Grunnskólar eru sláturhús

Fullorðið fólk er hvatt til að vera það sjálft og láta ekki staðalímyndir samfélagsins kúga sig og koma út úr skápnum með persónuleika sinn, smekk, hneigðir og hvaðeina. Við fögnum fjölbreytileikanum, höldum gleðigöngu, gerum tilraunir með klæðaburð okkar, umberum allskyns sérvisku og dæmum ekki aðra út frá eigin smekk.

Þess vegna ættu allir að geta verið vinir eða a.m.k. verið vingjarnlegir við aðra.

Þessu er þveröfugt farið í grunnskólunum. Þar eiga allir að læra það sama á sama hraða í sama umhverfi. Allir eiga að geta setið á rassinum og gleypt í sig námsefni af bók eða töflu. Það á helst enginn að tala nema úti. Stórum og litlum er hrúgað saman á aldri þar sem krakkar prófa mörkin. 

Foreldrum er sagt að börn þeirra eigi að mæta í skólann en skólinn getur svo lokað hvenær sem honum sýnist. 

Krakkarnir eru fóðraðir í hraði á skólatíma og svo sendir heim með fullar skólatöskur af heimanámi sem foreldrarnir þurfa að eiga við. Þá erum við ekki að tala um litlar æfingar sem skerpa á kennslu dagsins heldur fleiri klukkustundir á viku af námsefni sem ætti að hafa verið kennt í skólatíma en náðist ekki að komast yfir því enginn má dragast aftur úr.

Grunnskólarnir eru því af skiljanlegum ástæðum ekki eitthvað tilhlökkunarefni í hugum margra barna. Mörgum þeirra líður eins og rollu á leið í sláturhús. Hún finnur lyktina af dauðanum og veit nákvæmlega hvað er að gerast. Þegar kemur að kindabyssunni getur hún bara vonað að pinninn ljúki verkinu hratt og örugglega.

Það er kominn tími til að taka kennslu barna úr höndum hins opinbera og setja í hendur einkaaðila í samkeppnisrekstri sem þurfa á ánægðum foreldrum og börnum að halda til að reksturinn gangi upp. Ekki er nóg að losa aðeins hið opinbera kverkatak. Nei, það þarf að afnema opinberar námskrár, opinberar kvaðir á því hver má kenna og hver ekki og alla aðkomu skattpeninga að fjármögnun skóla.

Grunnskólarnir eru sláturhús og undirlögð opinberri miðstýringu í umhverfi ríkiseinokunar. Fullorðið fólk léti aldrei bjóða sér neitt slíkt. Af hverju eiga börnin þá að gera það?


mbl.is Of mikið um leyfi grunnskólabarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stundum koma þó óskemmdir einstaklingar úr skólunum og því ætti Brynjar Níelsson að vera dómsmálaráðherra

Grímur Kjartansson (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 18:49

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Nei, kallinn ... setja kennslu í henduyr einkaaðila? hvað eiga þessir einkaaðilar að kenna þessum vesalingum? hugmyndir barnaníðingsins múhameðs? hugmyndir þessa eða hins, sláturhúsa sniffsa?

Nei, takk ... það er betra að hafa "formlega" kennslu en slíkt þvaður.

Örn Einar Hansen, 13.3.2019 kl. 20:02

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað munu einkaaðilar kenna krökkum?

Því er auðsvarað: Það sem þeir telja að hámarki árangur krakkanna í lífinu og reyna þannig að uppskera hrós frá foreldrum sem mæla með því sama við aðra foreldra.

Fyrir suma krakka þýddi þetta mikið af leik og útiveru, en fyrir aðra mikið bóknám, og fyrir flesta bland af hvoru tveggja. Krakkar eru einstaklingar og þurfa einstaklingsmiðaða þjónustu sem um leið má ekki kosta skjólstæðinga skólans of mikið. Svona eins og barnagæslan í Kringlunni.

Geir Ágústsson, 14.3.2019 kl. 12:07

4 identicon

Sæll Geir.

Tek undir orð Gríms hér að framan.

Það hlýtur að vera voðalega langt síðan
þú settist á skólabekk!

Þetta eru staðlausir stafir sem þú ferð með.

Húsari. (IP-tala skráð) 14.3.2019 kl. 12:37

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Þeir eru víða, þessir staðlausu stafir:

https://www.dv.is/frettir/2019/3/14/margret-pala-karlar-beittir-ofbeldi-thad-er-verid-ad-skammast-svo-oft-drengjunum/

Geir Ágústsson, 14.3.2019 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband