Upp og niður, niður og neðar

Tveir flokkar mælast núna með nánast sögulegt fylgi. Fylgi Samfylkingarinnar er næstum því í sögulegum hæðum. Fylgi Sjálfstæðisflokki er í sögulegum lægðum. Kannski má skýra hvoru tveggja með einni og sömu útskýringunni.

Áður en ég geri tilraun til þess vil ég benda á að ég er hjartanlega sammála greiningu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á háu fylgi Samfylkingarinnar. Það skrifast á að fólk haldi að stefna flokksins séu orð formanns flokksins. Þetta samþykkir Samfylkingarfólk því það er gott að mælast með mikið fylgi. Þegar atkvæðin eru komin í kassana og kemur að því að afgreiða raunveruleg mál og mögulega stefnu í ríkisstjórn þá spretta hins vegar hinir raunverulegu Samfylkingarmenn úr skápunum og reyna að sópa yfir allt kosningatalið sem skilaði öllum atkvæðunum. Köttur í sekk sem kjósendur virðast ætla að kaupa.

En að fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks: Fylgi beggja þessara flokka mætti mögulega skrifa á samruna á stefnu flokkanna í nánast öllum málum. Þannig gæti kjósandi hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn af því honum er svo annt um velferð og ríkisútgjöld en velur núna að kjósa Samfylkinguna sem er svo annt um velferð og ríkisútgjöld en núna skyndilega líka annt um landamærin (með fyrirvara mínum hér að ofan um að slíkt muni á endanum ekki vera raunin). Mun færri eru að yfirgefa Samfylkinguna til að kjósa eftirlíkinguna í Sjálfstæðisflokknum. 

Á þessu eru auðvitað heiðarlegar undantekningar en þær eru fáar því í Sjálfstæðisflokknum tekst flokksbundnum meðlimum oft ágætlega að sía í burtu bestu frambjóðendurna í prófkjörum. Eftir sitja oftar en ekki frambjóðendur sem gætu allt eins verið í Samfylkingunni.

En nú er ég sem betur fer enginn stjórnmálaskýrandi. Kannski mun Samfylkingin gera kosningamál sín að stefnumálum. Kannski er fylgishrun Sjálfstæðisflokknum ekki því að kenna að stefna hans líkist sífellt meira stefnu Samfylkingarinnar. En sama hvað þá hef ég einhvern veginn tilfinninguna að það sem nú sé uppi fari fljótlega niður, en ekki endilega að það sem sé niðri sé líklegt til að fara upp.


mbl.is „Við verðum tilbúin þegar kallið kemur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Man enginn hvernig Samfylking, Ósjálfstæðisflokkur og VG - ásamt Framsókn - hafa með samhentum hætti rústað Íslandi frá 2007 til dagsins í dag?

Guðjón E. Hreinberg, 4.4.2024 kl. 15:20

2 identicon

Guðjón, nei þjóðin er með gullfiskaminni þegar kemur að fortíðinni. Kannski telja Samfylkingamenn sig hafa betri kost núna en þegar Logi Einarsson var í broddi fylkingar. Enn eru sömu sauðirnir innan Samfylkingarinnar og stefnan ekki breyst.

Tek undir orð Geirs og Sigmundar, ekki nóg að formaður tali og allir halda að það sé stefnan. Verður forvitnilegt að sjá hvort skoðanakönnunarfylgið haldi fram yfir kosningar.

En eins og venjulega er fátt um fína drætti þegar kemur að flokkum á þingi. Svo ekki sé talað um þingmenn. Í lögum sem þingmenn samþykktu, sennilega með hálfum hug eða tómum, er talað um ,,karlmaður sem eldur barn." Enginn karlmaður elur barn það vita allir. Þingmenn hins vegar eru annað tveggja algerlega áhugalausir um starf sitt eða heimskir. 

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2024 kl. 16:58

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"People aren't stupid, they're fucking stupid."

Ef fólk hefði eitthvað milli eyrnanna væri hvorugur þessara flokka til, og úrvalið væri allt annað.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.4.2024 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband