Kveikjarinn

María Sigrún Hilm­ars­dótt­ir, starfsmaður RÚV, stendur í ströngu þessa dagana. Hún leiddi rannsókn á gjörningum Reykjavíkurborgar á hinum svokölluðu bensínstöðvarlóðum og fær nú bágt fyrir, en svarar fyrir sig fullum hálsi. Það er búið að gera lítið úr vinnu hennar og taka af henni starf sem hún leysti vel af hendi. Ætli hún endist sumarið á vinnustað sem kærir sig ekki um krafta hennar og hæfileika? 

Hún er svolítið einsdæmi, satt að segja. Blaðamenn með góða vinnu á stórum vinnustað eru yfirleitt ánægðir með hlutskipti sitt og láta með ánægju segja sér fyrir verkum og hvað þeir eiga að skrifa og segja. Niðurstaðan er auðvitað sú að blaðamenn eru upp til hópa litlu meira nothæfir en fjölmiðlafulltrúar. Er María Sigrún Hilm­ars­dótt­ir að brjóta einhvern ís fyrir hrædda samstarfsmenn sína inni á sjálfri RÚV - Ríkisútvarpi Útvaldra Viðhorfa?

Ég skil vel að margir vilji halda hlífiskildi yfir Degi B. Eggertssyni. Hann er maður með bjart bros, liðað hár og þægilega nærveru. Ekki laðar hann að sér atkvæði lengur en hann laðar að sér oddvita, og það hefur dugað honum vel.

En að reyna fela beinagrindurnar í skápnum hans er mögulega fulllangt gengið.

María Sigrún Hilm­ars­dótt­ir finnur vonandi sinn farveg. Væntanlega verður það ekki innan RÚV. En hún sýnir öðrum blaðamönnum kannski að það er hægt að vinna sjálfstætt, sem blaðamaður, og samt fá borgað. Hún er fyrrverandi starfsmaður Kveiks sem varð að kveikjaranum sem brenndi af sér kúgun blaðamanna, kannski.

Sjáum hvað setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vel skrifað.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.5.2024 kl. 19:14

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vonum að hún haldi áfram á þessari skemmtilegu braut.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.5.2024 kl. 19:22

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hver eða hverjir stóðu fyrir því að banna útsendingu á þættinum í upphafi og af hverju er Stefán útvarpsstjóri alltaf "stikkfrí" þegar upp koma mál sem varðar fréttamenn rúv saman ber blogg Páls Vilhjálmssonar???

Sigurður I B Guðmundsson, 9.5.2024 kl. 10:43

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Stefán Einar Stefánsson greinir að mínu mati hlutina rétt þegar hann segir að Blaðamannafélagið sé félagsskapur vinstrimanna sem verja hvern annan og ráðast á andstæðinga sína, sem blaðamenn, og það sem meira er: Standa ekki með blaðamönnum sem ráðist er á ef þeir hafa ekki hallað sé nægilega mikið til vinstri, og jafnvel gagnrýnt vinstrimenn.

RÚV er varðborg þessara vinstrimanna og kemst upp með að lifa eins og ríki í ríkinu, en á kostnað annarra. 

Og enginn stjórnmálamaður þorir í RÚV. 

Geir Ágústsson, 9.5.2024 kl. 14:08

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Vonandi að María Sigrún tolli á RÚV talsvert lengur, til að gera þar siðbót, það sem þarf er að hún verði fyrirmynd og að aðrir starfsmenn rumski til vitundar um þannig fréttamennsku að ekki sé taglhnýting til vinstri einungis.

En það er of mikil bjartsýni. Hún ruggar bátnum og eins og hér er komið inná, það er hætta á að hún hætti sjálf, þreytist á þessu, eða verði sagt upp. Hún ruggar bátnum, en er nú samt með langa starfsreynslu þarna og ætti að hafa einhver völd.

Já þetta eru merkilegir tímar á RÚV, því þetta er til marks um meiri óróa, þótt ekki komi hann uppá yfirborðið nema hjá henni.

Það hljóta einhverjir að standa með henni, og einnig af þessari sömu ástæðu, að hún stendur sig betur í gagnrýnni fréttamennsku. og fleiri vita að það á að vera þannig, hlutleysi en ekki of mikill halli.

Eins og ég skrifaði annarsstaðar, skriða getur farið af stað þegar einn slíkur starfsmaður gerir breytingu. Því miður er einnig hætta á að þetta renni útí sandinn, og þótt hún starfi þarna áfram reyni hún ekki aftur svona góð og sjálfstæð vinnubrögð.

Ingólfur Sigurðsson, 10.5.2024 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband