Laugarvatnsleyndardómurinn

Þegar ég les og sé fréttir um brottrekstur hjólhýsa úr Bláskógabyggð þá er ég engu nær um hvað er að gerast í raun. Skortur á brunavörnum segir sveitarstjórinin. Hvað bull er það? Er nokkuð mál að henda í einn brunahana og nokkur slökkvitæki? laug

Hvað hafa mörg hjólhýsi fuðrað upp í Bláskógabyggð undanfarna áratugi? Og hvað hafa margir eldsvoðar í hjólhýsum leitt til eldsvoða í nærliggjandi mannvirkjum? Er hjólahýsabyggðin í Bláskógabyggð einhver púðurtunna umfram önnur tjald- og hjólhýsasvæði? Eða hreinlega venjuleg hverfi?

Við setjum svo margar reglur til að búa til öryggi og fyrirsjáanleika að það er ekkert pláss fyrir fólk lengur. Mig grunar að stjórnmálamenn séu ánægðir með það því þeir geta þá atast í borgurunum í nafni regluverndar að nafninu til en í raun í anda stjórnlyndis.

Kannski sveitarstjórnin í Hrunamannahreppi fylgist spennt með framvindu mála. Verða mótmæli? Fær sveitarstjórnin á baukinn? Kemst hún upp með að selja hjólhýsabyggð undir einhverja peningauppsprettu? Gangi allt að óskum í Bláskógabyggð verður hjólhýsabyggðin á Flúðum mögulega vöruð við ónægum brunavörnum og látin fjúka.

En sjáum hvað setur.


mbl.is Kveðja Laugarvatn þvert á vilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Brunakórinn byrjaði fyrir mörgum árum og var markvisst notaður. Síðan var farið að fjalla um holræsismál, götuskipulagning og fleira.

Það mátti bara ekki segja sannleikann: Það er ekki hægt að rukka fasteignagjöld af hjólhýsi.

Rúnar Már Bragason, 25.8.2022 kl. 12:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Rúnar,

Bingó!

Geir Ágústsson, 25.8.2022 kl. 13:35

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

Snýst þetta þá ekki bara um peninga ?  Brunavarnir eru kannski tylliástæða.

Hörður Halldórsson, 25.8.2022 kl. 18:01

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Af svipuðum ástæðum fékk Bláskógabyggð sett í lög árið 2006 bann við skráningu lögheimilis í frístundabyggð. Þeim líkaði ágætlega að rukka fasteignagjöld af sumarbústöðunum, en tímdu ekki að veita fólki sem býr þar þjónustu á borð við brunavarnir, snjómokstur o.fl. eins og væri skylt að gera ef íbúarnir væru með skráð lögheimili þar.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2022 kl. 19:21

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Það læðist sterklega að manni sá grunur en nú er sveitarstjórinn lögfræðingur að mennt svo kannski er hér bara um eitthvað snobb að ræða: Ekki þetta helvítis hjólahýsapakk í mínum bakgarði!

Geir Ágústsson, 25.8.2022 kl. 19:21

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vil koma hér að miklu hrósi á umfjöllun Morgunblaðsins í dag (bls. 4) um ástandið við Laugarvatn. Einlæg og opinská blaðamennska þar.

Geir Ágústsson, 25.8.2022 kl. 20:56

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Góður punktur hjá þér þarna! Kannski þessi aðför að hjólhýsabyggð hafi byrjað nokkurn veginn hérna:

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1159052/

Geir Ágústsson, 26.8.2022 kl. 12:18

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Verð að byrja á að afsaka vankunnáttu mína, þar sem ég hef ekki verið á landinu lengi. Ég sá eitthvað viðtal við konu sem hafði innréttað gamla strætisvagna og leigt þá út. Það var á einhverju svona hjólhýsa- og sumarbústaðalandi, en var það ekki í Bláskógabyggð?

Mér fannst hún meina vel og var mjög ljúf í framkomu, en mér leist ekki alveg nógu vel á manneskjuna. Man að hún og þeir sem fylgdu henni fengu kvartanir út af sóðaskap og þetta (kannski ágæta) framtak olli miklum deilum.

Ef ég er að rugla saman tveimur óskyldum málum, biðst ég afsökunar og vona að einhver geti leiðrétt ruglinginn.

Theódór Norðkvist, 26.8.2022 kl. 19:45

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Ég hef ekki séð neitt minnst á slíka vagna. Fólkið á Laugarvatni er sumt búið að vera þarna í áratugi yfir ákveðinn tíma ársins og myndar þar samfélag. Þetta sama fólk hefði væntanlega brugðist við svona löguðu sjálft. Ef þetta er yfirskyn sveitarstjórnar þá væri nærtækast að segja frá því en ekki bera við allskonar þvælu. 

Ég spái því að innan 12 mánaða verði tilkynnt um breytingar á svæðisskipulagi og þetta svæði gert að einhvers konar skattgreiðandi einingu, hótel eða einbýlishús eða hvaðeina. Og hjólahýsahverfi í öðrum sveitarfélögum geta byrjað að óttast, enda þegja þau í dag og vona það besta sem verður aldrei það besta.

Geir Ágústsson, 26.8.2022 kl. 21:28

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir svarið, hef ekki tök á að finna þennan þátt með viðtalinu við konuna, en geri það kannsi síðar. Kv.

Theódór Norðkvist, 26.8.2022 kl. 22:07

11 Smámynd: FORNLEIFUR

X-D vildi ekki hafa neitt "Trailer-Trash" lengur. Þarna getur einhver limur í flokknun byggt hótel eða háhýsi með þyrlupalli. "Hugsið ykkur," sagði konan í Vesturbænum þegar hún ók þarna um í fyrra, "hér gætu ferðamenn haldið að einhver sé að framleiða Crystal-Meth."

FORNLEIFUR, 29.8.2022 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband