Litla-Rússland

Ég legg til að menn byrji nú að kalla Reykjavík Litla-Rússland. Það er margt sameiginlegt með stjórnarháttum Rússa og þeim í ráðhúsi Reykjavíkur.

Í báðum tilvikum nota menn stærð sína til að svína á litlu nágrönnunum. Rússar leika sér að því að loka fyrir gasleiðslur sínar á meðan Reykjavík lokar götum án samráðs til að knýja áfram eigin stefnumál.

Í báðum tilvikum gætu litlu nágrannarnir haft gagn af leiðum til að forðast kúgun stóra nágrannans. Í Austur-Evrópu eru menn að tengja sig við gasframleiðslu Norðursjávar (með hinni svokölluðu Baltic Pipe). Á Seltjarnarnesi hljóta menn að vera hugleiða nýjar vegtengingar til að forðast miðbæ Reykjavíkur. 

Í báðum tilvikum langar þeim stóra að stækka enn meira. Rússar hirtu svolítinn skika af Úkraínu fyrir ekki svo löngu og komust upp með það, og þar á bæ eru menn sennilega að skoða frekari landvinninga. Í Reykjavík dreymir menn um skattgreiðendur Garðabæjar og Kópavogs og jafnvel Seltjarnarness og Mosfellsbæjar til að auka enn möguleika sína til að safna skuldum, reisa hallir og greiða leið vel valdra verktaka. Um leið verður lengra og erfiðara að flýja krumlur ráðhússins.

Er þá ekki samþykkt að kalla Reykjavík héðan í frá Litla-Rússland?


mbl.is Seltirningar í vörn í samgöngumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jónas Kristjánsson 12.6.2020 (síðastliðinn föstudag):

"Ársreikningar eru ágæt heimild um fjármálastjórn. Séu ársreikningar Reykjavíkur, Garðabæjar og Seltjarnarness fyrir árið 2019 bornir saman kemur fram að liðurinn "skuldir og skuldbindingar" hefur hækkað frá árinu áður, 2018, um 54% hjá Seltjarnarnesi, 15% hjá Garðabæ en 4,8% hjá Reykjavík. cool

Eigið fé á íbúa á Seltjarnarnesi lækkaði um 20 þúsund krónur en hækkaði hjá Garðabæ um 5.800 krónur og í Reykjavík hækkaði eigið fé á íbúa um 10.400 krónur. Og þannig mætti lengi telja.

Reykjavík er ekki verr rekin en nágrannasveitarfélögin nema síður sé og Seltjarnarnes er eina sveitarfélagið sem er rekið með tapi. Hvernig er það hægt? Þar hafa ekki verið neinar framkvæmdir í fjölda ára." cool

"Seltjarnarnesið er lítið og lágt.
Lifa þar fáir og hugsa smátt.
Aldrei líta þeir sumar né sól.
Sál þeirra er blind einsog klerkur á stól.

Konurnar skvetta úr koppum á tún.
Karlarnir vinda segl við hún.
Draga þeir marhnút í drenginn sinn.
Duus kaupir af þeim málfiskinn."

Hvað er á Seltjarnarnesi?!

Nærri því ekki neitt.

Ekki einu sinni miðbær.

Einungis verslunarmiðstöð við bæjamörk Seltjarnarness og Reykjavíkur.

Þar var ekki einu sinni pláss fyrir nýja Bónusverslun, þannig að ný verslun var opnuð úti á Granda í Reykjavík í stað þeirrar sem lokað var á Seltjarnarnesi.

Hversu stór höfn er á Seltjarnarnesi og hversu miklu er landað þar?!

Höfnin í Kópavogi er meira að segja stærri.

Seltirningar sækja nær alla þjónustu og vinnu til Reykjavíkur og enginn framhaldsskóli, banki eða pósthús er á Nesinu. cool

Þorsteinn Briem, 15.6.2020 kl. 10:50

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Það geta fleiri týnt kirsuber en þú: Reykjavík er langstærsta sveitarfélagið en virðist ekki geta náð fram neinni stærðarhagkvæmni því þar eru skattar í botni og skuldasöfnun að eiga sér stað seinustu góðærisár samhliða því.

Nema þú teljir vera eitthvað afrek að geta haldið sér yfir núllinu í blússandi góðæri og með skatta í hæstu hæðum? Hvað á þá að gera þegar herðir að? Jú, safna skuldum.

Svo nei, að þessu leyti eru ársreikningar í besta falli villandi lýsing á fjármálastjórn.

Annars hef ég séð ýmis frumleg rök fyrir því að Reykjavík gleypi nágrannasveitarfélögin og útrými þar með allri samkeppni um íbúða á suðvesturhorninu. En miklu frekar ætti maður að fara í hina áttina, brjóta sveitarfélögin upp ef íbúakosningar benda til vilja til þess, fækka lögbundnum verkefnum á þau og koma á alvörusamkeppni um íbúa.

Geir Ágústsson, 15.6.2020 kl. 11:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu vilja Seltirningar og þeir sem búa í Danmörku ráða því hvað er í miðbæ Reykjavíkur. cool

Þjóðvegir í Reykjavík eru til að mynda Hringbraut, Miklabraut, Kringlumýrarbraut og Vesturlandsvegur.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru því hluti af þjóðvegakerfinu.

Þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu, október 2009 - Kort á bls. 4

"8. gr. Þjóðvegir.

Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. ..."


Vegalög. nr. 80/2007

Þorsteinn Briem, 15.6.2020 kl. 11:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.6.2020 (í gær):

"
Skipu­lags- og sam­gönguráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti í vik­unni að heim­ila skrif­stofu sam­göngu­stjóra að ganga að sam­komu­lagi við Vega­gerðina um breyt­ing­ar a gatna­mót­um Hring­braut­ar og Hofs­valla­götu.

Hring­braut er stofn­veg­ur og því í um­sjá Vega­gerðar­inn­ar en náðst hef­ur sam­komu­lag milli aðil­anna um fram­kvæmd­irn­ar."

Endurnýja gatnamót á Hringbraut

Þorsteinn Briem, 15.6.2020 kl. 12:08

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 8.2.2018:

Rúmlega þriðjungur landsmanna býr í Reykjavík og þeir hafa væntanlega valið það sjálfir. cool

Flestir sem starfa á höfuðborgasvæðinu vinna í Reykjavík og ekki er nú mikil atvinnustarfsemi á Seltjarnarnesi, þannig að Seltirningar sækja alls kyns atvinnu og þjónustu til Reykjavíkur.

Það er því auðvelt að hafa útsvarið lægra á Seltjarnarnesi en í Reykjavík þar sem sífellt er verið að auka þjónustu og atvinnu fyrir þá sem búa á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Í Reykjavík búa einnig þúsundir manna sem ekki eiga þar lögheimili og þeim fjölgar sífellt, til að mynda erlendum ferðamönnum, erlendum starfsmönnum starfsmannaleiga og námsmönnum af landsbyggðinni.

Allir vita að sjálfsögðu að gríðarlega mikið hefur verið byggt í Reykjavík undanfarin ár, þúsundir íbúða og atvinnuhúsnæði, til að mynda hundruð hótela og gistiheimila.

Og vegna stóraukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli er einnig verið að byggja gríðarlega mikið í Reykjanesbæ, þar sem lóðir eru ódýrari en á höfuðborgarsvæðinu en útsvarið hærra.

15.1.2018:

Leikskólagjöldin hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 15.6.2020 kl. 12:37

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 19.1.2018:

"Aldrei hefur verið úthlutað lóðum fyrir eins margar íbúðir í Reykjavík og á síðasta ári.

Alls var úthlutað lóðum fyrir 1.711 íbúðir, sem hittir svo skemmtilega á að er sama tala og heildarfjöldi íbúða á Seltjarnarnesi í árslok 2016. cool

Aðalfréttin er þó að af þessum 1.711 íbúðum munu 1.422 verða reistar af félögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.

Þetta eru stúdentar, félög aldraðra, verkalýðsfélög, búseturéttarfélög og margir fleiri.

Samstarf við félög sem ekki eru að byggja í hagnaðarskyni er einmitt lykilatriði í að gera húsnæðismarkaðinn heilbrigðari og er hryggjarstykkið í húsnæðisáætlun borgarinnar.

Hér er svo listi yfir úthlutanirnar."

Þorsteinn Briem, 15.6.2020 kl. 12:40

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkið greiddi kostnaðinn við nýjan Álftanesveg, sem kostaði hátt í einn milljarð króna.

Engir peningar voru til í ríkissjóði fyrir nýrri sundlaug Álftnesinga og voru heldur ekki til fyrir nýjum Álftanesvegi.

5.10.2011:

"Sveitarfélagið Álftanes fær milljarð úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu þremur árum með því skilyrði að það sameinist öðru sveitarfélagi." cool

"8. gr. a. Tekjur Jöfnunarsjóðs eru [meðal annars] þessar:

a. Framlag úr ríkissjóði er nemi 2,12% af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs. Skal framlagið greiðast Jöfnunarsjóði mánaðarlega.

b. Árlegt framlag úr ríkissjóði er nemi 0,264% af álagningarstofni útsvars næstliðins tekjuárs og skal greiðast Jöfnunarsjóði með jöfnum mánaðarlegum greiðslum."

Þorsteinn Briem, 15.6.2020 kl. 12:51

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með lögheimili á Seltjarnarnesi, samkvæmt Hagstofu Íslands:

Árið 2001: 4.673,

árið 2020: 4.726.

Þeim sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi hefur því fjölgað um 53 síðastliðna tvo áratugi, eða 0,01%. cool

Með lögheimili í Reykjavík:

Árið 2001: 111.544,

árið 2020: 131.136.

Þeim sem eiga lögheimili í Reykjavík hefur því fjölgað um 19.592 síðastliðna tvo áratugi, eða 17,6%, rúmlega fjórum sinnum fleiri en þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi. cool

Ef þeir sem þar eiga lögheimili ættu lögheimili í Reykjavík væru þeir einungis 3,5% þeirra sem þar ættu lögheimili.

Og nú vill þessi fámenni hópur stjórna því hvað er í miðbæ Reykjavíkur.

Seltjarnarnes er því væntanlega Litla Rússland. cool

Þorsteinn Briem, 15.6.2020 kl. 14:44

9 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þetta er hið nýja "normal", þar sem hryðjuverk og fjárkúgun borga sig.

Örn Einar Hansen, 15.6.2020 kl. 16:40

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Pútín ætti að ráða Briem hið snarasta til starfa. Austur-Úkranía rynni þá núningslaust inn í veldi hans.

Geir Ágústsson, 15.6.2020 kl. 19:35

11 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Nato ríkin hirtu hluta af Serbiu, fyrir alls ekki svo löngu og KOMUST UPP MEÐ ÞAÐ. 

Svæðið kallast kosovo í dag. 

kv

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 15.6.2020 kl. 20:44

12 identicon

Mér finnst Littla-Rússland vel við hæfi sem nýtt nafn á Reykjavík.

Óhagnaðardrifin byggingafélög er sennilega það vitlausasta sem ég hef heyrt.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 16.6.2020 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband