Hvort slær áfengi á timburmenn eða endurvekur ölvunina?

Sjóðasukk banka seinustu ár er byrjað að hafa slæm áhrif.

Fyrst skellur 2000-bólan á. Þá er gerð krafa á seðlabankana um að lækka vexti og lána bönkum ódýra peninga sem lána þá síðan áfram til einstaklinga og fyrirtækja.

Hinir nýju peningar ýta undir rangar offjárfestingar og gríðarlega lántöku, enda erfitt að standast ódýra peninga og enn erfiðara að standast að nota þá.

Sýnileg örvun efnhagslífsins ýtir undir hátt hlutabréfaverð og ójafnvægi á gjaldeyrismörkuðum. Hinir ódýru peningar taka að falla í verði gagnvart hinu dýrari. Þeir peningar sem sýnilega eru sterkir eru bara búnir að falla hægar í verði en þeir ódýru. Þeir sem hafa hækkað í verði umfram það eru ofmetnir og eru að taka á sig lækkun þessa dagana.

Loks kemur að því að bankar hafa lánað frá sér allt vit, lán byrjuð að gjaldfalla og peningaskortur byrjar að kræla á sér í sýndarhirslum bankanna.

Þá er hið versta hugsanlega ráð gripið - að auka enn peningamagn í umferð!

Ríkisafskipti af heilbrigðisgæslu, skólum og grísakjötsframleiðslu er slæm. Forræðishyggja og afskiptasemi ríkisins er slæm. Hið versta er samt þegar ríkið hróflar við sjálfri undirstöðu hins frjálsa markaðar - peningunum - með linnulausum ríkisafskiptum (annaðhvort beinum eða sem pólitískri pressu á seðlabanka ríkisins).

Af öllu því sem væri góð hugmynd að einkavæða þá er afnám ríkiseinokunar á útgáfu peninga sennilega sú besta.


mbl.is Seðlabanki Evrópu setur meira fé í umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leo Pi.

Hvort er betra að gera þegar maður er í domino ef maður vill ekki sjá alla kubbana falla.

Grípa inní,

 það vitlausasta sem hægt er að gera er að láta öll þessi lán falla á gjalddaga, það er búið að taka veð í mörgum lánum og það þýðir að önnur lán verða að falla á gjaldaga, án þess þó að greiðslubyrði einhverra einstaklinga sé ástæðan fyrir því.

Lánastofnanir hafa tekið veð (reikna með) greiðslum með ákveðnum vöxtum í framtíðinni, og núvirða þann pening til dagsins í dag. Sá peningur er kannski 1050 á móti 1000 kallinum sem þeir í raun borguðu. (svo þeir eru búnir að "búa" til pening og auðvelda aðgengi að honum)

þeir nota svo 1050 kallinn til þess að segja við lánastofnanir.

Hey sjáðu, ég á þennan pening, bara hann er ekki kominn, nenniru að lána mér 1025 krónu í dag til þess og ég skal borga þér til baka eftir einhvern tíma með einvherjum vöxtum.

svo að á örskotsstundu verður 1000 kall að 1025 í hagkerfinu, en þegar einn 1000 kall hættir að koma, þ.e. fellur á gjaldaga, þá missum við 1025 krónur útúr hagkerfinu.

Þess vegna er betra að dæla inn peningum til þess að þetta haldi ekki áfram svona, því að þetta er domino effect. Einn fellur, þá fellur hinn næsti. Stoppar einn frá því að falla, þá falla ekki hinir fyrir aftan.

Leo Pi., 14.8.2007 kl. 11:03

2 Smámynd: Geir Ágústsson

"Þess vegna er betra að dæla inn peningum til þess að þetta haldi ekki áfram svona, því að þetta er domino effect."

Þetta er hliðstæða þess að láta hjartasjúklinginn bryðja morfín (ennþá meira morfín!) í stað þess að taka út sársaukafulla skurðaðgerð til að lækna sjúkdóminn.

Málið er að mjög mjög margar fjárfestingar í dag hafa verið gerðar á grundvelli ódýrra peninga (mikið framboð lánsfjár á lágum vöxtum). Einhverjar þeirra munu gjaldfalla (sennilega mjög margar eftir öll árin af peningamagnsaukningunni), aðrar ekki.

Þeir sem hafa lítið sparað og lánað mikið munu lenda í vandræðum. Þeim vandræðum verður í besta falli seinkað með enn frekari aukningu peninga. Þau eru í versta falli aukin til mikilla muna með frekari frestunum og áframhaldi á hinni stjörnuvitlausu aukningu peningamagns (sem getur aldrei varað að eilífu).

Kreppan mikla, Olíukreppan, hrun fjármálamarkaða í Asíu, 2000-bólan. Þarf að lengja dauðalista peningaaukningar enn frekar?

Geir Ágústsson, 14.8.2007 kl. 13:53

3 Smámynd: Leo Pi.

Ég geri mér grein fyrir auknu peningamagni og hvaða áhrif það gerir, og það er alveg rétt hjá þér, þetta gæti farið úr böndunum.

en við erum bara að ræða um 2 hluti.

Dæla peningum inn, eða ekki.

Ef peningunum er dælt á rétta staði og síðan tappað smám saman niður er hægt að róa þetta niður.

Einn stærsti þáttur áhættu er óvissa, og það er nokkuð vel vitað hvaða áhrif of mikið peningaflæði getur haft, svo að áhættan er minni en hún var áður

Leo Pi., 14.8.2007 kl. 14:49

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég neyðist til að rukka þig um kenningar um hvað teljast vera "réttir" staðir og hvað ekki.

Hvernig getur peningaaukning til aðila A verið áhrifalaus á aðila B sem notar sama gjaldmiðil, og hvernig getur "aftöppun" á peningamagni aðila B (skilið þannig að hans fé er hreinlega tekið úr umferð) verið áhrifalaust á aðila A sem notar sama gjaldmiðil?

Ertu með einhverja snjalla aðgerðaráætlun fyrir hið sívirka ríkisvald? Getur e.t.v. blaðað í einhverju sem Milton Friedman hefur skrifað ef þig vantar útlit vísinda á peningaaukningarminnkunartalið.

Prentun á nýjum peningum hefur sömu áhrif og aukning á framboði epla á markaði; verðgildi hverrar einingar lækkar. Minnst hjá þeim sem fá peninginn fyrst (bankar sem lána af seðlabankanum), en mest hjá þeim sem fá peninginn seinast (viðskiptavinir banka - þeim mun meira sem áhrif peningaaukningarinnar eru orðin fleirum ljós).

Geir Ágústsson, 14.8.2007 kl. 15:40

5 Smámynd: Leo Pi.

Réttir staðir: Þar sem lánin eru að gjaldfalla, svo að þau gjaldfalli ekki. Í rauninni að tryggja greiðslu á láninu tímabundið.

Einstaklingur- Banki- lánastofnun

Lána bankanum á lágum vöxtum - lánastofnun til þess að lán milli banka-lánastofnana falli ekki á gjalddaga.

Bíða svo þangað til einstaklingurinn byrjar að greiða upp, eða bankinn niðurfærir skuldina. Gerir þetta reglulega yfir ákveðið tímabil.

Þannig er hægt að dreyfa álaginu.

Minnka síðan lánaflæði út hægt og rólega, og ná því inn til baka, og "tappa" þannig af.

Málið við þetta er nefnilega að það eru peningar að "hverfa" af markaði, sem þú getur séð ef þú skoðar fyrstu færsluna mína.

En svo við notumst við eplin, Þá er það rétt að verðgildi þeirra lækkar en ekki raungildið þeirra (það þjónar ennþá sínum tilgangi, matur í maga)

Framboðinu er stýrt og ríkið hefur bóndabæ sem getur framleitt meira af eplum, þeir gera það ekki alltaf, en þeir geta það.

Ef hluti af eplunum "hverfum" þá þýðir það að fólk getur ekki borðað jafn mörg epli, og eplið verður dýrara en það var.

Þá getur ríkið tekið upp á því að bæta inn þessum eplum, inná markaðinn, sem klárlega veldur bjögun fyrir einstaka framleiðendur á markaði, en hefur góð áhrif á heildina, sem er almenningurinn sem þarf þetta til þess að fæða sjálft sig.

Leo Pi., 14.8.2007 kl. 16:06

6 identicon

Munurinn á eplum og peningum er sá að það er enginn raunveruleg verðmæti fólgin í peningum. Ef það væru til óendanleg verðmæti í heiminum kæmu peningar að litu gagni.

Það sem í raun og veru er verið að gera er að taka hvert epli skera það í tvennt og skilgreina hvern hluta sem heilt epli. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 16:38

7 Smámynd: Leo Pi.

Nei, enda eru líka fá samfélög sem lifa á eplum eða að ríkistjórnin geti framleitt þau án kostnaðar,

þetta er var myndlíking en ekki samlíking 

Leo Pi., 14.8.2007 kl. 17:58

8 identicon

Myndlíkingin þín er röng þar sem hún byggir á röngum forsendum.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 19:32

9 Smámynd: Leo Pi.

Hvaða forsendur eru það? 

Leo Pi., 14.8.2007 kl. 19:38

10 identicon

Þú ert svo klár ættir að átta þig á þeim sjálfur!

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 22:46

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég ætla láta það eiga sig að gagnrýna stórkostleg ríkisafskipti Leo's af því hver skuldar hverjum hvað og endurtaka punkt Vilhjálms, sem er alveg gríðarlega mikilvægur:

Peningar eru ekki verðmæti, heldur pappírsstrimlar sem fólk notar sem millilið í skiptum á varningi/þjónustu eins á varningi/þjónustu annars.

Þegar ríkið fjölgar peningunum þá gerist í raun lítið annað en það að fjöldi peningaeininga sem tiltekin vara/þjónusta kostar eykst.

Geir Ágústsson, 15.8.2007 kl. 05:12

12 Smámynd: Leo Pi.

Þið eruð að misskilja.

Til þess að innspýting á peningum verði til þess að einstakur gjaldmiðill rýrni, verður heildarmagn að vera meira en það var áður. Við hljótum að geta verið sammála um það, því það er það sem þið eruð að segja.

En það sem ég er að benda á, án þess að þetta snúist yfir í pirring er þetta.

Heildarmagn peninga á fjármálamarkaði er ekki að aukast við þessa innspýtingu.

Ég bendi aftur á fyrstu færsluna mína. 

 Það er ákveðið spread, þar sem peningarnir sem myndast útúr engu, t.d. á hlutabréfamarkaði þegar einn býður 50 dollara í bréf þar sem núverandi kaupverð er 40 dollarar. 

Við þetta eru líka komnir auka 10 dollarar inná markaðinn, án þess að þó að það verði einhver breyting í verðmætasköpun í dag. (þ.e. er verið að færa tekjur framtíðarinnar til dagsins í dag, sbr. fyrsta færsla) 

 Það sem er gallinn við þetta, þegar það er hækkun í gangi, þá setur fólk þessa auka 10 dollara í vinnu líka, þ.e. fær lánað útá það og svo framvegis, svo að þannig nást margföldunar áhrif. (ég er ekki að tala um að þetta sé gott, af því þetta er búið að gerast, við erum að tala um hvernig er hægt að minnka þetta)

Með því þess vegna að auka lausafjárstöðu þeirra sem skulda, (svo þeir geti borgað þeim sem þeir skulda) og láta þau fá lán á lágum vöxtum er hægt að hægja á þessu ferli, og það verður ekki til þess að rýra verðmæti hvers gjaldmiðils á markaði.

Plús það, þá er munur á því hvort ríkið sé að prenta peninga eða seðlabankinn að lána þá út til lengri tíma.

Ennþá ósammála?

Leo Pi., 15.8.2007 kl. 13:20

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Það að ég vilji borga meira fyrir eitthvað en næsti maður þýðir EKKI að einhverjir peningar hafi "orðið til". Bara að ég hafi frestað neyslu á eða fjárfestingu í einhverju einu til þess að eyða í neyslu á eða fjárfestingu í einhverju öðru.

Ég skil vel það sem fer fram þegar ríkið sprautar peningum í hagkerfið. Ég skil hins vegar ekki áætlun sem felst í því að einn fái pening en annar lendi í fjárnámi.

"Plús það, þá er munur á því hvort ríkið sé að prenta peninga eða seðlabankinn að lána þá út til lengri tíma."

Þetta máttu líka útskýra. Hvernig ætlar þú að fjarlægja ríkisvaldið frá peningaútgáfu ríkisbanka með einokunaraðstöðu á gjaldmiðlaútgáfu?

Geir Ágústsson, 15.8.2007 kl. 19:22

14 Smámynd: Leo Pi.

 "Það að ég vilji borga meira fyrir eitthvað en næsti maður þýðir EKKI að einhverjir peningar hafi "orðið til". "

Bendi aftur á fyrstu færsluna þar sem ég tala um lánin. Það sem gerist  er að verið framtíðar greiðslur eru færðar til nútímans. Því má segja að peningarnir verði til, þótt það eigi eftir að búa undirliggjandi verðmæti til, sem koma í framtíðinni. 

Með hlutabréfin.

Þegar þetta spread myndast er mismunur á verði, sem gerist á stuttum tíma.  

Maður A: Á bréf sem hann keypti á 40 dollara

Maður B: Maður B á 50 Dollara.

Verðmæti t1. = 50 + 40 = 90

Maður B telur sig sjá möguleika núna á því að kaupa bréfið á 50 dollara af A

Núna á A 50 og B bréf að verðmæti 50

Verðmæti t2. = 50 + 50 = 100

núna getur A fjárfest fyrir 50 og B getur labbað inní banka, sagt að hann eigi 50 og fengið lánað út á það. Getur kannski ekki fengið lánað uppað jafnvirði 10, en getur fengið lánað út á verðmæti bréfsins á tímapunkti t2.

Þessa 5 dollara getur hann farið með og fjárfest í einhverju öðru. Sem er kannski fullkomlega arðbær fjárfesting. En við þetta hafa peningar "orðið" til. Þ.e. peningar sem áður voru ekki á sveimi innan hagkerfisins eru komnir inní það og byrjaðir að "vinna".

Ekki sammála?

"Plús það, þá er munur á því hvort ríkið sé að prenta peninga eða seðlabankinn að lána þá út til lengri tíma."

Þetta var illa orðað hjá mér. Það sem ég meina munrinn á því ríkið sé að prenta peninga til þess að greiða fyrir framkvæmdir eða annan kostnað þar sem peningarnir fara útí hagkerfið og rýra gjaldmiðil sem er fyrir, eða hvort að það sé verið að lána út peninga, sem þá með tímanum lántakar þurfa svo að borga aftur inn.

Þegar peningarnir fara frá lántökum, þeir borga seðlabankanum til baka, fer meira magn út en kom inn, þ.e.a.s. útaf því að vextir eru komnir á þetta.

En þegar taka á peningana útaf markaði ef að ríkið notar þá til þess að eyða í framkvæmdir, og ætla síðan að minnka peningamagnið er magnið sem þeir þurfa að borga meira, því þá þurfa þeir að borga vextina ofan á það sem þeir fá inn.

- - - - - -

"Ég skil hins vegar ekki áætlun sem felst í því að einn fái pening en annar lendi í fjárnámi."

Sá fyrsti sem getur ekki borgað er sá sem lætur boltann rakna frá byrjun. Ef honum hans greiðslur eru tryggðar ( af seðlabanka) þá stoppar það þetta frá því að fara í spíral.

Ef allt fer í voll og einstaklingurinn getur svo bara aldrei greitt upp lánið, þá fer bankinn í það að niðurfæra þetta. Og þá er í rauninni bara búið að yfirfæra lánið frá seðlabankanum yfir á bankann sem lánaði. Við þetta gefst bankanum tími til þess að bregðast. Ef einstaklingurinn nær svo ekki að borga, getur bankinn niðurfært þetta lán, það fer út með bókunum bankanna þegar það gerir upp, en getur gert það yfir dreifðara tímabil svo að það fær ekki skell.

Ennþá ósammála?

Leo Pi., 15.8.2007 kl. 20:32

15 identicon

Það eru ekki meiri verðmæti í umferð þó það séu meiri peningar í umferð. Það má vel vera að einstaklingur B sjái tækifæri á borði með kaupum á bréfum A á 10 dollara yfir rauverulegu verði. Verðmætasköpunin verður þrátt fyrir það ekkert meiri en hún var fyrir kaupin. Peningar eru ávísanir á verðmæti ekki öfugt.

Það sem B gerir í þessu dæmi þínu er að kaupa framtíðar verðmætasköpun sem á þessu tímapunkt er ekki til staðar og getur allt eins aldrei orðið. Þetta minnir óneitanlega á dæmið um brotnu rúðuna þar sem þú lítur ekki á það sem þú ekki sérð.




Verðmæti í þessu samfélagi eru x mikil og þau geta bæði aukist og rýrnað en á einhverjum ákveðnum tímapunkti eru þau nákvæmlega x mikil. B á 50 dollara sem eru ávísanir á ákveðin verðmæti og A á hlutabréf sem í raun og veru eru það sama og peningar nema ávísun A er bundin í verðmæta framleiðslu sem getur farið upp og niður.

Þó B kjósi að nota sína ávísun í hlutabréf A verða ekki til meiri verðmæti eins og þú segir réttilega sjálfur. Bankinn í þessu tilviki hefur yfir að ráða x miklum peningum og kýs að lána B út á framtíðar verðmætasköpun. Ef B hefur rangt fyrir sér og bréfin hans lækka í verði og lán falla á hann og fleirri sem notuðust við hans aðferð lenda í vanda er ekki réttlætanlegt að ríkið grípi inni í.


Aukin prentun peninga rýrir verðgildi þeirra og lang mest sem fá þá síðast.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 18:38

16 identicon

Það má líka minni á að aukin prentun peninga rýrir verðgildi allra peninga sem fyrir eru á markaðnum ekki bara þeirra sem koma nýir í umferð. Þetta kemur sér illa fyri mig og fleirri sem eigum okkar sparnað ekki í rollum úti í gerði heldur peningum undir kodda eða í banka.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 18:42

17 Smámynd: Leo Pi.

Margt af þessu er alveg rétt hjá þér, en þú getur ekki sakað mig um að horfa brotna rúðu þegar þú tekur ekki allt með í reikninginn.

Þú ert ekki að reikna með því að önnur verkefni sem eru fjármögnuð með lánsfé geti verið arðbær og fullkomlega réttlætanleg að því leitinu til, en af því að önnur verkefni falli á gjaldaga þurfi þær vélar að stoppa og þess vegna flýta fyrir lækkunar ferlinu, í stað þess að veita peningum inn til þess að dempa.

Þegar söluferli á markaði er í gangi, og hræðsla grípur um sig þá eru yfirgnæfandi líkur að hjarðeðli eigi mikinn þá í þessari lækkun og við það tapast peningur útúr hagkerfinu. Ef fyrirtæki eru ofmetin og hrapa niður í raunvirði. 

Hinsvegar útaf margföldunar áhrifum breytast aðstæðurnar á markaði og við það getur verðmat á fyrirtækjum lækkar. (sbr. greining Citigroup á Kaupthing á gengi 1500  og svo nokkrum dögum seinna lækkuðu þeir matið niður í 1250 eftir að aðstæður breyttust.)

Ef að bréf eru ofmetin á markaði, þá vissulega tapast enginn raun verðmæti við það að allt krassi á þeim bréfum, heldur er það bara að leita í eðlilegt form.

Aftur komum við að margföldunar áhrifum peninga í hagkerfinu.  

Framtíðarvirði fært til dagsins í dag getur vel átt rétt á sér. Þess vegna er ekki sniðugt að standa hjá og horfa á stoðir undir fullkomlega arðbærum rekstri bresta sem gerir stöðuna bara verri og þegar sá rekstur hrinur með þeim veikari, tekur hann aðra með.

 - - - - -

En einsog ég sagði líka, og vil benda aftur á þá er munur á því hvort að fyrirtæki prenti peninga til eigin framkvæmda eða hvort það láni út.

Þú ert að einblína á verðbólguáhrif með peninga aukningu á móti verðmætum.

Þar sem peningamagn er aukið og verðmæti haldast föst.

Núna er staðan hinsvegar svo að peningamagn er að minnka á meiri hraða en undirliggjandi verðmæti. (framtíðar verðmætið er ekki ónýtt, en ef það er komið í veg fyrir að þau verði framleidd, þá tapast verðmæti)

Svo að hlutur hvers rýrnar ekki að sama magni og peningar eru prentaðir.  

Þessi áhrif eru þá líka til skamms tíma af því að einsog ég sagði áðan þá fer þessi peningur útaf af markaði því þetta eru lán.

Leo Pi., 16.8.2007 kl. 19:07

18 identicon

"Núna er staðan hinsvegar svo að peningamagn er að minnka á meiri hraða en undirliggjandi verðmæti"

Hvernig geta peningar horfið? Fólk er einfaldlega að selja hluti sína í fyrirtækjum, taka út gróðan eða tapið. Verðmætin sem liggja á bakvið rýrna ekki þó svo verðmat á þeim geri það. Ef seðlabankar dæla inn peningum í hagkerfið eru þeir að búa til verðbólgu fyrir hinn almenna launamann. Sovétríkin féllu á framboðs og eftirspurnar lögmálinu, allt átti að kosta það sama alls staðar. Verðmat á vöru er byggt á framboði og eftirspun en um leið huglægt. Það er ekkert að því að verðhugmyndir manna um verðmæti, minnki. Slíkt leiðréttir sig sjálfkrafa á skömmum tíma.

Ég er ekki að segja að verkefni sem eru fjármögnuð með lánsfé séu slæma, langt frá því. Það sem ég er að benda á er hættan við að veðja á framtíðar verðmæti sem óvíst er að komi til. Kjósi menn að veðja á slíka hesta eiga þeir að standa og falla með ákvörðunum sínum, ríkið í formi seðlabanka á ekki að hlaupa undir með þeim aðilum á kostnað annarra.

Mér finnst líka merkilega þessi kenning þín að sumir fái peninga en aðrir ekki og þeir peningar síðan teknir út og þá frá hverjum? Ég verð að heimta nánari skýrningu á þessari "sumir fá sumir ekki" kenningu. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 00:49

19 Smámynd: Leo Pi.

Ég er sammála þér að mörgu leiti með hættuna á framtíðarverðmætum, en þetta er eitthvað sem er búið að gerast, og svona er samfélagið í dag. Horfum bara á íslendingana sem keyra um á bílum í eigu SP og búa í húsum sem Kaupthing á og fer síðan til Mallorca með Visa-nu frá Landsbankanum.

En . . . 

tökum aftur lánastofnun, banka og einstaklings dæmið.

Einstaklingur A fær 1000 kall frá Banka 

Bankinn sýnir framá í sínum bókum að  eftir ár fái hann 1050 krónur eftir ár. Þetta núvirðir hann til dagsins i dag og metur á 1025.

Bankinn segir svo við lánastofnun, ég á 1025, viljið þið lána mér á móti því?

Lánastofnun segir ok, og þannig er 1000 kallinn sem bankinn lánaði út orðinn að meiri fjárhæð í hagkerfinu í dag, án þess þó að eitthvað í rauninni hafi breyst á þessum tímapunkti. 

Bankinn lánar svo einstakling B í framkvæmdir og getur lánað honum 1025 útaf því hann "skapaði" verðmæti með láni til einstaklings A.

Nú hinsvegar gerist það að einstaklingur A getur ekki borgað. Það tap sem hefði verið uppá 1000 af því láni, er því orðið að 1025 af því þeir eru búnir að reikna og lána út á móti því.

Þar með er grundvöllurinn fyrir láni B orðinn vantryggður. Því að bankinn á ekki lengur 1025 sem hann lánaði út. Ef hann hefði ekki fengið lánað út á þetta hefði tapið núllast út í 1000 á milli Bankans og einstaklings A.

Lánastofnun fer svo til bankans og segir...þú getur ekki coverað þetta þú átt þennan pening ekki lengur, hvernig ætlaru að borga okkur til baka?

Þetta segir samt ekkert um fjárfestingu B, sem fékk lánað 1025.

Hinsvegar þá þar sem þetta lán B byggist á  lántaka A (fær 25 meira til að lána út) er bankinn kominn í vandræði. 

Ef bankinn hefði ekki lánað A og lánað B í staðinn hefði hann getað lánað honum 1000. En útaf láni A gat bankinn lánað B 1025. 

Ef bankinn hefur ekki aðgang að neinum peningum falla lán hans á gjalddaga  gagnvart lánastofnun og þá byrjar vandræðin. Grunnurinn, sem er byggður á slæmum lánum - (einsog sub-prime lánunum í Bandaríkjunum) - er byrjaður að bresta.

Bankinn tekur á sig 1000 kallinn en það er þessi 25 kall sem er vandræði, því þeir ofmátu sína stöðu.

Með því að seðlabankinn grípi inní, og tryggi greiðslur bankans gagnvart lánastofnuninni, gefst tími til þess að vinna úr vandamálinu með lán gagnvart A.

Með þessu er seðlabankinn að koma í veg fyrir að heilbrigð fjárfesting B lendi í vandræðum og verðmætasköpunin hættir ekki.

Tapið skrifast hinsvegar á bankann, því þeir eru að fjármagna tap með láni, svo að þeir eru ekki að fá neitt gefins í þessarri stöðu.

Samningur milli A og Bankans er því ekki breyttur, bara stoð komin fyrir lán B.

"Sumir fá sumir ekki" er því í rauninni ekki eitthvað, valinn maður fær þetta. 

Aðili A fær á sig vanskil og gjaldþrot ef allt brestur hjá honum og bankinn þarf að gera grein fyrir tapinu í sínum bókum. Borgar aftur það tap niður (lánið) með vöxtum. Enginn græðir á þessu nema samfélagið þar sem verkefni B lendir ekki í vandræðum.

Þetta snýst í rauninni um þennan 25 kall auka sem var reiknað með á deginum í dag.

- - - - -

"Hvernig geta peningar horfið." Það er líka rétt hjá þér að þetta á að lagast sjálfkrafa af sjálfu sér, en gallinn er, er að það er búið að setja þessa peninga sem fara tímabundið útaf markaðnum í "vinnu". Og það er algjörlega rétt að þá skapast hætta á að veðja á framtíðarverðmæti.

T.d. með spread-i í hlutabréfa verði eða lánadæminu hér að framan, þessi 25 kall.

Hlutabréfaverð ákvarðast af framboð eftirspurn, og það er grundvöllur fyrir því að verðmat fyrirtækja á að vera rétt á hverjum tíma. En þegar söluferlið er farið í gang, og markaðurinn er hræddur byrja allir að selja. Við það lækkar hvert bréf í verði og fjársterkir aðilar geta haft áhrif á það með því að undirbjóða það og hafa áhrif á enn meiri. En við þetta skreppur peningamagn saman - (í skamman tíma einsog þú sagðir) - en þess vegna er sniðugt að lána inn peninga í skamman tíma, til þess að hlaupa undir bagga, svo að rekstrar grundvöllur heilbrigðra fjárfestinga skemmist ekki.

- - -

ég er líka sammála því að ríkið eigi ekki að skipta sér af of miklu, en mér finnst samt mikilvægt að einhver standi vörð og sé í aðstöðu til þess að grípa inní. Því í frjálsu hagkerfi þá eru alltaf einhver slæm epli sem skemma útfrá sér. Ég er alls ekki heldur að verja að svona greiðslur framtíðar séu færðar til nútímans á þennan hátt, en þetta virðist vera staðan í dag.

Leo Pi., 17.8.2007 kl. 14:37

20 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held að þú sért að ruglast á spákaupmennsku og raunverulegri verðmætasköpun. Þetta tvennt helst ágætlega í hendur þegar spádómar rætast, en þegar þeir rætast ekki þá kemur að því að verð fellur og markaðurinn leiðréttir ofmat á fyrirtækjum.

Keynes varð frægur fyrir að segja að með því að borga verkamanni 100 kr fyrir að moka í og úr skurði þá komi það af stað einhvers konar veltu í samfélaginu (verkamaðurinn eyðir í eitthvað sem einhver eyðir í eitthvað osfrv). Niðurstaðan af kenningum hans var hins vegar lítil minnkun á atvinnuleysi og áframhaldandi verðbólga. Kenningar Keynes stóðust ekki. Afkvæmi þeirra gera það heldur ekki. 

Geir Ágústsson, 19.8.2007 kl. 01:07

21 Smámynd: Leo Pi.

Hvernig eru þetta mótrök?

 lestu aftur það sem ég er búnað skrifa...

 Og sorry með það, en að moka ofan í skurð og ofan í annan? Þú ert að segja að það virki ekki? 

Eiginlega bara pirringur í mér, en áttaðu þig á að nútíma samfélag byggist uppá þjónustustörfum, og ef það er ekki nákvæmlega það sama og að moka sama skurðinn tvisvar, þá einhver lögmál brotin.

Við erum að tala um inngrip seðlabankans. Þú verður að halda þig fyrir innan

Ég held að þú sért að ruglast á spákaupmennsku og raunverulegri verðmætasköpun. 

Ég er ekki að ruglast á þessu, ef þú ætlar að fara að tala um afstæð verðmæti eða hvers virði verðmætasköpun er í alvöru, endilega komdu með skilgreiningu í leiðinni um hvað raunveruleg verðmæti eru. Ef það er einhver góður staðall sem er í gangi, skjóttu.

Milton kom með nýjar nálganir og Keynes líka. Lestu aftur það sem milton sagði um peningaprentun og það sem Keynes sögðu á móti. 

Það er ekkert sem ég er búinn að segja sem stangast á um á móti þessum lögmálum. 

Að lokum.  . . Ekki mótmæla hlutum til þess að mótmæla þeim. 

Spáðu svo í það hvernig markaðurinn væri í dag ef seðlabankinn hefði ekki ert neitt, og hvort við værum á betri stað eða verri.

Leo Pi., 19.8.2007 kl. 07:49

22 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held það sé best að einfalda umræðuna örlítið:

Maður A ræktar epli en langar í nýja skó.

Maður B ræktar banana en langar í epli.

Maður C saumar skó en langar í banana. 

Hvernig á hver þessara manna að fá sitt? Einföld vöruskipti duga ekki til nema allir menn séu staddir í sama herbergi. 

Lausnin er sú að mennirnir skipta allir á sinni framleiðslu og einhverju sem allir þiggja sem milliliðil í viðskiptunum (sögulega hefur það yfirleitt verið gull eða silfur en það er ekki algilt). Til dæmis gæti í þessu litla hagkerfi verið 10 gullpeningar að skipta um hendur, epli seljast á 1 einingu, bananinn á 1,5 og skórnir á 2.

Ef aðili D mætir á vettvang með 10 gullpeninga þá gerir hann ekkert nema hækka peningaeiningarupphæð hverrar framleiðslu (verðbólga). Engin fleiri verðmæti eru að skapast (lokamarkmið allrar verðmætasköpunar er eitthvað sem nýtist neytendum/notendum beint, t.d. matur, föt, húsnæði eða flugvél).

Allar kenningar sem segja að innspýting á peningum inn í þetta litla hagkerfi breyti í einhverju virkni hagkerfisins lifir í draumóraheimum. Ef aðili A finnur gullnámu (eða peningaprentvél í nútímahagkerfi) þá mun hann ekki auka auðsköpun - bara breyta upphæðunum á verðmiðunum. Ef hann er fyrsti notandi peninganna þá er hann ríkari en aðrir í upphafi (verðbólgan er ekki komin fram) en afrakstur hinna af sinni framleiðslu rýrnar.

Milton og Keynes geta spunnið upp hvaða kenningar sem þeir vilja, en á meðan þeir afneita eyðileggingarmætti tilbúinnar peningaframleiðslu þá lifa þeir í draumaheimi. 

Geir Ágústsson, 19.8.2007 kl. 08:41

23 Smámynd: Leo Pi.

Ertu með einhverja snjalla aðgerðaráætlun fyrir hið sívirka ríkisvald? Getur e.t.v. blaðað í einhverju sem Milton Friedman hefur skrifað ef þig vantar útlit vísinda á peningaaukningarminnkunartalið.

Milton og Keynes geta spunnið upp hvaða kenningar sem þeir vilja, en á meðan þeir afneita eyðileggingarmætti tilbúinnar peningaframleiðslu þá lifa þeir í draumaheimi.

????? 

Plús það svo ég árétti það bara einu sinni enn, þá erum við ekki að tala um verðbólgu.

Áttaðu þig á því hvað það er að setja peninga í vinnu.

Áttaðu þig á raunverðmætum í samfélaginu. (ágætt að hugsa um mat á móti þjónustu í þessu)

Áttaðu þig á hvað er mikið af þessu speglar og reykur.

Þá ættiru að geta séð það að þetta snýst ekki um að rýra magn einstakra gjaldmiðla heldur er þetta til þess að halda vélinni gangandi svo hún geti spýtt öllum þessum "raunverðmætum" útí samfélagið.

Ég held að tilgangur minn með að rökræða þetta og reyna að fræða þig á móti sé algjörlega vonlaus. En að lokum þá vil ég benda á að seðlabanki Evrópu, Bandaríkjanna og Japan og fleiri eru búnir að gera þetta, og eitthvað segir mér að hagfræði skilningur þeirra samanlagt sé ágætur, jafnvel meiri en okkar til samans minn kæri vin.

En það getur líka verið að þeir hafi misst allir af sömu kúrsunum í háskóla. Hvað veit ég.

kv.

Leó  

Leo Pi., 20.8.2007 kl. 23:03

24 identicon

Við erum að tala um verðbólgu er það ekki ljóst Leo Pi?

Þú ættir líka að  átta þig á því að með því að setja peninga í "vinnu" ertu að ná fram auknum hraða og skilvirkni verðmæta nýtingar. Ef þú fjölgar einingum bakvið hvert verðmæti í hagkerfinu ertu að rýra verðgildi ávísunarinnar m.ö.o. þú skapra verðbólgu sem kemur niður á þeim sem fá peningin síðastir.

Matur á móti þjónustu er gott dæmi hjá þær, því í þjónustu eru fólgin gífurleg verðmæti sem spara hagkerfum tíma og auka skilvirkni. Peningar auka skilvirkni, líkt og þjónust en ólíkt þjónustugeiranum þá leiðréttir peningamarkaðurinn sig ekki eins. Allt of mikil þjónusta leiðir til gjaldþrota eða uppsagna en allt of mikið flæði pening inn á markaði frá seðlabönkum leiðir af sér verðbólgu.

Peningamagnið er til í hagkerfinu fyrir, það er bara ekki þar sem fjámálagerinn vil hafa það sökum spákaupmensku. Slíkt leiðréttir sig sjálfkrafa, það getur verið sár leiðrétting en leiðréttingin verður líkt og þegar RR tók á verðbólgu í USA á fyrsta kjörtímabili sínu.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 02:42

25 Smámynd: Leo Pi.

Nei, við erum að tala um hvernig best skuli sporna gegn hruni fjármálamarkaða heimsins.

 Þið eruð að segja að eina sem þetta geri er að koma af stað verðbólgu, og ég er að segja að þið séuð að ofmeta verðbólgu áhrifin.

Þetta eru stutt lán, og þessir peningar fara aftur útaf markaði. T.d. var seðlabanki evrópu að mig minnir að lána eitthvað út í 3 mánuði.

En endilega gerum heilbrigðum fjárfestingum ennþá erfiðara að halda rekstri sínum gangnandi. Bíðum svo eftir því að fleiri fari á hausinn og að einhverjir missi vinnuna. Leyfum þessu að rúlla bara þangað til boltinn stöðvar. Þegar botninum er náð liggur svo bara leiðin uppá við. Er þaggi?

Leo Pi., 23.8.2007 kl. 14:07

26 identicon

Nei minn kæri við erum ekki bara að segja að þetta komi á stað verðbólu, við erum að segja að þetta sé óþarfi. Fjármálamarkaðir hrynja ekki þó inngripum sé sleppt hjá seðabönkum. Ef skortur er á peningum miða við þau verðmæti sem eru fyrir hendi í samfélaginu, hagkerfinu, er rétt að halda gildi gjaldmiðla í jafnvægi en að dæla inn til að bjarga mönnum sem hafa tekið slæmar ákvarðanir er úti í hött.

Hvenar kemur seðlabankinn og bjargar einstaklingum sem hafa farið vel fram yfir á kretikortinu sínu og lenda í vanskilum?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband