Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

'Söfnum skuldum' stefnan

Svo virðist sem "stefnuleysi" Besta flokksins sé nú að afhjúpast. Og hvað leynist undir hjúpnum? Jú, engin önnur en stefna Samfylkingarinnar!

Eða eins og segir á einum stað:

Stjórnmálaflokkur einn hefur nú náð sex borgarfulltrúum kjörnum án þess að segja frá stefnu sinni, sem þó hefur verið upplýst að sé til – því meirihlutaviðræður voru hafnar strax eftir kosningar við þann flokk sem þessi sagði standa sér næst.

Stefna Samfylkingarinnar endurspeglast í þessum orðum Dags B. Eggertsson, sem í stuttu máli má kalla "söfnum skuldum!"-stefnuna.

Það hljómar e.t.v. vel í eyrum margra að stjórnmálamaður lofi að auka vaxtagreiðsluálag skattgreiðenda og hækkun útsvars seinna, en slíkar tillögur eru engu að síður skaðlegar, bæði nú og í framtíð. Borgin þarf vissulega að sinna ýmsu viðhaldi og framkvæmdum með allt sitt veganet og byggingar (því miður), en að ætla sér að auka á greiðslubyrði borgaranna til að "halda framkvæmdastigi" uppi þegar enginn hefur efni á því er eins og að pissa í skóinn á sér í nístingskulda. Hlýjan er skammvinn, og hættan á þroti eykst fyrir vikið.

Besti flokkurinn, eða bara enn einn vinstriflokkurinn? Það er spurningin.


mbl.is Hillir undir meirihluta í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falsað gengi á krónunni?

Íslenska hagkerfið er ennþá á niðurleið, og nýjar skattahækkanir og aukið reglugerðafargan frá Alþingi eru að gera illt verra, dag frá degi. Seðlabankanum er beitt eins og verkfæri til að fela drepandi afleiðingar gjaldeyrishaftanna og hann skuldsettur á bólakaf til að fegra stöðu íslensku krónunnar, sem enn þann dag í dag hefur ekki fengið að hleypa í gegn djúpu verðbólguskoti sem hið íslenska hagkerfi á hinni.

Almenningur er því skiljanlega en ranglega farinn að halda að nú sé botninum náð og að uppsveifla sé handan við hornið. Hann bregst því við með aukinni neyslu og... kaupum á nýjum bílum!

Hvað heldur hinn ágæti lesandi að verði um eiturlyfjafíkilinn sem er sífellt að fá nýja og stærri sprautu af dópinu sínu, með lækni á launum hjá Steingrími J. við að segja honum að vera óhræddur við að taka stækkandi skammta, því víman sé jú góð, og alveg óþarfi að hugsa um langtímaafleiðingar neyslunnar? 

Sá fíkill deyr hratt, en sennilega með bros á vör og sennilega sem heitur stuðningsmaður hins dópgefandi læknis sem nú er byrjaður að sprauta næsta fíkil. 


mbl.is Bílasala byrjuð að aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og margt 'unnið' þarf að draga til baka

Seðlabanki Íslands virðist ekki ætla að læra neitt af allsherjarhruni hins alþjóðalega fjármálakerfis. Hann fellur ennþá fyrir skuggamyndum "þjóðarframleiðslu" og annarrar tölfræði sem í raun mælir ekkert annað en neyslu, hvort sem hún er vegna verðmætasköpunar, skuldsetningar eða peningaprentunar.

Á Íslandi hefur margt verið "unnið" síðasta áratuginn eða svo. Ríkisvaldið hefur belgt sig út og eftir hrunið tekið yfir fleiri og fleiri svið hagkerfisins. Núna safnar ríkið skuldum á undraverðum hraða og brennir á bál hallareksturs og áframhaldandi rekstur útþanins ríkisvalds. Með því að taka gríðarleg neyslulán og dæla þeim út í hagkerfið, þá "mælist" hagvöxtur.

Hagfræðingar vita alveg að fleiri kreditkort í eigin veski þýða ekki aukinn kaupmáttur. Um leið og þeir mæta til vinnu gleyma þeir þessu hins vegar alveg, og framleiða skýrslur sem segja að fleiri kreditkort séu til merkis um batnandi hag hagkerfisins.

Hvað fór úrskeiðis í þeirra námskeiði í heimilisbókhaldi?


mbl.is Enn margt óunnið í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útgjaldahugmyndavefurinn 'Betri Reykjavík'

Svo virðist sem Besti flokkurinn ætli í sæng með Samfylkingunni. Verði honum að góðu. Vonandi gera flokksmenn Besta flokksins sér grein fyrir því að verri bólfélagi finnst varla í íslenskri pólitík (fyrir utan Kristin H. Gunnarsson, flokkahoppara).

Vefurinn 'Betri Reykjavík' hefur verið stofnaður til að sníða hugmyndafræðistakk utan um hina nýju borgarstjórn. Á honum er að finna óteljandi útgjaldatillögur sem munu kreista seinasta blóðdropann út úr reykvískum útsvarsgreiðendum. Það hefur aldrei verið auðveldara að vera útgjaldasjúkur vinstrimaður á Íslandi.

Til gamans má segja frá því að ég er búinn að leggja fram þrjár hugmyndir á 'Betri Reykjavík' vefnum sem í þessum skrifuðu orðum hafa hlotið eftirfarandi viðbrögð:

Af þessu dreg ég þá ályktun að allir vilji eyða, en enginn vill fjármagna eyðsluna. Fólk vill bæði borða kökuna og eiga hana á sama tíma.

Er það oftúlkun?


mbl.is Leynifundir boðaðir næstu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband