Hestvagnasmiðir mótmæla bílaframleiðslu

Það er alltaf hjákátlegt að sjá staðnaðar starfsstéttir mótmæla nútímanum. Einu sinni var tréskóm (sabat) kastað á vélar verksmiðjanna í tilraun til að eyðileggja þær (sabotage). Núna stífla leigubílstjórar göturnar í stað þess að keyra um þær af því neytendur vilja kannski velja einhverja aðra til að keyra þá um sömu götur.

Það er ekki svo að þúsundir atvinnulausra hestvagnasmiða reika um göturnar af því bílarnir voru fundnir upp. Í staðinn fyrir að framleiða kerti úr hvalaspiki vinna hendur að því að framleiða rafala og ljósaperur. Í staðinn fyrir hestvagnasmíði vinna iðnar hendur að því að setja saman bíla. Þetta hefur verið kallað hin skapandi eyðilegging kapítalismans - hin holla og nauðsynlega endurnýjun í samfélagi sem vill bæta lífskjör almennings. 

Á Íslandi niðurgreiðir ríkisvaldið óteljandi tegundir rekstrar því stjórnmálamenn og skjólstæðingar þeirra í vernduðum greinum telja sig vita betur en neytendur. Kannski heldur það lífi í starfsstéttum en kannski veldur slíkt bara stöðnun þeirra og fátækt starfsmanna hennar. Kannski tryggja niðurgreiðslur framboð á íslensku lambakjöti í innlendum verslunum. Kannski valda sömu niðurgreiðslur því að hvatar til að koma sama kjöti á matseðil dýrustu veitingastaða heimsins eru drepnir. 


mbl.is Loka götum til að mótmæla Uber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Starbuck

Það er betra að venjulegir Íslendingar njóti lambakjötsins en útlenskir ríkisbubbar.

Starbuck, 31.7.2018 kl. 11:50

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Fæst ekki ferskur íslenskur fiskur í næði Bónus og Boston? Og skyr, ótrúlegt en satt.

Geir Ágústsson, 31.7.2018 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband