SJS kominn í björgunarbátinn en skipið sekkur enn

Enn og aftur lofa ráðherrar vinstristjórnarinnar því að núna sé batnandi tíð framundan með fjárfestingum, störfum og niðurgreiðslu á skuldum ríkissjóðs.

Margir kannast við söguna um Pétur og úlfinn. Trúir því einhver lengur þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja "Störf! Störf!"?

Í hvert einasta skipti sem ríkið hækkar skattprósentu eða leggur á nýjan skatt (annaðhvort á hagkerfið hér og nú, eða til framtíðar með skuldsetningu núna) þá veikist heilsa hagkerfisins. Núna hefur grimmasta skattastjórn Íslandssögunnar enn og aftur lofað skattahækkunum og aukinni skuldsetningu ríkissjóðs, og ástand hagkerfisins er miklu, miklu verra en haustið 2008 þegar tugir milljarða hurfu í bankahrun og úr skattstofnum ríkisins (eitthvað sem hefði bara átt að valda því að ríkið drægi útgjöld saman niður að tekjum úr óbreyttum eða lækkandi skatthlutföllum).

Ég endurtek: Ríkisstjórnin er að gera vont ástand verra, dag eftir dag.

Og þess vegna þarf hún að víkja, sem fyrst, og í staðinn þarf að koma einhver önnur ríkisstjórn, því engin önnur ríkisstjórn getur staðið sig verr en sú sem nú situr. 


mbl.is Hefðum að óbreyttu farið á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála sjáumst í kvöld á Austurvelli og ekki láta þér detta annað í hug nema þú sért bara bloggari og hræddur við suddann á vellinum!

Sigurður Haraldsson, 3.10.2011 kl. 14:59

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Nokkuð góður núna Geir!

Aðalsteinn Agnarsson, 3.10.2011 kl. 22:36

3 identicon

Sæll.

Ég sakna mjög hjá öllum flokkum og aðilum umræðu um það hvaða verkefni menn telja að ríkið eigi að sinna. Þegar þeirri spurningu hefur verið svarað er hægt að átta sig á því hvað ríkið þarf að taka af þegnum í formi skatta og hvar á að skera niður og hvar að auka útgjöld - allar slíkar aðgerðir verða mun markvissari. Þetta grundvallaratriði gleymist algerlega, því miður. Frjálhyggjufélagið ætti kannski að beita sér fyrir umræðu um þetta?

Viljum við að ríkið veiti heilbrigðisþjónustu? Ég vil það og þess vegna er ég alfarið á móti niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Ég vil einnig að einkaaðilar geti sinnt henni samhliða ríkinu og því mjög ósáttur við þann stein sem núverandi stjórnvöld hafa sett í götu einkaaðila í þessum geira.

Þurfum við hinar ýmsu opinberu stofnanir? Munu þeir málaflokkar sem þær sinna fara í rúst ef stofnunin er lögð niður? Mun byggð úti á landi leggjast af ef Byggðastofnun er lögð af? Mun umhverfi okkar grotna niður og allt verða ógeðslegt af mengun ef Umhverfisstofnun er lögð af? Þetta eru bara tvö dæmi en án efa mörg önnur ólíka augljós til.

Ég hef bent á það áður að þingmenn hérlendis eru 5 sinnum fleiri en þingmenn á Norðurlöndunum m.v. íbúafjölda. Starfsmenn Alþingis mátti telja á fingrum annarrar handar fyrir ca. 25 árum en í dag er þeir svo margir að auli eins og ég kann ekki að telja svona hátt. Hitt og þetta sem hið opinbera gerir er nauðsynlegt en hægt að gera með miklu hagkvæmari hætti. Sumt á hið opinbera alls ekki að gera. Ég sá á forsíðu Fréttablaðsins í dag að Rvkborg er farin að þrífa heima hjá fólki, fyrirsögnin var á þá leið að fólk kæmist ekki í rúm sín vegna drasls. Þegar opinber stofnun fer að sinna þessu er auðvitað bara verið að rækta upp aumingjaskap í fólki. Fólk sem er ekki fært um að þrífa sig og í kringum sig á heima í heilbrigðiskerfinu eða það verður bara að búa í drullu og skít. Ég vil ekki að mitt útsvar fari í að rækta upp aumingjaskap hjá sumu fólki. Þetta batterí á að leggja af og fækka borgarfulltrúum en ekki fjölga. Stjórnmálamenn fara mjög illa með opinbera sjóði vegna þess að þeir eru fé án eiganda. Ekki dytti mér í hug að styrkja með frjálsu framlagi kyngreiningu fjárlaga. Hvers vegna ætti ríkið að setja fé í það?

Nú er það þekkt að ef skattar eru lækkaðir stækkar kakan. Ráðast þarf í verulega fækkun opinberra starfsmanna og síðan væri hægt að fara með skatt á fyrirtæki og einstaklinga í ca. 10-15%.

Mér fannst alveg sérlega áhugavert og lofsvert hjá þér Geir þegar þú bentir á það hér hvernig kreppan 1920 var leyst. Það sem þá var gert sýnir glögglega að það að lækka skatta og draga saman hið opinbera er ekki bara fræðileg lausn á vanda samtímans heldur sýnir þetta dæmi með empírískum hætti hver lausnin er. Á þessu þarf að vekja athygli aftur og aftur og aftur. Ég skora á þig að skrifa grein í Moggann og Fréttablaðið um þetta, helst nokkrar þangað til fleiri fatta þetta. Þá fjarar enn hraðar undan núverandi stjórn. 

Takk fyrir áhugavert blogg :-)

Helgi (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 23:07

4 Smámynd: Geir Ágústsson

@ Sigurður: Ég bý ekki á Íslandi og gat því miður ekki mætt, en ég vona að almenningur sýni þrautseigju og púi þessa ríkisstjórn frá. Svo má alveg geta þess að þeir sem kusu þessa vinstriflokka á sínum tíma áttu alveg að geta sagt þér það fyrirfram að þeir yrðu hræðilegir í ríkisstjórn.

@ Aðalsteinn: Takk :)

@ Helgi: Ég sé að Vefþjóðviljinn fjallar nú einnig um sömu kreppu, í mýflugumynd, með tilvísun í þessa skýrslu. Annars verð ég að játa að ég skil illa þá sem boða niðurskurð hins opinbera, en setja svo sjálft heilbrigðiskerfið á undantekningarlistann, en þar finnst mér einmitt einna mikilvægast að ríkið byrji að draga sig til baka, allt í senn sem framkvæmdaraðili, greiðandi, innheimtari og reglusetjari. 

Geir Ágústsson, 4.10.2011 kl. 06:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband