Brennuvargar mótmæla eldsvoða

Þings­álykt­un­ar­til­laga að stefnu um stuðning Íslands við Úkraínu 2024 til 2028 var samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi í dag með 47 atkvæðum. Þá vitum við það. Ísland er aðili að stríði án þess að hafa lýst yfir stríði, vera dregið inn í stríð, standa ógn af stríði (nema kannski núna, með því að taka beina afstöðu) eða fá nokkurn skapaðan hlut úr því stríði, sama hvernig það fer.

Það var engin sérstök eftirspurn eftir afstöðu eða aðstoð Íslendinga, nema auðvitað þegar íslenskir ráðamenn voru að gera sig gildandi með faðmlögum við skeggjaðan karlmann. 

Íslenska ríkisvaldið gæti sent allar skattheimtur á Íslandi yfir heilt ár í þetta stríð og þær myndu fuðra upp yfir helgi án þess að breyta neinu.

Nú þarf auðvitað að finna lausn á vandamálum Austur-Úkraínu. Þar hefur geisað stríðsástand í áratug, fyrst án beinnar aðkomu rússneskra hermanna og undir það seinasta með beinni aðkomu slíkra hermanna. Þetta eru samt sömu átökin og sama vandamálið. Áhugi á að leysa þau átök með friðsamlegum hætti hafa dalað mjög eftir að Rússagrýlan var dregin úr geymslunni. En það er eina vænlega leiðin. 

En hvað gerum við þess í stað? Jú, gerum Vesturlönd að fíflum í alþjóðasamfélaginu - fíflum sem að lokum hafa skuldsett sig í fátækt, drepið fátæka fólkið úr orkuskorti, eyðilagt alla gjaldmiðlana, gert að óvinum öll ríki sem geta framleitt varning og orku með hagkvæmum hætti og auðvitað málað stóra skotskífu á okkur sem skortir engan vilja til að miða á.

Og segjum svo að við séum að tala fyrir friði og gegn stríði.

Brennuvargur með eldspýtur og bensínbrúsa að tala gegn eldsvoðum.

Vonum að þvælan taki enda sem hraðast svo niðurstaðan verði ekki heimsstyrjöld. Ég sé kosti í að brenna illgresi til að byrja upp á nýtt, en mun fleiri ókosti.


mbl.is Ekki sammála um stuðning Íslands við Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Gera vesturlönd að fíflum í alþjóðasamfélaginu - fíflum sem bla bla bla"

Hvað hefur þú verið að reykja væni?

Merkilegt að annars þokkalega greindur maður alla jafnan skuli gérsamlega tapa glórunni þegar umræðan snýr að rússum og þeirra ofbeldisverkum og byrja að bulla útí eitt.

A pussy can't fuck an asshole, only dick can fuck an asshole, so be a dick, not a pussy.  Ekki láta merarhjartað taka þig yfir.  Kjarnorkuvopn eru eins og eiturgas í seinni heimstyrjöldinni, báðir aðilar réðu yfir því en notuðu það ekki af því hvorugur aðilinn vildi verða fyrri til og kalla yfir sig samskonar árás frá hinum aðilanum.

Bjarni (IP-tala skráð) 29.4.2024 kl. 20:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Það er ekkert samræmi í viðbrögðum Vesturlanda við innrás Rússa í Úkraínu og víða annars staðar. Ég neita einfaldlega að styðja þátttöku Vesturlanda í þessum langvarandi átökum tveggja ríkja og miklu hlynntari nálgunum sem stuðla að friði.

Greindari er ég greinilega ekki, og þú þarft að þola það með því að detta inn á þessa síðu.

Ég þakka engu að síður fyrir innlitið og athugasemdina.

Geir Ágústsson, 29.4.2024 kl. 20:35

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Mér finnst afar líklegt að þessi Íslenski stuðningur geti orðið til að fleiri muni deyja og Íslendingar fátækari. Það er óumflýjanlegt að Rússar sigra þessi átök bara spurning hvenær. Þessi stuðningur Íslendinga ber þess merki að hér sé á ferðinni óvenjulega illa upplýstur þingheimur sem fær bara fréttir úr ríkissjónvarpinu. Hversu djúpt getur sjálstæðisflokkurinn sokkið??? 

Kristinn Bjarnason, 29.4.2024 kl. 22:12

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir eru að stela peningunum, þess vegna eru þeir svo viljugir að "gefa" þá.

Allt beint á leynilega reikninga þegar milliliðurinn hefur fengið sitt.

Þjóðin hefur ekkert um það að segja.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.4.2024 kl. 22:51

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég hef sagt það áður 
Ráðmenn í Úkraínu hafa engan áhuga á friði 
Því það getur truflað hið gífurlega fjárstreymi úr vösum skattgreiðenda til þeirra. Fjárstreymi sem virðist vera eftirlitslaust og vopnasendingar sem hverfa

Grímur Kjartansson, 30.4.2024 kl. 06:04

6 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það geggjaða er að þrátt fyrir að ráðamenn steli og sturti niður skattfé Íslendinga og vinni hörðum höndum að gera Íslendinga fátæka þá verður þetta fólk kosið aftur til starfa.

Kristinn Bjarnason, 30.4.2024 kl. 07:09

7 identicon

 Bjarni,

hræðilegt að sjá hve illa menn geta misst vitið þegar hatrið tekur völdin.

Bragi (IP-tala skráð) 30.4.2024 kl. 12:31

8 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ásgrímur, þetta er sennilega rétt hjá þér. Væri það frekt að biðja um kvittun fyrir greiðslunum og hvernig stjórnvöld viti hvar peningarnir enda í spiltasta ríki evrópu og þó víðar væri leitað.  Það lítur út fyrir að þetta sé besta leiðin til að stela peningum er að þykjast vera að láta gott af sér leiða.

Kristinn Bjarnason, 30.4.2024 kl. 13:54

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Veruleikafirringu stjótnmálastéttarinnar er alger. Það þarf hvorki að vera kjarneðlisfræðingur eða Rússadindill til að átta sig á að Rússar eru að vinna stríðið. Eina sem þarf er að sleppa að fylgjast með áródursfréttum og þess í stað fylgjast með hvað er að gerast á sjálfum vígvellinum. Víglinan lýgur ekki, aðeins skoða pro og con og henda nokkrum hlutlausum í pottinn. 

Ragnhildur Kolka, 30.4.2024 kl. 17:27

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Ragnhildur,

Er einmitt að reyna gera það stöku sinnum. Velti því fyrir mér hvort þetta sé áreiðanleg heimild (fæ það á tilfinninguna):
Russian Offensive Campaign Assessment, April 29, 2024 | Institute for the Study of War (understandingwar.org)

Geir Ágústsson, 30.4.2024 kl. 22:19

11 Smámynd: Ragnhildur Kolka

ISW er neocon hugveita staðsett í DC. Stofnuð og stjórnað af Kagan fjölskyldunni. þekktust er Victoria Nuland nýhætt(í fússi) í utanríkisráðuneytinu sem logar af striðsæsing. Hallinn verður varla meiri, en þó, enginn lýgur alltaf.

Gömlu augun mín reyna að spara lestur. Svo ég hlusta mikið á YT á göngu með Sval. Kíki svo á síðurnar til að átta mig á nöfnum og staðháttum. Willy OAM tekur það frá Úkraínu hliðinni, THETI mapping er hlutlaus líklega e-k striðssagnfræðingur, Weep Union er danskur strákur sem skemmtir sér við að sjá fyrir hernaðarlega møguleika, Military Summary er Rússa megin en nokkuð áreiðanleg. Fer oftast inná hans síðu því hann færir ekki inn stöðuna fyrr en nokkuð viss að hún sé rétt. Svo gerir hann líka grein fyrir stærstu málum sem tengjast átökunum. 

Judge Napolitano (Libertarian) er með ágætt YT program,þ.s. Hann talar við fólk með innsýn.. 

Auðvita les ég líka eitt og annað á erlendum síðum, en NATO línuna fæ ég á RUV, Stöð 2 og Mogganum. 

Ragnhildur Kolka, 1.5.2024 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband