Leitt fyrir samtökin að ríkið á landið og ræður hvað það nýtist undir

Sérhagsmuna-tuðhópar eins og SUNN þurfa að átta sig á einu: Ríkisvaldið getur ráðstafað eigum sínum að vild (innan gildandi lagaramma), rétt eins og forsvarsmenn samtakanna geta ráðstafað sínum eignum að vild (innan gildandi lagaramma). Þessi samtök þurfa líka að átta sig á því að það eru margir sem "lobbýja" ríkisvaldið: Atvinnulausir, ökumenn, ferðamann, verktakar og svona má lengi telja. Það að SUNN sé einn þessara lobbýista gerir samtökin ekki sjálfkrafa að þeim sem mest er tekið mark á.

Ef SUNN og aðrir vilja að vegaframkvæmdir liggi um önnur landsvæði, eða að virkjanir spretti upp annars staðar en í nákvæmlega uppáhaldsfirði forsvarsmanna samtakanna, þá eiga samtökin að hætta að tuða og bjóðast til að kaupa landið af ríkinu og fá þannig sjálfir umráðarétt yfir því. Það er til nóg af sæmilega efnuðum græningjum út um allt land sem með ánægju myndu henda pening á eftir slíku framtaki, og jafnvel án þess að gera nokkru kröfu aðra en að ekki verði framkvæmt á því. Það er að segja, ef tuð íslenskra kaffihúsaspekinga er annað en bara nákvæmlega það - tuð!

Þetta er í raun aðferð sem mundi virka út um allt land á hvers konar framkvæmdir sem ríkið hyggst fara út í. Komum þessu landi í einkaeigu og þannig úr klóm stjórnmálamanna. Stjórnmálamenn gefa alltaf eftir háværustu þrýstihópunum, og þá sérstaklega ef þeir eru þeir sem vilja stórframkvæmdir í sínu nágranni til að "efla landsbyggðina" og "auka fjölbreytni atvinnulífs á svæðinu". Það að selja ferðamönnum gönguferðir að ósnertu landi, og samlokur að lokinni gönguferð, er ekki það ábatasamur bissness þrátt fyrir allt!


mbl.is Vilja friðlýsa Héðinsfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband