Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2021

Vegna COVID-19 þá?

Japönsku læknasamtökin óttast að heilbrigðiskerfið þar í landi hrynji haldi kórónuveirufaraldurinn áfram að láta að sér kveða.

Vissulega mörg ný smit:

jpcases

En skoðum dauðsföll á dag sem eru skrifuð á COVID-19, með réttu eða röngu:

jpdeaths

Ekkert að gerast!

En kannski er brjálað að gera hjá heilbrigðiskerfinu og mönnum þar samt að ganga mjög vel að forða sjúklingum frá andláti. Kannski. Erfitt að segja því ég finn ekkert um álag á japanska heilbrigðiskerfið á ensku.

En það vantar eitthvað. Það vantar eitthvað í frásögn um heilbrigðiskerfi sem er að hrynja vegna veiru í landi þar sem sífellt færri eru að deyja vegna veiru. Nóg er að hræðsluáróðrinum. Það vantar blaðamennsku í frásögnina.

Og hið sama gildir um frásagnir af ástandinu á Íslandi.


mbl.is Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pestarbælið við Suðurlandsbraut 34

Við Suðurlandsbraut 34 er löng röð frá morgni til kvölds af fólki á leið í skimun vegna veiru. Sumir eru þar til að fá ferðafrelsi eftir að hafa sóað 5 dögum í stofufangelsi, aðrir því þeir finna til einkenna, enn aðrir því þeir voru nálægt smituðum á einhverjum undangengnum dögum og sumir bara aðeins að taka stöðuna, svona til öryggis. 

Fólk stendur í röðinni í um 20-40 mínútur, að mestu leyti utandyra en í návígi við annað fólk, bæði það í röðinni og annað fólk sem er að reyna troðast ferða sinna á þröngu svæðinu með mörgum bílum, þröngum göngustígum, runnum og köntum. Þetta er sennilega mesta pestarbæli landsins þar sem öllum með allskyns einkenni allskyns sýkinga er hrúgað saman í langan tíma, og endaspretturinn svo tekinn á þröngum gangi sem leiðir til afgreiðslu þar sem strikamerkið góða er skannað.

Þeir sem eru lasnir - af einhverju - eru sennilega ekki að gera sér og heilsu sinni mikinn greiða með því að leggja leið sína á Suðurlandsbrautina og standa þar í langri röð í langan tíma. Sennilega væri slíku fólki hollast að halda sig heima og jafna sig, óháð tegund sýkingar. Til vara ætti kannski að bjóða þeim sem mæta á mannmargt svæði að fá annan inngang og sleppa við langa röð og vera ekki að dreifa sínum veirum og bakteríum innan um þá sem eru fullfrískir og bara að láta skima sig til að sleppa úr stofufangelsi eða öðlast ferðafrelsi.

Um leið mætti e.t.v. hugleiða upp á nýtt aðstöðuna utan við pestarbælið. Ýmsar reglugerðir hins opinbera tala um fjarlægðarmörk og annað gott en við Suðurlandsbraut 34 ægir öllu saman og lítil von að komast í skimun nema vera í mikilli nánd við margt fólk í langan tíma, sumir hóstandi og hnerrandi en sagt að koma í skimun. Það þarf jú að rekja smitin vegna einnar veiru og skítt með að sextug kona sem er sennilega bara með svolitla hálsbólgu hafi verið rifin úr rúminu til að standa í röð. En hafi hún hina einu sönnu veiru þá er hún sennilega búin að dreifa henni á samferðafélaga sinn í röðinni þökk sé skimunarskyldurækninni.

Dag einn hringir smitrakningarteymið í einstakling sem greindist með veiruna frægu og spyr: Hvar hefur þú umgengist smitaða einstaklinga?

Svarið sem kemur þá verður: Í röðinni við Suðurlandsbraut 34. 

Sú skýrsla verður aldrei send til fjölmiðla. 


Hver hleypti þessari konu í hljóðnema?

Gerði embætti landlæknis einhver mistök núna? Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, læknir og verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis, er núna að draga eitthvað úr öryggi bóluefnanna svokölluðu - jafnvel að tala um að áhættan af því að taka þau sé fyrir ungt fólk jafnvel stærri en áhættan af því að sýkjast af veiru. Að það þurfi að fylgjast aðeins betur með börnum eftir að sprautan fer í þau en gildir um fullorðið fólk. Að börn séu jafnvel í bólusetningu undir þrýstingi foreldra og taka þurfi tillit til þess. Og allur tónninn virkar einhvern á mig sem svo að hún sé að mæla gegn bólusetningu ungra þótt það sé ekki sagt berum orðum.

Blaðamenn eru líka aðeins byrjaðir að nefna mótmæli gegn aðskilnaðarstefnu ýmissa yfirvalda [1|2|3|4]. Það er jákvæð breyting enda dæmi um að risastór mótmæli erlendis hafi algjörlega farið framhjá íslenskum blaðamönnum.

Kannski yfirvöld séu að átta sig á því að með tóma spítala, núll dauðsföll, einkennalaus og áhrifalaus smit að mestu leyti og þá staðreynd að mörg ríki eru að halda sínum opnunum til streitu þrátt fyrir afbrigða- og smittalið að endimörkum sóttvarnaraðgerða sé nú náð.

Eða er ég of bjartsýnn? Verður Kamilla Sigríður Jósefsdóttir lokuð inni á skrifstofu sinni núna?


mbl.is Meiri hætta á aukaverkunum hjá ungu fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Til hvers að aflýsa útihátíð?

Nú aflýsa menn útihátíðum í nafni smitvarna. Þetta er liður í baráttunni við delta-afbrigðið svokallaða. Mikill fjöldi ungs fólks er búinn að skemmta sér innandyra undanfarið og smita hvert annað af delta-afbrigðinu svokallaða. Þetta unga fólk fer svo í skimun, mælist smitað og fer heim til sín og allir vinahópar og fjölskyldur þessa unga fólks sent í stofufangelsi, fleiri hundruð manns.

En nú þegar er búið að hirða launin af tónlistarfólkinu og loka formlegu hátíðarhaldi hvað ætlar fólk þá að gera um verslunarmannahelgina? 

Davíð Rún­ar Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Viðburðastofu Norður­lands, seg­ir að þótt hátíðinni Ein með öllu hafi verið af­lýst bú­ist hann við að marg­ir sæki bæ­inn heim vegna blíðviðris sem á að vera um versl­un­ar­manna­helg­ina á Ak­ur­eyri, sam­kvæmt veður­spá.

Engin tónlist og engir viðburðir en kannski fólkið komi samt. Og fylli tjaldstæðin að því marki sem það verður heimilt. Fólk er jú bólusett og telur slíkt vera öruggt, ekki satt? Og er mikið til utandyra og hittist aðallega í vina- og fjölskylduhópum sem má nú ennþá þrátt fyrir allt, ekki satt? Og er utandyra, sem skiptir máli, ekki satt?

Tónlistarfólkinu hlýtur að líða eins og verið sé að gera það að fiflum. Fólkið ætlar að mæta, það ætlar að safnast saman, það ætlar að njóta blíðunnar og það eina sem breytist er að tónlistarfólkið missir vinnuna.

En ætlar tónlistarfólkið að mótmæla? Auðvitað ekki. Hvað með gesti tjaldsvæðanna? Nei, auðvitað ekki. Hinn íslenski froskur hefur löngu verið soðinn.


Eitt í dag, annað á morgun

Sóttvarnarlæknir lætur nú hafa eftir sér orð sem hann mun svo þurfa að kyngja í næstu viku þegar enn ein stefnubreytingin í stefnuleysinu tekur við:

„Það er ekki nokk­ur vafi á því að það væri miklu meiri út­breiðsla og ég hefði komið með miklu strang­ari til­lög­ur held­ur en liggja fyr­ir núna.“ 

Á næsta minnisblaði sem berst væntanlega innan 14 daga verður þessum orðum fleygt í ruslið.

Þá verða aðgerðir enn hertar og ef einhver blaðamaður man nokkra dagur aftur í tímann og spyr um bólusetningarnar verður sagt:

Tjah, þær virkuðu nú ekki nógu vel, og gerðu jafnvel illt verra. En lausnin verður sú að bólusetja áfram og enn meira og enn yngri einstaklinga, helst niður í kornabörn. Að vísu virðist það ekkert hjálpa upp á útbreiðsluna og ekki er skárra að heilbrigðiskerfið er búið að senda alla starfsmenn heim í sóttkví. En þess vegna ætla ég bara að herða aðgerðir aftur. Kíktu á aðgerðadagatalið fyrir árið 2020. Ég hugsa að ég fylgi því bara aftur en hræri auðvitað aðeins í dagsetningunum.

En var ekki búið að segja við Íslendinga að ef þeir eru duglegir að láta sprauta sig með allskonar efnum í allskonar magni og jafnvel með mörgum tegundum að þá fái þeir líf sitt aftur?

Tjah, jú ég gæti nú hafa gefið það til kynna eða sleppt því að leiðrétta aðra þegar þeir gáfu slíkt til kynna enda fékk þetta fólk til að mæta í stórum hópum en svo fór ungt og hraust fólk að smitast án þess að veikjast og þá er vissara að herða aðgerðir aftur. Kíktu á aðgerðadagatalið fyrir árið 2020. Ég hugsa að ég fylgi því bara aftur eða bæti aðeins í hér og þar.

En dettur þér ekki í hug að skoða eitthvað annað en takmarkanir? Til dæmis hraðpróf sem fólk getur jafnvel tekið heima hjá sér áður en það heimsækir ömmu og afa eða að auka afkastagetu heilbrigðiskerfisins eða að fylgjast með álaginu á heilbrigðiskerfið eða sleppa því að loka öllu á sama tíma og hrúga fólki saman út á götu? Eða eru smit og grímur og takmarkanir ennþá einu úrræðin þrátt fyrir mikla framþróun í prófunum, meðferðum og bólusetningu aldraðra og viðkvæmra?

Tjah, nei, ég má nú ekkert vera að því að kynna mér einhverjar aðrar nálganir. Smitin eru svo auðskiljanlegur mælikvarði og einfalt að skrifa í fyrirsagnir. Það er óþarfi að flækja þetta eitthvað þótt reynsla margra ríkja af slíku sé alveg ljómandi góð.

Kosningar í haust verða vonandi óvænt leið til að hrista sóttvarnaraðgerðir af þjóðinni.


mbl.is Stefnir í metfjölda smita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smitin! Smitin! Smitin!

Í Bretlandi fer smitum nú fjölgandi. Að sjálfsögðu er fréttnæmt að yfirvöld þar á bæ séu samt sem áður að leyfa fólki að lifa lífinu sínu frekar en bara halda lífi.

Eða svo ég skrifi eins og blaðamaður:

SMITUM FER FJÖLGANDI! LOKUM ÖLLU! GRÍMUR! ÞRIÐJU SPRAUTUNA!

Og kannski það sé eitthvað til í slíkri ofsahræðslu:

smitintolur

Þetta er svakalegt. Er heilbrigðiskerfið ekki að bugast? Menn hafa jú áhyggjur af slíku á Íslandi. Er ekki að koma HOLSKEFLA? Nú þegar spítalar á Íslandi senda í óða önn starfsfólkið heim til sín því það er hætta á að það sé SMITAÐ þá er sennilega ekki rými til að taka við neinum sjúklingum, óháð því hvað amar að. 

En aftur að Bretlandi. Er ekki HOLSKEFLA sjúklinga á leið á spítalana

Látum okkur sjá:

smitin

Nei, greinilega ekki. Dagleg smit að nálgast metið en bara einhver smá kúfur í innlögnum á spítala. Ætli bóluefnin virki þá þrátt fyrir allt? Eða að delta-afbrigðið sé ekki að leggjast mjög þungt á unga fólkið? Nei, látum ekki svona. Auðvitað er fólk bara að drepast heima hjá sér. Það nær einfaldlega ekki að komast á spítalann. 

Eða látum okkur sjá:

death

Hvaða rugl er þetta. Gleymist að skrá dauðsföll vegna COVID-19 í Bretlandi? Það þarf stækkunargler til að sjá aukningu í dauðsföllum vegna smittíðni sem hefur nánast aldrei verið meiri.

Kannski bóluefnin séu þrátt fyrir allt að virka? Nei, þriðja sprautan er það sem vantar upp á! Eða hvað? 

Ég vildi óska þess að blaðamenn myndu til tilbreytingar gera örlitla viðleitni til að hugleiða HEILDARMYNDINA og STÓRA SAMHENGIÐ.

En nei, SMIT, SMIT, SMIT - það eina sem kemst að. 

Og sprautan virkar ekki. Því miður. Grímur á krakka og sprautur sem virka ekki í handlegginn á þeim. Lokum landamærunum - þessir helvítis útlendingar sjáðu til. Og þriðja sprautan eða fjórða. Engin áætlun, bara minnisblöð.

Fer ekki að styttast í kosningar og eftirlaun hjá einum Þórólfi Guðnasyni?


mbl.is Leyfi smitum að breiðast út til að ná hjarðónæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stemming!

Mikil stemming er nú að skapast í öllum fjölmiðlum. Þar sem ég sit núna í heimkomusóttkví í Reykjavík (stofufangelsi) bíð ég nú spenntur eftir því að yfirvöld loki öllum kaffihúsum og veitingastöðum áður en ég losna og banni fjölskyldu minni að halda ættarmót eftir 2 vikur. 

Nema það eigi að innleiða notkun hraðprófa þar sem fólk getur á auðveldan hátt skimað sig og veitt áhyggjufullum neytendum fréttatíma sálarró.

Nema það eigi að taka tillit til þess að þeir sem eru að greinast með smit finna lítið sem ekkert fyrir því og munu ekki nýta sér spítalana, sem eru nú í óða önn að senda alla starfsmenn heim til sín í sóttkví og skapa þannig neyðarástand. 

Nema læknar þori að tjá sig opinskátt um að þeir séu búnir að læra á margar tegundir meðferða gegn veiru og að það þurfi ekki að óttast flóðbylgju á gjörgæsluna, sérstaklega þegar öll þessi bóluefni eigi að leiða til vægari sýkinga en ella.

En nei, ætli það. Ætli það verði ekki bara nákvæmlega sama uppskriftin og á vormánuðum 2020 þegar enginn vissi neitt um áhættuhópa, meðferðir og vensl aldurs og undirliggjandi sjúkdóma við alvarleg veikindi vegna veiru.

Sama, gamla uppskriftin. Lok, lok og læs og Þjóðhátíð og aðrar fjölskylduhátíðir sendar í ruslatunnuna. Aftur.


mbl.is Bakvarðasveitin endurvakin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvissa í samfélaginu og hætt við allt

Hlöðuballi Mærudaga sem fram átti að fara á Húsavík um helgina hefur verið aflýst. Þetta kemurgrani fram í tilkynningu Hestamannafélagsins Grana. Ástæðan er að sögn óvissa í samfélaginu. 

Ekki takmarkanir yfirvalda. Ekki áhyggjufullir borgarar sem óttast innstreymi veiruberandi aðkomumanna. Nei, óvissa í samfélaginu. 

Fleiri gerast nú sóttvarnarlæknar en áður og það væri allt í lagi ef í því fælist heilbrigð gagnrýni á fyrirmælin úr Reykjavík, aðrar nálganir en lokanir, t.d. hraðpróf, nú eða bara sú góða ábending að unga fólkið sem er að smitast er lítið að veikjast.

Og fyrir utan að allur hamagangurinn í kringum bóluefnin ætti að hafa skilað sér í einhverjum ávinningi fyrir þá sem tóku áhættuna af sprautunni.

En nei, óvissa í samfélaginu og öllu pakkað saman. Og í hræddu samfélagi þar sem menn klaga nágranna sína fyrir svokölluð sóttvarnarbrot og hrópa á ókunnuga um að fylgja fyrirmælum yfirvalda þá er hætt við að verslunarmannahelgin sé búin áður en hún byrjaði. Aftur.


mbl.is Hlöðuballi Mærudaga aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki lifa lífinu, haltu lífi!

Yfirvöld flestra ríkja (en ekki allra) hafa í 18 mánuði boðað að það sé mikilvægara að halda lífi en lifa lífinu, nema auðvitað þú sért í hópum sem fá ekki heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri og deyja fyrir vikið fyrr en ella. Til dæmis krabbameinssjúklingar.

En eru það ekki orðin þreytt skilaboð?

Þarf ekki að spyrna við fótum?


mbl.is Ekkert plan B fyrir Þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lág fæðingartíðni og frjósemi

Frjósemi íslenskra kvenna hefur aldrei verið minni en í fyrra. Helsti mælikvarðinn á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Miðað er við að frjósemi þurfi að vera 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Árið 2018 var frjósemin 1,7 barn á ævi hverrar konu.

Þessu hafa ýmsir áhyggjur af, skiljanlega. En má skrifa fækkun fæðinga á minnkandi frjósemi? Það er að segja, á minnkandi getu kvenna til að þungast og fæða barn? Ég er ekki viss.

Miklu frekar held ég að barneignir séu fyrir karlmenn orðnar að frekar óhugnanlegri óvissuferð. Þeir selja í raun sál sína til kvenmanns í 18 ár. Skiptir engu máli hvort samband karlmanns og konu lifi þann tíma af eða ekki. Á sérhverjum tímapunkti getur konan ákveðið að ýta pabbanum út úr lífi barnsins og senda svimandi rukkanir á eftir honum. Og jafnvel þótt barnið fái aðgang að pabba sínum, jafnvel til jafns við móður, þá þýðir það ekki að innheimtuseðlarnir hætti að streyma inn um lúgu pabbans. 

Svolítið dæmi um svona lagað má finna hér.

Bryndís segir að í hinum fullkomna heimi hefði málið verið látið niður falla, enda galið í alla staði. „En við vissum áður en út í þetta var farið að það væri borin von, enda lögin ekki með okkur. Þessir peningar eiga vissulega að fara til barnsins en við munum líklega aldrei vita hvort þeir einhvern tímann rötuðu þangað”.

Hún bendir ennfremur á að sambúðaslitapappír hjá sýslumanni sé ekki samningur eins og hann kallast heldur ekkert annað en ávísun sem gildir í fjögur ár hið minnsta. Ávísun sem lögheimilisforeldri hefur í höndunum og getur notað til hótana og fjárkúgunar.

Galið, en svona er þetta. 

Móðir getur jafnvel bætt í og ásakað pabbann um hitt og þetta og kerfið tekur því sjálfkrafa sem heilögum sannleik. Barnið og pabbi þess eiga enga möguleika í slíkum aðstæðum. Ég þekki góðan mann sem fær ekki að vera í pabbahlutverki í lífi barns síns vegna einmitt ásakana sem enginn hefur fyrir því að skoða nánar. Ég þekki annan sem er mjólkaður eins og belja um hverja krónu í meðlög og frístundir og fær varla að hitta barnið sitt nema mamman þurfi að komast á djammið. 

Einstæðir feður eru oft og iðulega gerðir gjaldþrota. Sumir gefast upp og fremja sjálfsmorð. Aðrir reyna að láta skrá sig sem öryrkja í kerfinu og losna þannig við svimandi meðlagsgreiðslurnar. Meðlög á Íslandi eru töluvert hærri en t.d. í Danmörku og alltaf talað um að bæta í því tölfræði um lífskjör einstæðra foreldra er meðaltalið af sómasamlegum ráðstöfunartekjum mæðranna og hörmulegum ráðstöfunartekjum feðranna, og það túlkað sem svo að mömmurnar þurfi meira.

Kerfið bregst ekki við þessu en allir sem vilja vita alveg hvernig ástandið er. Það kemur mér því ekkert á óvart að fæðingatíðni sé á niðurleið en kannski er ástæðan ekki frjósemi kvenna.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband