Svívirðilegt bruðl með skattfé

Það jaðrar við ósvífni að hið opinbera tali um að reisa rándýra skrautbyggingu í því árferði sem ríkir á Íslandi í dag. Hvernig stendur á því að það sé svo mikið sem rætt um að reisa einhvern pýramída fyrir almannafé á meðan ríkissjóði blæðir út og hvert einasta mannsbarn á Íslandi er vafið skuldabagga ríkisábyrgðar og ríkisgjaldmiðils marga áratugi fram í tímann?

Bruðlið birtist í annarri hverri frétt sýnist mér. Hérna er til dæmis frétt um opnun á einhverju víkingasafni í Reykjanesbæ þar sem á ekki einu sinni að krefja aðgangseyris frá gestum! Já, alveg bráðsnjallt alveg! Ríkir túristar geta þá sparað peninginn þarna á kostnað almennings. Hvað ætli skattgreiðendur hafi fengið að blæða miklu fyrir þetta snobb?

Eins og snobbið sé ekki nóg hjá ríkisstyrktri menningarelítunni að hún kvarti nú undan því að fá ekki undanþágu frá íslenskum skattalögum! Hvað með fólk sem flakar fisk eða skúrar gólf? Af hverju þarf það að borga skatta þegar því er greitt laun? Það væri nær að láta listasnobbelítuna borga hærri skatta en aðra, i ljósi þess að hún er sennilega sprenglærð úr íslenska skólakerfinu en hefur ekki greitt svo mikið sem krónu í skatt á ævi sinni, og lifir meira að segja á ríkisstyrkjum í þokkabót!

Já svo ekki sé minnst á íþróttaelítuna sem á að fá að halda áfram að fá að blóðmjólka skattgreiðendur í gegnum rekstur á risavaxinni íþróttahöll í Grafarvoginum. Einhvern tímann var nóg að hafa grasflöt upp á einhverja fermetra til að geta stundað nánast hvaða íþrótt sem er, nánast sama hvernig viðraði. Núna dugir ekkert minna en íþróttahöll sem getur hýst 40.000 manns í einu.

Hið opinbera á Íslandi, bæði í ríkisstjórn og sveitarstjórnum, virðist vera algjörlega ómeðvitað um ástand hagkerfisins. Það er kreppa. Allt sem er "nice to have" þarf að skera af ríkisspenanum svo hægt sé að sinna því sem er "must have". Flóknara er það ekki!


mbl.is 1,5-2 milljarða framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband