Er skrýtið að blaðamenn brugðust á veirutímum?

Fyrirsögn sem gengur á milli fjölmiðla núna er einhver útgáfa af eftirfarandi setningu:

Golfstraumurinn gæti stöðvast árið 2025

Þetta er víst niðurstaða rannsóknar sem nýlega var gefin út.

En rannsóknin segir ekkert þessu líkt. Hún segir eitthvað í áttina að:

Viðsnúningur á Golfstraumnum talinn 95% líklegur til að gerast á bilinu 2025-2095

Núna vandast málið. Hvað þýðir það?

Jú, að mestar líkur eru á að eitthvað gerist á tímabilinu 2025-2095 sem þýðir að líklegast gerist eitthvað um miðbik tímabilsins.

Þetta mætti setja í annað samhengi. Segjum að manneskja sé 50 ára í samfélagi þar sem lífslíkur eru 80 ár. Það er þá kannski hægt að segja að 95% líkur séu á að manneskjan deyi á aldrinum 51 ára til 110 ára. Líklegast í kringum 80 árin en mögulega einhvern tímann fyrr eða seinna.

Rannsóknin sjálf segir raunar að mestar líkur séu metnar árið 2057, svo ekki þarf mikla blaðamennsku til að láta ekki blekkjast:

Þannig er áætlað að viðsnúningurinn verði árið 2057, ...

**********

Thus, the tipping time is estimated to be in the year 2057, ...

Blaðamaður sem fjallar um vísindarannsóknir gæti mögulega vitað hvernig á að túlka líkur og tímabil í vísindarannsókn en líklega ekki.

Er skrýtið að blaðamenn brugðust á veirutímum? Létu sér fyrirsagnir duga? Útdrætti blaðamannafulltrúa?

Nei, alls ekki.

En þar með er ekki sagt að við eigum að láta blekkjast. Það tók mig 1 mínútu að finna rannsóknina, leita að ártalinu 2025 og sjá hvað var raunverulega sagt. 

Ekki treysta blaðamönnum. Ekki treysta fjölmiðlum. Ekki láta blekkjast. Ekki hræðast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Minnir mig á þetta: https://i.redd.it/62j2rns509j81.jpg

... og þennan ágæta mann hér, í því samhengi: https://i.pinimg.com/originals/66/e5/c4/66e5c4044634f6be1a1a6d644cf772c2.jpg

Ég þarf að fara að kíkja á RÚV, mér sýnist að þeir séu að missa vitið.  Veit ei hvað veldur, en greindarvísitalan þar á bæ fer að nálgast löglegan hraða við leikskóla.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.7.2023 kl. 19:27

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Maður lærði um Golfstrauminn í barnaskóla
minnir að oft hafi síðan verið uppi áhyggjur um að þessi hitaveita norðursins gæti brugðist en ég hef bara enga trú á að nokkur viti með neinni vissu hvort og þá hvernig þessir hafstraumar gætu hugsanlega breyst.

Grímur Kjartansson, 26.7.2023 kl. 21:37

3 identicon

Fyrirsagnir hafa þann tilgang að vekja athygli og fá fólk til að lesa lengra. Það virðist hafa tekist. Og þó mestar líkur séu metnar árið 2057 þá gæti það skeð 2025. Það er því ekkert rangt í fyrirsögninni "Golfstraumurinn gæti stöðvast árið 2025". Þó líkurnar séu minni en 2057 þá er möguleikinn fyrir hendi. Minni líkur þýðir ekki engar líkur, jafnt nú sem á veirutímum. Blaðamenn greinilega með meiri skilning en verkfræðingur sem hefur sýnt litla sem enga færni í að lesa úr gögnum og gerði af þeim sökum margoft illilega upp á bak á veirutímum.

Vagn (IP-tala skráð) 27.7.2023 kl. 00:54

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það þarf einhver að útskýra fyrir þér hvað sé "líklegt" og hvað sé "ólíklegt" en í stuttu máli þá eru líkurnar á viðsnúningi árið 2025 álíka miklar og árið 2095, svo fyrirsögnin hefði allt eins getað verið "Golfstraumurinn gæti stöðvast árið 2095".

En það er rétt hjá þér að blekkingin virkaði og framkallaði músasmelli sem framkallaði lesendur sem urðu verr settir fyrir vikið - vita núna minna um ástand heimsins en áður en þeir lásu rangfærslu blaðamanns og villandi fyrirsögn (sem miðill eins og Vísir hefur nú breytt með nýrri fyrirsögn, en þú stendur fastur á þínu - gott hjá þér!).

Geir Ágústsson, 27.7.2023 kl. 06:30

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Auðvitað eru þetta ágiskanir sem hafa jafnvel verið endurteknar í áratugi og nú þegar eru vísindamenn að rökræða nálgun, gagnameðhöndlun og útreikninga eins og góðu vísindasamfélagi sæmir.

Vísindamönnum hefur ekki gengið vel að spá fyrir nokkurn skapaðan hlut þegar kemur að loftslaginu en dag einn mun einhver þeirra ramba á rétta spá og fyrir vikið hljóta mikla virðingu.

Geir Ágústsson, 27.7.2023 kl. 06:32

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

RÚV er vissulega að missa vitið en ætla nú samt að taka upp hanskann fyrir þá blaðamenn RÚV sem höfðu samband við loftslagsfræðing sem útskýrði þessa rannsókn og leiðrétti rangfærslur (eins og Vagns).

„Það er alls ekki þannig að líkanið sé að spá því að allt gerist fyrir 2025 heldur er verið að skoða tímabilið frá 2025 til 2090. Þetta gæti gerst um miðja öldina eða á síðari hluta hennar. En aðal málið er að tímabundnar sveiflur í þessari hringrás eru ekki óhugsandi.“

Geir Ágústsson, 27.7.2023 kl. 06:36

7 identicon

Þrátt fyrir margar ábendingar undanfarin ár þá virðist þú enn ófær um að skilja að minni líkur þýða ekki engar líkur.

".. þessar breytingar á hafstraumunum gætu orðið í fyrsta lagi 2025." segir loftslagsfræðingur moggans og er þar að segja það sama og ég og blaðamennirnir. Það kallast ekki leiðrétting nema hjá fólki með mjög takmarkaðan lesskilning. Og enginn, nema loftslagsfræðingur moggans, nefndi tímabilið fyrir 2025.

Og vísindamönnum hefur gengið mjög vel að spá fyrir breytingum í loftslaginu síðustu áratugi. Flest sem átti að vera komið fram er komið fram. En það kæmi mér ekki á óvart, og býst fastlega við, að sjá strax á árinu 2025 á þessu bloggi feitletraða fyrirsögnina "Vísindamenn höfðu rangt fyrir sér um stöðvun Golfstraumsins".

Vagn (IP-tala skráð) 27.7.2023 kl. 13:22

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ekki kaupa flugmiðann aðra leið til Argentínu of snemma byggt á agnarsmáum fræðilegum líkum byggðum á reiknilíkani sem tekur bara ein eins þátts Golfstraumsins. Nema þú viljir, auðvitað.

Geir Ágústsson, 27.7.2023 kl. 16:26

9 Smámynd: Haukur Árnason

"Og vísindamönnum hefur gengið mjög vel að spá fyrir breytingum í loftslaginu síðustu áratugi. Flest sem átti að vera komið fram er komið fram."

Jamm, þetta sem Vagn segir veldur mér heilabrotum.

Hvar hef ég eiginlega verið undanfarið ?

Haukur Árnason, 27.7.2023 kl. 19:13

10 identicon

Þar sem færni þín til að skilja það sem þú lest hefur ekkert batnað með aldrinum ætla ég að benda þér á nokkuð. Einu líkurnar sem nefndar voru eru 95% líkur á að stöðvun verði á tímabilinu 2025 til 2095. Mestar eru þær sagðar eftir 2057 en ekkert sagt um hversu miklar þær eru 2057 og ekki heldur 2025. Hvort líkurnar byrji í prósentubroti, prósentum eða tugum prósenta kemur hvergi fram. Og minni líkur þýða ekki engar líkur og ekki heldur agnarsmáar fræðilegar líkur.

Vagn (IP-tala skráð) 27.7.2023 kl. 19:14

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú ættir að kynna þér hugtakið "normalkúrva". Hún er feit í miðjunni og mjókkar svo þaðan í báðar áttir niður í nánast ekki neitt, og á jöðrunum eins nálægt núlli og augað getur greint. Þannig hefðu vísindamenn getað sagt: Líkur miklar árið 2057 og nánast engar árin 2025 og 2095. En ég held ég láti þar við sitja að tala um líkur og fjarveru þeirra.

Haukur,

Norðurheimskautið er horfið, sem og Grænlandsjökull, ísbirnir sömuleiðis, Maldívi-eyjar komnar undir sjávarmál, fellibylir og skógareldar hvoru tveggja að aukast í styrk og fjölda, bæði þurrkartímabil og ofsarigningar víðsvegar á ferð, heimshlutar óbyggilegir og óperuhúsið í Sidney að drukkna. Ertu ekki að fylgjast með?

Geir Ágústsson, 27.7.2023 kl. 20:38

12 identicon

Það sem vísindamenn hefðu getað sagt væru gögn þeirra önnur en þau eru er ekki það sama og það sem vísindamenn sögðu útfrá fyrirliggjandi gögnum. Það er hvergi minnst á normalkúrfu og því er það bara einhver fantasía hjá þér. En vísindamenn forðast það oftast að kríta eins liðugt og þú. Þú ættir að kynna þér hugtökin "bull" og "þvæla", og með þinn lesskilning fá krakkana þína til að útskýra hugtökin fyrir þér.

Vagn (IP-tala skráð) 27.7.2023 kl. 21:33

13 identicon

Haukur,

Norðurheimskautið er horfið,...o.s.frv. var spáð að gæti mögulega skeð fyrir næstu aldamót. En ekki af vísindamönnum heldur umhverfisverndarfólki og ekki samkvæmt neinu reiknilíkani. Ertu eins og Geir, ekki að fylgjast með?

https://eu.onlineathens.com/story/news/environment/2019/12/25/were-predictions-we-made-about-climate-change-20-years-ago-accurate/2014160007/
https://www.forbes.com/sites/ianpalmer/2023/01/17/a-fresh-reading-of-exxons-predictions-of-global-warming-and-climate-change-from-40-years-ago/?sh=43dd82a47840
https://news.yahoo.com/20-old-report-successfully-predicted-warming-scientists-200858337.html
https://www.carbonbrief.org/analysis-how-well-have-climate-models-projected-global-warming/
https://www.science.org/content/article/even-50-year-old-climate-models-correctly-predicted-global-warming
https://www.climatecentral.org/news/ipcc-predictions-then-versus-now-15340
https://thehill.com/opinion/energy-environment/566749-todays-climate-reality-was-predicted-by-ipcc-30-years-ago-now-what/
https://www.nationalgeographic.com/environment/article/how-climate-models-got-so-accurate-they-earned-a-nobel-prize
https://www.theweathernetwork.com/en/news/climate/causes/current-climate-change-was-predicted-40-years-ago
https://skepticalinquirer.org/2020/03/how-good-are-past-predictions-of-global-warming/
https://scienceexchange.caltech.edu/topics/sustainability/climate-change-predictions
https://futurism.com/the-byte/climate-scientists-horrified-predictions-correct

Vagn (IP-tala skráð) 27.7.2023 kl. 21:40

14 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það er engin mæling til, sem gefur til kynna hvað ýtir golfstraumnum af stað eða viðheldur afli hans. Allar getgátur um að hann eigi upptök sín í ósum Amazonfljótsins, eru getgátur og ósannaðar með öllu.

Þar með eru allar "vísindarannsóknir" um golfstrauminn hreinræktuð dulspeki sem þykist vera raunvísindi, en eru sannanlega falsvísindi. Allar slíkar renna undan rifjum kommúnista/sósíalista/marxixsta sem lifa fyrir aðeins eitt; að beita sundrungu til að ná völdum.

Guðjón E. Hreinberg, 28.7.2023 kl. 03:55

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Hérna er mögulega betri skýring á aðferðafræði rannsóknarinnar til að meta líkurnar á einhverju hræðilegu (bootstrap confidence interval) með myndum og öðru góðu til að róa þig:

https://acclab.github.io/bootstrap-confidence-intervals.html

Geir Ágústsson, 28.7.2023 kl. 05:57

16 identicon

Til fróðleiks :


https://youtu.be/tnVWUIhQ8dE

Óli (IP-tala skráð) 29.7.2023 kl. 10:58

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Óli,

Takk fyrir þetta! Mjög skemmtileg framsetning og sannfærandi og ég ætla um leið að fylgjast með þessari konu.

Geir Ágústsson, 29.7.2023 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband