'Söfnum skuldum' stefnan

Svo virðist sem "stefnuleysi" Besta flokksins sé nú að afhjúpast. Og hvað leynist undir hjúpnum? Jú, engin önnur en stefna Samfylkingarinnar!

Eða eins og segir á einum stað:

Stjórnmálaflokkur einn hefur nú náð sex borgarfulltrúum kjörnum án þess að segja frá stefnu sinni, sem þó hefur verið upplýst að sé til – því meirihlutaviðræður voru hafnar strax eftir kosningar við þann flokk sem þessi sagði standa sér næst.

Stefna Samfylkingarinnar endurspeglast í þessum orðum Dags B. Eggertsson, sem í stuttu máli má kalla "söfnum skuldum!"-stefnuna.

Það hljómar e.t.v. vel í eyrum margra að stjórnmálamaður lofi að auka vaxtagreiðsluálag skattgreiðenda og hækkun útsvars seinna, en slíkar tillögur eru engu að síður skaðlegar, bæði nú og í framtíð. Borgin þarf vissulega að sinna ýmsu viðhaldi og framkvæmdum með allt sitt veganet og byggingar (því miður), en að ætla sér að auka á greiðslubyrði borgaranna til að "halda framkvæmdastigi" uppi þegar enginn hefur efni á því er eins og að pissa í skóinn á sér í nístingskulda. Hlýjan er skammvinn, og hættan á þroti eykst fyrir vikið.

Besti flokkurinn, eða bara enn einn vinstriflokkurinn? Það er spurningin.


mbl.is Hillir undir meirihluta í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Söfnun skulda eða söfnum skuldum.

Friðrik (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 12:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þakka ábendingu. Lagfært núna.

Geir Ágústsson, 4.6.2010 kl. 12:25

3 identicon

Hvað hefur núverandi borgarstjórn verið að gera ef hún hefur ekki verið að safna skuldum? Veit ekki betur en að komandi borgarstjórn þurfi að díla við verstu fjármálastöðu Reykjavíkur frá upphafi, þökk sé fráfarandi stjórnendum.

híh (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 14:53

4 Smámynd: Geir Ágústsson

HÍH,

Ég veit ekki betur en að með illum leik hafi tekist að koma í veg fyrir hallarekstur á A-hluta borgarsjóðs, og það án þess að þyngja hlassið á herðum skattgreiðenda (eitthvað sem td VG stakk upp á sem "lausn" á fjárhagsvanda borgarinnar).

Svo eitthvað stangast okkar upplifun á.

Og eitthvað virðast sumir hafa gleymt afrekum R-listans hratt.

Geir Ágústsson, 4.6.2010 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband