Með auði kemur aukið snobb

Íbúar Þorlákshafnar hafa það greinilega gott. Þeir vilja úthýsa atvinnustarfssemi úr bæ sínum því lyktin af henni er vond (gamla góða peningalyktin þykir ekki fín í dag).

Íbúa Þorlákshafnar skil ég ágætlega. Hvers vegna að búa í bæ sem lyktar af fisk þegar e.t.v. er möguleiki á því að búa í bæ sem lyktar ekki af fisk?

Málið er að þeir eru fæstir (Jarðarbúar) sem geta leyft sér að skipta á atvinnu og lyktarleysi. Fátækt fólk sættir sig við ýmislegt til að geta aflað sér tekna og fjármagnað brýnasta brauðstritið. Þeir ríku hafa möguleika á betur lyktandi lofti, grænni túnum og hreinni götum. Íbúar Þorlákshafnar þurfa greinilega ekki á störfum hausverkunar Lýsis hf. - nóg af lyktarlausi starfssemi er til staðar til að brúa bilið.

Nákvæmlega það sama gerðist í Evrópu eftir að Járntjaldið reis og álfan skiptist í ríkan, kapítalískan hluta og fátækan, kommúnískan hluta. Í ríka hlutanum voru (og eru) laufblöð græn, götur hreinar, útivistarsvæði mörg og náttúran víða óspillt. Í fátæka hlutanum drap súrt regn laufblöð, stöðuvötn fylltust af iðnaðarúrgang (ef þau voru ekki hreinlega þurrkuð upp) og sót lá yfir stórum svæðum. Fátækt austurhlutans gerði það hins vegar að verkum að engin orka eða áhugi var á að flæma skítuga atvinnustarfssemi frá sér (ef ríkisvaldið hefði yfirleitt leyft það) - brýnasta brauðstritið varð að hafa forgang.

Lexían? Auðsköpun kapítalismans gerir það að verkum að fólk krefst hreinlætis, lyktarlauss lofts og ómengað umhverfi.  


mbl.is Afhentu undirskriftir gegn hausaverkun í Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta er ýldulykt en ekki fisklykt. kv. B

Baldur Kristjánsson, 10.4.2008 kl. 16:11

2 identicon

Skil íbúa í Þorlákshöfn vel, ef hráefnið er ekki allveg glæ nýtt þá er helvítis pest af þessum svokölluðum hausaþurkunum sem ég vill kalla ílduverksmiðjur og á ekkert skilt við svokallaða peningaligt.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:18

3 identicon

Tek undir þetta með Baldri, fisklykt er dálítið öðruvísi en sú lykt sem við höfum mátt búa við undanfarin ár. Þeir sem hafa ekki verið  hér og fundið þennan óþef geta tjáð sig fjálglega um snobbhyskið í Þorlákshöfn sem vill búa í ómenguðu umhverfi, sem vill geta setið útivið á góðum sumarkvöldu án þess að kasta upp vegna ólyktar, sem vill geta hengt út þvottinn sinn til þerris og tekið hann þurran inn aftur án þess að þurfa að þvo hann margoft aftur til að ná úr honum skítafýlunni, sem vill geta sofið á nótunni við opinn glugga án þess að íbúðin fyllist af skítalykt. Ef þessar óskir okkar eru vegna auðsköpunar kapitalismans þá held ég að ég samþykki bara að vera argasti kapitalisti með mikilli ánægju. Nei þetta heitir það að vera sjálfsögð mannréttindi að vilja búa í ómenguðu umhverfi. Að lokum vil ég óska Lýsi hf. til hamingju með afmælið í dag og vona að þeir standi við orð Katrínar forstjóra að þau ætli að vera heilsusamlegt fyrirtæki og losi okkur íbúana hér við þennan viðbjóð sem hafa dælt yfir okkur undanfarin ár.

Magnús Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:30

4 identicon

Vill ég heldur súrt regn heldur fiskiýldufýlu frá lýsi

Steini (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 17:51

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Mig grunar að ég hafi ekki tjáð mig nógu skýrt í ljósi ofanritaðra athugasemda.

Ég var einmitt að fagna því fyrir hönd Þorlákshafnarbúa (sem af einhverjum ástæðum völdu þann bæ en ekki einhvern annan til búsetu) fyrir að nú geta þeir, í krafti fleiri tækifæra og betri lífskjara, leyft sér að hugleiða samfélag með aðeins færri störfum en mun betri lykt. Til hamingju!

Ég mundi hiklaust skrifa undir ef ég hefði af einhverjum ástæðum flutt til Þorlákshafnar (vegna atvinnu, fjölskyldu, ódýrs húsnæðis, nálægð við hafið eða hvað sem er) og kominn í þá stöðu í lífinu að geta valið úr tækifærum í samfélagi mínu en þurfa ekki að þakka fyrir hverja vinnustund hjá hausverkunarverksmiðju Lýsis hf. 

Geir Ágústsson, 10.4.2008 kl. 19:01

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Geir, því miður er hér um að ræða ákafan stigsmun en ekki eðlis. Lýsi er frábært fyrirtæki með aðalvörur sínar og raunar rekstur allan, en stundar þessa hausaþurrkun, sem hefur ekki enn náð að reka af sér slyðruorðið þar sem bókstafleg rotnun á sér stað. Ef ég hef bílgluggan óvart opinn þegar ég ek þarna framhjá, þá er ferðin til Reykjavíkur ónýt. Annaðhvort þarf starfsemin að flytjast langt út á sand eða hreinlætið, hráefnið og síunin að verða eins og í  aðalframleiðslunni hjá Lýsi, sem er frábær.

Geir, farðu í hálftíma bíltúr og láttu sannfærast. Þetta hefur ekkert með stjórnmál að gera í þetta sinnið.

Ívar Pálsson, 11.4.2008 kl. 00:15

8 identicon

Ég er íbúi þarna og hef orðið illilega fyrir barðinu á þessari skítalykt eins og fleiri. Þetta fyrirtæki stendur annarri atvinnustarfsemi fyrir þrifum og dæmi eru um það að fyrirtæki sem hafa ætlað sér að setja upp starfsemi í Þorlákshöfn hafi hætt við vegna ólyktarinnar. Þessi lykt er ekkert eðlileg og á ekkert skylt við svokallaða fiski, eða bræðslulykt. Þetta er ýldufýla af verstu sort. Það vinna aðeins 3 íslendingar við þessa verkun, restin eru Pólverja, þannig að allt kjaftæði um atvinnu er út í loftið.

Saxi (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 10:50

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Jeminn eini hvað ég virðist vera duglega misskildur:

"Ég mundi hiklaust skrifa undir ef ég hefði af einhverjum ástæðum flutt til Þorlákshafnar" - Geir Ágústsson, 10. apríl kl. 19:01

Um leið og fólk í Englandi 20. aldar þurfti ekki lengur á reykspúandi strompum að halda til að veita sér atvinnu þá heimtaði það að reykspúandi strompar fengju ekki lengur starfsleyfi þar sem fólk bjó. Þorlákshöfn getur nú leyft sér sama lúxus. Til hamingju íbúar Þorlákshafnar og velkomnir í auð og velsæld og hreint loft! 

Geir Ágústsson, 11.4.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband