerð svo ég geti séð. Engu að síður er "samkeppnisröskun" notuð sem grundvöllur fyrir aðgerðum eða aðgerðaleysi hins opinbera þegar tveir eða fleiri eiga með sér frjáls viðskipti á frjálsum markaði. Og alltaf rata úrskurðirnir á síður mbl.is og víðar!

Þessar eilífu fréttatilkynningar um úrskurði Samkeppniseftirlitsins eru byrjaðar að virka dularfullar á mig.  Af hverju fá eftirlitsstofnanir brunamála, vinnuaðstæðna og burðarþols ekki sömu athygli fjölmiðla (eða Moggans öllu heldur)? Af hverju er Samkeppniseftirlitið svona rosalega "upptekið" nú þegar fjárlög fara senn til umfjöllunar á Alþingi, eftir algjöra ládeyðu í allt sumar?

Samkeppniseftirlitið er með öllu óþörf stofnun á frjálsum markaði. Þar sem markaður er minna frjáls - t.d. þar sem ríkisvaldið er stór spilari eða með mikil afskipti - er eftir vill nauðsynlegt að slá á hendur þess þegar það traðkar um of á einkaaðilum. Slíkt kallar samt ekki á sérstakt samkeppniseftirlit, heldur fleiri einkavæðingar og afnám fleiri ríkisstyrkja og viðskiptahafta.


mbl.is Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Nýafls og Nesprýði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löggæsla, gatnakerfi, og pumpa upp heitu vatni?

Mjög fáir eyða púðri í það lengur að velta fyrir sér hlutverki hins opinbera. Er nóg að ríkið geri eitthvað í dag til að það eigi að gera það áfram? Af hverju eru borgarfulltrúar yfirmenn veitufyrirtækis? Er það eitthvað sem samræmist þeim hlutverkum sem borginni er falið í hugum flestra; að halda uppi löggæslu og byggja og viðhalda vegakerfinu? 

Þegar sögur um hlutabréfavæðingar og einkavæðingar fara af stað um opinber fyrirtæki og stofnanir þá er alltaf til staðar þéttur hópur þeirra sem um leið byrja að mótmæla. Röksemdarfærslan er einhvern veginn á þessa leið:

  • Ríkið/sveitarfélagið á eða rekur eftirfarandi stofnun/fyrirtæki í dag
  • Þjónustan eða varningurinn sem þessi stofnun/fyrirtæki er "samfélagsleg" nauðsyn.
  • Þess vegna er nauðsynlegt að þessi stofnun/fyrirtæki verði áfram í eigu hins opinbera. 

 Þessi íhaldssemi gildir bara um fyrirtæki sem hið opinbera á í dag. Henni er sjaldnast beitt í hina áttina: Að ríkisvæða þurfi fyrirtæki sem eru einnig að veita eitthvað sem flestir eru sammála um sé nauðsynlegt að sé veitt (t.d. matvöruverslanir og húsnæði).

Röksemdarfærslan er líka löngu gleymd um leið og búið er að einkavæða viðkomandi fyrirtæki. Ég hef a.m.k. ekki séð neinn stinga upp á því að ríkið fari aftur út í að reka símfyrirtæki og banka.

Hvernig á þá að mæta kórnum sem umsvifalaust byrjar að syngja þegar einkavæðing er nefnd? Honum á að mæta með því að drífa einkavæðinguna af um leið og pólitískur meirihluti næst fyrir því, og koma fyrirtækinu og þar með einkavæðingarumræðunni um það út úr ríkisklónum.

Þarf samt ekki að "vanda til verka" og selja "réttum aðilum"? Jú jú sjálfsagt. Hið opinbera vill vitaskuld fá sem hæst verð fyrir eign sína. Stjórnmálamenn vilja að kaupendur séu einhverjir sem frekar fjölga atkvæðum en fækka í næstu kosningum. En þar fyrir utan er bara málið að kýla á söluna og leyfa markaðinum að taka við! 


mbl.is Hlutafélagavæðing OR rædd á stjórnarfundi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórunn misskilur hlutverk sitt og stöðu ríkisvaldsins

„Mín skoðun er sú að fyrir afnotarétt af takmörkuðum auðlindum sem skilgreindar eru sem sameiginleg eign skuli almennt greiða afnotagjöld fyrir."

Þetta mælir umhverfisráðherra okkar eins og sönnum vinstrimanni sæmir. Henni að segja þá er "plássið" fyrir koltvísýring í lofthjúpi Jarðar EKKI takmarkað (hefur verið margfalt meira en það er í dag eftir að líf kviknaði) og þar með EKKI "takmörkuð auðlind".

Í öðru lagi er ekki til neitt sem heitir "sameiginleg eign". Annaðhvort á einhver (ríkið, einstaklingar eða fyrirtæki) eða enginn gerir tilkall til tiltekinnar eignar (annaðhvort af því það er ekki hægt eða ekki leyfilegt með lögum). "Losunarheimildir" á koltvísýring eru ríkiseign sem er útdeilt eftir höfði stjórnmálamanna (nú eftir meðhöndlun umsókna frá þeim sem vilja losa án þess að lögreglan komi í heimsókn).

Málið er því þetta: Ríkið ákvað að gera óskráða losun á koltvísýring í lofti að losun. Hversu mikið hver má losa er núna orðið að pappírsvinnu í ráðuneytum hins opinbera. Óheimil losun hefur verið gerð að glæp, rétt eins og auglýsingar á ákveðnum löglegum neysluvarning og ákveðið tal um ákveðna hluti. Ráðherra leyfir eingöngu iðkun hins nýja glæps að ákveðnum heimildum veittum, og ræður vitaskuld sjálfur hvort úthlutun fari fram með uppboði eða einhverjum öðrum hætti.

"Afnotaréttur á takmörkuðum heimildum" og "sameiginleg eign" eru hins vegar hugtök sem koma hvergi nærri þessu umræðuefni.


mbl.is Losunarheimildir verða ókeypis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppni er ekkert annað en samkeppnisröskun

Ósýnilega höndin fékk loksins örlitla athygli frá mér eftir frekar langt hlé í ágúst. Hið ríkisrekna "eftirlit" með samkeppni var til umfjöllunar að þessu sinni. Tilvitnun í sjálfan mig, venju samkvæmt:

"Samkeppnisröskun er hver ein og einasta sala á þjónustu og varningi hvers eins og einasta fyrirtækis. Samkeppnisröskun er einnig falin í hverri einni og einustu breytingu á eignarhaldi, samstarfi, samvinnu og starfsemi hvers eins og einasta fyrirtækis."

Meira hér

Liðlegir lesendur mega gjarnan hjálpa mér að finna skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins á hugtakinu "samkeppnisröskun".


Samkeppniseftirlitshappdrættið æsispennandi!

Samkeppniseftirlitið er greinilega skriðið undan sænginni eftir sumarfríið. Fyrst sýnir það gríðarlega miskunn og ætlar ekki að "aðhafast" vegna samruna tveggja banka í sitthvoru landinu. Næst sektar það fyrirtæki út í bæ fyrir að fara ekki að tilmælum hinna opinberu embættismanna. Loks tapar það máli í Hæstarétti því það hafði sjálft metið sig sem hæft til að dæma í ákveðnu máli sem það hafði sjálft stofnað til. Starfsmenn samkeppniseftirlitsins eru vonandi ekki úthvíldir eftir sumarfríið, því það væru slæmar fréttir fyrir íslenska neytendur.

Eða hverjir aðrir en viðskiptavinir sektaðra fyrirtækja munu borga reikninginn?

Hverjir aðrir en starfsmenn sektaðra fyrirtækja sjá á eftir launahækkun eða auknum fríðindum?

Hverjir aðrir en tilvonandi samkeppnisaðilar urðu aldrei til því rekstur á ákveðnum sviðum var gerður örlítið óarðbærari með sektargleði hins opinbera?

Þeir sem trúa í blindni á réttmæti eða nauðsyn samkeppnislaga ættu að grúska örlítið í hagfræði og sagnfræði og a.m.k. gera tilraun til að hugsa út fyrir ramma skyndibitamatreiðslunnar sem einkennir fjölmiðlana. Ágæt byrjun er þetta lesefni og þetta, en einnig þetta og þetta.


mbl.is Fallist á að mál Mjólkursamsölunnar fái flýtimeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Röskun" á samkeppni?

Samkeppniseftirlitið hlýtur að vera einhver furðulegasta ríkisstofnun Íslands. Þetta er stofnun sem,

  • er mönnuð fólki sem er ekki að reka fyrirtækin sem þeir eru að "rannsaka"
  • mun aldrei aðhafast minna en ár en í fyrra til að draga ekki úr vaxtarmöguleikum sínum á fjárlögum
  • mun hafa hátt um allt sem hún gerir til að búa til þá ímynd að hún sé allt í öllu á markaði
  • flækist fyrir hagræðingu og rekstri fyrirtækja hvar sem því er komið við

...og svona má lengi telja. Hugtakið "röskun á samkeppni" sýnir vel á hvaða villigötum stofnunin er. Af hverju eru fyrirtækja að sameinast, sundrast og skipta um eigendur eða stjórnendur? Svar: Til að auðvelda sér að athafna sig á markaði, með það að leiðarljósi að "raska samkeppni"!

Ef "samkeppnisröskun" er talin ástæða til að ríkis-stöðva sameiningar fyrirtækja þá er allt eins gott að segja það hreint út að lögin banni sameiningar fyrirtækja! Það að slík röskun sé stundum hvorki sjáanleg né "mælanleg" áður en samruni hefur átt sér stað er ekki vísbending um eitt né neitt sem gerist síðar.

Getur einhver gefið mér réttlætingu á tilvist Samkeppnisstofnunar (án þess að henda allri hagfræði út um gluggann)?


mbl.is Ekki aðhafst vegna samruna Kaupþings og NIBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kapítalismi í stað þróunaraðstoðar

Mikið er ánægjulegt að sjá Svía fækka útgjöldum sænskra skattgreiðenda, þótt vitaskuld eigi ekki að lækka þau. Í Kína og Víetman vinna menn að því hörðum höndum að skipta fátækt út fyrir kapítalisma, og koma sér þannig af ölmusalistum Vesturlanda. Það að Afríkuríki hangi sem fastast á ölmusalistanum er Afríkuríkjunum sjálfum að kenna. Sósíalismi, rányrkja valdahafa á eigin þegnum og gríðarlegar viðskiptahaftir eru meinsemdir Afríku, og kannski má henda sjálfri þróunaraðstoðinni á þennan lista!
mbl.is Svíar hætta að styrkja Kínverja og Víetnama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á sölulistann með þennan sjóð!

Íbúðalánasjóður er ríkisrekinn samkeppnisrekstur við einkaframtakið. Sér enginn neitt athugavert við það? Sennilega sjá þeir það einir sem standa í rekstri. Segjum að þú rekir skóbúð. Reksturinn gengur sæmilega og þú berst fyrir því að útvíkka hann og láta hann skila hagnaði. Dag einn ákveður ríkisvaldið að það þurfi að hefja rekstur skóbúðar því skór eru nauðsynlegir fyrir alla og ríkið þarf að tryggja aðgengi að skóm á viðráðanlegu verði. Skattfé er veitt í hina nýju verslun og slegið af arðsemiskröfum.

Í hvers konar stöðu hefur ríkið nú sett þig, sem söluaðila skófatnaðar? Samkeppnisaðilinn mjólkar þig til að reka eigin verslun, lögin vernda samkeppnisaðilann frá gjaldþroti og niðurgreiddir skórnir seljast eins og heitar lummur á meðan þinn rekstur rýkur í vandræði. Mun rödd þín njóta einhverrar samúðar? Mun slæm staða þín vekja upp einhverja samúð eða truflun á réttlætiskennd almennings?

Ríkisvaldið sinnir mörgum verkefnum illa. Best væri að ríkið sinnti fáum verkefnum vel. "Gvuði sér lof að við fáum ekki allt það ríkisvald sem við borgum fyrir", sagði einhver í háði yfir óskilvirkni hins opinbera. Því minna af því því betra! 


mbl.is Hagnaður Íbúðalánasjóðs 2,8 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband