Þarf ekki að loka hálendinu líka?

Nýtt eldgos dregur að sér fólk eins og mý að mykju. Skiljanlega. Eldgos eru ekki á hverju strái í okkar heimshluta og hvað þá eldgos sem malla í rólegheitum og bjóða upp á mikið sjónarspil.

Varfærni er samt þörf og ýmsir aðilar hafa tekið það á sínar herðar að tryggja hana. Það má jú enginn fara sér að voða, slasast eða deyja. Það þarf að passa að sauðirnir séu ekki á beit á vitlausum grasbletti eða ferðamenn að drekka kaffi úr brúsa á vitlausum hól. Ekki er talið sniðugt að ganga á nýju hrauni eða standa við hlið gíga sem geta hrunið og gott að hafa gjallarhorn til að góla á þá sem hlusta ekki í fyrstu tilraun.

En síðan hvenær er bannað að drepa sig á heimskulegan hátt í náttúrunni? 

Er sú regla eitthvað á undanhaldi á Íslandi?

Ferðamenn, íslenskir og erlendir, týnast og drepast á hálendinu með óreglulegu millibili. Þeir detta í sprungur í hrauni eða á jökli. Þeir láta sjóinn skola sér út á haf við strandlengjur. Þeir detta niður björg og kletta. Sumir týnast tímabundið og tekst að finna þökk sé vel þjálfuðum björgunarsveitum. Sumir hverfa, varanlega.

Þarf ekki að loka hálendinu og koma í veg fyrir lífshættulegan glæfragang þar? Eða skylda alla til að vera í fylgd með björgunarsveitarmanni? Eða leggja örugga stíga með handriði út um allar koppagrundir og banna minnsta frávik frá þeim?

Ef glannalegi göngumaðurinn má ekki drepa sig við eldgosið af hverju má hann þá drepa sig við Reynisfjöru? Eða á Langjökli? Eða við Dettifoss?

Yfirvöld vilja okkur auðvitað bara hið besta og að við höldum heilsu og lífi. Þetta gera þau með því að velja langar og erfiðar gönguleiðir sem halda löghlýðnu fólki víðsfjarri eldstöðvunum. Þetta gera þau með lokunum og eftirliti. Þetta gera þau með því að uppnefna fólk hálfvita. Og rétt eins og á veirutímum þá tilnefnir hið opinbera sérfræðinga og spekinga sem fá óskipta athygli blaðamanna sem dæla óttanum til almennings heima í stofu.

En kannski það sé til betri nálgun.


mbl.is Gosstöðvunum lokað á kvöldin á meðan gýs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband