Guðlaugur Þór snýst til varnar

Ég er enginn sérstakur aðdáandi Guðlaugs Þórs. Hann virðist hafa margt í pokahorninu sem hann vill ekki að sjái dagsljósið og forðast að svara hreint út þegar hann er spurður út í ýmis mál. Þetta þykir mér miður því hann er a.m.k. að leggja eitthvað af mörkum sem Alþingismaður.

Hins vegar er sjálfsagt mál og gott mál að hann snúist til varnar gegn þeim sem ásaka hann um alvarlega glæpi

Björn Valur Gíslason, þingmaður, hefur annaðhvort einhverja vitneskju um saknæmar embættisfærslur Guðlaugs Þórs sem hann á einfaldlega eftir að koma áleiðis til lögreglu, eða ekki. Ef ekki, þá leyfir hann sér sennilega samt að ásaka í trausti þess að enginn grípi til neinna aðgerða, því "umræðan" á Íslandi er hvort eð er troðfull af innihaldslausum ásökunum um allt og alla. 


mbl.is Ætlar að stefna Birni Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband