Þar sem Ísraelar og Palestínumenn vinna saman

Hryðjuverkaárás palestínskra hryðjuverkamanna og ofsafengin viðbrögð ísraelska hersins í kjölfarið hafa hreyft við taugum margra. Hraunað er yfir Gyðinga og Araba. Ég hef séð ummæli um Gyðinga eftir Íslendinga sem sjálfur Hitler hefði geta verið stoltur af. Ég hef séð líka séð ljót ummæli um Palestínumenn þótt flestir þeirra á Gasa-svæðinu séu ekkert alltof hrifnir af yfirvöldum sínum og yfirlýsingum þeirra. Við flýttum okkur að hoppa í skotgrafirnar í svart-hvítum heimi þar sem heilu þjóðirnar - ekki bara stjórnmála- og hermenn þeirra heldur almennir borgarar, konur og börn - eru nú eitthvað: Vondar, hræðilegar, kúgarar.

Ekki yfirvöldin, heldur borgararnir.

Það var því óvænt ánægja að rekast á frétt DW um tónlistarskóla í Berlín þar sem nemendur frá 27 ríkjum, þar á meðal Palestínu og Ísrael, læra að tjá sig opinskátt um tilfinningar sínar og upplifun og setjast svo niður og búa til tónlist, saman.

Nemendurnir eru ekki endilega sammála um erfið mál en þeir læra á samtalið, og það að virða skoðanir annarra þótt þær séu á öndverðum meiði við eigin skoðanir, eða eins og segir í fréttinni:

Meðal túlkunar nemenda á atburðunum benti Barenboim á að palestínskir námsmenn hefðu tilhneigingu til að líta á 7. október sem hluta af stærra sögulegu samhengi, en fyrir Ísraela hafa hryðjuverkaárásir Hamas breytt öllu. Þetta er aðeins eitt dæmi, sagði hann, sem sýnir hvernig sjónarhornin á sömu atburði geta verið mismunandi. Og samt held ég að við séum öll sammála um að við viljum vera hér áfram.

**********

Among the students´ interpretation of the events, Barenboim noted that Palestinian students tend to see October 7 as part of a larger historical context, whereas for the Israelis, the Hamas terrorist attacks have changed everything. This is just one example, he said, that shows how the perspectives on the same events can differ. "And yet I think we all agree that we want to stay here."

Ef við gætum nú bara lært að gera eitthvað svipað í stað þess að umbreytast á einni nóttu í Litla-Hitler eða Litla-Múhameð og óska heilu þjóðunum dauða.

Kannski leynist ástæðan fyrir ástandi samfélagsumræðunnar í þessum hluta úr frétt DW:

Reyndar hafa nemendur eitt sem sameinar þá: tónlist. Verkin sem þeir eru að æfa bjóða upp á eitthvað sem þeir geta einbeitt sér að, eitthvað sem þeir geta unnið saman; svo ég held að daglegt starf okkar hafi leitt til samheldni, sagði Rapp.

**********

Indeed, the students have one thing that unites them: music. The pieces they are practicing offer "something they can concentrate on, something they can work on together; so I think our daily work has led to a form of cohesion," said Rapp.

Kannski við séum einfaldlega eirðarlaus. Vinnuvikan er stutt, áhugamálin bundin við skjá og samfélagsmiðlarnir orðnir að vímuefni sem gerir fólk vitstola.

Hvernig væri að búa til tónlist í staðinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Því miður hafa Arabaríkin og Palestínumenn, allt frá stofnun Ísraelsríkis, sífellt verið að skjóta sig í fótinn. Má þar fyrst til nefna að Farouk Egyptalandskóngur bauð Palestínumönnum hæli á Gaza í nokkrar vikur á meðan hann væri að sigra Ísraelsmenn. Afkomendur þeirra eru þar enn.

Svo var það Nasser, sex daga stríðið og fljótræði Hussein Jórdaníukóngs að ráðast inn í Vestur-Jeruslem. Hefði hann hlýtt áskorun Ísraelsmanna og setið hjá þá hefðu þeir ekki hertekið Vesturbakkann. Svo má ekki gleyma gíslatökunni í München.

Fyrstu árin voru Ísraelsmenn tilbúnar til viðræðna við Arabaríkin og eftir Yom Kippur stríðið náði Sadat samkomulagi við þá, en hann var nokkuð einn á báti og svo var hann myrtur ásamt Shamir í Ísrael, sem einnig var maður sátta.

Loks var það flugvélaránið og frelsun gíslanna á Entebbe í Uganda, þar féll einn ísraelskur hermaður, Yonathan Netanyahu. Þegar Benjamin bróðir hans sem ætlaði að stunda fjármálabrask í Bandaríkjunum frétti það þá ákvað hann að fara heim til Ísraels og gefa sig að pólitík. Framhaldið vita allir.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.10.2023 kl. 22:26

2 identicon

P.s. Sagt er að Hussein hafi átt samtal við Nasser sem hefði sagt honum að Egyptar væru að reka flýjandi her Ísraelsmanna til Tel Aviv. Þá hefði Hussein ekki staðist mátið og ráðist inn í V-Jerúsalem.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.10.2023 kl. 22:54

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Takk fyrir þetta. Auðvitað er sagan hérna löng og flókin og margir leikarar í henni. Eftir stendur að ungmennin í tónlistarnáminu virðast samt geta fundið leiðir til að vera og vinna saman þrátt fyrir ólíkar skoðanir og með mikla harmsögu í farangrinum.

Geir Ágústsson, 25.10.2023 kl. 06:29

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Falleg saga eins og þegar hermennirnir lögðu niður vopn jólin 1914, spiluðu fótbolta við óvininn og skiptust á jólagjöfin. Svo var slátrunin haldin áfram næstu fjögur ár.

Birgir Loftsson, 25.10.2023 kl. 08:36

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ Geir minn, eitt er að vera frjálshyggjumaður, annað er að upplifa sig í búblu, og jafnvel trúa henni.

Þér til vorkunnar, og þú átt mikla vorkunn skilið, þá voru ungmennin sem voru drepin á fæti, einmitt í svona búblu.

"Halló, ekki allir vinir, þarf bara ekki tónlist til að brúa gjána???".  Og fyrir utan þessi naví börn, þá mættu ennþá fleiri krakkar frá hinum vestræna heimi, sem héldu að fyrst að Ísrael væri siveleraðs, að þá gilti það sama um fólkið á bak við girðinguna.

Það fólk var ekki sammála, við vitum þetta Geir, það er ekki í þágu frelsis einstaklingsins að afneita þessari staðreynd.

Það er frekar eins og að kóa með.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.10.2023 kl. 11:32

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Hvað heldur þú að gerist þegar þessir krakkar skreppa heim til sín í jólafríinu eða eiga samskipti við ættmenni sín?

Jú, segi frá vinum sínum í náminu og hvernig þeir hugsa og hvað liggur þungt á þeim.

Sérðu ekki möguleika á því að þarna sé að myndast frjósamur jarðvegur fyrir uppbyggilega framtíðarlausn sem virkar fyrir alla? Frekar en keppast bara í því að redda sér stærri sprengjum, á báða bóga?

Nú er ég persónulega frekar á því að Ísrael sé vondi kallinn sem þjarmaði kerfisbundið yfir langan tíma að kettinum þar til hann fór að klóra frá sér, en að árásina á ungmennin eigi samt að fordæma af öllum mætti.

Það eru ekki allir vinir. Mögulega ekki krakkarnir í tónlistarskólanum. En samtalið hlýtur að trompa þjóðarmorð.

Geir Ágústsson, 25.10.2023 kl. 12:44

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Gott og göfugmannlegt viðhorf, einmitt sem dreif krakkana, og það af ýmsum þjóðernum, á þessa friðartónleika.

Meinið var að fólkið sem skipulagði fyrirfram aftöku þeirra var ekki í þessari búblu, eða hafði nokkurn tímann lagt eyra við röksemdarfærslu líkt og þú reynir að orða hér að ofan.  Og vissulega gerir vel, bæði þar og í pistli þínum.

Svo ég segi eins og góður maður reyndi að segja við Gunnar Gunnars, þetta eru ekki Þjóðverjarnir sem þú þekkir, þetta er ekki þjóð Goethe og Heine.

Þó drengurinn hafði unnið með Ísraelsmönnum þá afhjúpaði hann samt pabba sinn, svo ég vitni í frétt Mbl.is frá þvi fyrr í dag.

Ég er alinn upp við í mínum austfirsku fjörðum  að sjá hið góða í manneskjunni og fólki, ég áttaði mig á að  það væri eitthvað mikið að í íslam þegar ég las skoðanakönnun meðal venjulegra breskra múslima, þar sem 40% þeirra kváðust styðja Talibana í Afganistan, en þá voru nýbirtar myndir af þeim miðaldaskríl hengja konur  á þjóðarleikvanginum í Kabúl, þeirra sök að hafa reynt að afla tekna fyrir heimili sitt og börn.

Í alsnægt Lundúna fannst 40% af þeim fannst þetta allt í lagi.

Þarna á milli er mikið menningargap og ég hef ekki nokkurn áhuga á að brúa það með því að samþykkja kynníð eða annan viðbjóð sem beinist að betri helming okkar Geir.

Milli þess og mín er engin málamiðlun og ég held að mennskan sé sammála mér.

Miðaldir eiga ekkert erindi inná 21. öldina.

Frekar en við tæklum miðaldarofstæki með röksemdum okkar aldar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.10.2023 kl. 13:57

8 identicon

Ahmad Mansour er ísraelskur Arabi, fæddur 1976. Hann er sálfræðingur og býr nú í Þýskalandi. Hann ólst upp í litlu þorpi þar sem faðir hans vann á bensínstöð og efnin lítil. Afi hans hafði verið hrakinn burt af jörð sinni árið 1948 og var meðal þeirra sem bauðst hæli á Gasa en fór ekki. Hér segir hann frá uppvexti sínum þar sem feðraveldið var algert, spurningar óvelkomnar og sérhverri óhlýðni mætt með barsmíðum. Hann minnist þess þegar hann var sex ára, þá tók hann  upp á því að leika sér með stelpu á sama aldri, fyrir það var hann lúbarinn. Allt sem snerti kynlíf var tabú. Hann heyrði þó um það pískrað að einhver hefði barið brúði sína til bana á brúðkaupsnóttinni af því að hún var ekki "hrein mey".

Strákurinn hefur greinilega verið fluggáfaður því að imaminn í þorpinu tók eftir honum, snéri honum til harðlínutrúar og hvatti hann til mennta. Eitthvað fór þó úrskeiðis því að hann fór til náms í háskóla í Tel Aviv þar sem hann kynntist allt öðrum heimi.

Hér er viðtalið við Ahmad Mansour, það er því miður á þýsku en með tölvuþýddum texta:                                 Ahmad Mansour – Psychologe (01.02.2016 Vis A Vis)           

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 25.10.2023 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband