Áminning til skattgreiðenda

Nú hefur myndastytta af typpi verið afhjúpuð í Tjörninni í Reykjavík. Hún minnir skattgreiðendur vonandi á að með því að láta féfletta sig í hítina er verið að styðja við ákveðna hluti á kostnað annarra. Þeir sem vilja ekki láta reisa styttu af typpi mega halda kjafti og borga. Hinir ánægðu geta brosað yfir því að hafa fengið typpið sitt og aðra til að borga fyrir það.

Typpið er vonandi góð áminning um það að allt sem hið opinbera sér um er gert á kostnað allra en vekur bara ánægju sumra. Það má vel vera að almenn sátt ríki um að hið opinbera einoki lagningu vega. Sértu óánægð(ur) með holurnar í þeim skaltu hins vegar halda kjafti. Þú færð ekki að ráða aðra til verksins eða hafa áhrif á vegalagninguna. 

Þökkum bara fyrir að við höfum þrátt fyrir allt ekki fangelsisvist hangandi yfir okkur ef við skiptum sjálf um ljósaperu, sem við keyptum sjálf. Væri hið opinbera hér við völd er hætt við að flöktandi og hálfdauðar ljósaperur tækju af okkur kvöldstundirnar í miklum mæli.

Einkavæðum allt.


mbl.is Ekki typpi heldur lítil hafpulsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þau segja þetta pylsu. Hélt að það væri nú nógu slæmt þar sem búið er að banna Árna pylsu. Eins og hann var nú skemmtilegur.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2018 kl. 20:57

2 identicon

Myndastyttan er reyndar pylsa. Ekki typpi. Mér finnst perralegt þegar bloggari sér þetta listaverk eins og hvert annað kyntákn. Ekki gott þegar karlmaður kemst ekki upp fyrir beltisstað í hugsun og ímyndunarafli.

Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2018 kl. 01:28

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég las fréttina sem færsla Geirs byggir á.þar segir í byrjun að skúlptúr Steinunnar hafi vakið mikla athygli vegna þess að hún minnti á karlmannslim.Hún fabúlerar með upphaf hugmyndar sinnar og hvernig hún varð að þessu "djásni"sem hún kallar hafpulsu. Þarf maður að hafa vit á höggmyndalist til að verða marktækur í skoðunum sínum á skúlptúr listamannsins.Mér er þá óhætt að segja þetta ljótt; Gæsin á myndinni lítur ekki við þessu,en að sögn var mikið hlegið við athöfnina og mikið stuð,afhverju? - Virðuleg athöfn í tilefni 100 ára fullveldis Íslands!     

Helga Kristjánsdóttir, 28.10.2018 kl. 03:30

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Typpi, pylsa, ormur, bleikur saur, eitthvað. Þetta er ekki fyrir alla en á kostnað allra. Fór þessi hlutur í deiliskipulagið? Í íbúakosningu? Þetta er góð áminning.

Geir Ágústsson, 28.10.2018 kl. 06:50

5 identicon

Ef þetta á að vera tákn fyrir lyðveldið .þá blöskrar mer ...En se þetta fyrir feministum i Ráðhúsinu sem hata karlmenn og allt þeirra þá  er mer skemmt !

rhansen (IP-tala skráð) 28.10.2018 kl. 17:18

6 identicon

Styttan er ekki á kostnað skattgreiðenda og verður þarna aðeins fram í desember.

"Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Bjarna Brynj­ólfs­syni, upp­lýs­inga­full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar, fengu aðstand­end­ur Cycle-lista­hátíðar­inn­ar af­nota­leyfi hjá af­nota­deild borg­ar­inn­ar fyr­ir upp­setn­ingu skúlp­túrs­ins. Litla hafpuls­an mun því standa í tjörn­inni fram í des­em­ber."

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.10.2018 kl. 17:40

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Þetta eru frábærar fréttir. Takk fyrir þær. Bragginn verður að duga enn um sinn sem minnismerki um misnotkun á fé skattgreiðenda. 

Er hægt að fá leyfi fyrir fleiru hjá "afnotadeild borgarinnar"? Mér sýnist hún vera mun sveigjanlegri en lóðaúthlutanadeildin eða deiliskipulagsdeildin. Það má reisa reður í Tjörninni með einu eyðublaði en það tekur langan tíma og kostar morðfjár að fá að reisa hús á lóð.

Geir Ágústsson, 28.10.2018 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband