Qu'ils mangent de la brioche

Qu'ils mangent de la brioche.

Þessi orð eru gjarnan (en sennilega ranglega) eignuð frönsku drottningunni Marie Antoinette og þýða "látum þá borða köku", en drottningin átti að sögn að hafa látið þessi orð falla þegar henni var sagt frá mikilli hungursneyð almúgans því mikill brauðskortur var í landinu. Já, af hverju borða þau þá ekki bara kökur?

Á Íslandi finnst fólk sem lifir hátt á kostnað annarra, búið að tryggja sér há eftirlaun á kostnað skattgreiðenda og með mánaðarlaun sem nálgast [sjö] stafa tölu. Þetta fólk hamaðist fyrir því að tónlistarferlíkið við Reykjavíkurhöfn yrði áfram í smíði þótt ekki væri til króna á reikningi hins opinbera. Því var haldið fram að það væri "ódýrara" að klára húsið en pakka því inn í plast og setja á sölu eða bíða með að klára það. Þetta sagði m.a. Björk Guðmundsdóttir, söngkona, sem verður seint þekkt fyrir hæfileika sína í stærðfræði. 

Nú er húsið að vera tilbúið. Um milljarð á ári þurfa skattgreiðendur að blæða til að rekstur þess gangi upp miðað við einhverja áætlun um nýtingu og miðasölu, þar af 419,4 milljónir í ár (sjá r undir Fjármál ríkisfyrirtækja í A-hluta >  ráðuneyti 02 > 3. umræða). Hvað sparaði ríkið mikið á því að loka heilbrigðisstofnunum úti á landi í ár? 

Hin háa elíta horfir niður á almúgann sem missir heimili sín og á ekki fyrir mat. Hin háa elíta hugsar með sér að eitthvað verði nú að gera fyrir þetta aumingja fólk. "Látum það borða köku! Förum á tónleika í Hörpu á meðan það fyllir maga sína."

Hin háa elíta á Íslandi ætti að kynna sér fallöxina góðu, þar sem hin háa elíta í Frakklandi endaði á sínum tíma.


mbl.is Ekki eftir neinu að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

6 stafa tölu?

100.000?

hmm (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 09:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sorry, sex núll átti þetta að vera, en sjö stafa tala er réttast, og leiðréttist hér með.

Geir Ágústsson, 3.5.2011 kl. 10:20

3 identicon

Sæll.

Fínn pistill. Sömuleiðis eru lífeyrisréttindi ráðamanna hér, sem eru ósjálfbær, til háborinnar skammar. Hvað ætli Jón Baldvin sé t.d. með í eftirlaun? Hann var lengi ráðherra, þingmaður og sendiherra? Hvað fær sá ágæti maður í vasann núna þegar hann er kominn á eftirlaunaaldur? Mér er það mjög til efs að hann hafi lækkað í launum (frá því að vera sendiherra) þegar hann fór á eftirlaun.

Þegar svoleiðis háttar er ekki að undra að margir þeirra sem hérlendis eru í stjórnmálum séu eiginhagsmunaseggir sem kæra sig kollótta um ástandið í landinu, atvinnumál og skuldir. Fólk sem snýr um 180° í hverju stórmálinu á fætur öðru á að fara í annað, sem og listamenn sem sjái ekki kostina við að leyfa Magma að halda áfram rekstri í friði.

Helgi (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband