Þegar vandamálið er ekki vandamálið

Hugbúnaðarvilla gerði það að verkum að fjórar af átta hleðslustöðvum N1 í Staðarskála lágu niðri á sama tíma og mikil ásókn var í að hlaða bíla þar á annan í páskum.

Vandamálið, að mati margra? Of fáar hleðslustöðvar.

Nei, það er ekki vandamálið. Það vantar ekkert upp á innviði til aksturs á Íslandi, nema mögulega viðhaldið á þeim. Miðað við höfðatölu slær að ég held ekkert ríki Íslandi við í fjölda bensínstöðva, matvöruverslana, fatabúða og bara nefndu það. Þegar markaðslögmálin fá að ríkja þá spretta upp innviðir og þjónusta eins og arfi á sólríkum degi í kjölfar rigningar.

En af hverju eru þá þessar hleðslustöðvar ekki að spretta upp líka eins og arfi? Því það blasir einfaldlega við mörgum að rafmagnsbílar eru annaðhvort ónýt tæki eða vanþróuð. Kaup þeirra hafa verið niðurgreidd, beint og óbeint, og tómur ríkissjóður hefur ekki efni á slíku lengur, og hvað þá á viðhaldinu á þeirri plægingu á vegum sem þeir valda. Þeir deyja, springa, kveikja í sjálfum sér, hrynja í verði og kosta morðfjár að tryggja (þegar markaðurinn þorir að setja á slíkt rétt verð).

Rafmagnsbílar kepptu við sprengihreyfla fyrir 100 árum og töpuðu og hurfu. Sama ástand blasir við í dag.

Þeir duga kannski í skipulagðan akstur í þéttbýli, eins og á rekstri leigubíla eða sendibíla, en meira að segja það er vafasamt.

Vandamálið er kannski ekki bara að menn hafi veðjað á tækni til að leysa ímyndað vandamál (að veðrið ráðist af því hvort losun á koltvísýring færist úr brennslu á eldsneyti yfir í vinnslu hráefni í rafhlöður bíla). Vandamálið er kannski að fólk lætur glepjast. Vissulega er notalegt að keyra í rafmagnsbíl (þegar hann virkar) og kannski hægt að gera það á ákveðnum svæðum án þess að lenda í áflogum. En sem valkostur yfir það heila við bensín- og díselbílinn? Bara alls ekki.

Bíllinn hefur verið kallaður þarfasti þjónn mannsins. Fyrir suma er hann núna orðinn harður húsbóndi: Verðlaus, rafmagnslaus, kaldur og dugir bara til að skreppa í búð og til baka.


mbl.is Hugbúnaðarvilla bjó til langar raðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Chevrolet EV 1 var framleiddur í örfáum eintökum milli 1996-99.  Örfáir furðufuglar fengu að leigja þá - sennilega til að fela verðið, vegna þess að bílarnir kostuðu formúgu í framleiðzu.

Allir sem keyptu vissu hvað þeir voru að láta hafa sig út í.  Þetta var annað hvort bíll nr 2, eða innanbæjar innkaupa-kerra.  Engin hugbúnaðar vandamál, engar hleðzlustöðvar.  Allir voru ánægðir.

Sennilega ástæða þess að Chevy Volt eru eins góðir og þeir eru.

Veit ekki hvort þetta hafarí núna er vegna ráðríkra vitleysinga, eða evil scheme til að draga úr hreyfanleika alþýðunnar, eins og leftista er siður.

Bíll er visst verkfæri, og verkfæri þarf mapur að nota rétt, og fyrir hverjar aðstæður er til rétt verkfæri.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.4.2024 kl. 21:02

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það eina sem vantar hérlendis, er öryggis gettó fyrir okkur sem óttumst sósíalískan öfgajöfnuð og ríkissprautur.

Guðjón E. Hreinberg, 3.4.2024 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband