Van­bú­in vís­indi og rassskelltir blaðamenn

Ég las með bros á vör leiðara í Morgunblaðinu í dag sem var hvort í senn beittur og jarðbundinn. Hann fjallaði um loftslagsvísindin. Ég ætla ekki að endurbirta þennan leiðara því hann er jafnvel í sjálfu sér ástæða til að borga Morgunblaðinu fyrir aðgang að blaði dagsins en tek nokkrar tilvitnanir.

Það snún­asta við lofts­lags­vís­ind­in er að það vant­ar dá­lítið upp á að þau séu vís­indi. For­senda trú­ar­setn­inga er að kenn­ing­in haldi þótt á móti öll­um lík­ind­um sé.

Vest­ræn­ar rík­is­stjórn­ir telja óvar­legt að hugsa sjón­ar­mið sín upp­hátt. Þær hafa, til að tryggja vinnufrið, skrifað und­ir að grípa skuli til björg­un­araðgerða fyr­ir til­tek­in tíma­mörk.

Vand­inn við þá stefnu er að klukk­an geng­ur. Bret­ar fluttu sín lof­orð aft­ur til árs­ins 2030 og all­ir vita að þegar þau tíma­mörk nálg­ast verða þau flutt aft­ur um 10 ár til viðbót­ar. Því reynsl­an sýn­ir að fimm ár líða of hratt þegar ekk­ert ger­ist.

Svo satt! 

En að auki, sem miklu skipt­ir, að ein­göngu við, dek­ur­börn­in í vest­ræn­um heimi, tök­um þátt í lofts­lags­dans­in­um, á meðan 90% heims­byggðar­inn­ar láta sér fátt um finn­ast. Það dæmi geng­ur ekki upp frek­ar en önn­ur í þessu máli. En það telja lofts­lagspáf­ar hreint auka­atriði.

Svo satt!

Vestrænir blaðamenn geta ekki lengur ferðast til útlanda til að skamma fólk þar fyrir að eyðileggja loftslagið. Þeir eru núna rassskelltir og sendir heim með rauðan bossa eins og myndbandið hér að neðan sýnir.

Það er bara spurning um tíma þar til það verður búið að vinda ofan af þessari vitleysu. Þetta eru menn byrjaðir að sjá, meira að segja blaðamenn innan sumra af þessum hefðbundnu fjölmiðlum. Mikið var!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir þarna í Afríku þurfa ekki að hlusta á hóp af úrkynjuðum vitfyrringum eins og við sem heima sitjum.

Ég verð bara að óska þeim velfarnaðar.  Þeir losna við vestræn áhrif bráðlega.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.4.2024 kl. 21:13

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var að þakka þér fyrir að skrifa þetta hér,en það þurkaðist út.ÉG trúði aldrei á þetta frekar en Trump og við kanski.

Helga Kristjánsdóttir, 23.4.2024 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband