Á sölulistann með hana!

Byggðastofnun er stofnun sem ætti að selja eða leggja niður hið snarasta. Ef ríkisvaldið getur fundið kaupanda þá er það frábært. Ef ekki þá á einfaldlega að selja allar eignir stofnunarinnar í brotum og koma sér út úr þessu pólitíska hagsmunapots-hrúgaldi.

Hver ein og einasta króna sem Byggðastofnun fær frá ríkissjóði er króna sem einhver annar missir úr höndum sínum. Þegar Byggðastofnun leggur milljón í einhvern atvinnurekstur þá er einhver annar að missa af tækifæri til að leggja milljón í rekstur - eða bara eitthvað annað!

Ég efast um að varnarlína Byggðastofnunar á Alþingi sé mjög sterk um þessar mundir. Þess vegna er um að gera og koma stofnunni út úr ríkiskrumlunum í einum grænum hvelli!


mbl.is Verulega dregur úr hagnaði Byggðastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef verið að stríða þér hérna fyrir neðan.  Ég vil samt kvitta undir hvert orð þitt um Byggðastofnun.  Byggðastofnun er eitt af þessum ótal óþurftarfyrirbærum sem stendur bara fyrir spillingu og þvælist fyrir heilbrigðri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni.  Ríkiskirkjubáknið er annað fyrirbæri sem þarf að losa undan ríkiskrummlunni. 

Jens Guð, 21.8.2007 kl. 00:26

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Úff ekki koma mér á stað með upptalningu á því sem þarf að koma út úr ríkishítinni!

Reyndar er mun fljótlegra að telja upp það sem ríkið á að sinna en því sem ríkið á ekki að sinna. Fólk virðist almennt gera ráð fyrir að allt sem ríkið sinnir í dag sé sjálfsagt að ríkið sinni áfram. Þá helst þeir sem kalla sjálfa sig vinstrimenn/jafnaðarmenn, og aðra íhaldsmenn, þótt hinir svokölluðu íhaldsmenn séu gjarnar þeir sem vilja breyta umsvifum ríkisins mest (t.d. með einkavæðingum og skattalækkunum).

Spes, en svona er það nú samt.

Geir Ágústsson, 21.8.2007 kl. 11:02

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég nefndi nú þetta með ríkiskirkjuna vegna þess að við í FF höfum barist fyrir því að hún verði einkavædd.  En Sjálfstæðisflokkurinn stendur gegn okkur í því máli. 

Jens Guð, 21.8.2007 kl. 21:21

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig væri að segja við Sjallana að FF muni styðja einkavæðingu velferðarkerfisins ef Sjallar styðja einkavæðingu trúarbragðanna? Það væri alveg ljómandi díll!

Geir Ágústsson, 22.8.2007 kl. 09:06

5 Smámynd: Jens Guð

  Við höfum leitað eftir samstöðu meðal Sjallanna varðandi einkavæðingu ríkiskirkjunnar.  Og reyndar meðal annarra flokka.  En andstaðan er algjör.  Okkur hefur að vísu ekki dottið í hug að búa til þann pakka sem þú nefnir.  Ég tek þig bara á orðinu og set í gang könnunarviðræður sem ganga út á þetta.  Ég er vel tengdur varðandi nokkra góða vini mína sem sitja á alþingi fyrir Sjallana.  Er samt ekki bjartsýnn þekkjandi afstöðu þeirra til ríkiskirkjuna. 

  Þar fyrir utan:  Þykir þér ekki skrítið að við skulum sitja uppi með ríkiskirkju 2007?  Kirkju sem er bákn upp á 4000 milljónir á ári?

Jens Guð, 23.8.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband