Blaðamanni tókst næstum því að falla ekki í gildruna

Mikið af skógum brunnu á árinu 2023. Í mörgum tilvikum var um að ræða íkveikjur ofstækisfólks sem situr í grjótinu núna. Menn hafa byggt nálægt skógum og það eykur líkurnar á skemmdum. Víða banna líka yfirvöld grisjun skóga í nafni náttúruverndar og þeir ná því að breytast í skraufþurrar púðurtunnur. 

Ekkert af þessu kemur á óvart. Blaðamaður tekur afleiðingarnar ágætlega fyrir (en síður orsakirnar). Honum tókst næstum því að skrifa um þetta heila frétt án áróðurstilbragða en fellur þó að lokum í gildruna í lokaorðum sínum:

Frá upp­hafi árs hafa skógar­eld­ar losað 6,5 millj­arða tonna af kolt­ví­sýr­ingi út í and­rúms­loftið, sam­kvæmt Sam­einuðu þjóðunum. Á hinn bóg­inn nem­ur los­un af völd­um jarðefna­eldsneyt­is 36,8 millj­örðum tonna á þessu ári. 

Talið er að um 80 pró­sent af kol­efn­um sem losna í gróðureld­um nýti gróður­inn aft­ur, hin 20 pró­sent­in fara út í and­rúms­loftið og stuðla að hnatt­rænni hlýn­un.

Stuðla að hnattrænni hlýnun já! Blaðamenn hafa ekki einu sinni fyrir því að rökstyðja svona fullyrðingar um áhrif snefilefnis í andrúmsloftinu. Ef koltvísýringur losnar í andrúmsloftið þá hlýnar Jörðin. Punktur, búið. Ef sú losun er minnkuð þá kólnar Jörðin, eða hlýnar hægar. Punktur, búið. Öllu loftslagi Jarðar má stjórna með því að snúa einum hnapp - styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu - og hitastigið með einum aukastaf stillt af með þeim hætti.

Gleymum um leið öllum hinum lofttegundunum, hafinu, sólblettum, geimgeislum, jöklum og ólínulegum áhrifum eins á allt hitt. Ræðum svo alls ekki jákvæð áhrif koltvísýrings á plöntuvöxt og uppskeru.

Blaðamenn eru auðvitað alsælir með svona grófa einföldun á flóknum hlutum. Þeir skilja þetta með losun manna á koltvísýring og að hitastigið hækki og lækki í takt við hana. Þeir telja sig ekki þurfa að útskýra af hverju nánast tvöföldun á styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu undanfarna áratugi hefur ekki valdið neinni greinanlegri breytingu á hitastigi lofthjúpsins. 

Um leið leika blaðamenn hérna hlutverk nothæfa vitleysingsins sem hjálpar sérvitrum milljarðamæringum og stjórnlyndum stjórnmála- og embættismönnum að réttlæta aðför sína að samfélagi venjulegs fólks. 

Hvað um það. Blaðamanni tókst næstum því að fjalla um skógarelda án þess að falla í gildruna. Næstum því. 


mbl.is Skógareldar ársins þeir mannskæðustu á öldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband