Samstaða um gjaldskrár- og skattahækkanir

Yfirvöld biðla nú til fyrirtækja að stilla verðhækkunum og bónusgreiðslum í hóf. Þau biðla til aðila á vinnumarkaði að koma sér saman um hóflegar launahækkanir. Þau segja okkur að sýna aðhald og þolinmæði.

Á sama tíma hækka yfirvöld skatta og gjöld og eyða um efni fram.

Er þetta ekki yndisleg mótsögn?

Ef ég skil fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2024 rétt þá eru ríkisútgjöld að fara tútna út um yfir 10% frá 2023. Vá!

Menn hafa auðvitað allar heimsins ástæður fyrir því: Aukin framlög til spítala og biðlista og hvaðeina. En hér eru menn sífellt að fá minna fyrir meira, eins og viðhald á gömlum bíl. Þessi gamla drusla er að krefjast meiri og meiri fjármuna til að einfaldlega fara í gang, og er að auki á lánum sem krefjast afborgana. Hún á heima á brotajárnshaug og í staðinn á að koma nýr bíll sem er sparneytinn, hagkvæmur og þarfnast ekki svona mikils viðhalds. 

Fjármálaráðherra hitti naglann á höfuðið um daginn í viðtali:

Ríkið á fyrst og fremst að sinna grunnþjónustu samfélagsins, kjarnanum. Og sinna henni almennilega. Öðru eigum við að leyfa öðrum að finna út úr og sinna ...

Þetta þýðir einkavæðingar, fækkun opinberra starfsmanna og niðurskurður á reglugerðum og eftirlitsiðnaðinum.

Það þarf að selja gömlu drusluna. Strax.


mbl.is Samstaðan kemur okkur í gegnum áföll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband