Röng forgangsröðun

Katrín Jakobsdóttir slær sig nú sem sérstakan riddara íslenskra bókmennta á þýsku. Hún segir blátt áfram að framlög skattgreiðenda til þýskuþýðingar á bókum hafi ekki verið skorið niður um eina krónu. Hún segir þetta án þess að skammast sín.

Á sama tíma er heilbrigðisstofnunum sagt að segja upp læknum og hjúkrunarfólki. 

Á sama tíma talar Katrín um vaxandi vinsældir íslenskra glæpasagna erlendis. En ef eftirspurnin er slík, af hverju þarf þá að féfletta skattgreiðendur til að þýða? Meira að segja hinn litli íslenski markaður er nógu stór til að standa undir einhverjum þýðingum á erlendum bókum (þótt ég viti ekki hvað skattgreiðendur eru látnir greiða fyrir af þeim, ef nokkuð). 

Hvað þarf að selja margar kiljur til að standa undir þýðingu? 3000? 2000?

Urðu íslenskar glæpasögur vinsælar og voru þýddar áður en ríkið kom til leiks? Ef svo er, hvað er ríkið þá að skipta sér af? Er það til að geta kaffært einhverja þýska bókasýningu með íslenskum bókum á þýsku?

Hvað ef Frakkar bjóða Íslendingum að verða "heiðursgestir" á einhverri bókasýningu í París? Þýðir það sjálfkrafa að íslenskir skattgreiðendur þurfa að blæða fyrir frönsku-þýðingar?

Forgangsröðun stjórnvalda er skrýtin, svo ekki sé meira sagt.


mbl.is „Eitthvert stærsta þýðingarverkefni heims“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

þarf ekki að senda allan þingheim í þíðingu ??

Magnús Ágústsson, 7.10.2010 kl. 09:38

2 Smámynd: Ólafur Gíslason

.... í hýðingu...

Ólafur Gíslason, 7.10.2010 kl. 10:43

3 identicon

Röng forgangsröðun - veltir þú fyrir þér. Ég get huggað þig með því að það vinnur her manns við að þýða evrópureglugerðir, lög, og tilskipanir. Það verk er án efa mun stærra um sig en Íslendingasögurnar (og verða því miður líklegast fljótlega hluti af Íslendinagasögunum hinum nýju). Það verk er einnig þeirrar náttúru að það vex með degi hverjum. Því meira sem þýtt er því meira er eftir óþýtt.

Svo er það hitt málið að ef þetta er ekki rétti tíminn til að þýða Íslendingasögurnar á sem flest tungumál kemur sá tími aldrei. Það liggur á að ljúka þessu þýðingarverki sem fyrst áður en öll þjóðin liggur hungurmorða húsnæðislaus - og guð forði - bíllaus sem hver önnur fórn á altari frjáls flæðis fjármagns og bankaleindar.

En að öllu gamni slepptu megum við ekki lokast svo inni kreppustemmningu og hörgulhugsunarhætti að við hættum að sjá hvað er mikilvægt vegna þess að við erum alltaf að horfa á það sem er áríðandi. En mikið rétt það lítur einkennilega út þegar skorið er niður í velferðarmálum en hægt er að setja fjármuni í lítil sæt gæluverkefni. Vonandi berum við gæfu til þess að nota þessa kreppu sem tækifæri til að forgangsraða og endurskoða hvað það er sem skiptir okkur máli sem þjóð og einstaklinga. Ég held að æðruleysisbænin eigi við sem aldrei fyrr þessa síðustu og verstu... Guð blessi Ísland og alla þegna þess.

þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 11:08

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Það að menn sói stórum fjármunum í stór gæluverkefni (t.d. ferlíkið við Reykjavíkurhöfn) réttlætir ekki sóun á fjármunum í lítil gæluverkefni. Það er einfaldlega ekkert fé til ráðstöfunar á meðan fólki er sagt að ferðast yfir hálft Ísland til að fá læknisaðstoð, eða drepast í sinni heimasveit. (Hvað svo sem fólki finnst um ríkisrekið heilbrigðiskerfi, þá er það eina kerfið sem við höfum í dag, og það á að lækna fólk en ekki drepa).

Og jú, við þurfum einmitt að fara upplifa smá "kreppustemmningu og hörgulhugsunar[hátt]" svo við hættum að safna óendanlegum skuldum og skattpína almenning til að fjármagna einhverja vitleysu. Fólk er að missa húsnæði sitt og áfram lemur skattavöndurinn það svo úr blæðir. Þetta er einhvers konar sturlun. Og þótt þetta "þýðingarverkefni" sé smátt í sniðum, þá er það ákaflega táknrænt fyrir hina stærri vitleysur sem viðgangast hjá hinu opinbera. Svona eins og risavaxnar vatnsrennibrautir í hverri sveit eru ákaflega lýsandi fyrir skuldsetningu íslenskra sveitarfélaga þótt þær sem slíkar séu ekki uppistaða skuldasöfnunarinnar.

Geir Ágústsson, 7.10.2010 kl. 11:16

5 identicon

Mikið rétt Geir.

Það er sérstaklega mikilvægt að velja af kostgæfni þau verkefni sem ráðist er í á slíkum tímum sem við nú lifum. Ég held t.d. að fjármunum sé betur varið í Hörpuna (tónlistahúsið við höfnina) heldur en þýðingar á evróputilskipunum og einhverskonar aðlögun að regluverki evrópusambandsins.

Það er sorglegra en tárum taki að hugsa til allra þeirr fjölskyldnanna sem hafa streðað við að koma sér upp þaki yfir höfuðið og skuldsett sig í góðri trú. En því miður eru engar töfralausnir til einungis meira streð. Það varður fyrst og fremst botnlaus vinna að bjarga þessu við þannig að sómi sé að og fjölskyldur flosni ekki upp og sundrist. Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og það einfaldlega verður að bjarga þessum málum með einhverjum hætti. Það eru til lausnir sem eru vel brúklegar þó þær hugnist etv. ekki öllu.

þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 11:41

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er hugmynd að lausn sem ég sé í fljótu bragði fáa galla á, aðra en þá að hún gæti sært stolt þingmanna því þeim er ekki ætlað neitt hlutverk í henni nema að koma sér frá og hætta að flækjast fyrir.

En já, af tvennu illu er sennilega skárra að eyða rándýru, erlendu lánsfé í steypukassa en pappíra, þótt ég sjái gjarnan að skrúfað sé fyrir fjáraustur til hvoru tveggja. 

Geir Ágústsson, 7.10.2010 kl. 13:29

7 Smámynd: Vendetta

Ég er sammála því sem á undan fer. Þetta er óþarfa fjáraustur, sem ætti að leggja á ís næstu 15 árin meðan kreppan ríður yfir. Ef Þjóðverjar hafa áhuga á að lesa íslenzkar bókmenntir, þá geta þeir bara þýtt þær sjálfir.

Vendetta, 7.10.2010 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband