Bloggfærslur mánaðarins, október 2021

Athugið! Ný veiruviðmið!

Alveg óvænt og eins og þruma úr heiðskíru lofti voru í svolitlu viðtali gefin út tölusett viðmið fyrir sóttvarnaraðgerðir á Íslandi. Þau komu ekki frá talsmönnum heilbrigðiskerfisins eða opinberum embættismanni sem kallast sóttvarnalæknir og hvers embættismannafærslur Landlæknir ber ábyrgð á. Nei, þau komu frá óvæntum aðila.

En áður en hin nýju viðmið eru afhjúpuð er rétt að halda nokkrum atriðum til haga.

Staðan á heilbrigðiskerfinu:

cov_heilbrkerfi

Þróun greindra smita:

cov_smitadag

Og þá að nýjum viðmiðum yfirvalda á Íslandi, eða í hið minnsta það næsta sem við getum komist að um þau:

  • Yfir 13 sjúklingar á spítala (4 á gjörgæslu) eru allt að því þolmörk heilbrigðiskerfisins og engar tilslakanir á aðgerðum mögulegar 
  • 40-50 smit á dag í mesta lagi annars eru engar tilslakanir á aðgerðum mögulegar

Nýr talsmaður sóttvarnayfirvalda, heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisráðherra, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, hefur talað.

Annars bíð ég spenntur eftir því að fleiri fjölmiðlar leiðrétti falsfréttina sem birtist um daginn um að ekkert sprautað barn á aldrinum 12-15 ára hafi smitast af veiru. Á bloggsíðu sóttvarnalæknis er boðið upp á skáldskap til að útskýra hvernig slík frétt gat orðið til, en látum það kyrrt liggja. Athyglisvert er að alvarlegar aukaverkanir vegna sprautu í börn virðast vera fleiri en smit hjá sama hópi. Lækningin hættulegri en sjúkdómurinn. Og enn er barið í trommur til að troða nálum í krakka vegna veiru sem skaðar þau ekki. Til hvers? Til að verja þá eldri og bólusettu? Þá hræddu? Þá barnlausu?

Hvað um það. 40-50 smit á dag og færri en 13 á spítala. Ný tölusett viðmið sem er ómögulegt að ná þrátt fyrir sprautur og líknardráp ferðamannaiðnaðarins, og blasir við að jólunum verður aflýst. Aftur. 


Vill aðlaga spítalann samfélaginu (ekki öfugt)

Ragn­ar Freyr Ingvars­son, lækn­ir og fyrr­ver­andi yf­ir­lækn­ir Covid-göngu­deild­ar Land­spít­ala, spurði í innleggi á samfélagsmiðlum hvernig það væri að aðlaga spít­al­ann sam­fé­lag­inu en ekki öf­ugt.

Spurður hvort hann finni fyr­ir því að aðrir í lækna­stétt­inni séu sam­mála hon­um seg­ir Ragn­ar ekkert um það en gefur í skyn að hann sé ekki einn á báti.

Best þykir mér að Ragnar tali um meðferðir. Það hefur nánast enginn íslenskur læknir gert í þessum svokallaða faraldri, að því marki að maður heldur jafnvel að þeir hafi ekkert lært á 18 mánuðum.

Auðvitað á að aðlaga spítalann að samfélaginu en ekki öfugt. Þetta gerði Björn Zöega, þáverandi forstjóri Landspítalans, árin 2009 og 2013 þegar fólk raðaði sér á sjúkrarúmin vegna ýmissa veirusjúkdóma, og  líka árið 2020, þá í Svíþjóð. Þetta er hægt og raunar verður að vera hægt og beinlínis hlutverk heilbrigðiþjónustunnar.

Því miður eru samt ekki allir á sama máli. Sóttvarnalæknir telur sig ennþá vera mann í stjórnklefa sem viðurkennir um leið að hann viti ekkert hvað er að gera:

„Þannig hvort sem okk­ur lík­ar bet­ur eða verr þá er þetta að ger­ast og vilj­um við fara á þann stað að það skap­ist hérna neyðarástand í heil­brigðismál­um og fyr­ir marga sjúk­linga?“

Sem sagt: Aðlaga samfélagið að spítalanum.

„En menn verða bara að fá að reyna að spyrna við fót­um og gera það sem gera þarf og það er bara ekk­ert svo margt sem er í boði til að hefta út­breiðslu þess­ar­ar veiru, því miður, ég vildi að það væri ein­hver töfra­lausn.“

Þetta segir maðurinn sem hefur haft svo til frítt spil í eitt og hálft ár til að prófa allskonar og veit ekkert af hverju það virkar. Telur sig sennilega hafa endað veturinn bæði í fyrra og í ár með því að innleiða vor og viti menn! Smitin falla! Og núna er komið haust og viti menn! Smitin fara upp!

Og spítalinn alltaf á seinasta andadrættinum.

Annars held ég að sóttvarnalæknir sé aðeins að misskilja gagnrýnina á sig. Helsta gagnrýnin á hann er hið svokallaða hreyfanlega skotmark sem engin leið er að hitta í. Það má aldrei aflétta. Fari ein veira niður og önnur upp þá þarf að takmarka. Jarðhræringar á Reykjanesi? Takmarka. Lítið um smit en spítalinn að kvarta? Takmarka. Eitthvað um smit en ekkert að gerast á spítalanum? Takmarka. Sprauta alla í hraði og sem oftast og þegar það gerir ekkert gagn: Takmarka. Setja grímur á fólk sem gera lítið gagn annað en að hræða börn, og takmarka.

Takmarka!

Takmarka!

Takmarka!

Hvað er svo málið með allar þessar íslensku fréttir um ástandið í Danmörku? Ekki sé ég mikið um það í dönskum fjölmiðlum. Já, smitum fer fjölgandi (að hluta vegna fjölgunar prófana) en hér eru menn að vakta álagið á heilbrigðiskerfið og það er viðráðanlegt:

"Vi er ikke i nærheden af, at sundhedsvæsnet er spidsbelastet"

Þegar yfirvöld gefa til kynna að einhverjar lokanir séu mögulega í deiglunni þá spyrna menn við fótum og heimta að yfirvöld tali skýrt. Veiran er afskaplega leið yfir þessu og sagði t.d. í viðtali:

Jeg føler mig så overset, men jeg er altså stadig en stor, farlig virus.

Greyið veiran. Nú yfirskyggir flensan hana. Vonandi missa dönsk yfirvöld ekki stjórn á tilfinningum sínum. Lífið snýst ekki bara um að vera laus við veirur og lét fólk ekki sprauta sig með óreyndum tilraunalyfjum og hætti á alvarlegar aukaverkanir til að fá líf sitt til baka?


COVID-19 á Landspítala - tölulegar upplýsingar frá 23. sept. 2020

lsp_covid

bola_vs_ekki

Heimild.


Margar vínbúðir í stað einnar

Til skoðunar er hjá ÁTVR að loka vínbúðinni í Austurstræti. Fyrirtækið leitar nú að húsnæði fyrir vínbúð á sama svæði.

Af einskærri góðmennsku langar mig að hjálpa viðskiptavinum ÁTVR í þessu brýna máli og stinga upp á lausn: Að venjulegar verslanir geti boðið viðskiptavinum sínum upp á áfengi.

Það þýðir að vínbúðum í miðbænum geti fjölgað töluvert.

Ein í Bónus á Laugavegi.

Ein í Krónunni á Hallveigarstíg.

Nóg pláss í 10-11 á Austurstræti fyrir veglegt úrval.

Melabúðin gæti hýst nokkrar kippur.

Krambúðir í Mávahlíð og á Skólavörðustíg sömuleiðis, og auðvitað Samkaup í Stigahlíð. Framtíð hins opinbera

Engin þörf á stóru landflæmi fyrir bílastæði því áfengið er komið í göngufjarlægð rétt eins og maturinn og safinn. Sjálfbær hverfi og það allt. Allir á hjóli og hressir. Enginn troðningur í fáum verslunum á föstudagssíðdegi með tilheyrandi útbreiðslu á heimsfaraldri, enda vel vitað að ekki dugir að loka áfengisverslunum ef sóttvarnaraðgerðir eiga að geta aukið áfengisneyslu- og sýki.

Hvað varðar það markmið yfirvalda að stuðla að góðu úrvali á hagstæðu verði til að takmarka neyslu og stuðla að bættri lýðheilsu þá breytist ekkert. 

Einhverjir starfsmenn í jötu ÁTVR þurfa kannski að finna sér verðmætaskapandi vinnu. Nú eða ekki. Þeir geta bara sótt um eina af þessum bullstöðum hjá hinu opinbera (sjá mynd til innblásturs).

Er eftir einhverju að bíða?


mbl.is Vínbúðinni í Austurstræti lokað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bless, jól

Veirusmitum fjölgar á Íslandi eins og á sama tíma í fyrra.

vedurgudinn

Blaðamaður segir sóttvarnalækni ómyrkan í máli, og það er rétt, eða svo vísað sé í nýja bloggsíðu sóttvarnalæknis á covid.is:

Með vaxandi afléttingu takmarkana þá hefur dreifing smits aukist og greinilegt að einstaklingsbundnar sóttvarnir duga ekki til að halda faraldrinum í skefjum. Þó að útbreidd bólusetning komi í veg fyrir smit og einkum alvarleg veikindi þá virðist hún ekki duga til að stöðva þá bylgju sem nú er í gangi né heldur að koma í veg fyrir innlagnir alvarlegra veikra.

Er hann að segja upp starfi sínu vegna vanhæfni eða skella skuldina á aðra? Erfitt að segja.

Á sama tíma:

spitalinn

Berum þetta saman við svolítið tímabil árið 2009:

Aldrei hafa fleiri legið inni á Landspítala af völdum svínaflensu en í gær. Þá höfðu átta nýir lagst inn en enginn verið útskrifaður. Samtals voru 43 inniliggjandi, þar af ellefu á gjörgæslu. Yngsti gjörgæslusjúklingurinn var tveggja ára en sá elsti rúmlega áttræður.

„Við þolum ástandið,“ segir Björn Zöega, forstjóri Landspítala, um stöðuna. Hann segir spítalann enn starfræktan á virkjunarstigi viðbragðsáætlunar en langur vegur sé frá að færa þurfi starfsemina upp á neyðarstig, sem er efsta stig áætlunarinnar.

Manni fallast svolítið hendur. Spítalinn var töluvert verr fjármagnaður árið 2009 en árið 2021. Og síðan er það þetta:

„Hvað varðar gjörgæsludeildirnar þá rétt sleppur þetta enn þá en við gætum þurft að stækka þær um helgina,“ segir Björn. „Staðan verður endurmetin næst á sunnudaginn.“

Bíddu nú við, er hægt að stækka gjörgæsluna yfir eina helgi? 

Kannski niðurstaðan sé sú að meðan fólk lætur hýða sig af Víði og láta Sótta vekja með sér ótta þá munu Íslendingar aldrei losna við veiruna. En um leið og það breytist þá er þetta búið.


mbl.is Þórólfur ómyrkur í máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfið börnunum að koma til mín... í sprautu!

Nú er aldeilis byrjað að undirbúa stórauknar sprautanir á yngri og yngri krökkum með fréttatilkynningum og satt að segja frekar furðulegum yfirlýsingum.

Dæmi 1:

Ekk­ert smit hef­ur greinst hér á landi hjá bólu­sett­um börn­um á aldr­in­um 12 til 15 ára, en tæp­lega 64 pró­sent þeirra eru nú full­bólu­sett. Þetta kem­ur fram á vef stjórn­ar­ráðsins.

Þannig er unnt að halda því fram að bólu­setn­ing­in hjá þess­um ald­urs­hópi, sem hófst í ág­úst, veiti 100 pró­sent vörn. Þau börn sem hafa smit­ast af Covid-19 og veikst að und­an­förnu hafa öll verið óbólu­sett.

Dæmi 2:

Bólu­efnið frá Moderna við Covid-19 veirunni er ör­uggt og kall­ar fram öfl­uga mót­efna­svör­un hjá börn­um á aldr­in­um sex til ell­efu ára, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lyfja­fyr­ir­tæk­inu. 

Ég ætla að vera óþarflega sanngjarn og trúa þessum tölum: Menn söfnuðu saman gögnum, litu á þau og komust að þessum niðurstöðum. Gögnin ljúga jú ekki, er það nokkuð?

En!

  • Veiran er ekki hættuleg börnum. Eða til vara: Jafnhættuleg og flensan
  • Eru rannsóknir lyfjafyrirtækjanna á eigin afurð ekki fyrir löngu afhjúpaðar sem ófullnægjandi? Þær ná til lítilla hópa til skamms tíma og uppfylla að engu leyti viðmið sóttvarnarlæknis (árið 2018) um það sem mætti kalla örugg bóluefni. Mörg ríki hafa hent mörgum af lyfjum þessara fyrirtækja í ruslið (eða í hendur einhvers sem vill taka við þaim) eftir að margir höfðu orðið fórnarlömb þeirra
  • Ekki orð um alvarlegar aukaverkanir sem börn hafa orðið fyrir í þessum aldurshópum sem að sögn eru fullkomlega varin með sprautunum gegn veiru sem er þeim hvort eð er ekki hættuleg. Sprauturnar eru börnum jafnvel hættulegri en veiran (lækningin verri en sjúkdómurinn). Meira að segja hinir sprautuglöðu Ísraelsmenn fóru í smá sprautuhlé á 12-15 ára krökkum, og er þá mikið sagt!
  • Sprauturnar virka eftir sem áður ekki til að stöðva veirusmit frá unglingum og því gagnslaust fyrir áhættuhópa sem vilja vera nálægt börnum að láta sprauta börnin (sem, til áherslu, eru ekki áhættuhópur vegna veiru, bara vegna sprautu)
  • Íslensk stjórnvöld hafa hér komist að sömu niðurstöðu um virkni sprautuefnanna fyrir 12-15 ára krakka og sjálf lyfjafyrirtækin, sem hlýtur að vera alveg frábært, en því miður geta íslensk stjórnvöld ekki státað af hinu algjöra öryggi lyfjarannsóknanna, sem svo stolt komust að því að "there were no vaccine-related serious adverse events and few overall severe adverse events". Íslensk börn hafa ekki sloppið svo vel. Nema auðvitað að allir séu sammála um að ekkert neikvætt, og þá meina ég nákvæmlega ekkert neikvætt, sé "vaccine-related"

Annars er of snemmt að segja um virkni sprautu á krakka (fyrir utan þær alvarlegu aukaverkandi sem nú þegar hafa komið fram). Af vef RÚV, þar sem menn höfðu fallið fyrir fréttatilkynningu eins og flestir fjölmiðlar:

Eftir að fréttin var birt fékk fréttastofa ábendingu um eitt covid-smit hjá fullbólusettu barni í þessum mánuði.

Íslenskir foreldrar bretta nú upp á ermar barna sinna og eru tilbúnir að standa í röð og láta sprauta þau. Mikil er ábyrgð foreldra, þar á meðal heilsa barna þeirra. Á ekki að kenna þeim að reykja næst? 


Sprauturnar eru ekki lykillinn að opnu samfélagi

Í svolitlu myndbandi frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), sem á að vera einhvers konar fræðsla, segir Dr. Katherine O'Brien (WHO Director of the Department of Immunization, Vaccines and Biologicals) að þótt sprauturnar séu rosalega skilvirkar, komi í veg fyrir flest smit, minnki smithættu frá sprautuðum og minnki veikindi ef veira brýtur mótefnamúrinn að (áhersla upphafleg)

.. it has to be vaccines and the other things we are doing

Sem sagt: Að takmarkanir þurfi að vera til staðar (grímur, handþvottur, fjarlægðir og samkomutakmarkanir) þrátt fyrir sprauturnar. 

Þetta sagði hún líka í janúar í ár en þá undir því yfirskyni að menn vissu ekki nógu mikið um virkni sprautunnar og því þyrfti ennþá að fara að öllu með gát.

Með öðrum orðum: Ekkert hefur breyst. 

Eða hvað? Jú, sprauturnar minnka veikindi og fækka smitum, að sögn, en það er nú ekki alveg rétt heldur. Frá upphafi hefur verið talað um að hlífa heilbrigðiskerfinu, fletja út smitin og annað gott. Sum ríki, t.d. Danmörk, hafa tekið þetta að fullu til sín og afnumið nánast allar takmarkanir vegna veiru vegna þess hversu margir eru sprautaðir. En alls ekki Ísland. Trúin á sprauturnar er þar lítil sem engin þótt áherslan á að láta sprauta sig, og sprauta sífellt lengra niður í aldri, sé gríðarleg, og fólk flykkist með börn sín í sprautuhallir til að leggja líf barna sinna að veði. 

Þú, fullorðin manneskja, mátt auðvitað láta sprauta þig með hverju sem er. Heróín, kókaín og hvað sem er. Ég ætla ekkert að skipta mér af því. En láttu blessuð börnin í friði, vinsamlegast.


Bannað að andmæla!

Má benda á að COVID-19 er börnum frekar hættulaus sjúkdómur?Morgunblaðið

Má benda á að sprautur eigi helst aldrei að fara í börn nema eftir umfangsmiklar langtímarannsóknir? Að börnin eigi að fá að njóta vafans? Að læknar verði einfaldlega að sinna vinnunni sinni ef börn veikjast frekar en að þau séu gerð veik með sprautum?

Teiknari Morgunblaðsins er búinn að fá sig fullsaddan af einhliða umræðu og hefur nýverið verið að teikna frekar áhrifamiklar myndir sem eiga að fá fólk til að hugsa aðeins málið. Vissulega sparar hann engu til með dramatíkina en það hefur vissulega gilt um þá sem hafa viljað loka samfélagi, hagkerfi, skólum og landamærum.

Morgunblaðið

 Þetta er auðvitað alveg óásættanlegt. Blaðamaður nokkur komst svo að orði: "Ef ritstýrt dagblað birtir, ítrekað, svona andbólusetningarsamsærisþvælu pakkaðri inn sem dystópísku skopo, er þá hægt að draga aðra ályktun en að blaðið bakki þvæluna einfaldlega upp?"

Andbólusetningarsamsærisþvæla! Það er ekkert annað! Hvað hafði teiknarinn eiginlega skrifað? Jú: "Ókei, hraust fólk hefur stórskaðast af þessu kemíska glundri og þú vilt sprauta því í mig sem er í lágmarks áhættu. Ég held ég vilji fá annað álit."

Það er ekkert rangt við þetta. Og hvað er að því að fá annað álit? Er það allt í einu andbólusetningarsamsærisþvæla? Er búið að finna hinn heilaga sannleik? Er búið að tilnefna páfa sem flytur okkur óspillt orð æðri máttarvalda?

Teiknarinn skrifaði líka:

... vonaðu að þú verðir ekki einn af miklum fjölda þolenda alvarlegra aukaverkana sem sóttvarnayfirvöld minnast aldrei á ... [eða] ... sjáðu að náttúrulegt ónæmi ver þig fyrir manngerðu pestinni ef nóg er af D-vítamíni í líkama þínum.

D-vítamín er auðvitað ekki nóg eitt og sér til að styrkja ónæmiskerfið en punkturinn er sá að öflugt ónæmiskerfi dugir í langflestum tilvikum til að hrista af sér veiru og byggja upp langvarandi og öfluga vernd. Það er einfaldlega satt. 2021-10-24_11-03-04

Hitt er líka satt að almenningi er sagt mjög lítið frá alvarlegum aukaverkunum vegna sprautanna. Nánast ekki neitt. Maður verður hreinlega steinhissa þegar einhver fjölmiðill minnist á slíkt. 

En þetta er allt saman auðvitað ekkert nema andbólusetningarsamsærisþvæla. Þegar einhver þorir að benda á tvískinnunginn þá fer það svakalega í taugarnar á þeim sem vilja... vilja hvað? Helst af öllu sprauta börn? Sprauta alla reglulega? Sprauta, sprauta, sprauta! Af hverju taka illa launaðir blaðamenn sem græða ekkert á glundrinu þátt í þessu? Af hverju berja þeir á trommur til að smala ungum krökkum í sprautur með efnum sem hafa varla verið til í nema um ár, kannski eitt og hálft?

Ekki er það yfirgripsmikil þekking þeirra á nýjustu rannsóknum sem knýr þá áfram. Hverju veldur? Ég er hættur að vorkenna fullorðnu fólki sem tekur þátt í kórsöngnum og lætur smala sér í raðir í sprautur og skimanir, en látið börnin í friði!


Besta getnaðarvörnin: Sýslumaður

Þýski vísindamaðurinn Rebecca Weiss er konan á bak við þróun nýrrar getnaðarvarnar, svokallað COSO, sem er algjörlega hormónalaus og afturkræf getnaðarvörn fyrir karlmenn. Er um að ræða getnaðarvörn sem notandi fyllir af vatni og setur eistun ofan í, sem notast við bæði örhljóð (ultrasound) og ákveðið hitastig til að koma í veg fyrir sáðfrumumyndun.

Hljómar hræðilega.

Besta getnaðarvörnin er fyrir löngu fundin upp, á Íslandi í hið minnsta. Hún er í boði sýslumannsembættisins og gengur út á að ef leiðir móður og föður skiljast þá missi faðirinn að mestu leyti tengslin við börn sín, sem og laun. 

En hvað með lögin? Mæla þau ekki með jafnræði og jafnrétti og öðru góðu? Kannski, en framkvæmdin er önnur. Yfir 90% meðlagsgreiðenda eru karlmenn þrátt fyrir að jafnrétti kynjanna, þar á meðal launajafnrétti, sé algjört og það mesta á heimsmælikvarða. 

Kæri karlmaður: Gleymdu því að sjóða á þér eistun í einhverjum hljóðbylgjum. Kynntu þér frekar úrvinnslu sýslumannsembætta á forræðismálum. Þú munt ekki gleyma smokknum eftir það.


mbl.is Ný getnaðarvörn fyrir karlmenn vinnur til verðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir grímulausir!

„Nei, ég meina það er al­veg sama hvert þú ferð það eru nán­ast all­ir grímu­laus­ir og þannig að fólk er eig­in­lega að hegða sér eins og það sé eng­inn vá,“ segir Már Kristjáns­son yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar Land­spít­al­ans.

Getur einhver vinsamlegast vísað mér á leiðbeiningar frá Má Kristjáns­yni yf­ir­lækn­i smit­sjúk­dóma­deild­ar Land­spít­al­ans gefnar út eða tjáðar í orði eða riti fyrir janúar 2020 þar sem hann segir að grímur séu mikilvægar til að sporna við smitsjúkdómum? Flensu, RS-veiru, hverju sem er. 

Nú eða álíka leiðbeiningar frá einhverjum öðrum. 

Hann var stóryrtur í viðtali í janúar 2020 um ástandið á spítala sínum (þá aðallega vegna flensu) en ekki orð um grímur og hvernig þær gætu bjargað málunum. Var kannski ekki byrjaður að lesa kínversk læknablöð á þeim tíma. 

Ég veit að margir Asíubúar hafa notað grímur lengi og hafa þekkst á flugvöllum í mörg ár fyrir grímunotkun sína en er það þá málið? Að vestrænir læknar hafi hreinlega sofið í tíma? Að þessar grímur sporni við smitum eða því að smita aðra?

Eða er Már Kristjáns­son yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar Land­spít­al­ans kannski bara að berja í trommur óttans, því annars er hætt við því að vanbúinn vinnustaður hans svíki enn og aftur hlutverk sitt sem spítali allra landsmanna?

Kæru blaðamenn, vinsamlegast hættið nú að taka þátt í þessum hræðsluáróðri! Selur óttinn? Kannski, en ef allir eru að selja það sama þá er kannski betri sala í að prófa eitthvað annað. Til dæmis góðar fréttir.


mbl.is Erfitt að standa gegn afléttingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband