Rússagrýlan mætt í Keflavík

Rússar eiga hraðfleygustu flugskeyti í heimi sem þeir þróuðu sem andsvar við uppbyggingu flugskeytaskotpalla NATO um gjörvalla Austur-Evrópu. Eða það er að minnsta kosti söguskýring Pútín. Sennilega erum við á Vesturlöndum með einhverja aðra.

Þessi flugskeyti geta ferðast heimsálfa á milli á mínútum. Mögulega hraðar en viðbragðstími margra varnarkerfa gegn flugskeytum. 

Það eru til margar leiðir til að lokka slík flugskeyti til sín (ef menn vilja vera á slíkri vegferð). Danir eru hérna mögulega fremstir í flokki. Þeir buðu NATO upp á mjög veglegar aðstæður til að koma sér fyrir í Eystrasalti. Um daginn lofuðu þeir að gefa Úkraínu öll stórskotaskotfæri sín. Hvað er heppilegra skotmark en vopnlaus bandamaður andstæðingsins með stórar bækistöðvar hers á sínu landi? Ég bý innan við 3 km frá flugvellinum í Kaupmannahöfn. Mér finnst þetta ekkert sniðugt (og heldur ekki ef kílómetrarnir væru hundrað). En það má jú ekki gagnrýna svona málningarvinnu á skotskífum.

Á hverju degi birtast fréttir af því hvað Rússar gætu gert. Um leið er okkur sagt hvað rússneska ríkið standi höllum fæti. Pútín er allt í senn að skipuleggja allskyns árásir og um leið á banabeði og notar klóna til að koma fram fyrir sína hönd. Hann heldur tveggja tíma ræður og situr álíka löng viðtöl en er um leið við lélega andlega heilsu. Hann er með krabbamein um leið og hann yngir upp kærustuna.

Blaðamenn ættu kannski að finna sér eitthvað annað til að fjalla um úr því þeim gengur ekki betur en þetta.


mbl.is Telur Rússa hafa áætlanir fyrir Keflavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Góðu fréttirar eru þær að Rússar munu ekkki gera innrás neinstðar.

En...

Loftárásir eru hlutur...

Og Psyop.  Held eir geti unnið með það síðarnefnda.  Ódýrara.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.2.2024 kl. 15:04

2 identicon

Sæll Geir,
Þetta er eins og með annað sem má alls ekki tala um, því þú átt að kaup allan msm- áróðurinn.
KV.Þorsteinn.
   
Bad russia : r/memes

Ukraine: made by Lenin, unmade by Putin? - Big Think

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2024 kl. 16:41

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég ólst upp í landi sem lagði rækt við hlutleysi í Alþjóðamálum, en ég veit ekki hvert það fór. Allavega er landið sem ég bý, þó það hafi sama heiti, ekki alvöru.

Guðjón E. Hreinberg, 24.2.2024 kl. 17:22

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er ótrúlegt hversu margir tala fyrir ófriði í dag. Stjórnmálamenn hafa löngum nýtt sér einhver átök til að þjappa hjörðinni saman og beina sjónum frá leiðinda vandmálum heima fyrir. Hergagnaframleiðendur passa upp á ríki kaupi þeirra framleiðslu þó spara þurfi í öllu öðru. Svíar eru þessa daganna gífurlega uppteknir af að komast í NATO og fréttamiðlar dag eftir dag uppfullir af fréttum frá Úkraínu og hættu á að Rússanir séu að koma og virðast búnir að steingleyma að þeir eru búnir að koma og fara t.d. þegar strandaði rússneski kafbáturinn þeirra losnaði  1981 og kvartandi íbúar Karlskona fengu aftur svefnfrið.

Grímur Kjartansson, 24.2.2024 kl. 18:42

5 identicon

Heybrækur lippast niður við minnsta mótlæti. Sem betur fer er til fólk sem stendur í lappirnar þegar á móti blæs og heybrókunum verður bjargað frá því að verða þrælar valdasjúkra narsisista. Verða heybrækurnar þakklátar þeinm sem stóðu í lappirnar?  Á ekki von á því.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.2.2024 kl. 22:25

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Talandi um söguskoðun Pútin, í viðtalinu við Tucker Carlson hélt Pútín því fram að Pólland hefði gengið of langt og neytt Hitler til hefja síðari heimstyrjöldina með því að ráðast á landið.

Wilhelm Emilsson, 25.2.2024 kl. 02:09

7 identicon

Það má ekki gleymast að á sama tíma og Þjóðverjar gerðu innrás í Pólland réðust Sovietið inn í Pólland úr austri. Allt gert samkvæmt samkomulagi Rippentrop og Molotov. Skiptingin fyrirfram ákeðin.

Bjarni (IP-tala skráð) 25.2.2024 kl. 08:19

8 identicon

Það er líka athyglisvert að Sovíetið skilaði aldrei neinum þeirra landsvæða sem þeir hertóku.  Stór hluti af Finlandi, Eystrasaltsríkjunum, Kúrileyjum, Bessarabíu (Moldovu),og áðurnefndum hluta Pólands sem í dag heyrir undir Belarus.  Þá voru öll lönd sem þeir lögðu undir sig í Evrópu sett undur járnhæl Sovíetsins.

Af hverju er Austurríki ekki í NATO?  Það var að kröfu Sovíetsins.

Bjarni (IP-tala skráð) 25.2.2024 kl. 08:55

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Nákvæmlega, Bjarni. Mörgum hættir til að gleyma Rippentrop-Molotov samningnum. Það var engin elsku mamma hjá Sovétinu.

Wilhelm Emilsson, 25.2.2024 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband