Þjóðkirkjan og þjóðin

Ég er sífellt meira að færast á þá skoðun að kirkjan eigi mikið inni í samfélagi okkar, jafnvel meira en oft áður.

Hvers vegna?

Jú, vegna alls þessa ógeðs sem er hellt yfir okkur og jaðrar við brenglun, svo sem:

  • Ásókn fullorðins fólks í börn og búningsklefa þar sem eru börn af andstæðu kyni
  • Klámfræðsla fyrir börnin
  • Dýrkun samfélagsins á geldingum
  • Afsakanir fyrir þá sem girnast börn kynferðislega
  • Hatur á samfélagi manna - sú trú að maðurinn sé eitur
  • Tilbeiðsla á ríkisvaldinu og æðstuprestum þess
  • Aukinn vilji til að blása í stríðsátök og jafnvel útrýmingu á ákveðnum hópum

Fyrir marga væri mögulega miklu betra að skreppa í nytjamarkaðinn á Háaleitisbraut og krækja sér í ókeypis eintak af Nýja testamentinu og lesa aðeins í því. Fyrir aðra að mæta í kirkju. Fyrir enn aðra að rifja upp sögulegar rætur okkar helgidaga og hvaða sögur liggja að baki þeim.

Sjálfur keypti ég mína fyrstu Biblíu í fyrra, gullfallegt og handhægt lítið eintak sem er ljúft að blaða í og lesa aðeins. Þetta gerði ég ekki af því að mín gamla kristna trú hafði snúið aftur heldur var ég einfaldlega að leita að áþreifanlegu móteitri við öllum viðbjóðnum sem okkur er núna kennt að sé hin nýju trúarbrögð. 

resistanceÉg heyrði skemmtilega greiningu á samfélaginu í hlaðvarpi um daginn um það hverjir væru hinir einu sönnu uppreisnarseggir í dag (sem myndin við þessa færslu minnir mig á). Það eru ekki fólkið með bláa hárið og nefhringina sem berar sig á almannafæri og dregur að húni fána Palestínu. Slíkir einstaklingar eru í dag orðnir hin viðtekna venja sem fær allt sviðið. Nei, uppreisnarseggirnir í dag eru snyrtilega klæddir, boða hefðbundin gildi og tala af yfirvegun og ró eftir að hafa lesið sér til um flókin málefni og myndað sér skoðun.

Kristnir menn í jakkafötum og kaþólskar konur í dragt

Þetta eru þyrnarnir í augum yfirvalda og hin raunverulega andspyrna gegn yfirgangi þeirra.

Þjóðkirkjan gæti mögulega komist í tísku aftur, sem móteitur gegn viðbjóðnum.

Ætli hún nái að nýta það tækifæri?


mbl.is Vill hafa ungan ráðgjafa sér við hlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birkir Aðalsteinn Traustason

"" hafi sér við hlið unga RÁÐDGJAFA, fólk sem er í tengslum við samtíman og muni ráðleggja biskupi um framtíðina WOW.... semsagt ekki fara eftir ORÐI GUÐS heldur einhverju fólki út í bæ......ekki hissa á þessum orðmælum biskups, enda Lútersk kirkja langt frá því að fylgja Orði Guðs

Birkir Aðalsteinn Traustason, 8.5.2024 kl. 04:25

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband