Var þá tímasóun að fela ríkisstjórninni umboð til samninga?

Steingrímur J. er magnaður stjórnmálamaður.

  • Hann kennir fyrri ríkisstjórn, þar sem Samfylking var vel á minnst bæði með viðskipta- og iðnaðarráðuneyti á sinni könnu, svo ekki sé minnst á utanríkisráðuneytið, um að Icesave-málið hafi bara hreinlega verið lokað, og að eingöngu vantaði formsatriðin.
  • Hann nefnir, amk. ekki samkvæmt fréttinni, ekki einu orði ástæður þess að hætt var við að reyna á mál Íslands fyrir dómstólum.
  • Hann útskýrir ekki af hverju tryggingasjóður innistæða á Íslandi er hreinlega frelsaður frá öllum skuldbindingum, og að íslenska ríkinu gert að taka yfir skuldbindingar hans vegna Icesave.
  • Hvað kemur Holland þessu máli við? Var ekki verið að semja við Breta?
  • Hvar eru skriflegar heimildir hans fyrir öllu þessu tali um loforð og skriflegar samþykktir fyrri ríkisstjórnar?
  • Af hverju eru Bretar svona glaðir að málið var leitt svona hratt til lykta og með þessari niðurstöðu?
  • Ef íslenskur banki tekur við pening frá útlending núna, er íslenska ríkið þá orðinn bakhjarl minn ef Björgin G. Sigurðsson segir það við útlendinga á leynifundi án fundargerðar?
  • Ef málið var hreinlega "lokað" vegna orða og aðgerða Samfylkingar-manna í fyrri ríkisstjórn, af hverju má þá "fyrna" (þjóðnýta) kvóta íslenskra kvótaeigenda þrátt fyrir að ekkert slíkt hafi staðið til hjá fyrri ríkisstjórn, og menn hafi svo gert viðskiptaáætlanir sem miðuðust við það? Má bara endurskoða sum "loforð" fyrri ríkisstjórnar, en ekki öll?
  • Hvort var hröð undirokun íslenskra "samninga"manna (sem voru víst ekki að semja um neitt, heldur bara endurnýja fyrri undirskriftir) til merkis um pólitíska auðmýkt gagnvart stórríki í Evrópusambandinu, eða pólitískt hugleysi gagnvart slíku ríki? 

Já, það koma ein eða tvær spurning til hugar núna.


mbl.is Skriflegt samkomulag í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu sinni var,  endur fyrir löngu gerður samningur við Breta um landhelgi.     þá undirskrifaði  Ólafur Jóhannesson undir samning sem Lúðvík Jósepsson  ekki var sammála, og sagði svo fljótt hann fengi völd yrði þessum samning riftað. Lúðvík Jósepsson fékk völdin og hann rifti samningnum.   Finnst enginn svona íslendingur í dag?????????????

J.þ.A, (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:28

2 identicon

Ein eða tvær, já.

1.  Af hverju vorum við að kjósa þetta huglausa kommúnista-pakk?

2.  Ef Samspillingin var slæm ætli "Twin-vélin (sem nú er(Twin vél er svaka dýr, framleiðsla hennar mengar meira en kjarnorkuver og hún eyðir jafn miklu eldsneyti)) líti út eftir 1 ár til?

3.  Af hverju eru gamlir kommar fyrir samninganefndinni?

4.  Af hverju látum við fara svona með okkur?

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:34

3 identicon

"Hann kennir fyrri ríkisstjórn, þar sem Samfylking var vel á minnst bæði með viðskipta- og iðnaðarráðuneyti á sinni könnu, svo ekki sé minnst á utanríkisráðuneytið, um að Icesave-málið hafi bara hreinlega verið lokað, og að eingöngu vantaði formsatriðin."

Eðlilegt. Hann er VG og var ekki í ríkisstjórn. Það er alveg rétt hjá honum að Samfó sofnaði á verðinum en augljóslega bera Sjálstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn yfirþyrmandi mestu ábyrgðina. Það voru nákvæmlega þeir tveir flokkar, við mótmæli og háa gagnrýni allra annarra flokka, sem einkavæddu bankana, hönnuðu kerfið, stjórnuðu fjármálaráðuneytinu, viðskiptamálaráðuneytinu og Seðlabankanum, og vörðu kerfið gegn allri gagnrýni langt umfram kreppuna. En allavega, Steingrímur er VG og ber enga ábyrgð á þessu... ekki að ég sé beinlínis aðdáandi VG (reyndar hata ég þá) en rétt skal vera rétt.

"Hann nefnir, amk. ekki samkvæmt fréttinni, ekki einu orði ástæður þess að hætt var við að reyna á mál Íslands fyrir dómstólum."

Ég stórefast um að nokkur fréttamaður myndi gefa honum tíma til að útskýra það, en burtséð frá því skal ég útskýra það hér og nú.

Aldrei hefur verið reynt á þessi lög fyrir dómstólum. Hinsvegar eru bankamál okkar algerlega samkvæmt því sem allir aðrir gera. Ef við hefðum kært og hvað þá ef við hefðum unnið, þá væri búið að slá niður lagalegri réttlætingu fyrir bankastarfssemi ESB í heild sinni. Þess vegna eru ALLIR á móti okkur í því að kæra, því við værum að taka með okkur lagalega forsendu bankastarfssemi.

Niðurstaðan yrði, með líkunum 100%, alger höfnun fjármálaheimsins við okkur. Það myndi þýða EKKERT erlent fjármagn inn í landið, hvorki lánað né gefið, sem myndi þýða ekkert minna en hungursneyð og lyfjaskort. Hingað kæmu engin innflutt hráefni, engin lyf og enginn myndi nokkurn tíma viljað díla við okkur aftur. Þú verður að sjá þetta frá erlendu sjónarhorni. Það myndi þýða einfaldlega að okkur væri ekki treystandi fyrir lánum, punktur.

Með öðrum orðum var þetta enginn valmöguleiki. Að fara með þetta í dómstóla hefði verið efnahagslegt sjálfsmorð og vandamálin sem blæsu þá við okkur eru svo gríðarleg að Íslendingar geta ekki einu sinni ímyndað sér þau... en nánar til tekið yrðu þau hungursneyð og lyfjaskortur. Það eru engar ýkjur, það er alveg svo mikið í húfi. Við skuldum margfalda landsframleiðslu og erum löngu búin að eyða öllu sem við fengum lánað.

"Hann útskýrir ekki af hverju tryggingasjóður innistæða á Íslandi er hreinlega frelsaður frá öllum skuldbindingum, og að íslenska ríkinu gert að taka yfir skuldbindingar hans vegna Icesave."

Mér skilst á Svavari Gestssyni, formanni samninganefndarinnar, að þetta sé einmitt ekki þannig heldur þvert á móti. Landsbankinn sé fyrsti skuldbindingaraðili, síðan tryggingasjóður innistæða og síðan síðast af öllum ríkið. Hvaðan hefurðu það að þetta lendi á ríkinu á undan tryggingasjóði?

"Hvað kemur Holland þessu máli við? Var ekki verið að semja við Breta?"

Málin við Breta og Holland eru nákvæmlega eins. Sömu forsendur, sama vandamál, sömu aðilar, sömu afleiðingar. Það væri afskaplega skrýtið að díla ekki við þau bæði í einu og bæði löndin myndu vilja fá það sama frá okkur hvort sem er.

"Hvar eru skriflegar heimildir hans fyrir öllu þessu tali um loforð og skriflegar samþykktir fyrri ríkisstjórnar?"

Ööö ég hélt það hefði alla tíð verið á hreinu, fyrir utan kannski blaður- og hrokaþursinn hann Davíð fokking Oddsson, vanhæfasta helvítis Seðlabankastjóra í sögu Evrópu. Síðan hann gerði landið að fífli í Kastljósinu rétt eftir hrunið hef ég ekki heyrt neinn fullyrða neitt annað en að við stöndum við okkar skuldbindingar. Það kom meðal annars fram í bréfi sem var skrifað af þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvini G. Sigurðssyni, til breskra ráðamanna, þ.e. í bréfinu ógurlega sem hann Darling virðist aldrei hafa lesið, sem leiddi af sér beitingu hryðjuverkalaganna.

Ég er svolítið hissa á þessari spurningu, þar sem alla tíð hefur verið hamrað á því að við stöndum við okkar skuldbindingar. Það var ekki fullyrt nákvæmlega hverjar þær skuldbindingar væru, enda var núna verið að greiða úr því, en alla tíð var á hreinu að við ætluðum að standa við okkar skuldbindingar, fyrir utan hið ólýsanlega óábyrga þvaður Davíðs Oddssonar í Kastljósinu, og skertri enskukunnáttu þáverandi Fjármálaráðherra Árna Mathiesen, sem virtist ekki geta sagt við Darling að það stæði til af einskærri vanfærni í tungumálinu.

"Af hverju eru Bretar svona glaðir að málið var leitt svona hratt til lykta og með þessari niðurstöðu?"

Af sömu ástæðu og við. Því að það er óþolandi að hafa svona mál opin lengi. Fjármálakerfið byggir á því að það sé hægt að meta eitthvað og spá eitthvað fram í tímann, og á meðan þessi óvissa stendur yfir er ekki hægt að gera neitt. Bretar eru nú bara ánægðir með að fá yfirhöfuð eitthvað, skiljanlega. Við ættum að vera ánægð því það lítur ekki (lengur) út fyrir að við þurfum að sætta okkur við lyfjaskort og hungursneyð eins og var vel raunverulegur möguleiki ef ekkert samkomulag hefði náðst og við hefðum farið í dómsmál.

"Ef íslenskur banki tekur við pening frá útlending núna, er íslenska ríkið þá orðinn bakhjarl minn ef Björgin G. Sigurðsson segir það við útlendinga á leynifundi án fundargerðar?"

Nei, ef íslenskur banki tekur við peningi frá útlendingi núna, þá er íslenska ríkið orðið bakhjarlinn alveg burtséð frá því hvað nokkur einasti maður segir, hvort sem það er opinberlega eða óopinberlega vegna þess að bankarnir eru í ríkiseign. Þess má einnig geta að það er almenn vitneskja í bankamálum að Seðlabankinn sé "lender of last resort". Það er bara beisik fjármálafræði. Ef hann ræður ekki við það þá tekur ríkið alltaf við skuldinni, það er eiginlega bara svolítið kommon sens í þessum efnum og engin ástæða til að taka það fram á fundargerð. Það er sjálfgefið í bankaviðskiptum og hefði litið afskaplega kjánalega út ef menn hefðu látið eins og það þyrfti að taka það sérstaklega fram. Svolítið eins og að taka það sérstaklega fram á bílprófi að maður hyggist ekki ætla að keyra niður gamlar kerlingar.

"fyrri ríkisstjórn, af hverju má þá "fyrna" (þjóðnýta) kvóta íslenskra kvótaeigenda þrátt fyrir að ekkert slíkt hafi staðið til hjá fyrri ríkisstjórn, og menn hafi svo gert viðskiptaáætlanir sem miðuðust við það? Má bara endurskoða sum "loforð" fyrri ríkisstjórnar, en ekki öll?"

Kemur málinu ekki við.

"Hvort var hröð undirokun íslenskra "samninga"manna (sem voru víst ekki að semja um neitt, heldur bara endurnýja fyrri undirskriftir) til merkis um pólitíska auðmýkt gagnvart stórríki í Evrópusambandinu, eða pólitískt hugleysi gagnvart slíku ríki?"

Hugleysi? Sjáum hversu hugrakkur þú hefðir verið þegar þú hefðir þurft að flytja úr landi til að fá ofan í þig mat. Við höfum innlenda matarframleiðslu fyrir sirka helming þjóðarinnar og eini möguleikinn annar en að semja var að loka landið endanlega frá öllu erlendu fjármagni. Afleiðingarnar af slíku er ekki hægt að ýkja. Landið yrði ekki byggilegt. Þetta var ekki val.

Þessir samningamenn undir forystu Svavars Gestssonar stóðu sig frábærlega og við getum þakkað fyrir að hafa fengið þann kost sem við fengum. Við hefðum léttilega getað þurft að borga innan 3 ára í stað 7 og fengið 6.7% vexti í stað 5.5%.

Það er kominn tími á smá "reality check" á Íslendinga í þessu. Þú gerir þér ekki grein fyrir því hversu alvarleg mál við vorum komin í. Þessi sáttargerð er það langskásta sem við gátum leyft okkur að vona og getum þakkað fyrir að það líti út fyrir að þessi kreppa muni þó allavega einhvern tíma enda. Það var ekkert víst.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:46

4 identicon

Icesave var í Bretlandi og Hollandi. Við skuldum báðum. Hollendingar frystu bara ekki eignir Icesave þar í landi svo það var ekki eins mikið havarí yfir þeim hluta málsins.

Kári Emil Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:47

5 identicon

Eigum við að borga ?  Hvar eru útrásarvíkingarnir?  Finnst enginn skæruhernaður á Íslandi?  Er ekki hægt að sýna þessu liði í tvo heima......?

J.þ.A (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:54

6 identicon

það var að ég held 18. október 2008 sem Geir H. Haarde skrifaði undir samning þar sem ábyrgð íslenska ríkisins á innistæðum icesave var staðfest

Og svo koma SUS liðar núna og mótmæla því þegar það á að fara ganga frá því sem samið var um

Stórkostlegt

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:59

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Þakka langt og ítarlegt innlegg þitt. Já og fróðlegt amk hvað efnistök varðar. Þá sérstaklega þegar þú gerir Sjálfstæðisflokk og Framsókn að höfundum evrópsks lagaumhverfis.

Samningagerðin virðist samt hafa farið fram með eftirfarandi hætti:

Breti: Íslenski ríkið greiði í topp innistæðutryggingu sína upp á 20 þús pund. Ábyrgist að minnsta hvorti hvert pund, hvort sem það felst í sölu á eigum ríkiseigna (hinar meintu eignir Landsbankans), að gera innistæðusjóðinn ábyrgan, eða á endanum íslenska skattgreiðendur (vinningshafinn, að því er flestum virðist, og þér er vitaskuld velkomið að leiðrétta).

Íslendingar: OK.

Einnig, þrátt fyrir rífandi ánægju þína og Breta og Steingríms með þessa niðurstöðu, að engin réttarfarsleg hlið hafi verið skoðuð, amk ekki þannig að hægt sé að sjá það, og er það miður.

Einnig, að Steingrímur J. virðist segja með berum orðum að ekkert hafi verið gert til að hnekkja fyrri 'samþykktum' sem Steingrímur J. virðist ekki flagga of miklum heimildum um, þótt hann ætti að geta snúið sér við á aðra hvora hlið í sæti sínu á Alþingi og beðið samstarfsfólk sitt í Samfylkingunni um að útvega.

Þú virðist samt himinlifandi, og hefur vitaskuld þínar ástæður fyrir því, og virðist telja að ef þetta hefði ekki verið niðurstaöðan, þá hefði Ísland sokkið í kaldan sjó. Þá það.

Ætla nú samt ekki að vera ósammála  þér mjög mikið (f. utan að firra Steingrím ábyrð og velta allri ábyrgðinni á þarseinustu ríkisstjórn) þótt ég hnýti í þig. Lexían er hvað sem öllu líður þessi, að mér finnst: Einkavædd fyrirtæki eiga sjálf að bera ábyrgð á skuldbindingum sínum, og enginn "lánveitandi til þrautavara" á að finnast, enda ýtir það undir áhættusækni, ábyrgðarleysis og aðhaldsleysis, hvort sem um er að ræða hjá bönkum eða öðrum fyrirtækjum. Einnig að fólk vantreysti bönkum rétt eins og öðrum fyrirtækjum, og þá sérstaklega þeim sem lána og endurlána með ætlaða ríkisábyrgð á bakinu, sem svo verður að raunveruleika þegar allt er hrunið.

Geir Ágústsson, 8.6.2009 kl. 17:06

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigmar,

Var sú undirskrift bindandi? Af hverju talar Steingrímu J. þá um "samningaviðræður" hér?  ..já sem hann segir að vel á minnst séu ekki hafnar en voru svo hafnar örfáum tímum seinna, í öðru landi, mjög líklega með hans vitneskju. Önnur saga samt.

Geir Ágústsson, 8.6.2009 kl. 17:08

9 identicon

Var sú undirskrift bindandi?

Hér á landi geta munnlegir samningar verið bindandi, hvað þá skriflegir.

Var ekki það hvernig staðið væri við þennan fyrri samning, þ.e. uppgjörið sem rætt var í þessum seinni samningaviðræðum, ég skildi það allavega þannig.

Var einhvern tíma talað um að verið væri að semja um eitthvað annað en það?

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 17:13

10 identicon

Ég er nú bara feginn á sama hátt og krabbameinssjúklingur sem fréttir af því að eiga fleiri ár eftir en hann hélt. Þetta eru vitaskuld ógeðslegar upphæðir sem við þurfum að borga, og það er eins ósanngjarnt og það verður, en eins og ég segi, það var á tímabili mjög raunverulegur möguleiki að mun verra færi.

Ég held, með fullri virðingu, að þú gerir þér ekki alveg grein fyrir því hverjar afleiðingarnar eru af því að það sé enginn lánveitandi til þrautavara. Að hafa lánveitanda til þrautavara er ekki fallegt í þeorískum skilningi, en hefur sýnt sig til að vera ill nauðsyn. Án hans færu bankar á hausinn og drægju allt samfélagið með sér samstundis. Peningar myndu gufa upp (já, beinlínis hverfa, enda yfir 90% peninga í umferð eingöngu tölur í tölvukerfum og á blöðum)

En að vísu tel ég persónulega að bankastarfssemi sé ekkert eins og hver annar iðnaður. Peningar verða til í bankakerfinu og allur annar iðnaður stólar á bankageirann. Að hafa engan lánveitanda til þrautavara væri bara að þú'st, skjóta sig í fótinn. Ef það er í bága við einhverja púrítíska kapítalíska kenningu, þá verður bara að hafa það.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 18:04

11 identicon

Sigmar: Samningur sem ríkisstjórn Íslands gerir er ekki bindandi fyrr en Alþingi hefur staðfest hann. Steingrímur getur ekki falið sig á bak við eitthvað minnisblað í þessu máli.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 18:12

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Þessi 100 ára tilraun Vesturlanda með "lánveitandaenda til þrautavara" hefur ekki sannfært mig um að þetta fyrirkomulag sé betri en heilbrigðar efasemdir um heilindi banka, frekar en annarra fyrirtækja, og hvað þá að einokunarstarfsemi ríkisins á peningaútgáfa hafi sýnt fram á  yfirburði sína fram yfir frelsi (td til að fara á hausinn) á slíkum markaði.

Alveg eiginlega lóðrétt þvert á móti, hvað sem líður uppnefnum þínum og furðulegum sögulega röngum staðhæfingum þínum um uppruna peninga. Enda kannski ekkert skrýtið - saga peninga er svo rækilega grafin niður í dulúð og áberandi hrópandi fjarveru frá lesefni sem almenningi er kynnt fyrir að maður þarf að hafa sérstakan áhuga á efninu til að rekast á eitthvað um það.

Geir Ágústsson, 8.6.2009 kl. 19:48

13 Smámynd: Birgir Hrannar Stefánsson

núna heyrði ég spurningu áðan sem ég væri til í að heyra rökræður um

"Af hverju 5,5% vextir á þessu láni þegar stýrivextir í Bretlandi eru 0,5% ?"

Birgir Hrannar Stefánsson, 8.6.2009 kl. 20:14

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill og fróðleg umræða. Hér í Svíþjóð þar sem ég bý eru bankarán framið á hverjum degi með "gömlu aðferðinni". Þá eru starfsreglur einfaldari og reynt er að ná bæði bankaræningjunum og þýfinu eins fljótt og hægt er, af lögreglu. 

Á Íslandi er hvorugt gert.

Að vísu er eitthvað frægt einkaspæjarafélag komið til Íslands (KROLL?), því ef bara væri hægt að ná svona helmingi þess fjárs sem rænt var síðustu 3 - 4 ár úr íslensku efnahagslífi, er það upphæð sem eru þreföld upphæð allra erlendra skulda að meðtöldu IceSave klúðrinu...

Enn þegar aðalræningjarnir eru eins og heilagar beljur í Indlandi sem ekki má stugga við, þá verður til svona vitleysa. 2 heilagar beljur sem labba inn í verslun í Indlandi getur gert verslunarmanninn gjaldþrota.

Annars hef ég lítið vit á stjórn- og öðrum trúmálum og hef engan áhuga á þeim.... 

Óskar Arnórsson, 8.6.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband