Gefið blaðamönnum að borða

Eftir nálægt því fjögurra vikna dvöl á Íslandi og mörg opinská samtöl við marga einstaklinga hef ég komist að niðurstöðu: Það er rof á milli þess sem við sjáum í fréttatímum því sem er raunverulega að frétta.

Það er eins og blaðamenn séu ekki með neina tengiliði í samfélaginu sem geta sagt þeim frá beinagrindunum í skápunum. Nú eða að fólk sér enga ástæðu til að fóðra blaðamenn með safaríkum upplýsingum sem gætu orðið að stærri fréttum. Það vill jú enginn rugga bátnum og koma sér í klípu.

Nú er ekki mitt hlutverk að leka trúnaðarupplýsingum frá fólki mér nákomnu til umheimsins. Ég get bara hvatt viðkomandi aðila til að segja frá sjálfir. En maður situr eftir svolítið hissa á því hvað fjölmiðlar á litla Íslandi eru uppteknir af eigin handritum og hafa lítið fyrir því að bora í það sem er í ólagi.

Þurfa venjulegir Íslendingar ekki að byrja gefa blaðamönnum að borða? Viðbragðsaðilar, rekstraraðilar allskyns innviða, opinberir starfsmenn og fleiri liggja greinilega á mörgum dýrmætum molum sem ættu mögulega erindi við almenning sem hluti af málefnalegu aðhaldi á þeim sem hirða af okkur fé og eiga í staðinn að veita þjónustu.

Er aðhaldsleysið ástæða þess að innviðir á Íslandi eru sprungnir og ekkert fé að finna fyrir þá þrátt fyrir skatt- og skuldlagningu í hæstu hæðum?

Er holan í veginum í raun þér að kenna?

Mögulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér finnst semsagt vanta alveg fjölmiðil sem þrífst á slúðrinu sem hvíslað er úti í horni í fjölskylduboðum. Og fréttamenn sem ekki eru að leita að neinu öðru en krassandi sögum. Eðlumaður étur bíla í Breiðholtinu, kakkalakki á stærð við Yaris fannst í Bónus, sést hefur til Pírata höggva holur í götur í skjóli nætur og verkfræðingar háðir því að sniffa lím og borða skóáburð.

Vagn (IP-tala skráð) 19.7.2023 kl. 21:26

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Nei, það vantar engan slíkan fjölmiðil. Það vantar fjölmiðil sem segir frá ástæðum þess að sýslumaður segir upp 9 manns á einu bretti, til dæmis. Ástæðan er ekki sú sem var gefin upp en blaðamenn kyngja því sem þeim er sagt og virðast ekki komast dýpra.

Geir Ágústsson, 19.7.2023 kl. 22:22

3 identicon

Það var sagt frá ástæðunni. Ef einhver er að hvísla annarri ástæðu í einhverjum einkasamtölum þá er ekki við fréttamenn að sakast þó sagan fari ekki langt. Og síðan er sannleiksgildi slúðurs oft ekki mikið. Jafnvel þess sem þú trúir.

Vagn (IP-tala skráð) 19.7.2023 kl. 22:42

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það var talað um hagræðingaraðgerðir nema ég hafi misst af einhverri annarri yfirhylmingu. 

Geir Ágústsson, 19.7.2023 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband