Læknum fórnað fyrir listamennina

Smáfuglarnir segja frá:

Vinstristjórnin heldur ótrauð áfram og reisir í Reykjavík tugmilljarða tónlistarhús til þess að efnaðir íbúar Reykjavíkur og nágrennis geti mætt í sparifötum og hlustað á tónlist við og við. Tugmilljarðar eru settir í að byggja hús svo að áhugafólk um hljóðfæraleik geti æft sig við „viðunandi aðstæður“ og hundruðir milljóna eru settir í gæluverkefni Ólafs Elíassonar listamanns sem kallað er „glerhjúpurinn“ og er utan um tónlistarhúsið. Á sama tíma er heilbrigðisþjónusta við Þingeyinga allt að því lögð af.

Ég hef ekki miklu við þetta að bæta. Dekstrið við lista- og menningarelítunar heldur áfram á meðan læknisþjónusta er skorin niður í nánast ekki neitt. 


mbl.is „Hreinlegra að loka stofnunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ætli næsta skref sé svo ekki að fá fleira fólk í að kyngreina kreppuna, fjárlög, spítalana og svoleiðis. Svo þarf líka að fá kynjafræðinga til að segja okkur hve ferlega slæmir strippstaðir eru og hve klám sé vont og hræðilegt og ríkið þarf að borga fyrir þetta. Þenja þarf út ríkið. Svo getur Steingrímur vonandi látið draum sinn frá 2007 rætast að koma upp netlöggu, þar þarf ábyggilega marga kynjafræðinga og Vg sinna sem ganga um atvinnulausir, á skrifstofu netlöggunnar gætu þeir án efa gert landi og þjóð mikið gagn með því að velja efni ofan í landann.

Eins sakna ég samt alveg ferlega: Hvers vegna hefur stjórnarandstaðan ekki rekið þá þvælu ofan í vinstrimenn að hrunið sé einum flokk að kenna? Af hverju komast vinstrimenn upp með að tala um hrunflokka o.s.frv.? Af hverju spyr ekki einhver mætur maður stjórnarþingmenn hvaðan allt það fé kom sem allt í einu var hægt að lána út um alla koppa og grundir bæði hér og erlendis? Af hverju er ekki rekin ofan í þá sú þvæla að allt sé frjálshyggjunni að kenna?

Samt skulum við ekki gleyma einu, ég held að Hanna Birna hafi sagst vera stolt af því (fyrir borgarstjórnakosningar) að Rvkborg setti peninga í Hörpu. Þess vegna kaus ég flokkinn ekki. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að færa sig til hægri svo hægt sé að kjósa hann.

Helgi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 15:19

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er ekki í neinni menningarelítu og aldrei verið efnaður en hef haft ánægju af músik frá því ég man eftir mér. Byrjað var á þessu húsi og það verður að klára það. Vel má vera að hönnun þess og frágangur sé full íburðarmikill. En það hefur lengi vantað almennilegt tónlistarhús í Reykjavík. Þessi tilfærðu orð úr Smáfuglunum finnst mér fyrst og fremst bera vitni um illkvitntislegt músikhatur sem hefur fundið sér góðan farveg hvað þetta hús varðar. Hér er ekki verið að fórna neinu fyrir neitt. Það er ekki hægt að hlaupa frá hálfköruðu verki. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.10.2010 kl. 15:22

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Helgi,

Sú þróun sem þú lýsir er alveg hrikalega nærri pólitískum raunveruleika. Báknið er þanið út og opinberum starfsmönnum fjölgað á meðan verðmætaskapandi einkageirinn lognast smátt og smátt út af

Þetta er þróun sem yfirleitt á sér stað í styrjöldum en munurinn er sá að í styrjöldum viðurkennir hið opinbera fúslega að öllum verðmætum skal fórna til að vinna stríðið, á meðan yfirvöld í dag reyna að sannfæra fólk um að verðmætasóunin sé í raun hagkerfinu fyrir bestu.

Nú hafa ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins hrundið af sér bláu sósíalistunum í bæði SUS og Heimdalli. Vonandi leiðir það til hugarfarsbreytinga þar á bæ. 

Geir Ágústsson, 3.10.2010 kl. 15:24

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Það er vel hægt að pakka Hörpu inn í plast í dag og setja "til sölu" skilti á það. Það er ekki eftir neinu að bíða. Og athugasemd Smáfuglana er á engan hátt tengd neinu músíkhatri. Hún endurspeglar einfaldlega raunveruleikann: Músík eða meðöl. Okkar er valið. 

Geir Ágústsson, 3.10.2010 kl. 15:26

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir þetta Geir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.10.2010 kl. 16:09

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Helstu rökin fyrir því að ákveðið var að klára byggingu Hörpunnar eru að það hafi verið byrjað á henni! Nokkuð undarleg rök!

Þegar allt hrundi og peningarnir gufuðu upp (eða voru grafnir niður á Tortóla) átti að frysta allar framkvæmdir sem ekki koma til með að gefa arð í beinhörðum peningum! Þær framkvæmdir sem gefa af sér fjárhagslegan arð í formi gjaldeyris átti að reyna að halda gangandi og styrkja eftir mætti.

Þess í stað var teknar einhverjar undarlegar ákvarðanir þar sem gæluverkefnin fengu fjármagn til að halda áfram en stopp var sett á arðbærar framkvæmdir. Enn er verið að taka slíkar ákvarðanir!

Bankarnir, undir hlífiskyldi stjórnvalda, eru að sóa því fé, sem þeir fengi við færslu lánasafnana frá gömlu yfir í nýju bankana, til þeirra sem fremstir stóði í að svindla á þjóðinni. Á meðan eru fyrirtæki sem hafa verið vel rekin í áratugi tekin til skipta. Fjölskyldufólkið fær ekki krónu af þessu fé til leiðréttingar á sínum lánum og horfir upp á eignir sínar brenna og að lokum teknar af þeim.

Oft hafa stjórnmálamenn opinberað vangetu sína, aldrei hafa þeir þó tekið jafn margar rangar ákvarðanir á jafn stuttum tíma og sú stjórn sem nú situr!

Það hefði ekki skaðað nokkurn þó Harpan hefði fengið að standa um skeið ókláruð, eða þar til þjóðin hefur efni á slíkum gæluverkefnum. Hún hefði getað verið minnisvarði um þá sóun og mikilmennsku sem hér ríkti fyrir hrun og öllum til varnaðar!!

Gunnar Heiðarsson, 3.10.2010 kl. 16:13

7 Smámynd: Steinarr Kr.

Geir, Helgi og Gunnar; sammála ykkur.  Kann vel að meta tónlist, þarf ekki risastórt hús til þess.

Ek framhjá þessu ferlíki á hverjum degi.  Lít á þetta sem móðgun við skattgreiðendur og tvöfalda fyrir okkur Reykvíkinga.  Mun ekki ótilneyddur stíga þarna inn fæti.

Steinarr Kr. , 6.10.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband