Ekki lengur þorandi að segja það sem blasir við

Blaðamaður tekur viðtöl við nokkra Íslendinga sem segja það sem blasir við en enginn ræðir. Allir viðmælendur velja að koma ekki fram undir nafni. Samt tala þeir eins og allir mínir verkstjórar í gegnum tíðina. Hvernig stendur á þessu?

Við hverju búast þessir viðmælendur ef þeir segja bara sína skoðun og frá sinni upplifun og koma fram undir nafni? Þeirri upplifun sinni að Íslendingar nenni ekki lengur að vinna erfiða vinnu og séu bara að sækja í þægilega innivinnu, troðfulla af fríðindum.

Hvað dettur einhverjum í hug að segja við því?

Er þetta ekki bara alveg laukrétt? Ég meina, viðmælendur eru að reyna ráða fólk í vinnu og sjá með eigin augum hvernig íslenskir umsækjendur bregðast við þegar þeir sjá smurolíu á fingrum fólks og kaffið borið fram í plastglösum. Þeir umsækjendur snúa við á staðnum og labba út í atvinnuleysisbæturnar. 

Er einhver ósammála þessum lýsingum úr raunhagkerfinu? Hvernig þá?

Hjálp óskast.


mbl.is Íslendingar vilja ekki þiggja störfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Það hefur alltaf verið til einhver hópur af fólki sem nennir alls ekki að vinna, en þessi hópur var lítill og það var engin að koma þeim til bjargar. Þessi hópur aumingja hefur hinsvegar stækkað svo um munar. Það er komið á það stig að stór hópur ungs fólks (undir þrítugu) er ekki tilbúið að vinna við óþrifalegar eða og erfiðar aðstæður. Og svo eru margir sem reyna fyrir sér í erfiðum störfum en gefast fljótt upp eða eru látnir fara af því þeir eru ekki tilbúnir að leggja neitt á sig. Þetta er alltsaman afleiðing þess að þjóð auðgast og það sem áður þótti mikil hlunnindi verður hversdagslegt og jafnvel ómerkilegt. Það vantar því hvata til þess að leggja sig fram. Og svo hafa sjúkdómshugtökin bæst við (kulnun, þunglyndi, trans, ég er fórnarlamb, osfr), og undanfarin 20-25 ár er ungu fólki kennt að þau eigi "réttindi" en það er lítið talað um skyldur sem er hin hliðin á málinu.

Útlendingarnir eru hinsvegar ósérhlífnir (þar til þeir læra okkar ósiði) af því að þeir koma úr umhverfi þar sem þú þarft að leggja mikið á þig til þess að betrumbæta líf þitt - svona eins og Íslendingar þurftu að gera fyrir 20 til 30 árum síðan.

En hvað veit ég? Ég er bara búinn að vinna með fólki um og undir tvítugu í núna 30 ár og hef átt þetta samtal við marga atvinnuveitendur. En auðvitað er ennþá til ungt fólk sem er tilbúið að leggja mikið á sig, en sá hópur hefur bara minnkað gríðarlega.

Það kemur svo ekkert á óvart að menn vilja ekki koma fram undir nafni og segja hvernig staðan er af því að menn gætu misst viðskipti, fengið á sig slæmt orð og jafnvel kæru fyrir hatursorðræðu!

Bragi (IP-tala skráð) 5.4.2024 kl. 15:07

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bragi,

Takk fyrir innleggið. 

Það þarf kannski að fara að tala um andlega og líkamlega viðkvæmt en heilt á geði að öðru leyti og líkamlega hraust ungt fólk eins og minnihlutahóp sem verður fyrir fordómum

Geir Ágústsson, 5.4.2024 kl. 16:02

3 Smámynd: Loncexter

Eg þekki mann (islenskann) sem reyndi að komast í fiskvinnslu úti á landi, en pólskur verkstjórinn vildi ekki íslendinga.

En svona ,,rasisma" er ekki hægt að kæra enn sem komið er.

Loncexter, 5.4.2024 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband