Just do it!

Af hverju vantar klósett við vinsæla áfangastaði? Af hverju vantar oft göngustíga á slíkum svæðum? Af hverju er víða skortur á bílastæðum? Af hverju er viðhald víða í molum? Af hverju er enginn að dansa í kringum vel borgandi ferðamenn og tryggja ánægju þeirra?

Svarið er: Það skortir hvata.

Þar sem hvata skortir verður mönnum skiljanlega lítið úr verki. Fáir vilja leggja á sig mikið erfiði án þess að sjá ávinning af slíku. 

Einn áhrifamesti hvati sem finnst í þessum heimi er sá að fá borgað fyrir erfiði sitt. Með því að eiga von á launum eða hagnaði er hægt að fá menn til að vakna snemma, vinna frá morgni til kvölds, svitna, puða, byggja, breyta og innleiða nýjar lausnir. Það er hægt að fá fólk til að setjast á skólabekk í mörg ár og lifa á núðlusúpum og beisku kaffi. Það er hægt að fá fólk til að kveðja fjölskyldur sínar svo vikum skiptir. Það er hægt að fá fólk til að gera svo margt af fúsum og frjálsum vilja ef hvatinn er til staðar.

Hvað gerist þegar þú fjarlægir þennan sterka hvata, þ.e. þann að eiga von á launum eða hagnaði? Flestir bregðast illa við og leggja niður vinnu. Örfáar sálir leggja á sig sjálfboðavinnuna en þá sjaldnast fyrir efnaða útlendinga eða fólk sem hefur það sæmilegt. Yfirleitt eru það fátæklingar, fatlaðir og langveikir sem njóta örlætis annarra í formi frjálsra framlaga og sjálfboðavinnu (og það er gott). Ríkir ferðamenn frá Japan og Jótlandi geta yfirleitt ekki átt von á gjöfum (og það er ekki óskiljanlegt né slæmt).

Hvernig stendur á því að skortir klósettaðstöðu, bílastæði, göngustíga, merkingar, viðhald og veitingasölu víða á fjölsóttum íslenskum ferðamannastöðum?

Svarið er: Það skortir hvata.

Hverjum er það að kenna? Ríkisvaldinu.

Hvað er til ráða? Koma ríkisvaldinu úr veginum.


mbl.is Segjast hafa lausn á salernisvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skortir hvata hjá þeim sem blóðmjólka ferðamennina til að hjálpa sér sjálfir. Það er vegna þess að þeir eru peningagráðugir lúðar sem láta aðra greiða leið sína, eins og ríki, sveitafélög og einstaklinga.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 17.11.2017 kl. 14:29

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sitt sýnist hverjum.

Sumir vilja að almennir skattgreiðendur, frekar en ferðamann, greiði fyrir uppbyggingu ferðamannastaða:

http://vg.is/hvi-ekki-ad-nota-skattkerfid-frekar-en-ad-stofna-nytt

Svo virðist sem það séu aðallega sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar sem njóta góðs af styrkjaregningu:

http://www.ruv.is/frett/einkaadilar-fa-3-prosent-ur-ferdamannasjodi

Einkaaðilar reyna að láta tekjur standa undir kostnaði og uppbyggingu en þá er lögreglunni sigað á þá. 

Geir Ágústsson, 17.11.2017 kl. 14:37

3 identicon

Þú misskilur þetta Geir.  Það er ákveðinn aðili sem á að sjá um þetta allt.  Um það eru bæði opinberir aðilar og topparnir í ferðaþjónustunni sammála.  Verst að þessi aðili er bæði hyskinn, nískur og kærulaus trassi.  Þessi aðili hefur aldrei gert nokkrn skapaðan hlut sem honum er falið og það er eins og hann vilji ekki vita af sínum skyldum.  Þessi aðili er margoft nefndur þegar upp koma vandamál og greint er hverjum þau eru að kenna.  Þessi aðili heitir Einhverannar. 

Annars er ég þér hjartanlega sammála. 

Steinar Frímannsson (IP-tala skráð) 17.11.2017 kl. 16:30

4 identicon

"Sitt sýnist hverjun." Segðu Geir. En það er líka eins gott því annars værum við líkleg flest rollur í leit að smala.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 19.11.2017 kl. 00:19

5 identicon

Ekki gott að hafa rangt eftir, þó léttvægt sé, "hverjum" átti þetta að vera

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 19.11.2017 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband