Bílgreinasambandið hittir naglann á höfuðið

"Bílgreinasambandið hefur lagt fram róttæka tillögu um að lækka gjöld á öllum bílum niður í 15% í því skyni að auka endurnýjunarhraðann á þeim."

Mikið er hressandi að sjá íslensk hagsmunasamtök (Bílgreinasambandið er samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum) hitta naglann á höfuðið svona einu sinni! Að sjálfsögðu fer loftmengun bílaflotans að miklu leyti eftir aldri hans, og aldur bílaflotans stjórnast af miklu leyti af verði á nýjum bílum.

Þetta þarf ég ekki að sýna fram á eða sanna með hafsjó af gögnum og gröfum. Þú, kæri lesandi, veist mætavel að nýr bíll þarf minna viðhalds en gamall bíl, nýtir dýran bensíndropann allajafna betur en eldri bílvél af svipaðri stærð, hefur meiri og betri öryggisbúnað, lítur að jafnaði betur út, og er traustari í rekstri. Verðið eitt kemur í veg fyrir að þú kaupir nýjan bíl fram yfir gamlan, að þetta gildi sem viðmiðunarregla hjá öllum utan þeirra með rómantíska draumóra um bíltegundir og árgerð, og þar með er sönnun lokið.

Nú á tímum þegar fólk skilur ekki lengur að skattalækkun er alltaf hreinræktuð réttlætisaðgerð (frekar en tæki til að nota til að ná einhverju markmiði) þá virðist fólk hætt að nenna að hugsa um hluti eins og skattalækkanir og afnám reglugerða út frá eigin sjónarhóli. Synd og skömm og eitthvað sem kúgaðir Íslendingar 19. aldar myndu skammast sín fyrir að horfa upp á.


mbl.is Vilja græna skriðdreka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband